Morgunblaðið - 31.05.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.05.2002, Blaðsíða 14
AKUREYRI 14 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ sími 462 2901 sími 462 2900 Erum líka á Glerártorgi Blómin í bænum KÓR Félags eldri borgara á Ak- ureyri heldur söngskemmtun í Glerárkirkju á morgun, laug- ardaginn 1. júní, og hefst hún kl. 16. Kórinn hefur æft stíft í vetur og m.a. farið í heimsóknir á sjúkra- stofnanir og sungið fyrir vistfólk og einnig hefur kórinn sungið við messur. Kórinn hefur sungið í ná- grannabyggðum og nýlega tók hann þátt í kóramóti á Húsavík. Í byrjun júní hyggst kórinn fara í söngferð til Færeyja. Söngskráin á tónleikunum er fjölbreytt og skemmtileg, segir í frétt frá kórn- um, bæði kórsöngur og ein- söngur. Stjórnandi er Guðjón Pálsson. Aðgangseyrir er 1.000 krónur og allir eru velkomnir. Kór Félags eldri borgara heldur söngskemmtun FYRIRTÆKIÐ Bonus Ortho Syst- em hefur starfað í Ólafsfirði í rúmt ár og hefur starfsmönnum þess fjölgað um 6 nú á liðnum vetri. Nýlega var svo bætti við 4 starfsmönnum, sem eru í 2,5 stöðugildum. „Það er mjög ánægjulegt að geta fjölgað starfsmönnum,“ sagði Einar Stefánsson, sjúkraskósmiður og verksmiðjustjóri. „Við höfum stefnt að því að auka umsvifin hér í Ólafs- firði en allt hefur sinn tíma. Verkefn- unum hefur fjölgað en við framleiðum svonefnda bæklunarskó hér fyrir norðan. Allt sem við framleiðum er fyrirfram pantað, þannig að við eigum ekki lager, allt er selt fyrirfram.“ Halldór Blöndal, forseti Alþingis, heimsótti fyrirtækið á dögunum og skoðaði tækjakost þess og húsnæði. Lýsti hann ánægju sinni með flutning fyrirtækisins í Ólafsfjörð og sagði það sýna að landsbyggðin réði við fyrir- tæki af þessari stærð og gerð. Skógerð Bonus Ortho System Starfsmönnum fjölgað Ólafsfjörður FÉSTA, Félagsstofnun stúdenta á Akureyri, áformar að kaupa að minnsta kosti 10–12 íbúðir á Akur- eyri ef fjármögnun gengur eftir. Fyrir á stofnunin 83 einingar, her- bergi og íbúðir í bænum. Jónas Steingrímsson, rekstrarstjóri FÉSTA, sagði að mikil eftirspurn væri eftir húsnæði stofnunarinnar og að full þörf væri á að fjölga íbúð- um. FÉSTA leitaði eftir tilboðum á dögunum og bárust tilboð frá þrem- ur byggingaverktökum. Samkvæmt útboðsauglýsingu er um að ræða byggingu 50–75 fermetra tveggja og þriggja herbergja íbúða fyrir stúd- enta við Háskólann á Akureyri. Að sögn Jónasar sendu bygginga- fyrirtækin Hyrna, P. Alfreðsson og Fjölnir inn tilboð og í kjölfarið var ákveðið að hefja viðræður við Hyrnu og P. Alfreðsson um hugsanlega framkvæmd. Jónas sagði að P. Al- freðsson ætti lóð við Tröllagil en að Hyrna hefði leitað eftir lóð undir íbúðirnar við leikskólann Kiðagil og væru báðir staðirnir mjög áhuga- verðir. Jónas sagði að Hyrna væri að bjóða íbúðir í fjölbýlishúsum í ná- grenni Kiðagils en að hugmyndin væri að byggja allt að 8 hæða hús á lóð P. Alfreðssonar við Tröllagil. Þar hefði jafnframt verið rætt um að leikskóli yrði á fyrstu tveimur hæð- unum. „Við erum mjög spenntir fyrir því enda margir okkar umbjóðenda með börn.“ Á næstu hæðum yrðu svo um 25 íbúðir og geymslur í kjallara en Jónas sagði að ekkert hefði þó enn verið ákveðið í þessum efnum. Mikil eftir- spurn eftir húsnæði FÉSTA vill fjölga stúdentaíbúðum SLÉTTBAKUR EA, hinn nýi frystitogari Útgerðarfélags Akur- eyringa hf. kom til heimahafnar úr sínum fyrsta túr á vegum félagsins í vikunni. Afli skipsins var tæp 530 tonn, aðallega grálúða og aflaverð- mætið rúmar 136 milljónir króna. Sléttbakur hélt til veiða 21. apríl sl., samkvæmt frétt á heimasíðu ÚA en til að byrja með var tog- arinn úti fyrir Norðurlandi þar sem tækjabúnaður var yfirfarinn og prófaður. Síðan var haldið á grálúðumiðin fyrir vestan land, en skipið var m.a. að veiðum um 90 mílur vestur af Bjargtöngum, skammt frá miðlínu Íslands og Grænlands. Skipstjóri í þessum fyrsta túr Sléttbaks EA 304 var Ív- an Brynjarsson. Morgunblaðið/Kristján Unnið við löndun úr Sléttbak EA. Aflaverðmætið 136 milljónir króna Nýr Sléttbakur í heimahöfn SKÁKFÉLAG Akureyrar stendur fyrir hraðskákmóti í kvöld, föstudag. Mótið fer fram í Íþróttahöllinni og hefst kl. 20. Umhugsunartími á keppanda er fimm mínútur og er öll- um heimil þátttaka. Hraðskákmót í kvöld MIKIL þátttaka er á vorfundi Sam- orku, sem hófst á Akureyri í gær. Um 40 fyrirlestrar eru fluttir á vor- fundinum, sem lýkur í dag, föstu- dag. Slíkir fundir eru haldnir á þriggja ára fresti og er þetta þriðji fundurinn sem haldinn er á Ak- ureyri. Fjallað er um málefni veitna, bæði sameiginleg málefni og sérmál fagsviða. Í tengslum við fundinn var efnt til kynningar á vörum og þjónustu fyrir veitur. Yf- ir 20 fyrirtæki taka þátt í sýning- unni. Vorfundur Samorku Morgunblaðið/Kristján ♦ ♦ ♦ Ertu búinn að gera upp hug þinn? Auðlindadeild: fiskeldi, líftækni, sjávarútvegsfræði, umhverfisfræði Heilbrigðisdeild: hjúkrunarfræði, iðjuþjálfun Kennaradeild: leikskólabraut, grunnskólabraut, nútímafræði Rekstrardeild: ferðaþjónusta, fjármál, markaðsfræði, stjórnun, upplýsingatækni Upplýsingatæknideild: tölvunarfræði Umsóknarfrestur rennur út 1. júní 2002 Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu Háskólans á Akureyri, sími 463-0900 og á heimasíðu háskólans www.unak.is Nánari upplýsingar m.a. um námið, inntökuskilyrði og æskilegan undirbúning eru veittar á viðkomandi deildarskrifstofum. Umsóknarfrestur um stúdentagarða er til 20. júní 2002. Upplýsingar veittar í síma 894-0787.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.