Morgunblaðið - 31.05.2002, Side 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
20 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HREINN Loftsson, fráfarandi
stjórnarformaður Baugs, segir
hlutabréfaverð í félaginu á Verð-
bréfaþingi Íslands ekki endurspegla
raunverulegt verðmæti þess og því
sé nauðsynlegt að huga að skrán-
ingu félagsins erlendis. Hann segir
nýja könnun á þróun matvöruverðs
á síðustu árum leiða í ljós að sam-
runi fyrirtækja á matvörumarkaði
sé ekki orsök verðhækkana á
neysluvöru.
Hreinn sagði í ávarpi sínu á aðal-
fundi Baugs í gær, að félagið hafi á
aðeins einu og hálfu ári breyst frá
því að vera stórt fyrirtæki á íslensk-
an mælikvarða í það að vera nú
stórt fyrirtæki á norrænan mæli-
kvarða.
„Má segja að stærðin sé orðin slík
að nauðsynlegt sé að brjóta stjórn-
skipulag fyrirtækisins upp og huga
að skráningu þess á erlendum
mörkuðum. Stafar það ekki síst af
smæð íslenska verðbréfamarkaðar-
ins en til að tryggja eðlileg viðskipti
í félagi af stærð Baugs þurfa við-
skipti með hlutabréf þess að vera í
umferð þar sem eðlilegt framboð og
eftirspurn getur myndast. Í þessu
efni má benda á að lengi vel í vetur
hefur hlutabréfaverð í Baugi á
Verðbréfaþingi Íslands ekki end-
urspeglað eðlilegt eða raunverð-
mæti fyrirtækisins að mati grein-
ingardeilda verðbréfafyrirtækja.“
Óvægin gagnrýni
Hreinn sagði að Baugur hafi á
umrótstímum undangenginna miss-
era fengið á sig mikla og óvægna
gagnrýni. Alvarlegasta gagnrýnin
væri sú að Baugur hafi í skjóli
stærðar sinnar náð tangarhaldi á
verðmyndun matvöru í landinu og
með tilkomu Baugs og vegna sam-
þjöppunar á matvörumarkaði hafi
matvöruverð hækkað. „Á það hefur
verið bent af hálfu Baugs að gagn-
rýnendur fyrirtækisins horfi
framhjá þeirri staðreynd að matvæli
séu nú mun lægra hlutfall í neyslu-
mynstri landsmanna en var þegar
Bónus hóf göngu sína fyrir um 15
árum. Gagnrýnendur virðast og
ekki vilja hlusta á þau rök að verð-
myndun landbúnaðarvara, tollar og
margvísleg opinber gjöld, skekki
samanburð við matvælaverð í öðr-
um löndum. Hvað þá að þeir vilji
horfa til þess að víða erlendis, til
dæmis í Danmörku, megi verslanir
selja léttvín og bjór í matvöruversl-
unum og að sú staðreynd auðveldi
mjög rekstur slíkra verslana í þeim
löndum sem þannig verður ekki
samanburðarhæfur við rekstur ís-
lenskra matvöruverslana.“
Samruni fyrirtækja ekki orsök
verðhækkana á neysluvöru
Sagði Hreinn að vegna þessarar
gagnrýni hafi Baugur falið GJ-
fjármálaráðgjöf að taka saman
skýrslu um þróun matvöruverðs á
síðustu árum. Tilgangurinn var, að
sögn Hreins, að fá óháðan aðila til
að skoða þau atriði sem helst hafi
komið fram gegn Baugi í þeirri um-
ræðu um þróun matvöruverðs á Ís-
landi. Ráðgjafarfyrirtækið hafi
meðal annars skoðað rækilega for-
sendur skýrslu Samkeppnisstofn-
unar frá því í fyrra um þetta efni.
Sagði Hreinn að helstu niðurstöður
GJ-fjármálaráðgjafar væru þær, að
ástæðu almennra verðlagshækkana
á Íslandi sé varla að leita í samruna
fyrirtækja á matvörumarkaði held-
ur í öðrum þáttum, svo sem launa-
hækkunum. Þá hafi innflutt matvæli
ekki hækkað meira en hjá helstu
viðskiptalöndum á síðustu árum að
teknu tilliti til gengisþróunar. Eins
hafi verðlag á matvöru lækkað eftir
tilkomu Baugs. Þá sé á það bent, að
rekstrarhagnaður Baugs sé ekki
mikill í samanburði við hagnað
bandarískra matvörubúða. „Við
nánari athugun benda gögn til þess
að verð á dagvörum hafi ekki hækk-
að meira en á öðrum neysluvörum
eftir sameiningar á matvörumark-
aði en það er öndvert við niðurstöðu
Samkeppnisstofnunar frá því í
fyrra,“ sagði Hreinn.
Skýrslan var kynnt Samkeppn-
isstofnun í gærmorgun og verður
gerð opinber á næstu dögum eða
vikum.
Brýnt að huga
að skráningu
erlendis
Fráfarandi stjórnarformaður Baugs
segir hlutabréfaverð í félaginu ekki
endurspegla raunverðmæti þess
GAGNGERAR skipulagsbreytingar
á starfsemi Baugs voru kynntar á
aðalfundi félagsins í gær. Nafni
Baugs hf. hefur verið breytt í Baug-
ur Group hf. og hefur félaginu verið
skipt upp í þrjár sjálfstæðar ein-
ingar; Baugur – Ísland, Bonus Stor-
es Inc. og Baugur – fjárfesting og
þróun.
Hver eining verður rekin sjálf-
stætt og ber ábyrgð á eigin fjár-
málum, ásamt allri daglegri starf-
semi. Baugur Group verður rekið
sem eignarhaldsfélag en mun ekki
bera ábyrgð á daglegri starfsemi
rekstrareininganna þriggja. Félagið
birtir rekstrarreikning, efnahags-
reikning og sjóðstreymi fyrir hverja
einingu, auk samstæðuuppgjörs, og
upplýsir markaðinn um stöðu fyr-
irtækisins og þróun verkefna. For-
stjóri Baugs Group er Tryggvi
Jónsson, fyrrum aðstoðarforstjóri
Baugs hf.
Jón Ásgeir Jóhannesson, fráfar-
andi forstjóri Baugs, sagði tilgang-
inn með þessum breytingum vera að
gera starfsemi félagsins gagnsærri
og það betur í stakk búið til að vaxa
á öðrum mörkuðum án þess að
trufla þá starfsemi sem fyrir er.
Hann sagði að breyting yrði á birt-
ingu uppgjöra. „Félagið hefur verið
gagnrýnt fyrir hvernig það birtir
uppgjör sín og við bregðumst við því
með að birta framvegis uppgjör fyr-
ir þessar þrjár einingar. Það mun
um leið auðvelda fjármögnun á fé-
laginu, því annars vegar er verið að
fjármagna rekstur og hins vegar
kaup á hlutabréfum. Við teljum það
nauðsynlegt, ekki síst vegna þess að
stefnt er að skráningu erlendis, að
markaðurinn verði vel upplýstur um
stöðu fyrirtækisins og þróun verk-
efna. Niðurstaðan af þessu er að við
náum hámarksnýtingu á fjármagni,
hærra gengi hlutabréfa í Baugi og
að félagið verði aðlaðandi fjárfest-
ingarkostur,“ sagði Jón Ásgeir.
Einfaldaður rekstur og hagræðing
hjá Baugi – Íslandi
Baugur – Ísland mun alfarið ein-
beita sér að rekstri verslana og
tengdri starfsemi og hættir fjárfest-
ingum í öðrum félögum. Undir
þessa rekstrareiningu fellur allur
verslanarekstur á Íslandi í mat- og
sérvöru, auk reksturs í Svíþjóð
vegna Topshop, Miss Selfridge og
Debenhams.
Hlutverk Baugs – Ísland verður
að veita rekstrareiningum stefnu-
mótandi aðhald, ásamt fjárhagslegu
aðhaldi og eftirliti og nýta stærð-
arhagkvæmni þar sem það á við.
Aukin áhersla verður lögð á arðsemi
eininga, hagræðingu í rekstri og
mannauðsstjórnun.
Jón Ásgeir ítrekaði það sem fram
hefur komið áður, að rekstur Baugs
á heimamarkaði hafi verið óviðun-
andi. „Við höfum verið að einfalda
reksturinn og munum gera það enn
frekar,“ sagði hann og sagðist bjart-
sýnn á betri árangur með skýrari
fókus á þessa einingu en óneitan-
lega hafi fjárfestingar Baugs er-
lendis tekið fókus yfirstjórnenda af
rekstri félagsins í heild. „Við sjáum
fyrir okkur einfaldleika, að sameina
smærri sérvörufyrirtæki í eina ein-
ingu, mögulega samnýtingu vöru-
húsa og aðskilnað innkaupa og vöru-
húsa,“ sagði Jón Ásgeir.
Samtals rekur Baugur–Ísland 70
verslanir á Íslandi og 7 í Svíþjóð og
áform eru um að opna 5 til viðbótar í
Svíþjóð á þessu ári. Heildarvelta
Baugs–Íslands á yfirstandandi
rekstrarári er áætluð 35,2 milljarðar
króna og nettóskuldir 5,7 milljarðar
króna. Fjöldi starfsfólks er um
1.800.
Framkvæmdastjóri Baugs – Ís-
lands er Jón Björnsson, sem áður
gegndi starfi framkvæmdastjóra
sérvörusviðs Baugs hf.
Óarðbærum einingum Bonus Stores
í Bandaríkjunum verði lokað
Undir rekstrareininguna Bonus
Stores fellur verslanarekstur Bills
Dollar Store, Bonus Dollar Stores,
og nýjasta viðbótin, Bonus Super-
center, en þær verslanir eru stærri
og bjóða upp á meira úrval í mat- og
sérvöru en Bills Dollar Stores og
Bonus Dollar Stores. Jón Ásgeir
sagði stefnt að því markmiði að fé-
lagið verði komið í 400 milljóna doll-
ara veltu innan 24 mánaða og hagn-
aður þess verði 5% fyrir skatta.
Meðal þess sem áhersla verður lögð
á er að bæta fjármálasvið félagsins
og markaðsstarf þess, sem hefur
verið í lágmarki. Þá verður aukin
áhersla lögð á arðsemi eininga, að
loka óarðbærum einingum og fjár-
festa í uppbyggingu og endurbótum
verslana þar sem við á.
Samtals rekur Bonus Stores Inc.
394 verslanir í suðausturríkjum
Bandaríkjanna og hjá félaginu
starfa um 2.000 manns. Heildarvelta
Bonus Stores Inc. er áætluð 22
milljarðar króna á árinu og nettó-
skuldir 3,4 milljarðar króna. Fram-
kvæmdastjóri Bonus Stores Inc. er
Jim Schafer. Baugur – fjárfesting
og þróun er ný rekstrareining sem
heldur utan um eignir í félögum þar
sem Baugur fer ekki með daglegan
rekstur.
Jón Ásgeir sagði eitt af mark-
miðum Baugs – fjárfestingar vera
að einbeita sér að stærri markmið-
um og leita fjárfestingartækifæra
sem eru vanmetin, auk þess að sjá
til þess að fjárfestingar félagsins
skili arði en stefnt er að því að fjár-
festingarnar skili að lágmarki 15%
arðsemi.
Verkefni Baugs – fjárfestingar og
þróunar er jafnframt að geta af sér
rekstarareiningar sem renna
styrkari stoðum undir meginrekstur
félagsins, einkum á sviði versl-
unarreksturs. Öll þróunarvinna
samstæðunnar mun einnig eiga sér
stað innan þessarar rekstrareining-
ar.
Helstu eignir Baugs – fjárfest-
ingar og þróunar eru Arcadia, SMS
í Færeyjum, fasteignafélagið Stoðir
og Baugur.net, þar af er Arcadia
langstærst, með markaðsvirði um
19,3 milljarða króna sem hefur vaxið
um 4,5 milljarða króna frá áramót-
um. Bókfært virði heildareigna
Baugs – fjárfestingar og þróunar er
12,6 milljarðar króna og nettóskuld-
ir 3,4 milljarðar króna.
Framkvæmdastjóri Baugs – fjár-
festingar og þróunar er Jón Schev-
ing Thorsteinsson, sem áður gegndi
starfi framkvæmdastjóra verslunar-
og þjónustusviðs Baugs hf.
Hlutafé eftir jöfnun 2,4 milljarðar
Aðalfundur samþykkti að auka
hlutafé félagsins um tæpar 700
milljónir króna að nafnverði með út-
gáfu jöfnunarhlutabréfa en rétt til
þeirra eiga þeir sem voru skráðir
hluthafar í lok aðalfundardags.
Hlutafé eftir jöfnun verður tæpir 2,4
milljarðar króna. Skýringin á þess-
ari breytingu var sögð sú að færa
þurfi upp hlutafé í félaginu í takt við
verðlagsbreytingar frá stofnun þess.
Ennfremur var samþykkt að
heimila stjórn að hækka hlutafjár
félagsins um 100 milljónir króna að
nafnverði. Hluthafar hafa ekki for-
gangsrétt til áskriftar að þessum
nýju hlutum en stjórn félagsins er
heimilt að nýta hlutafjárhækkunina
sem endurgjald fyrir hluti í félögum
með skylda starfsemi.
Þá var stjórninni heimilað að
hækka hlutafé félagsins um 10 millj-
ónir króna að nafnverði, sem nota
skal til sölu hlutabréfa til stjórn-
enda og starfsmanna samkvæmt
kaupréttaráætlun stjórnar. Hluthaf-
ar hafa ekki forgangsrétt til áskrift-
ar að þessum nýju hlutum.
Jón Ásgeir stjórnarformaður
Í stjórn Baugs voru kjörnir þeir
Jón Ásgeir Jóhannesson, sem jafn-
framt verður formaður stjórnar,
Tom Kristiansen, sem verður vara-
formaður, Guðfinna Bjarnadóttir,
Jóhannes Jónsson og Þorgeir Bald-
ursson. Varamenn eru Kristín Jó-
hannesdóttir og Hans Christian
Hustad.
Þóknun til stjórnarmanna var
hækkuð úr 80 þúsund í 120 þúsund
krónur á mánuði til annarra stjórn-
armanna en þeirra sem eru í starfi
hjá félaginu. Fundurinn fól stjórn
félagsins að semja um laun og
starfskjör þeirra stjórnarmanna
sem eru í starfi hjá félaginu.
Samþykkt var að greiða 12% arð
fyrir ársuppgjör sem miðast við 1.
janúar 2001 til og með 28. febrúar
2002 eða fyrir 14 mánaða tímabil.
Umfangsmiklar
skipulagsbreytingar
á starfsemi Baugs
Baugi hf. hefur verið breytt í eignarhaldsfélagið Baugur
Group með þrjár rekstrareiningar
Morgunblaðið/Þorkell
Jón Ásgeir Jóhannesson