Morgunblaðið - 31.05.2002, Page 24

Morgunblaðið - 31.05.2002, Page 24
ERLENT 24 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BORGIR Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 F A S T E I G N A S A L A Reisuleg húseign í mjög góðu ásigkomulagi. Húsið er við mynni Svarfaðardals og er um 300 fm auk þess bílskúr, hita- veita og góð lóð. Þarna er starf- rækt ferðaþjónusta í mikilli nátt- úrufegurð rétt við Dalvík. Í næsta nágrenni er veiði, hesta- aðstaða, gönguleiðir, skíða- svæði, stór sundlaug ofl. Verð 25,0 milljónir. ÁRGERÐI VIÐ DALVÍK Einbýlishús með 100 fm auka- íbúð með sérinngangi á jarð- hæð. Húsið er vel staðsett innst í botnlangagötu. Húsið er um 300 fm auk bílskúrs með góðu geymslurými. Hús, að innan sem utan er í góðu ásigkomu- lagi. Verð 29,0 milljónir. JÓRUSEL BRESK stjórnvöld kynntu í gær til- lögur um hvernig draga megi úr fjölda þeirra sem leita hælis í land- inu, þ. á m. leiðir til að flytja fólk, sem synjað er um landvistarleyfi, til annarra Evrópuríkja á borð við Frakkland. Samkvæmt tillögunum yrðu þeir sem vilja áfrýja synjun um landvist að gera það annaðhvort í heimalandi sínu eða í landi sem þeir fóru um á leið sinni til Bretlands. Myndi þetta þó ekki eiga við um alla hælisleitendur, aðeins þá sem gætu farið til lands þar sem öryggi þeirra teldist borgið. En breska innanríkisráðuneytið staðfesti að þessar nýju reglur myndu m.a. þýða að þeim sem kæmu frá hinni umdeildu flótta- mannamiðstöð Sangatte í Norður- Frakklandi yrði snúið þangað aftur ef þeim yrði synjað um hæli í Bret- landi og þeir vildu áfrýja. Sagði David Blunkett innanríkisráðherra að sumum hælisleitendum yrði vísað úr landi „bókstaflega innan eins eða tveggja daga“ eftir að umsókn þeirra væri synjað. Misnotkun ekki lengur liðin Aðrir hælisleitendur, sem nýju reglunum yrði beitt gegn, væru einkum þeir sem teldust „greinilega ekki“ hafa forsendur fyrir hælisum- sókn. Sagði Blunkett, að eins og málum væri nú háttað gætu þeir sem hefðu leitað hælis án fullnægj- andi forsendna eða kvæðust hafa sætt mannréttindabrotum haldið til í Bretlandi á kostnað skattborgar- anna uns áfrýjun þeirra væri tekin fyrir. „Stjórnvöld ætla ekki lengur að þola slíka misnotkun kerfisins,“ sagði Blunkett. „Við munum snúa þessu fólki aftur til heimalands síns um leið og við höfum hafnað beiðni þess. Vilji það áfrýja verður það að gera slíkt frá heimalandi sínu.“ Til- lögurnar eru hluti af frumvarpi um lög um innflytjendur sem er nú til umfjöllunar í breska þinginu. Flóttamannamiðstöðin Sengatte hefur verið þrætuepli Frakka og Breta. Er hún rekin af Rauða kross- inum og er yfirfull af flóttafólki, þar eru nú um 1.500 ólöglegir innflytj- endur, flestir af asískum uppruna, og reyna þeir oft að komast um borð í lestir sem fara til Bretlands. Bret- ar hafa ítrekað farið fram á að mið- stöðinni verði lokað, en Frakkar segja að það leysi ekki innflytjenda- vandann þótt hún verði skyndilega aflögð. Flugvellir veikur hlekkur Evrópskir innanríkisráðherrar funda nú í Róm um leiðir til að draga úr innflytjendastraumi til Evrópu- landa, og í gær greindi spænski inn- anríkisráðherrann, Mariano Rajoy, frá því að alþjóðaflugvellir í Evrópu- ríkjum væru veikari þættir í vörnum gegn ólöglegum innflytjendum en landamæri ríkjanna. Sagði Rajoy ennfremur, að á ein- um mánuði, fyrir ekki löngu, hefðu 4.500 ólöglegir innflytjendur verið handteknir á 25 evrópskum flugvöll- um. Flestir innflytjendur sem kæmu ólöglega til Evrópuríkja væru kín- verskir, en einnig kæmu margir frá Ekvador, Angóla, Brasilíu, Nígeríu og Senegal. Algengast væri að fólkið kæmi til flugvalla í París, Dublin, London og Madríd. Bretar hyggjast herða lög um hælisleitendur London. AFP. Reuters Hælisleitendur þurrka föt sín á girðingu í Sangatte-flóttamannamiðstöðinni í Frakklandi. VÍSINDAMÖNNUM hefur tekist að breyta moskítóflugum með því að krukka í erfðaefni þeirra og geta „nýju“ flugurnar ekki borið með sér malaríusmit í menn. Við tilraunina voru notaðar mýs en talið að svipuð niðurstaða fáist gagnvart mönnum. Áður en leyft verður að kanna það þarf að miklar rannsóknir til að tryggt sé að breyttu flugurnar geti ekki valdið ófyrirséðu tjóni af ein- hverju tagi. Erfðabreyttri flugu hef- ur ekki fyrr verið sleppt lausri í nátt- úrunni. Malaría er sjúkdómur sem herjar á um 300 milljónir manna víða um heim ár hvert og dregur marga til dauða, einkum í fátækum ríkjum í Afríku. Nær helmingur allra heilbrigðisút- gjalda indversku stjórnarinnar fer til baráttu gegn malaríu. Sýkinni hafði verið nær útrýmt í mörgum löndum fyrir nokkrum árum en hún er nú far- in að sækja í sig veðrið á ný. Eiturefni eins og DDT spilla náttúrunni og flugurnar þola auk þess stöðugt bet- ur ýmis eiturefni og örveran eða sník- illinn sem veldur sjúkdómnum er orðinn ónæmur fyrir flestum lyfjum. Tilraunirnar voru undir stjórn Marcelo Jacobs-Lorena, erfðafræð- ings við Case Western Reserve-há- skólann í Cleveland í Bandaríkjun- um. „Við þurfum að gæta fyllstu varkárni áður en við sleppum þeim út í náttúruna,“ sagði hann. „Við verð- um að vera viss um að erfðabreyttar moskítóflugur hafi ekki öðlast aðra [hættulega] eiginleika. Þær ættu ekki að gera það en við verðum að leggja okkur fram til að sanna að svo sé.“ Nýtt gen sem hindrar smit Erfðamengi flugunnar var breytt, búið til nýtt gegn, kallað SM1 sem notað var til að bæta sameind við erfðamengi flugunnar. Breytingin veldur því að sníkillinn kemst ekki úr innyflum flugunnar í slefuna sem annars ber sníkilinn yfir í fórnar- lambið þegar flugan bítur til að sjúga blóð. Breytingin kemur því í veg fyrir smit, umrætt gen verður virkt í hvert sinn sem flugan bítur og genabreyt- ingin erfist milli kynslóða flugnanna. Við tilraunir með þrjá hópa sem sagt er frá í tímaritinu Nature, reyndust flugur í tveim af hópunum ófærar um að smita og tíðni smitsins var aðeins um 50% í þriðja hópnum. Ef rannsóknirnar ganga vel verður aragrúa af breyttum flugum dreift um stór svæði og reynt að sjá til þess að þær útrými flugum með óbreytt genamengi. Talið er að eftir fáein ár muni vís- indamenn ráða yfir fullkomnu korti yfir genamengi mannsins, moskító- flugunnar og malaríusníkilsins og geti þessi þekking valdið því að hægt verði að útrýma sjúkdómnum. Aðrar tegundir moskítóflugna valda hita- beltissjúkdómunum gulusótt og bein- brunasótt. Er gert ráð fyrir að hafnar verði einnig tilraunir með flugurnar til að reyna að vinna bug á þessum tveim sjúkdómum. Erfðabreyttar moskító- flugur gegn malaríu BOEING 777-þota breska flug- félagsins British Airways festist á flugvellinum á Karíbahafseynni Antigua, að því er greint var frá á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC, í gær. Þotan kom frá Gatwick-flugvelli við London og á Antigua lenti hún á flugbraut sem nýbúið var að mal- bika og hafði ekki storknað fylli- lega. Vélin átti að halda áfram til nágrannaeyjarinnar St. Lucia og var allt klárt fyrir flugtak þegar hjól vélarinnar sukku í malbikið. Flugstjórinn reyndi að nota hreyf- ilafl vélarinnar til að losa hana, en þegar ljóst varð að vélinni yrði ekki haggað gaf hann fyrirmæli um að hún skyldi yfirgefin. BBC hefur eftir talsmanni flug- vallarins að fyrr um daginn hefði brautin verið malbikuð. Hefði þota British Airways verið stærsta flug- vélin sem kom til vallarins þann daginn. Boeing 777 er tveggja hreyfla breiðþota sem tekur um 300 farþega og vegur um 250 tonn. Verkfræðingar British Airways og flugvallarstarfsmenn á Antigua reyndu að finna leið til að losa vél- ina, en ekki var vitað til þess að á eynni væri neitt nógu stórt og öfl- ugt tæki til að draga hana lausa. Á meðan voru mörg hundruð breskra ferðamanna strandaglópar á Antigua þar sem hvorki þessi vél né aðrar vélar sem áttu að fljúga frá eynni komust þaðan, og var flugvellinum lokað. Um síðir tókst þó að losa þotuna með trukki sem fékkst lánaður á bandarískri her- stöð á eynni. Föst á Antigua BERTIE Ahern, forsætisráðherra Írlands, sagði í gær að ef leiðtogar Evrópusambandsins (ESB) gæfu Ír- um fyrirheit um það á leiðtogafund- inum í næsta mánuði að þeir gætu haldið hlutleysi sínu í hernaðarmál- um myndi hann leggja Nice-sáttmál- ann um stækkun Evrópusambands- ins að nýju í dóm írskra kjósenda síðar á þessu ári. Einir aðildarríkja ESB ákváðu Ír- ar á sínum tíma að halda þjóðarat- kvæðagreiðslu um Nice-sáttmálann. Lýstu Írar sig þar mjög óvænt and- snúna sáttmálanum og er talið að þar hafi ráðið mestu að Írar vilji ekkert gera, sem stofna muni hlutleysi þeirra í hættu, en alla tíð frá því að Írland fékk sjálfstæði frá Bretum hefur hernaðarlegt hlutleysi verið hornsteinn utanríkisstefnu þeirra. Leiðtogar ESB munu funda á Spáni í júní og sagði Ahern í gær að ef þeir gætu þar komið til móts við sjónarmið Íra varðandi hernaðar- málin yrði sáttmálinn aftur lagður í dóm kjósenda. Kemur yfirlýsing Aherns í kjölfar þess að óháð nefnd, sem falið var að rannsaka afstöðu Íra til ESB, komst að þeirri niðurstöðu að Írar ættu einna helst erfitt með að sætta sig við breytingar á hlutleysisstefnunni, sem væru óhjákvæmilegar miðað við skilmála Nice-sáttmálans um evr- ópsk varnar- og öryggismál. Ahern býðst til að láta kjósa aftur um Nice-sáttmálann Vill fyrirheit um að Írar geti haldið hlutleysi sínu Dublin. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.