Morgunblaðið - 31.05.2002, Síða 31

Morgunblaðið - 31.05.2002, Síða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 31 Enn meiri verðlækkun Sprenghlægilegt verð! Síðasti dagur 2. júní & Bíldshöfða 16 Opið alla daga frá kl. 12-18 Bakhús inni í portinu HEIMAR hrundu saman í eitt síð- asta þriðjudagskvöld, í listrænni merkingu, er New York strengja- kvartettinn Kronos lék. Kronosliðar eru orðnir frægir að endemum fyrir þrotlausa nýjunga- girni og umleitanir í sem víðastar átt- ir; viðhorf sem hefur aflað þeim virð- ingar, bæði í heimi sígildrar og nýgildrar tónlistar (popp, dægurtón- list). Þetta mátti t.d. glögglega sjá á gestum kvöldsins, þar sem saman- komnir voru hinir ýmsu fulltrúar frá báðum þessum heimum, síðarnefndi hópurinn þó ærið fjölmennari. Þannig er að Kronoskvartetinn hefur alla tíð átt góða, næstum eðli- lega, samleið með rokkurum og dæg- urtónlistarpælurum. Kemur þá helst til pönkuð nálgun meðlima við störf sín, veri það klæðnaður, efnisval eða hreinlega spilamennskan sjálf. Mik- ilvægi Kronos felst þó fyrst og fremst í hinu galopna viðhorfi til sköpunar, þar er tónlist tónlist, og því hafa áhugamenn um tónlist, hvaðan svo þeir koma, hrifist unnvörpum af kvartettinum. Þannig hafa Kronos leikið tónlist eftir jafn ólíka höfunda og John Zorn, Jimi Hendrix, Philip Glass, Gorecki og Bo Diddley. Rokk, popp og argasta jaðartónlist. Sígild tónlist, djass og heimstónlist. Allt eru þetta aufúsu- gestir hjá Kronos. Þetta mátti og vel merkja af efnis- skránni sem var fjölbreytt og víð. Byrjað var á verki Júgóslavans Vrebalov, Óendanleg Pannonia. Margslungið nokk, með tilvísunum í tónlist þá sem þrífst á umræddu svæði. Hljóðfæraleikararnir fóru yfir holt og hæðir í flutningi sínum og hafa líkast til náð að snúa sér ágætlega í gang. Hin þokkalegasta smíð. Næst á dagskrá var lag eftir indverska kvik- myndatónskáldið Rahul Dev Bur- man, hvar kvartettinn studdist við tablatrommur af segulbandi. Furðu- leg tónsmíð – þá ekki á jákvæðan hátt – sem skildi lítið eftir sig. Víxlsöngur argentínska tangótónskáldsins Troilo var litlu betri og maður stóð á kross- götum efans í lokin: „Hvenær fer eitt- hvað að gerast hjá þessum frábæra kvartett?“ Djassgeggjunin rétti fjór- byttuna af þegar laginu „Myself When I Am Real“ eftir Charlie Ming- us var veitt í Kronos-hræruna. Dul- úðugt, sértækt og áleitið. Eyrun sperrt upp á nýjan leik. Síðasta verk fyrir hlé var eftir Steve Reich, nafn sem tilraunaglaðir rokkarar og raftónlistarmenn ættu að kannast mæta vel við. Triple Quartet byggist á – eins og nafnið gefur til kynna – leik þriggja kvartetta sam- tímis. Tveir kvartettanna voru leiknir af bandi enn sá þriðji var „lifandi“. Þetta var þungarokkslag kvöldsins, mikill hamagangur og sargað til hægri og vinstri af mikill elju og ástríðu. Flott stykki sem glæddi vonir gesta um að fútt yrði í seinni helmingi tónleikanna. Sem kom svo á daginn. Eins og lesa má var fyrri hluti tón- leikann hálfringlandi; rennslið var stirt og stemningin hálfskrýtin. Í hléi heyrði ég fólk segja ótt og títt „Þetta er allt í lagi svo sem“. Hins vegar var engum blöðum um það að fletta að spilamennskan var geirnegld. Óað- finnanleg og örugg og greinilegt að hér er á ferðinni sjóað fólk. Tónn sveitarinnar var harður, næsta grófur og skemmtilega í takt við dirfskulegt og kæruleysislegt yfirbragð fjór- menninganna. Sígandi lukka er best, segir mál- tækið. Fyrsta verkið eftir hlé var þannig stórgott. Potassium er eftir Michael Gordon, ein af aðalsprautum framúrstefnuhópsins Bang on a Can. Ef eitthvað var rokkað þetta kvöld- ið þá var það þetta verk; minnti óneit- anlega á tónsmíðar síðrokkara eins og Godspeed you black emperor og hlið- arverkefnis þeirrar sveitar, Silver Mount Zion. Naumhyggjulegt og drungalegt framan af en brotnaði síð- an upp í endann á áhrifamikinn hátt. Flott! Terry Riley er annar sá listamaður sem dægurtónlistarfólk ætti að þekkja, en naumhyggjuleg verk hans hafa haft mikil áhrif á sveim- og raf/ danstónlist nútímans. Verkið Sunrise of the Planetary Dream Collector er fyrsta verkið sem hann samdi fyrir kvartettinn, eins og leiðtogi hópsins, David Harrington upplýsti áheyrend- ur um. Þess má geta að Harrington kynnti ávallt á milli laga og var það vel. Sunrise … er melódískt, fallegt verk og undirbjó á vissan hátt jarð- veginn fyrir það sem koma skyldi. Og það var það sem flestir voru búnir að bíða eftir, flutningur Kronos- liða á tveimur lögum Sigur Rósar, „Flugufrelsaranum“ og „Svefn-G- Englar“, sem voru sérstaklega útsett fyrir kvartettinn (lögin voru ranglega titluð í efnisskrá). Strengjatilbrigði við þessi fallegu lög tókust í það heila vel. Sérstaklega kom fyrra lagið vel út. „Svefn-G- Englar“ var heldur holara á að hlýða og felldi sig miður vel að útsetning- unni. Náði ekki nægilega kraftinum sem einkennir frumgerðina. Það sem er þó kannski mest um vert hér er að Kronos falaðist sér- staklega eftir þessum lögum. Það var því engin spurning um það að allir meðlimir væru að leggja sig eftir flutningnum af lífi og sál – eitthvað sem skilaði sér til áheyrenda. Manni varð því ósjálfrátt hugsað til hins vafasama tiltækis Sinfóníuhljómsveit- ar Íslands, er hún lagði sig eftir tón- list Quarashi og Botnleðju. Eftir á að hyggja feilspor, en verst var þó að fylgjast með sumum sveitarmönnum, hálfdottandi yfir hljóðfærunum sín- um. Kvartettinn lék svo tvö aukalög. Í fyrra skiptið var það lag af nýútkomn- um hljómdiski, Nuevo, þar sem er að finna mexíkóska tónlist af alls kyns tagi í túlkun Kronos. „Tabu“ eftir Margaritu Lecuona er glettið og gamansamt lag, hvar fjörið ræður ríkjum. Í seinna laginu var svo farið í yfirgírinn, og fólk fékk að heyra afar skemmtilega útgáfu af laginu „Mis- irlou Twist“ eftir konung brymgítars- ins, Dick Dale. Tónleikunum lauk því með glæsi- brag en því er ekki að neita að þeir voru dálítið stirðbusalegir framan af. En að tæknirausi slepptu var það sannarlega upplifun að sjá þennan virta kvartett að störfum. Rómantísk viðleitni meðlima við að umfaðma for- dómalaust alla tónlist er sannarlega aðdáunarverð, eitthvað sem er hik- laust til umhugsunar öllum þeim sem telja sig vera áhugasama um tónlist. Krónísk útþrá TÓNLIST Borgarleikhúsið Kronos Quartet flutti verk eftir Vrebalov, Burman, Troilo, Mingus, Reich, Gordon, Riley, Sigur Rós, Lecuona og Dale. Kvart- ettinn skipa David Harrington (fiðla), John Sherba (fiðla), Hank Dutt (víóla) og Jennifer Culp (selló). Þriðjudagurinn 28. maí 2002. KAMMERTÓNLEIKAR Arnar Eggert Thoroddsen Morgunblaðið/Golli „En að tæknirausi slepptu var það sannarlega upplifun að sjá þennan virta kvartett að störfum,“ segir um tónleika Kronos-kvartettsins. MARY Ellen Mark er trúlega fremst meðal jafningja sem félagsleg- ur ljósmyndari. Þetta mun vera í ann- að sinn á tæpum tíu árum sem við fáum að kynnast verkum hennar á sama stað. En það er ekki mikið við því að segja; verk hennar standa svo sannarlega fyrir sínu, formrænt séð, og þola því vissulega margfalda skoð- un. Sem skrásetjari nöturlegrar til- veru, en jafnframt skoplegra port- rettmynda í seinni tíð, byggir Mark á löngum og traustum grunni sem kyn- systur hennar lögðu snemma á öld- inni sem leið. Ljósmyndarar á borð við Doris Ulmann, Dorothea Lange, Margaret Bourke-White, Lisette Model, Helen Levitt og Diane Arbus lögðu allar sitt af mörkum til að nálg- ast bandarískt þjóðfélag með öðrum hætti en við eigum að venjast úr kvik- myndasmiðju Hollywood. Það má því segja að þegar Mark fór að taka sínar fyrstu mikilvægu mynd- ir um miðjan sjöunda áratuginn hafi hún verið að skrá sig inn í hefð sem eftir á að hyggja er ótrúlega rík og persónuleg. Hún er heldur ekki sú síðasta í þessari merkilegu röð því listamenn á borð við Donnu Ferrato og Nan Goldin viðhalda hefð hinnar samfélagslegu ljósmyndunar, en við fengum einmitt að kynnast verkum hinnar síðarnefndu fyrir fáeinum misserum. Myndir Mark af olnbogabörnum bandarísks samfélags eru vissulega nöturlegar, en þær eru aldrei ómann- eskjulegar né illa teknar. Eflaust má rekja árangurinn til vinnubragða hennar, en hún leggur á sig að fylgja eftir myndefni sínu, um langt skeið ef því er að skipta. Nokkur dæmi eru á sýningunni um fólk, ungviði og fjöl- skyldur, sem Mark er farin að þekkja af löngum kynnum sínum. Það gerir henni jafnvel kleift að byggja upp myndir sínar og hagræða, og ná þannig fram skerpu sem eflaust væri minni ef tökurnar væru fyrirvaralaus- ar. Þá er það merkileg krafa sem Mark hefur sett sér að leggja fremur áherslu á myndefnið en sjálfstján- inguna. Það er vissulega erfitt að greina þarna á milli og margir mundu staðhæfa að myndir hennar segðu fullt eins mikið um hana sjálfa og fólk- ið sem myndavél hennar nemur. Hins vegar viðheldur hún með þessari kröfu spennunni og ferskleik- anum í myndefninu og tökunni, sem er forsenda þess að ljósmyndir henn- ar haldi áfram að stuða, skekja og vekja hina sálardofnu til vitundar um raunir meðbræðra sinna. En Mary Ellen Mark skilur ekki eftir þessa mennsku sína þótt hún snúi stundum linsunni að hinum fínu og frægu. Með skopskyni og innsæi bregður hún ljósi á eilítið innantóma tilveru hinna ríku og heimsþekktu og nær þá árangri sem er á sinn hátt ekki síðri en þegar Lisette Model fékk fyrirsætur sínar til að brosa að sjálfum sér og afkáraskap sínum. En ef til vill ættu lesendur að gleyma sem fyrst þessum fátæklegu orðum og drífa sig þess í stað á sýninguna á Kjarvalsstöðum, því nú fer hver að verða síðastur. Mary Ellen Mark: Aryan Nations, Hayden Lake, Idaho, 1986. Bandarískt barkarflan MYNDLIST Kjarvalsstaðir Til 2. júní. Opið daglega frá kl. 11–17. LJÓSMYNDIR MARY ELLEN MARK Halldór Björn Runólfsson BANDARÍSKA ljóðskáldið Robert Bly heimsækir Ísland á næstunni til að taka þátt í málstofu, sem fram fer í Vesturfarasetrinu á Hofsósi dagana 12.–17. júní. Málstofan, sem orðin er árlegur viðburður, er nú haldin í þriðja sinn. Heiðurinn af skipulagningu hennar eiga vestur-íslensku rithöfundarnir Bill Holm og David Arnason og er markmið þeirra m.a. að kynna fyrir Bandaríkja- og Kanadamönnum Ís- land og íslenskar bókmenntamenntir. Robert Bly hefur sl. fjörutíu ár ver- ið í hópi brautryðjenda í bandarískum bókmenntum, bæði sem ritstjóri, gagnrýnandi, þýðandi og ljóðskáld. Bly mun fjalla um skandinavíska ljóð- list sem og nýleg verk sín í málstof- unni. Auk hans mun koma þar fram Einar Már Guðmundsson rithöfund- ur, sem beinir sjónum að íslenskum nútímabókmenntum og þýðingum. Robert Bly á Hofsósi Föstudagur 31. maí Kl. 9–10.30 Oddi 106: Stjórnarráðið: Fyrir- myndir og erlend samskipti – Söguritun. Oddi 101: Kynjasaga: Kvenleiki, karlmennska og íslensk sam- félagsþróun. Oddi 102: Hnignunarkenningin í sögu Íslendinga. Oddi 206: Íslensk bókasaga: Fjöl- miðlun menningar. Kl. 10.45–12.15 Oddi 206: Heilbrigðissaga í 200 ár. Oddi 101: Kynjasaga: Kvenleiki, karlmennska og íslensk sam- félagsþróun. Oddi 201: Hnignunarkenningin í sögu Íslendinga. Oddi 106: Comparison and typo- logies as research strategies in history. Málstofa Knuts Kjeld- stadlis. Kl. 13.30–15 Oddi 206: Vísindi og tækni í sögu Íslands um og eftir 1900. Oddi 106: Tengslanet: Kenningar og aðferðir. Oddi 201: Trúin leysir og bindur: Kristinn boðskapur og líf kvenna. Kl. 15.15–16.45 Hátíðasalur: Jürgen Kocka: Hist- ory of work in the West: App- roaches, findings and open quest- ions. Jon Sigurdsson Memorial Lecture 2002. Kl. 17–17.30 Oddi: Útgáfuteiti í tilefni af út- komu Sagnfræðingatals. Kl. 20–22 Þjóðmenningarhús: Móttaka: Þór- unn Elín Pétursdóttir og Snorri Örn Snorrason syngja og leika. Íslenska söguþingið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.