Morgunblaðið - 31.05.2002, Blaðsíða 34
LISTIR/KVIKMYNDIR
34 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
RAPPSTJARNAN og leikarinn Ice
Cube er framleiðandi, einn handrits-
höfunda og aðalleikari gamansama
glæpatryllisins All About the
Benjamins sem frumsýnd verður í
dag. Miami-búinn Bucum Jackson,
sem leikinn er af Ice Cube vinnur við
að elta uppi fólk fyrir Martinez-trygg-
ingagreiðslufyrirtækið og passar að
verðandi tugthúslimir stingi ekki af
frá tryggingagreiðslum, sem halda
þeim á götunni fyrir dómsúrskurð.
Bucum er orðinn þreyttur á þessu
hættulega og láglaunaða starfi enda
ber hann þann draum í brjósti að geta
einhvern daginn opnað sína eigin
einkaspæjaraskrifstofu. Þar sem
hann vantar sárlega fé til að draumar
hans verði að veruleika, tekur hann
að sér að elta uppi smáglæpamanninn
Reggie Wright (Mike Epps) sem er
sjálfstraustið uppmálað og málglaður
með eindæmum. Þetta eru ekki
fyrstu kynni Bucums og Reggies
enda hyggst Reggie ekki láta góma
sig á ný og felur sig í sendiferðabíl í
nágrenninu. Gallinn er bara sá að í
sendibílnum eru demantaþjófar í
þjónustu hins hættulega glæpamanns
og skútusala Williamson (Tommy
Flanagan) og ránsfengur þeirra, eð-
alsteinar upp á 20 milljónir dollara.
Hvorki Reggie né Bucum hafa mik-
inn áhuga á að verða á vegi William-
sons en þar sem Reggie hefur gleymt
veski sínu í sendibílnum er málið ann-
að. Í veski hans er nefnilega að finna
lottómiða með 60 milljóna dollara
vinningi og slíkt er ekki eitthvað sem
maður bara skilur eftir. Upp úr þessu
hefst mikill eltingarleikur þar sem
þessir ólíku félagar leggja til atlögu
gegn Williamson og hyski hans. Og
ætlunin er að sjálfsögðu að góma
bæði vinningsmiðann og steinana
dýrmætu.
Þetta er fyrsta mynd leikstjórans
Kevins Brays, en hann hefur hingað
til aðallega fengist við gerð tónlistar-
myndbanda.
Leikarar: Ice Cube (Higher Learning,
Three Kings); Mike Epps (Bait, Dr. Do-
little 2); Tommy Flanagan (Braveheart,
Face/Off, Gladiator); Eva Mendes (Exit
Wounds, Training Day). Leikstjóri: Kevin
Brays.
Allt fyrir aurana
Ice Cube í gamanmyndinni All
About the Benjamins.
Laugarásbíó frumsýnir All About the
Benjamins með Ice Cube, Mike Epps,
Tommy Flanagan og Eva Mendes.
ÓSKARSVERÐLAUNAHAFINN
Kevin Costner fer með aðalhlutverk-
ið í yfirnáttúrulegum spennutrylli,
sem ber titilinn Dragonfly, og er í
leikstjórn Tom Shadyac, sem hóf feril
sinn sem leikstjóri árið 1994 með Ace
Ventura: Pet Detective með Jim Car-
rey í aðalhlutverki. Í kjölfarið fylgdi
The Nutty Professor með Eddie
Murphy og þá Liar Liar. Nýlega leik-
stýrði Shadyac Robin Williams í
Patch Adams, sem hlaut Golden
Globe-tilnefningar.
Í Dragonfly fer Costner með hlut-
verk dr. Joe Darrow, yfirlæknis
bráðamóttöku Chicago Memorial
Hospital, sem syrgir eiginkonu sína
og ákveður að komast að því hvers
vegna hún hafi dáið vanfær í dular-
fullu bílslysi í Suður-Ameríku eftir að
hún birtist honum í tíma og ótíma eft-
ir dauða sinn. Eiginkonan Emily
Darrow, sem sjálf starfaði sem lækn-
ir, var í vinnuferð þegar hún lenti í
rútuslysi á afskekktum fjallavegi í
Venesúela, en áður hafði Joe reynt að
koma í veg fyrir að hún tæki sér
ferðalagið á hendur. Í sorg sinni
hugsar hann stöðugt um Emily og á í
mikilli baráttu við að takast á við
missi eiginkonunnar. Upp koma ýms-
ar vangaveltur um hvað taki
við þegar lífinu sleppir, en
loks afræður hann að fara á
fund nunnunnar og miðilsins
Madeline og lofa framleið-
endur myndarinnar óvænt-
um endi.
Universal Pictures og Spy-
glass Entertainment senda
frá sér þessa mynd, sem
framleidd var af Mark John-
son, Tom Shadyac, Roger
Birnbaum og Gary Barber.
Handritið skrifuðu Brand-
on Camp, Mike Thompson og
David Seltzer.
Leikarar: Kevin Costner (The
Postman, A Perfect World, Thir-
teen Days); Joe Morton (Ali,
Bounce, What Lies Beneath);
Ron Rifkin (The Negotiator, LA
Confidential, Manhattan Murd-
er Mystery); Kathy Bates (Misery, Prim-
ary Colors, Rat Race); Linda Hunt (The
Year of Living Dangerously, Kinder-
garten Cop, Silverado); Susanna Thomp-
son (Random Hearts, Ghosts of Miss-
issippi, When a Man Loves a Woman).
Leikstjóri: Tom Shadyac.
Barátta við ástvinamissi
Kevin Costner fer með aðalhlutverkið í
spennutryllinum Dragonfly.
Háskólabíó frumsýnir Dragonfly með
Kevin Costner, Joe Morton, Ron Rifkin,
Kathy Bates, Linda Hunt og Susanna
Thompson.
Í SPENNUTRYLLINUM High
Crimes, sem frumsýndur verður í
dag, fer Ashley Judd með hlutverk
lögmannsins Claire Kubik, sem tek-
ur að sér að verja eiginmann sinn
Tom. Hann er ákærður fyrir
hrottalega glæpi, sem hann er
sagður hafa framið áður en hún
kynntist eiginmanni sínum. Hann
þvertekur fyrir að hafa nokkru
sinni komið nálægt þeim voðaverk-
um, sem hann er sakaður um. Hún
trúir og treystir manni sínum, sem
er farsæll byggingaverktaki, en
þegar málið er kannað ofan í kjöl-
inn, fara að vakna ýmsar spurn-
ingar í huga lögfræðingsins og eig-
inkonunnar. Sú fullkomna veröld,
sem þau lifa og hrærast í, fer að
riðlast. Spennan magnast og spurn-
ingin er hverju og hverjum treyst-
andi er. Að lokum þarf Claire að
hætta starfsframa sínum og lífi til
að komast til botns í sannleikanum.
Tilviljunakennt klaufalegt rán á
heimili þeirra Claire og Tom verður
til þess að hrinda af stað röð at-
burða, sem verða til þess að
splundra annars hamingjusömu lífi
þeirra hjóna. Fljótlega eftir ránið
er Tom heimsóttur af FBI og hand-
tekinn undir nafninu Ronald Chap-
man. Claire til mikillar undrunar,
er henni tjáð að hann sé fyrrver-
andi njósnari, sem myrt hafi
óbreytta borgara í El Salvador og
hafi verið á flótta undanfarin fimm-
tán ár.
Þetta er fjórða kvikmynd leik-
stjórans Carl Franklin, sem hlotið
hefur ýmsar viðurkenningar fyrir
verk sín, en áður hefur hann leik-
stýrt One False Move, Devil in a
Blue Dress og One True Thing.
Franklin hefur leikstýrt nokkrum
sjónvarpsþáttum, en hann hóf sinn
feril að afloknu háskólanámi sem
nokkuð farsæll leikari í leikhúsum
jafnt sem í kvikmyndum. Framleið-
andi myndarinnar eru Arnon
Milchan, Janet Yang og Jesse
B’Franklin, en handritshöfundar
eru hjónin Yuri Zeltser og Cary
Bickley sem bæði saman og sitt í
hvoru lagi hafa komið að fjölmörg-
um kvikmyndahandritum.
Leikarar: Ashley Judd (Someone Like
You, Where the Heart Is, Double Jeop-
ardy); Morgan Freeman (The Shaw-
shank Redemption, Driving Miss
Daisy, Street Smart); Jim Caviezel
(The Count of Monte Cristo, Angel
Eyes, Pay It Forward); Amanda Peet
(The Whole Nine Yards, Jack and Jill,
Changing Lanes); Adam Scott (Seven
and a Match, Ronnie, Dinner and
Driving. Leikstjóri: Carl Franklin.
Eiginmaður
sakaður um glæpi
Claire Kubik (Ashley Judd) ræðir við eiginmann sinn Tom (James Cav-
iezel) sem situr inni ákærður fyrir hrottalega glæpi fimmtán árum fyrr.
Smárabíó, Regnboginn og Borgarbíó á
Akureyri frumsýna High Crimes með As-
hley Judd, Morgan Freeman, Jim Cav-
iezel, Amanda Peet og Adam Scott.
HROLLVEKJAN The Queen of the
Damned, sem frumsýnd verður í
Sambíóunum í dag, er byggð á bók
skáldkonunnar Anne Rice og er
þriðja bókin í bókaflokki, sem heitir
Vampire Chronicles, en margir muna
eflaust eftir Tom Cruise í hlutverki
Lestat í myndinni Viðtal við vamp-
íruna. Lestat þessi snýr hér aftur, en
að þessu sinni er hann rokkstjarna í
New York og er leikinn af hinum írs-
kættaða Stuart Townsend.
Tónlist hans er svo mögnuð að hún
vekur upp gamla vampíru, Akasha að
nafni, en hana leikur söngkonan Aal-
iyah, sem lést í flugslysi eftir að tök-
um myndarinnar lauk snemma á síð-
asta ári. Vampíran Akasha er svo
máttug að allar aðrar vampírur verða
að sameinast til að sigrast á henni. Á
sama tíma og tónlist Lestat heillar
Akasha, verður ung kona, Jesse, ást-
fangin af Lestat og spillir þar með
fyrir Lestat og Akasha. Vegna flug-
slyssins var frumsýningu myndar-
innar frestað fram í mars á þessu ári,
en Aaliyah var söngkona hljómsveit-
arinnar L&C og var á leið heim eftir
upptökur nýrrar hljómplötu þegar
vél hennar hrapaði með þessum
hörmulegu afleiðingum. Aalyiah þyk-
ir sýna góða leiktilburði í myndinni
og segja framleiðendur það vera ljúf-
sára staðreynd að myndin skuli vera
vitnisburður um þá hæfileika, sem
hún hafi búið yfir sem listamaður.
Tónlistin var í höndum þeirra
Richard Gibbs og Jonathan Davis.
Kvikmyndahandritið skrifuðu þeir
Scott Abbott og Michael Petroni upp
úr bók Rice. Framleiðandi er Jorge
Saralegui, en leikstjóri er Michael
Rymer, sem ákvað að taka myndina
upp í fæðingarborg sinni í Melbourne
í Ástralíu. „Arkitektúr borgarinnar
sameinaði fullkomlega allt það sem
við þurftum í myndina og því þurft-
um við ekki að leita neitt annað.“
Leikarar: Stuart Townsend
(Resurrection Man, Shooting Fish,
Wonderland); Aaliyah (Romeo Must Die,
Music of the Heart, Next Friday);
Marguerite Moreau (Off the Lip, Fire-
starter: Rekindled, Wet Hot American
Summer); Vincent Perez (Bride of the
Wind, I Dreamed of Africa, Swept from
the Sea); Lena Olin (Darkness, Choco-
lat, Mystery Men). Leikstjóri: Michael
Rymer.
Vampíra
vakin upp
Aaliyah heitin í kvikmyndinni
Queen of the Damned.
Sambíóin í Álfabakka, Kringlunni og á
Akureyri frumsýna The Queen of the
Damned með Stuart Townsend, Aaliyah,
Marguerite Moreau, Vincent Perez og
Lena Olin.
Á SÍÐASTA ári fengum við for-
smekkinn af gítarleikaranum Varða
(Hallvarður Ásgeirsson) í lunkinni
heimildarmynd um tilraunir hans til
að hafa í sig og á í sveitaballabrans-
anum. Höfundur myndarinnar,
Grímur Hákonarson, lagðist síðan á
síðastliðnu sumri í víking með Varða
vini sínum. Húnaver kvatt og Hellis-
sandur en stefnan tekin á meginland-
ið. Nú átti að reyna á hæfileika gít-
arleikarans sem götusöngvara
(trúbador).
Þar er fyrst til að taka að Varði
hefur ekki til að bera þessa ímynd
sem fólk sér fyrir sér þegar slíkir
listamenn koma upp í hugann. Ekki
harður nagli að sjá einsog KK, sá
hljómlistarmaður sem hefur náð
lengst á þessu sviði af Íslendingum,
eða Bubbi. Maður hefur meiri trú á
að slíkar manngerðir séu betur til
þess fallnar að ná árangri á berangri
stræta og torga Evrópuborga, innan-
um þá mislitu hjörð sem þar reikar
um. Varði er á hinn bóginn blíðlegur
og góðlyndislegur náungi, útlitsleg
andhverfa þess sem þarf til að draga
fram lífið á tónlistarlegu þjórfé al-
múgans. En hann er ekki allur þar
sem hann er séður.
Þeir félagar gera stuttan stans í
Þórshöfn áður en slagurinn hefst í
Noregi. Til að byrja með hyggst landi
Varða leggja land undir fót með hon-
um en springur strax á limminu.
Varði hittir í upphafi þá bræður Pét-
ur og Kristján (KK) Kristjánssyni,
sem gefa honum góð ráð. M.a. að
reyna að hafa upp á Leo Gillespie,
goðsögn í stétt götusöngvaranna,
margsjóaðan í list sinni, frá Bangkok
til Breiðdalsvíkur. Varði hefur ekki
lengi arkað um Noreg er hann hittir
þennan merkismann fyrir í smábæ í
Suður-Noregi.
Leo er einn af mörgum og misjöfn-
um karakterum sem ljúflingurinn
Varði kynnist eða treður upp með á
strætum Óslóar, Hamborgar, Amst-
erdam, Parísar og víðar, og sá merki-
legasti. Í rödd hans og veðruðu útliti
má greina hið raunverulega útlit og
hjartslátt hins ósvikna, margreynda
trúbadors. Aðrir eru vafasamari, líkt
og öfgamaðurinn Crazy Steve, sem
Varði kynnist á götum Hamborgar.
Sá litríkasti er Paul Sanith, létt-
geggjaður þungarokkstrúbador
austan frá Laos. Samfélagið í stétt
trúbadora er svo sannarlega hin und-
arlegasta blanda þar sem engin
landamæri þekkjast hvað snertir
persónuleika, þjóðerni, litarhátt né
hæfileika. Það kemur hinsvegar
sterklega fram í Varði Goes Europe,
að vogarskálar og sentimetramál
ESB er komið með fingurna í þessa
aldagömlu listgrein götusöngvar-
anna, fangar hana í sínar óþolandi
reglugerðir og leyfisveitingar, líkt og
flest annað. Það má ekki spila á þessu
horni, enga hátalara þar, magnara-
bönn hér, o.s.frv. Hræðileg þróun,
maður minnist allra ánægjustund-
anna með þessu fólki í hinum ólíkustu
borgum í gegnum tíðina. Ekki síst
Amsterdam, þar sem fleiri en eitt raf-
magnað band tróðu upp á hverju
torgi borgarinnar á góðum degi, auk
urmuls trúbadora. Myndin leiðir líka
hugann að bágbornu ástandinu hér
heima. Fyrir nokkrum árum varð ég
vitni að því að götuband frá S-Am-
eríku hóf upp raust sína með Bridge
Over Troubled Water (hvað annað?) í
Austurstræti, vegfarendum til
ánægju og yndisauka. Ég hafði séð
þá dandalast um Hamborg nokkru
áður í guðs friði og manna. En
Reykjavík var allt önnur Ella. Þegar
ponsjóklæddir indjánarnir tóku ofan
sombreróana og hugðust innheimta
sinn skemmtanaskatt var löggan
samstundis mætt og lét ófriðlega.
Gamanið úti.
Ef miðbær Reykjavíkur á að vakna
til lífsins, t.d. þetta grákalda, stein-
gelda, mannlausa og mislukkaða Ing-
ólfstorg (munið þið lífið á Hallæris-
planinu á kvöldin í den?), er þá
nokkuð snjallara en að breyta því í at-
hvarf trúbadora og annarra götu-
listamanna, sem mættu leggja hatt-
kúf sinn eða buðk á götuna? Þá gæti
þessi grámóska blómstrað á ný.
Varði mætti gjarnan fara fremstur.
Hefur sannað að hann er til alls vís í
einstaklega skemmtilegum og blátt
áfram heimildarmyndum Gríms, sem
kann þá list að skrásetja atburðina án
tilgerðar og sjálfumgleði. Myndirnar
hans (um Varða) renna frá upphafi til
enda í einkar þægilegum og kómísk-
um farvegi og skilja við mann sáttan.
Varði á vegum úti
KVIKMYNDIR
Háskólabíó
Leikstjórn, handrit og kvikmyndataka:
Grímur Hákonarson. Klipping: Arnar
Steinn Friðbjarnarson. Hljóðvinnsla: Ein-
ar Hjartarson. Heimildarmynd. Sýning-
artími 86 mín. Óháða kvikmyndagerðin.
Ísland. 2002.
VARÐI GOES EUROPE Sæbjörn Valdimarsson