Morgunblaðið - 31.05.2002, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 37
færist yfir. Með nýju tölvusneið-
myndatæki er meðal annars ætlun-
in að rannsaka betur kransæða-
sjúkdóma, að sögn Vilmundar.
Reynt verður að greina kalk í
kransæðum sem er mælikvarði á
kransæðasjúkdóma, sláttargetu
hjartans, veggþykkt þess, o.s.frv.
Tækið sem um ræðir er eitt full-
komnasta sinnar tegundar í dag.
Það tekur um 8 sneiðmyndir af
hjartanu á sekúndu og kostar rösk-
ar 100 milljónir króna.
Þá er stefnt að því að rannsaka
beinþynningu og slitgigt í hné með
aðstoð tölvusneiðmynda auk fleiri
þátta.
Að sögn Vilmundar er ráðgert að
hver einstaklingur komi tvisvar
sinnum á stöðina í tengslum við
öldrunarrannsóknina og er áætlað
að hvor athugun taki um þrjá tíma.
Margir með hjartabilun
án þess að vita af því
„Það sem þessi nýja aðstaða ger-
ir okkur kleift er að gera ítarlegri
prófanir í umhverfi sem er nútíma-
legt og þægilegt fyrir fólkið. Öldr-
unarrannsókin snýr að því í raun og
veru að gera rannsóknirnar eins
þægilegar fyrir fólkið og unnt er.
Hér getur það hvílt sig og hér eru
einstaklingar sem fylgja því eftir.
Núna höfum við einnig tekið upp þá
nýjung að sækja fólk og keyra það
heim aftur óski það eftir því.“
Aðspurður hvort Hjartavernd sé
á einhvern hátt að fara út fyrir
grunnhugmyndafræði sína, þ.e.
forvarnarstarf og áhættumat
vegna hjarta- og æðasjúkdóma,
segir Vilmundur að svo sé ekki.
„Allar þessar rannsóknir okkar
lúta að því að byggja upp þekkingu
og aðferðir til þess að beita for-
vörnum. Þetta snýst allt um að
komast að því með hvaða hætti við
getum best gripið inn í og leiðbeint
fólki. Þannig að í staðinn fyrir að
hrörna hraðar þá hrörnar það hæg-
ar. Spurningin snýst um að auka
gæði þess lífs sem fólkið lifir.“
Vilmundur segir augljóst að
öldrunarrannsóknin sé í stakk búin
að gera uppgötvanir sem geta nýst
fólki í framtíðinni. Aðstaðan jafnist
fullkomlega á við sambærilegar
rannsóknastöðvar erlendis.
„Ég hef oft tekið dæmi um
hjartabilun sem er mjög algeng í
fólki. Það eru til rannsóknir sem
sýna að stór hluti fólks er með
hjartabilun á vægu stigi án þess að
gera sér grein fyrir því sem jafn-
framt hamlar því á einhvern hátt.
Það eru þessir hlutir sem við höfum
meðal annars áhuga á að rannsaka
nánar,“ segir Vilmundur Guðna-
son, forstöðulæknir Rannsóknar-
stöðvar Hjartaverndar.
ensku og
a sem séu
g hittast
fin sem
ökuð
era í öldr-
rannsaka
linga sem
x sinnum,
óða öllum
að koma í
þar fyrst
a húsnæði
a við okk-
nsóknum,
yndgrein-
ð erum að
aldsfræði
ð gert af.“
áætlað að
nd manns
n áratugi
llum upp-
saman.
u líffæra-
i og lífs-
á meðal
rfi, bein,
amans og
heilabilun
a sem hef-
hrif á lífs-
færni til
unarrann-
n könnuð
m prófum
segulóm-
nga. Tæk-
hátt í 200
ög öflugt.
ggingu og
s með til-
annsóknir
um heila
aldurinn
húsnæði Hjartaverndar
2 þúsund
mm árum
Hjarta-
ngslum
Morgunblaðið/Golli
r hjúkrunarfræðingur blóðþrýsting.
S
ÖGUÞING var sett í
Ráðhúsi Reykjavíkur í
gær og er þetta í annað
sinn sem slík ráðstefna
er haldin hér á landi.
Búist er við að hátt í 250 manns
muni taka þátt í fundunum sem
fara fram í Odda í Háskóla Íslands
og lýkur á laugardag. Flestir eru
að sjálfsögðu sagnfræðingar en
einnig munu fræðimenn úr öðrum
greinum, þ. á m. eðlisfræði, leggja
fram sinn skerf. Meðal þátttak-
enda eru þrír erlendir gestir og
sagnfræðingar, Jürgen Kocka, pró-
fessor við Freie Universität í Berl-
ín og forseti Alþjóðasamtaka sagn-
fræðinga, Sue Bennett, sem er frá
Bretlandi og er formaður Samtaka
evrópskra sögukennara, og Knut
Kjeldstadli, prófessor við Ósló-
arháskóla.
Guðmundur Jónsson, sagnfræð-
ingur, setti þingið og lýsti fyr-
irhuguðum umræðuefnum og for-
seti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, flutti ávarp. Að loknum
pallborðsumræðum flutti hljóm-
sveitin Embla nokkur gömul, ís-
lensk lög en síðan bauð borg-
arstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, upp á veitingar
í Ráðhúsinu.
Ólafur Ragnar fjallaði meðal
annars um sjálfstæðisbaráttuna og
sagði söguna hafa verið á vissan
hátt burðarás hennar. Samhengið í
söguskoðun sjálfstæðissinnanna
hefði verið auðskiljanlegt.
„Sumir eru reyndar þeirrar
skoðunar að slíkt samhengi í sögu
þjóðar sé ætíð tálsýn, oftast hann-
að til að þjóna hagsmunum eða
málstað sem bundinn er ákveðnu
tímaskeiði. Framrás sögunnar beri
meira svipmót af úfnu íshafi þar
sem jakarnir rekast hver á annan
án þess að draga skýran feril eða
heilsteypta mynd. Slík túlkun get-
ur vissulega verið forvitnileg frá
fræðilegu sjónarhorni. En hún
breytir ekki þeirri samfélagslegu
nauðsyn að þjóðin hefur enn ríka
þörf fyrir að sjá sögu sína í
ákveðnu samhengi, skilja tengslin
sem binda einn tíma við annan og
meta kjarnann sem lifir öld af öld
þótt einstakir atburðir kunni að
falla í gleymskunnar dá.“ Hann
velti fyrir sér hvort samhengið sem
áður hefði verið talið nauðsynlegt
hverjum Íslendingi að skilja væri
að hverfa. „Erum við að verða
sögulaus þjóð á sama tíma og sagn-
fræðin verður sífellt litríkari?“
Möskvar sagnfræðinnar
Páll Björnsson, formaður Sagn-
fræðingafélagsins, afhenti nú for-
setanum fyrsta eintakið af öðru
bindi ritsins Íslenskir sagnfræð-
ingar. Sagði Páll að í bókinni væri
dregin upp mynd af „veiði-
aðferðum og aflabrögðum sagn-
fræðinga og hvernig þeir með
breytilegri möskvastærð hafa
reynt að auka veiðar úr fortíðinni
eða breyta samsetningu aflans“.
Anna Agnarsdóttir stjórnaði
pallborðsumræðum erlendu gest-
anna þriggja um stöðu sagnfræð-
innar. Kocka sagðist telja að
alþjóðavæðing á mörgum sviðum
endurspeglaðist í auknum áhuga
yngra fólks á því að kanna samspil
milli sögu eins lands
við sögu annars.
Spurt var m.a. um
póstmódernisma,
hlutverk ævisögunnar
og þátttöku sagn-
fræðinga í opinberri
fjölmiðlaumræðu.
Stuttaraleg at-
hugasemd Kjeld-
stadlis um fyrsta við-
fangsefnið,
„Leiðinlegt“, vakti
kátínu en þá hafði
Anna beðið fólk um að
stytta mál sitt sem
mest.
Kjeldstadli sagði
póstmódernista jafn-
vel búa til „skrípamynd“ af sög-
unni. Gestirnir þrír virtust nokkuð
sammála um að póstmódernismi
hefði ekki skipt sköpum fyrir sagn-
fræðina sem fræðigrein en Kocka
minnti á að menn skyldu vara sig á
því að þessi stefna væri margþætt
og auðvelt að misskilja hana.
Bennett sagði að hneigðin til að
gera öllum viðhorfum til sögunnar
jafn hátt undir höfði gæti valdið því
að skoðanir á borð við fasisma
fengju nýjan og hærri sess; sagn-
fræðingar ættu að hamla gegn
slíkri þróun.
Hún sagði ævisöguna halda
miklum vinsældum í Bretlandi og
saga væri afar mikilvægur þáttur í
framleiðslu á afþreyingu. Bennett
benti á að verk Starkeys um El-
ísabetu I. hefði náð til milljóna
manna, ekki síst vegna sjónvarps-
þátta sem gerðir hefðu verið eftir
ritinu. „Sagan er ekki endilega
einkaeign sagnfræðinga,“ sagði
hún og bað fólk að gleyma því ekki
að menn legðu margvíslegan skiln-
ing í sjálft hugtakið.
Kjeldstadli sagði það ef til vill
rétt hjá Kocka að marxisminn
hefði látið undan síga meðal sagn-
fræðinga en sagðist samt telja að
hann hefði orðið kveikjan að sum-
um athyglisverðustu nýjungum
fræðanna.
Samtök meira en
fimmtíu félaga
Blaðamaður ræddi við Kocka
fyrir setninguna og spurði hann
um samtökin sem hann er í forsæti
fyrir. „Rúmlega 50 sagnfræðinga-
félög í jafn mörgum löndum eru í
samtökunum en einnig eiga aðild
allmargar alþjóðlegar stofnanir,“
sagði hann. „Samtökin voru stofn-
uð á miðjum þriðja áratugnum og
markmiðið var að reyna að kveða
niður slæman arf fyrri heimsstyrj-
aldar, berjast gegn þjóðernisstefnu
og fordómum í sagnfræði. Á
fimmta og sjötta áratugnum urðu
þau vettvangur þar
sem sagnfræðingar
frá austri og vestri
gátu hist fimmta
hvert ár á alþjóðlegri
ráðstefnu.
Við styðjum eftir
mætti við bakið á
sagnfræðingum víða
um heim ef þeir berj-
ast t.d. gegn rit-
skoðun í landi sínu
eða öðrum hömlum á
fræðastörfin.“
– Hvernig tókst
sagnfræðingum frá
austri og vestri að
ræða saman á fagleg-
um nótum?
„Þetta var alltaf viðkvæmt
vandamál. Sagnfræðingar sæta
þrýstingi og væntingum frá ut-
anaðkomandi öflum, stjórnvöldum
og öðrum, einkum ef þeir búa í ein-
ræðisríki. Stundum er frelsi þeirra
til að tjá sig takmarkað. Stjórnvöld
hafa þá áhrif á það hverjir eru
fulltrúar á alþjóðaráðstefnum.
Þetta var augljóslega reyndin í
gömlu austurblokkinni en nú eru
það indverskir sagnfræðingar sem
eiga við erfiðleika að stríða í sam-
skiptum við þjóðernissinnaða hind-
úa sem sitja í ríkisstjórninni. Hún
skiptir sér mikið af störfum þeirra.
Fleiri dæmi um slík vandkvæði
mætti nefna. Sagnfræðingar eru
því ekki lausir við áhrif af því póli-
tíska umhverfi sem þeir búa í en
þeir eru einnig í samfélagi fræði-
manna og þar gilda fyrir alla
ákveðnar reglur um rökstuðning,
hvað skuli teljast vitnisburður og
hvernig gagnrýna beri sjónarmið.
Sagnfræðingar frá öllum löndum
geta því rætt saman um erfið mál,
venjulega er samt nauðsynlegt að
finna í samskiptunum ákveðna
málamiðlun milli pólitísks veru-
leika og faglegra krafna.“
– Taka kínverskir sagnfræð-
ingar þátt í starfi samtakanna?
„Já, þeir gera það og ég geri mér
vonir um að auka þátttöku þeirra.
Ég var í heimsókn í Peking í des-
ember og fulltrúar í sagnfræðinga-
félagi landsins og akademíunnar
voru mjög áhugasamir um þessi
samskipti. Kínverjar munu senda
marga fulltrúa á næstu ráðstefnu,
síðast sendu þeir nokkra en þeir
voru ekki mjög virkir.“
– Hefur marxisminn látið eins
mikið undan síga í fræðunum og í
stjórnmálunum?
„Marxisminn leikur ekki mik-
ilvægt hlutverk lengur, hann er í
reynd orðinn að miklu leyti fortíð-
arfyrirbæri og sumir okkar, ég er
einn þeirra, er dálítið ósáttir yfir
því að hann skuli hafa hrunið svona
ótrúlega hratt og fallið skyldi vera
svona mikið! En ég verð að bæta
því við að hrun marxismans sem
umræðuefnis í háskólum, í sagn-
fræði og félagsfræðigreinum, var
byrjað þegar á níunda áratugnum.
Fólk missti áhugann enda þótt op-
inberlega væri hugmyndafræðin
mjög öflug í ríkjum eins og Austur-
Þýskalandi, Rússlandi, Búlgaríu,
Kína. Marxismi skiptir samt
nokkru máli í huga nokkurra sagn-
fræðinga en áhrifin eru mjög lítil.
Hugmyndir fæðast…
Hugmyndir fæðast og eiga sín
blómaskeið í sögunni en þær hníga
líka. Ástæðurnar geta verið þróun í
fræðigreininni en einnig umskipti í
umræðum um þessi mál, hug-
arfarið breytist. Ris og hnignun
marxismans síðustu 50 árin er
ákaflega dramatískt en ekki eins-
dæmi í sögunni.
Fyrir nokkrum árum ræddu
menn ákaft kenningarnar um
árekstur menningarsvæða, þeim
hefur ekki verið beinlínis verið vís-
að á bug en annað er efst á baugi.
Sagnfræðin er full af breytingum
og kemur manni alltaf á óvart, þess
vegna er hún svo lifandi. Meðan við
getum skilgreint vettvang okkar
sem tiltölulega opinn og frjálsan en
höldum samt fast við grundvall-
arforsendurnar er þessi stöðuga
fjölbreytni auðvitað ekkert annað
en tækifæri.“
– Er sagnfræðin vel stödd núna,
heldur hún sínum hlut í sam-
anburði við aðrar vísinda- og fræði-
greinar eða lætur hún undan síga?
„ Sagnfræðin hefur nokkurn
veginn haldið sínu en er ekki eins
umsvifamikil og á 19. öldinni þegar
Vesturlandamenn voru að byggja
upp þjóðir og þjóðríki. Þá var mikil
þörf fyrir sagnfræðinga, þeir voru í
eins konar bandalagi við þjóðrík-
ishugmyndina. Nú eru þessi tímar
til allrar hamingju horfnir, sagn-
fræðingar voru vissulega mik-
ilvægir þá en þeir voru stundum
full aðgangsharðir í stjórnmálum.
Nú er spurnin eftir þeim minni
en saga er kennd í skólum og sag-
an er áfram mikilvægur þáttur í
stjórnmálum hverrar þjóðar.
Hvort sem við lítum á deilur Pal-
estínumanna og Ísraela eða eitt-
hvað annað, alls staðar er sagan
nálæg en ekki síður sögulegar goð-
sagnir. Hlutverk sagnfræðinga er
að rannsaka og gagnrýna þessar
goðsagnir. Stjórnmálaumræður í
Þýskalandi eru líka fullar af sögu-
legum tilvísunum og upprifjunum
og meðan svo er hljóta sagnfræð-
ingar að gegna mikilvægu hlut-
verki,“ segir Jürgen Kocka, pró-
fessor í Berlín.
Morgunblaðið/Kristinn
Frá setningu Söguþings í Ráðhúsinu. Búist er við að allt að 250 manns sæki þingið sem er haldið í Odda.
„Erum við að verða
sögulaus þjóð?“
Fjallað var um stöðu
sagnfræðinnar við setn-
ingu Söguþings í gær.
Ólafur Ragnar Gríms-
son, forseti Íslands,
velti fyrir sér framtíð
hefðbundins samhengis
í söguskoðun þjóð-
arinnar.
Jürgen
Kocka