Morgunblaðið - 31.05.2002, Side 40
MINNINGAR
40 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Kristinn ÞórHansson fæddist
í Reykjavík 1. febr-
úar 1960. Hann lést
af slysförum í Ariz-
ona, Bandaríkjun-
um, 23. maí síðast-
liðinn. Móðir hans er
Ólöf Emma Krist-
jánsdóttir Wheeler,
f. á Ísafirði 1928, bú-
sett í Mesa í Arizona
í Bandaríkjunum.
Fósturfaðir Kristins
var Hjálmar Péturs-
son úrsmiður, f. á
Eskifirði 1931, d.
1997. Systkini Kristins eru Ingv-
ar Grétar Ingvarsson málmsuðu-
kennari, f. 1948, Helgi Pálma-
son, sjómaður, f.
1954, Margrét Jó-
hanna Pálmadóttir,
tónlistarkona, f.
1956, Kristján Pét-
ur Hjálmarsson,
tæknifræðingur, f.
1967.
Börn Kristins eru
Elín Rut Kristins-
dóttir, f. 27. mars
1981, d. 23. maí
2002, Daníel Karl
Kristinsson, f. 1987,
og Lilja Dröfn
Kristinsdóttir, f.
1988.
Kristinn Þór verður jarðsung-
inn í Mesa í Arizona föstudaginn
31. maí.
Elsku pabbi. Okkur langar til að
minnast pabba okkar með örfáum
orðum. Við fengum ekki nógu góðan
tíma til að kynnast þér, elsku pabbi,
en þær góðu samverustundir sem við
áttum saman eru ómetanlegar í dag.
Það var sem reiðarslag fyrir okkur
að fá þær fréttir frá Ameríku um
andlát þitt og Ellu systur. Sorg okk-
ar er mikil en í brjósti okkar munum
við hugsa um allt það góða sem þú
gerðir fyrir okkur. Við biðjum algóð-
an guð að vaka yfir þér.
Einnig biðjum við um guðsblessun
til handa Ólöfu ömmu og Kristjáni
frænda.
Börnin.
Kæri faðir.
Allt eins og blómstrið eina
upp vex á sléttri grund
fagurt með frjóvgun hreina
fyrst um dags morgunstund,
á snöggu augabragði
af skorið verður fljótt,
lit og blöð niður lagði, –
líf mannlegt endar skjótt.
(Hallgr. Pét.)
Föstudagurinn 24. maí er versti
dagur sem ég hef upplifað. Kl. hálf-
ellefu um morguninn var hringt inn í
skólastofuna og ég kallaður upp á
skrifstofu, með engum fyrirvara. Þar
kom Jón Garðar og sótti mig, ekki
glaðlegur í sjón. Við flýtum okkur
heim og þá er mamma þar með tárin
í augunum og segir: „Daníel minn,
það varð slys í Ameríku… Pabbi
þinn og Ella fórust í bílslysi og létust
samstundis.“ Ég brest í grát og
hleyp inn í herbergi og eyði þar deg-
inum.
Ég á nú samt bestu minningar lífs
míns með þér, þegar við og Kristján
fórum í Universial Studios og
skemmtum okkur æðislega!
Við gistum meðal annars á Hilton
hóteli og fórum í flest öll tívolíin þar í
kring.
Ég er strax byrjaður að sakna þín
og mun ætíð gera það.
Þinn kæri sonur,
Daníel Karl.
Elsku pabbi. Mér þótti alltaf vænt
um þig þó að samverustundir okkar
hafi ekki verið margar.
Þó fannst mér sérstaklega gaman
þær stundir þegar ég, þú, Daníel
bróðir og Ella Rut systir hittumst öll
og pöntuðum pizzu og horfðum á víd-
eó.
Það er skrýtið að hugsa til þess að
nú höfum við Daníel þessar minn-
ingar um þig og Ellu Rut systur sem
á eftir að ylja okkur um hjartarætur
þegar við minnumst ykkar beggja.
Og sú staðreynd að Kiddi pabbi og
Ella Rut eru bæði dáin er eins og að
setja vídeóspólu í tækið og reyna að
spóla til baka. Mig langar til þess að
kveðja þig, pabbi minn, með þessum
fallega sálmi:
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Hvíl í friði.
Þín dóttir
Lilja Dröfn Kristinsdóttir.
Himneski faðir, þú ert ljósið eina,
nú hvílist ég í heilaga ljósinu þínu.
Himneski faðir, þú ert lífið eina,
nú dvel ég hér í lífsmættinum þín-
um.
Þakka fyrir allt og allt. Í Guðs
friði.
Mamma.
„Varpa áhyggjum þínum á Drott-
in, hann mun bera umhyggju fyrir
þér, hann mun eigi að eilífu láta rétt-
látan mann verða valtan á fótum.“
(Davíðss. 55:23.)
Kristinn Þór ólst upp á Akureyri
og þangað sótti hann sínar bestu
minningar. Hann var vinamargur,
glaðlyndur og með eindæmum
frændrækinn.
Kristinn vann lengst af sem sölu-
maður og sjómaður á Íslandi og í
Bandaríkjunum.
Hann átti þrjú börn og unni þeim
og annaðist sem mest hann gat.
Það er með ýmsum hætti sem kall-
ið kemur og fyrir okkur aðstandend-
ur bar þetta of brátt að og erfitt að
sætta sig við þennan veruleika. Við
misstum á einu andartaki bróður og
bróðurdóttur. Ylur dásamlegra
minninga verður brunnur okkar og
uppspretta til góðra verka.
Fjölskyldan stendur saman og
heiðrar minningu þína, elsku Kiddi.
„Og hann mun þerra tár af augum
þeirra.
Og dauðinn mun ekki framar til
vera, hvorki harmur né vein né kvöl
er framar til.
Hið fyrra er farið.“
(Opinberunarbókin 21:4.)
Systkini.
Laugardagurinn 25. maí. Kosn-
ingadagur og kvöldfréttatími Ríkis-
sjónvarpsins á sínum stað. Sagt er
frá því að feðgin hafi látist í umferð-
arslysi vestur í Arizona í Bandaríkj-
unum tveimur dögum áður. Mér
bregður þegar nöfn hinna látnu eru
lesin. Gamall æskuvinur er fallinn
frá á sviplegan hátt og gegnum hug-
ann þjóta myndir minninga – minn-
inga sem tengjast uppvaxtarárunum
norður á Akureyri um miðjan sjö-
unda áratuginn, en í þá daga var allt-
af sól á Akureyri.
Fyrsti skóladagurinn, vorskóli
1967: Í hópi tilvonandi bekkjarfélaga
tek ég eftir vörpulegum ljóshærðum
dreng sem virðist vera fæddur leið-
togi. Hann brosir breitt, um leið og
hann segir: „Við erum að fara að
keppa við 4. stofu í fótbolta í dag.
Stebbi, þú mætir og spilar með mér í
framlínunni.“ Og ég mæti. Ekki man
ég hvernig leikurinn fór, en Kiddi
var fyrirliði og að sjálfsögðu okkar
aðalmaður á vellinum. Kiddi skorar
þrjú mörk og ég næ að setja eitt. Að
launum býður fyrirliðinn upp á
Cream Soda eftir leikinn.
Nokkrum dögum síðar: Ég kemst
í hann krappann. Umkringdur af tíu
eldri strákum er mér varpað í svaðið.
Ég er ásakaður (og það réttilega) um
að hafa veitt jafnaldra mínum blóð-
nasir. Nú er komið að skuldadögum.
Áður en fyrsta höggið dynur á mér
stendur Kiddi í miðjum hópnum.
Lafhræddur ligg ég á jörðinni og
fylgist með þegar hann les hinum
eldri pistilinn. Það vantar ekkert upp
á sjálfstraustið hjá þessum dreng og
stóru strákarnir gefa eftir. Því eins
og Kiddi er búinn að útskýra fyrir
þeim er það aumingjaskapur að ráð-
ast á sér minni máttar. Litli synda-
selurinn er reistur á fætur og honum
hjálpað í öruggt skjól.
Síðar þetta sumar 1967: Kiddi fær
mig með sér í atvinnurekstur. Nú er
kominn tími til að hagnast á sölu
leikaramynda. Vettvangur verslun-
arinnar er borðstofan heima hjá
Kidda í Þingvallastræti 22, en versl-
unarhúsnæðið sjálft er stórt indjána-
tjald. Margir koma og versla og velta
dagsins fer fram úr björtustu von-
um, enda vörulagerinn tæmdur.
Hagnaðurinn fer beint í kassann hjá
kjörbúð KEA í Grænumýri og saddir
og sælir af sælgætisáti ákveðum við
Kiddi að hætta verslunarrekstri.
Næstu sex árin: Ýmislegt er brall-
að. Skátaútilegur, knattspyrnuiðkun
með KA á sumrin, ótal afmælisboð
og byggingarframkvæmdir snjóhúsa
á vetrum. Alltaf er Kiddi í farar-
broddi og fer vel á því. Allir fá að
vera með og enginn er skilinn útund-
an. Kiddi er sérstaklega hreinlyndur
og einstaklega góður við þá sem
minna mega sín. Við erum tíðir gest-
ir á heimili hvor annars.
Unglingsárin: Samgangurinn
minnkar eins og oft vill verða, en við
lendum hvor í sínum bekknum í
gagnfræðaskóla. Við erum samt í
sama fermingarbarnahópi og erum
ávítaðir harðlega af öðlingnum hon-
um séra Pétri Sigurgeirssyni, þegar
við rifnum úr hlátri við útskýringar
hans á því hvað það þýði er maður og
kona verða eitt hold. Við sýnum iðr-
un og yfirbót og erum fermdir ásamt
með hinum krökkunum.
Kiddi flytur til Bandaríkjanna:
Sennilega hefur þetta verið í kring-
um 1980. Þarna missum við niður
þráðinn í allmörg ár. Ég hitti hann
samt af og til og alltaf er hann sami
góði drengurinn. Góður vinur okkar
gengur í gegnum erfiðan skilnað árið
1988 og er mjög langt niðri. Kiddi
dregur hann með sér inn á Holliday
Inn og stærsta svítan er bókuð.
Stanslaus veisluhöld í heila viku –
allt gert til þess að hressa hinn frá-
skilda við. Kiddi hættir aldrei að
vera sannur vinur vina sinna.
Síðasti fundur okkar: Þetta er vor-
ið 1998 og Kidda er vísað inn til mín
þar sem ég er við störf hjá kærumót-
töku Lögreglunnar í Reykjavík. Enn
er Kiddi samur við sig og er að leita
hjálpar fyrir gamlan félaga okkar að
norðan sem hefur helgina áður sætt
barsmíðum niðri í miðbæ. Við spjöll-
um lengi saman um liðna tíma. Þegar
við kveðjumst reikna ég ekki með að
þetta sé í síðasta skiptið sem við
sjáumst.
Kæri vinur. Það er komið að leið-
arlokum hjá okkur hérna megin
móðunnar miklu. Víst er, að ég væri
sannarlega fátækari ef ég hefði ekki
fengið að kynnast þér og eiga þig að
vini. Heimurinn væri og betri ef fleiri
væru jafn göfuglyndir og ræktar-
samir og þú varst. Megi hinn hæsti
höfuðsmiður himins og jarðar um-
vefja þig og dóttur þína og veita ykk-
ur skjól og frið. Eftirlifandi börnum
þínum, móður og systkinum sendi ég
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Oss héðan klukkur kalla,
svo kallar Guð oss alla
til sín úr heimi hér,
þá söfnuð hans vér sjáum
og saman vera fáum,
í húsi því, sem eilíft er.
(V. Briem.)
Stefán Arngrímsson.
KRISTINN ÞÓR
HANSSON
H
agfræðingurinn
Peter Bauer lést í
byrjun þessa mán-
aðar í íbúð sinni í
London, 86 ára að
aldri. Bauer fæddist í Ungverja-
landi en fluttist til Bretlands þar
sem hann starfaði við London
School of Economics um áratuga-
skeið. Áhugi Bauers beindist alla
tíð að vanda þróunarlandanna og
hvernig þau gætu komist til bjarg-
álna og ritaði hann fjölda bóka og
fræðigreina um efnið. Óhætt er að
fullyrða að þegar hann hóf ferilinn
um miðja síðustu öld hafi hann
farið gegn straumnum.
Kenningar hans gengu út á að
almenn lög-
mál hagfræð-
innar ættu
við í þróun-
arlöndunum,
en á þeim
tíma var lík-
lega algengara að altækur áætl-
unarbúskapur væri álitinn lausnin
á vanda þessara ríkja. Sænski
hagfræðingurinn og síðar nób-
elsverðlaunahafinn Gunnar Myr-
dal, hélt því til að mynda fram á
sjötta áratugnum að þeir sem á
annað borð hefðu nennt að kynna
sér málið sæju að miðstýring væri
frumskilyrði fyrir framförum í
þessum löndum.
Nú, rúmum fjórum áratugum
seinna, eru fáir reiðubúnir til að
taka undir þessi sjónarmið Myr-
dals, en þó er ekki mjög langt síð-
an viðhorf manna breyttist. Og
enn hafa margir reyndar ofurtrú á
ríkisafskiptum til hjálpar þessum
löndum. Líklega var það ekki fyrr
en eftir fall Sovétríkjanna sem
endanlega var horfið frá hug-
myndum um áætlunarbúskap til
bjargar þróunarlöndum og árið
1997 viðurkenndi Alþjóðabankinn
að of mikið hefði verið gert úr svo
kölluðum markaðsbrestum og
möguleikum ríkisvaldsins til að
lagfæra þá.
Ein ánægjulegasta viðhorfs-
breytingin er þegar fólkið sjálft í
þessum löndum sannfærist um að
það er með eigin atorku sem það
getur komist út úr fátæktinni en
ekki með auknum styrkjum frá
öðrum ríkjum. Þess vegna er
grein sem Yoweri Museveni, for-
seti Úganda, ritaði í The Wall
Street Journal fyrir réttri viku
verðug lesning. Museveni talar
um aukinn skilning milli Afr-
íkuríkja og Vesturlanda á mik-
ilvægi viðskipta til að sigrast á fá-
tækt í heiminum og segir
fréttaflutning af mótmælum gegn
alþjóðavæðingu hafa dregið at-
hygli fólks frá þessari þýðing-
armiklu staðreynd.
„Afríku- og Vesturlandabúar
hafa of lengi litið til alþjóðlegrar
hjálparstarfsemi sem lausn á fá-
tæktinni og efnahagsvandanum
sem þróunarlönd á borð við Úg-
anda standa frammi fyrir. Þó að
baki búi velvilji hefur þessi ofur-
áhersla á hjálparstarf í raun staðið
Afríku fyrir þrifum með því að
draga úr frumkvæði íbúanna og
gefa þá ímynd að Afríkuríki geti
ekki keppt í hinu alþjóðlega hag-
kerfi,“ skrifar Museveni. Fyrir
nokkrum árum, og jafnvel enn í
dag, hefði einhverjum þótt
kaldranalegt af Vesturlandabúa
að halda slíku fram. Þegar þessi
sjónarmið koma frá forseta fátæks
Afríkuríkis verða menn hins vegar
að leggja við hlustir og endurmeta
afstöðu sína til þess stuðnings sem
veittur er þróunarríkjum.
Forseti Úganda heldur áfram
og segir að aðstoð ein og sér geti
ekki breytt þjóðfélögum og að ein-
ungis viðskipti geti stuðlað að við-
varandi hagvexti til að umbreyta
þjóðfélagi. „Besti stuðningur sem
hægt er að veita Úganda er að
kaupa framleiðslu þess,“ segir for-
setinn, sem lýkur grein sinni með
því að leggja áherslu á að Afr-
íkubúar óski ekki lengur eftir ölm-
usu heldur tækifærum til að
stunda viðskipti. „Í stuttu máli,“
segir hann, „viljum við vinna okk-
ur út úr fátæktinni með við-
skiptum og við biðjum Bandaríkin
og önnur þróuð ríki að styðja okk-
ur í þessu.“
Til að þessi ósk forseta Úganda
geti orðið að veruleika þarf að
gera tvennt. Annað er að ryðja öll-
um viðskiptahömlum milli ríkja úr
vegi og í því skyni segir forsetinn
að ríki Afríku leggi orðið aukna
áherslu á þátttöku í Alþjóða-
viðskiptastofnuninni, WTO.
Hitt sem mikilvægt er að gera
til að ná árangri í baráttunni gegn
fátækt í heiminum er að þróun-
arlöndin taki til heima fyrir, og ef
marka má grein forsetans er góð-
ur skilningur á þessu meðal leið-
toga Afríkuríkja.
Fyrir utan alþjóðleg viðskipti
eru umbætur í þróunarríkjunum
sjálfum einmitt nokkuð sem Peter
Bauer lagði alla tíð áherslu á.
Frelsi einstaklingsins var að hans
mati skilyrði fyrir því að fólk tæki
ábyrgð á eigin lífi. Eignarrétt og
frjálsan markað taldi Bauer nauð-
synlegar forsendur fyrir velsæld í
þróunarríkjum. Rétt eins og í þró-
uðum ríkjum, sem raunar hafa
öðlast velsæld með einmitt þetta
að vopni.
Vandinn er sá að víða í Afríku er
eignarréttur illa skilgreindur, en
skýr eignarréttur er alger for-
senda þess að markaðshagkerfið
geti gengið eðlilega. Dæmi um
þetta er að sums staðar býr fólk í
húsum sem það á í raun en er
hvergi skráð sem þinglýstir eig-
endur. Afleiðingin er sú að sá
sparnaður sem fólkið á í húsunum
nýtist því ekki til að taka lán sem
það svo gæti notað til að kaupa
tæki til að auka eigin framleiðni,
en margir Afríkubúar hafa lífsvið-
urværi sitt af einhvers konar
heimilisiðnaði. Sá iðnaður gæti
verið byrjunin á stærra fyrirtæki
ef yfirvöld sinntu þeirri skyldu
sinni að setja leikreglur.
Þetta er aðeins eitt lítið dæmi
um heimatilbúinn vanda sem til-
tölulega auðvelt er að leysa ef vilji
er fyrir hendi. Vandi Afríkuríkja í
heild sinni verður þó hvorki auð-
leystur né fljótleystur. Leys-
anlegur er hann þó ef fylgt er ráð-
um manna á borð við Peter Bauer.
Hann átti lengst af við ofurefli að
etja, en sjónarmið hans virðast þó
ætla að sigra að lokum, ekki síst
fyrir þá þrautseigju sem hann
sýndi alla tíð.
Bauer og
fátæktin
„Afríku- og Vesturlandabúar hafa of
lengi litið til alþjóðlegrar hjálparstarf-
semi sem lausn á fátæktinni og efna-
hagsvandanum sem þróunarlönd á
borð við Úganda standa frammi fyrir,“
segir forseti Úganda.
VIÐHORF
Eftir Harald
Johannessen
haraldurj@mbl.is