Morgunblaðið - 31.05.2002, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 31.05.2002, Qupperneq 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 47 inu, í Hamrahlíð 17. Þar kynntist hún mörgu fólk, átti hún þar marga góða vini og undi hún hag sínum vel. Nú hefur verið slökkt á hennar lífsneista og hún hefur hlotið sína hvíld, eftir langa og erfiða ævi. Ferðin er hafin yfir móðuna miklu til fundar við sína foreldra, systkini og vini, sem hún hefur horft á eftir með trega og söknuði á langri ævi. Við sem eftir erum, fyllumst þakklæti og hlýhug til móður sem gafst aldrei upp. Við biðjum Guð að blessa hana og veita vernd í faðmi sínum. Jóhannes úr Kötlum flutti minn- ingarljóð um ömmu mína, sem verð- ur endir skrifa minna, um móður, sem var mér allt og barðist þar til yfir lauk. Síðasta vers ljóðsins er þannig. Við signum nú lík þitt liðið – við lútum í bæn við hliðið, og þökkum hvað guð er góður í göfugri konu og móður. Að lokum slökkna öll ljósin. Að lokum fölnar hver rósin – en engan endi þó hefur sá andi, sem lífið gefur. Ingvi Rúnar Einarsson. Kæra amman mín er farin. Erfitt er að hugsa sér lífið án hennar en sjálfri fannst henni komið nóg. Eftir að hún brotnaði á öxl fyrir nokkrum árum fór henni að hraka og var hún aldrei verkjalaus. Samt var minnið alltaf í lagi. Hún var aldrei ánægðari en þegar hún gat rifjað upp bernskuminningar frá uppvaxtarár- unum úr Saurbænum. Dalirnir voru henni kærir og tal- aði hún mikið um gamla torfbæinn í Lambanesi þar sem hún ólst upp ásamt Lóu, Valla og Ingu. Pabbi hennar var búin að kenna henni að lesa og skrifa áður en hún fékk kennara. Hún var mjög hrifin af að hafa haft Jóhannes úr Kötlum sem kennara, og átti hún fermingarkort frá honum með vísu sem hann orti til hennar sem byrjar svona: Já æskan þrýtur, Odda mín. Amma hét nefnilega Guðrún Oddný Ingveldur og var kölluð Odda í þá daga. Pabbi hennar kenndi henni líka fyrstu danssporin en það var hennar líf og yndi að dansa. Einnig var hún söng- elsk mjög og þótti gaman að hlusta á fallegan söng. Margar óperurnar sáum við saman eða öllu heldur hlustaði hún, því hún var orðin mjög sjónskert. Þess vegna bjó hún síð- ustu áratugina á Blindraheimilinu í Hamrahlíð þar sem hún átti marga góða vini. Flestir þeirra eru farnir á undan henni og má þar nefna Rósu, Elsu, Betu hans Andrésar, Jón Gunnar og Siggu hans Jakobs. Þessi hópur brallaði ýmislegt skemmtilegt saman og voru margar góðar minn- ingar tengdar þeim. Sigga vinkona hennar lést fyrir stuttu og saknaði amma hennar sárt. Sigga var mjög dugleg að koma og heimsækja ömmu og laga kaffi fyrir þær og ef hún komst ekki þá hringdi hún alltaf og spjallaði við hana. Amma skildi við Einar afa þegar börnin voru lítil og var oft þröngt í búi hjá þeim, hún talaði um að hafa þurft að gefa þeim vatnsgrauta í matinn og að stundum hafi frosið í koppunum hjá þeim. En þetta bjarg- aðist allt saman og skilur hún eftir sig stóran afkomendahóp sem hún var mjög stolt af. Amma bjó í gamla bragganum við Hjarðarhaga þegar undirrituð fædd- ist og bjuggum við mamma hjá henni fyrstu árin mín eða þangað til hún fór í sambúð með Jóni Agnars. Amma var dugleg að halda sam- bandi við systkini sín. Það var ekki ósjaldan sem við amma fórum í kaffi til Lóu frænku á Eiríksgötunni eða Ingu mágkonu á Njálsgötunni eins og við öll köllum hana þótt hún sé bara mágkona ömmu. Eins fórum við stundum til Ingu systur (ömmu) á Hverfisgötunni en hún var lista- maður í saumaskap og var gaman að sjá alla flottu kjólana á gínunum hjá henni. Amma er síðust af sínum systk- inum til að kveðja og eru því margir að taka á móti henni að leiðarlokum. Takk fyrir allar góðu samveru- stundirnar, elsku amma mín. Guðrún A. Guðmundsdóttir. Þau eru orðin mörg árin síðan lífsþræðir okkar Hildar tengda- móður minnar fléttuðust saman. Það var árið 1960 að við Maggý fórum að draga okkur saman og það var hjartahlý kona sem opnaði heimili sitt fyrir mér sem var að taka einkadóttur hennar út í lífið. Hún tók mér sem syni og þannig hefur mér alltaf liðið með henni. Hún var létt í lund og hafði yndi af söng, enda var hún í kirkjukór Neskirkju til margra ára. Sam- skipti okkar voru náin og mikil sem eðlilegt var þar sem Maggý var einkabarn Hildar og Kristjáns. Það var ekkert sem þú vildir ekki gera fyrir barnabörnin þín, Hildur mín, enda áttu synir okkar hjá þér sitt annað heimili. Þær voru ófáar ferðirnar sem við fórum saman um landið, en mest hafðir þú gaman af því að fara vestur í Stykkishólm, á æskustöðvar þínar þar varst þú á heimaslóðum. En ellin kemur með sín gráu hár og það gerði hún líka hjá þér og var ekki mjúkhent við þig, Hildur mín. Ég vil þakka þér öll góðu árin sem við áttum saman og ég vil þakka þér fyrir að vera amma sona minna sem þú gafst svo mikið og hafðir alltaf tíma fyrir hvenær HILDUR SIGURÐARDÓTTIR ✝ Hildur Sigurðar-dóttir fæddist 15. október 1917. Hún lést á Elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund 25. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hansína Jó- hannesdóttir og Sig- urður Marinó Jó- hannsson. Systkini Hildar eru Anna, Þóra, Sigurbjörg, Sæmundur og hálf- bróðir Hergar. Árið 1940 giftist Hildur eftirlifandi maka sín- um Kristjáni Sigurðssyni. Dóttir þeirra er Margrét, gift Kristmundi Guðmundssyni. Börn þeirra eru Kristján Kristmundsson og Guð- mundur Brynjar Kristmundsson. Útför Hildar verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. sem var, en mest af öllu vil ég þakka þér fyrir hana Maggý. Ég veit að Lykla-Pétur er búinn að opna fyrir þér hliðið þar sem þú munt bíða okkar. Hildur, hafðu þökk fyrir allt og allt. Far þú í friði. Þinn tengdasonur, Kristmundur. Í dag verður til moldar borin ástkær móðursystir okkar Hidda frænka. Okkur langar til að minnast þessarar hugljúfu konu og upp koma minningar tengdar Hörpugötunni. Þar bjuggu þau til margra ára Hidda og Kristján, sem núna kveður sína ástkæru eig- inkonu. Í þá daga áttum við heima í Camp Knox, en þar var ekki að- staða til að fara í bað, og þá fórum við alltaf til Hiddu og Kristjáns og fengum að fara í sturtu. Ekki má gleyma hve oft við hvolfdum boll- um eftir góðan kaffisopa og Hidda okkar las mikið og merkilegt úr þeim, sumt kom fram, annað ekki, en samt voru þetta merkilegar stundir fyrir ungar stúlkur í þá daga. Móðir okkar Anna og Hidda voru mjög nánar systur og var samband þeirra mjög náið. Þegar móðir okkar lést missti Hidda mik- ið. Fyrir nokkrum árum fékk þessi elskulega kona hinn illvíga sjúk- dóm Alzheimer, sem varð til þess að hún hætti að þekkja fólk. Jú, hún þekkti Maggý sína, ljúfa dótt- ur og einkabarn þeirra hjóna, sem kom til hennar á hverjum degi og hlúði að henni fram á síðustu stun- du.Við erum vissar um það að núna er Hidda búin að hitta for- eldra sína, systur sínar Önnu og Boggu, sem lést fyrir mánuði, og Sæmund bróður sinn. Núna man hún allt og alla. Elsku Maggý, Kristján og aðrir aðstandendur, megi minning hennar vera ljós í ykkar lífi. Elsku Hidda, hvíl í guðs friði. Guðrún og Anna.                   7< HA-'   "  !2   $     1$% "% 1    0 $  +  (      1 # $     + $%   +-,, A$ < : "##$  !  " 7 !"3#$  /+ "'$9 ""(" A$ / " /+ "#$  !"! /+ "#$ % 6   0       3   % "3$   "     %                     ' /),- /'I   %*  $  $ ! E>    % A$ # -"! A( "#$  ! 3"' (*#$  < : "# : &  ("   "/ " ' (*#$  &""*(!-"!$ (" "*+ "' (*("  " /+ !A( "#$  <  3"' (*#$  '3  "(" (!* " *+ "%  /   ' -<B= < =7 ;;88-  9:/ $" !>1     7        *   $           * $%   +**,  (!  "< : "##0 % 8% 0     0    3   %   "     %  #     #      ),-<7< , < =' ;88 J)! K  9: % & 5 /  8$: < $"("  <  #$  : '$" (" "" ; " #$  A  '%/ " #$ (! + # L %    #      #      -8 <-8' ;88-       "   9  5 :       +   $    : $   $    + $%   +-,, /  "            / " !  #$ % 9$   0     0    3    %  "3"     %         $%          ,-=/'    $  (!+ ?D M 6   %   "  #   #$  -"!$ '$"(" 5@ N!   (" ! 3" /+ "#$     (" <  3""* " #$  (" 7   #$  A(  # A( "("     (" ## 3"!  #$  ""  "&   #$      * " *+ "(!* " * " *+ "% ;   $ 5 $   5   3      ' A- /, ,;-8     +4 0     %  "3$       "  9$   0  #$ <  #$  -"!* !%'$"("  "9 5#$ (! + #    "/"# #$ (! + # % 9$   0       3    $/  "3"       %                 8,- ;; B, :3  ;! "9F $ (!% <   $  &  /   ""!A( !  '$"#$   " ! ""#$ (" ! 3"< $"#$  '$"I "$ "#$ (" !3 7 !" '$"#$  7 !"< "" "#$ (" 7 6"!"#$ (" (!* " *+ "%
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.