Morgunblaðið - 31.05.2002, Page 49
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 49
kann að finnast hann þurr á mann-
inn, en undir niðri er hann mildur og
hlýr eins og sunnanblær. Hann er
einstakur fjölskyldufaðir og leggur
mikið á sig til að tryggja öryggi fjöl-
skyldunnar“.
Eggert er sérlega minnisstæður
maður öllum þeim er hann þekktu.
Hann var litríkur persónuleiki og
var einstaklega hreinskilinn. Ef
menn óskuðu hans álits fengu þeir
það umbúðalaust, auk þess að hann
gat haft afar litla þolinmæði en það
virðist fylgja mörgum skurðlækn-
um. Þannig gat hann virkað eilítið
harðneskjulegur og sumum gat ef-
laust mislíkað en hann var þeim mun
virtari af vinum sínum sem þekktu
hans innri mann. Hann var fljótur til
svars og hnyttinn og grunnt á húm-
ornum. Ég átti því láni að fagna að
deila stofu með honum síðustu árin
eða allt frá 1998 á Læknastöðinni
Álftamýri og síðar gerðist hann
meðeigandi að stöðinni, það var mik-
ill akkur í að fá Eggert til okkar.
Hann rækti starf sitt af alúð og mik-
illi samviskusemi og hugsaði mjög
vel um sjúklinga sína.
Eggert var að mínu mati óvenju
skarpur maður og sýndi að hann var
um margt á undan sinni samtíð með-
al lækna. Hann hafði af kynnum sín-
um í Svíþjóð og síðar á Íslandi
snemma áttað sig á að hefðbundin
ríkisrekstur sjúkrahúsa annaði ekki
eftirspurn sjúklinga eftir þjónustu.
Einnig að tími margra lækna og
annars starfsfólks nýttist ekki sem
skyldi á stofnunum með þungu
svifaseinu stjórnkerfi. Hann aðhyllt-
ist því snemma einkarekstur þar
sem þjónusta var verðlögð og hag-
kvæmni myndi ráða ríkjum, ásamt
því að afköst ykjust, sjúklingum á
biðlistum til góða. Þessum áformum
hrinti hann í framkvæmd fyrir löngu
eða upp úr 1990 og hóf í þó nokkru
magni stærri bæklunaraðgerðir en
þá tíðkuðust utan sjúkrahúsa án
samnings við Tryggingastofnun rík-
isins. En segja má að ekki hafi náðst
samstaða með bæklunarlæknum um
þetta rekstrarform fyrr en með síð-
ustu samningum við Trygginga-
stofnun vorið 1998 um skurðaðgerð-
ir á læknastöðvum utan spítala.
Fram að þeim tíma voru aðgerðir
sérfræðinga á læknastöðvum al-
mennt minniháttar og kostnaður
mjög vanreiknaður svo allur rekstur
var óhagkvæmur. Þessi skoðun hans
er alltaf að sanna sig meira og meira
og vaxandi fjöldi lækna, annarra
heilbrigðisstarfsmanna og sjúklinga,
sem leita í æ meiri mæli betri og
skjótari þjónustu, aðhyllast breytt
rekstrarkerfi.
Þannig var Eggert brautryðjandi
á þessu sviði í bæklunaraðgerðum
og á hann heiður skilið fyrir það.
Segja má að Eggert hafi verið
maður sem hafði aldrei þolinmæði til
að horfa á og þjóna biðlistum heldur
kaus hann að þjóna sjúklingum. Ég
hef þó ekki enn nefnt þann kost sem
prýddi Eggert mest af öllu og í raun
skóp ímynd hans og gerði hann að
þeim mikla fagmanni og frábæra
lækni sem hann í raun var. Hann var
einstaklega fær skurðlæknir. Hann
var bæði óhemju fljótur en í senn af-
ar vandvirkur og vann ávallt af nær-
gætni til að forðast fylgikvilla. Egg-
ert var gríðarlega reyndur í opnum
axlaraðgerðum og var alþjóðlega
virtur. Hann var fimm ár í stjórn-
arnefnd „European Society for
Surgery of Shoulder and Elbow“.
Hann hafði áorkað doktorsritgerð
og fjölmörgum greinum í virt erlend
læknatímarit, mest varðandi axla-
mein og aðgerðir þeim tengdar. Ég
er þakklátur fyrir þá reynslu sem ég
hef öðlast með því að vinna með hon-
um hér heima á síðustu árum og hún
lifir áfram með mér og mun nýtast
öðrum. Ég er stoltur af að hafa
þekkt hann persónulega og hans
góðu fjölskyldu, Petrínu sem stóð
eins og klettur við hlið hans í erf-
iðum veikindum hans.
Að lokum er lýsing á metnaði
hans í starfi sem hann rækti með svo
miklum sóma og er okkur öllum til
eftirbreytni. Við vorum saman í að-
gerð á liðhlaupi í öxl og völ var á
tveimur aðferðum til að leysa vand-
ann. Önnur lausnin sem var mögu-
leg var einfaldari og minna krefjandi
en hin og þá sagði Eggert: „Við not-
um ekki þessa aðferð, hún er alltof
létt.“ Erfiðari en jafnframt betri að-
ferðin var framkvæmd, örugglega
með góðum árangri.
Þessa góða drengs er sárt saknað
og skarðið sem hann skilur eftir sig
er stórt. Ég og fjölskylda mín vott-
um fjölskyldu hans og aðstandend-
um okkar dýpstu samúð.
Ágúst Kárason.
En anda þjáðum
berst ómur ljúfur,
sem áður leyndist
í stormsins þyt,
og minnir hjartað
á merkur grænar
og morgunroða
og daggarlit.
(Davíð Stef.)
Ekki væri í stíl Eggerts félaga
okkar að við færum um hann mörg-
um og væmnum orðum en okkur
vinnufélaga hans ásamt mökum
langar samt að kveðja hann með
nokkrum fátæklegum orðum.
Stórt skarð er nú höggvið í raðir
íslenskra bæklunarlækna. Frá árinu
1998 vann Eggert á Læknastofunni,
Álftamýri 5, og varð hluthafi í fyr-
irtækinu ári síðar. Slíkt fyrirkomu-
lag hugnaðist honum mun betur en
að vinna innan ríkisgeirans. Eggert
var mikill baráttumaður móti stöðn-
uðu kerfi, meðfylgjandi frelsi ein-
staklingsins og einkaframtaki. Hann
sagði skoðun sína tæpitungulaust,
hver sem átti í hlut og var eins og
frískur stormsveipur í samfélagi
Álftamýrarinnar. Eggert var góður
fagmaður á sínu sviði og vinsæll
meðal samstarfsfólks síns og þeirra
sem til hans leituðu. Hann var einn
af fremstu sérfræðingum í axlarað-
gerðum og brautryðjandi í gerviliða-
aðgerðum í öxlum hér á landi.
Eggert átti líka aðrar hliðar.
Hann var vel lesinn og fróður hvort
sem var um stjórnmál eða sögu að
ræða og hafði mikla ánægju af
ferðalögum. Hann hafði ríka kímni-
gáfu og sá oft hið fjarstæðukennda í
málefnum líðandi stundar.
Í hans tilviki var síðasta orustan
háð alltof snemma.
Við vottum Petrínu, börnum hans
og foreldrum innilega samúð okkar.
Missir þeirra er mikill en eftir lifir
minningin um góðan dreng og eft-
irminnilegan persónuleika.
Starfsfólk Stoðkerfis ehf.,
Álftamýri 5.
Vinur minn og félagi Eggert
Jónsson bæklunarlæknir er fallinn
frá. Við Eggert kynntumst fyrst í
MR en þaðan urðu við samstúdentar
1969. Eggert var ætíð lifandi strák-
ur með eldrautt hár og það sópaði af
honum. Hann var alla tíð óhræddur
við að segja skoðanir sínar og sá eig-
inleiki gerði að verkum að hann var
ekki alltaf allra. En undir rösku og
stundum beinskeyttu yfirborði
leyndist góður drengur, umhyggju-
samur og hlýr. Við kynntumst aftur
og betur síðastliðið sumar er við lág-
um báðir á Grensásdeild Landspít-
alans. Örlögin höguðu því þannig að
við urðum tímabundið herbergis-
félagar og endurnýjuðum við þar
vinskap okkar og styttum okkur
stundir við að rifja upp horfna skóla-
daga og gamla vini. Hin mikla og yf-
irgripsmikla læknisþekking Eggerts
kom mér mjög til góða, því að öllu
góðu hjúkrunarfólki Grensásspítala
ólöstuðu, reyndist Eggert einn minn
besti læknir. Ávallt sagði hann mér
til um hvað framundan væri, hvaða
æfingar ég ætti að stunda og hvað
mér bæri að forðast. Ég gat alltaf
spurt hann um allt og hann svaraði
ávallt öllum mínum spurningum
undanbragðalaust. Ég á bata minn
Eggerti Jónssyni mikið að þakka.
Því miður reyndist þekking hans
og starfsreynsla lítið honum sjálfum
til bata. Hann bar þjáningar sínar
karlmannlega og vildi lítið ræða
sjúkdóm sinn en var meira annt um
að hjálpa öðrum. Oft grunaði mig þó
að hann sæi að hverju stefndi Egg-
ert setti mikinn svip á sjúklingahóp-
inn og enn brann glóðin í augum
hans sem fyrr. Ég kveð góðan vin og
velgjörðarmann og sendi fjölskyldu
hans innilegar samúðarkveðjur. Ég
mun sakna Eggerts sárlega.
Ingólfur Margeirsson.
✝ Baldur ReynirBaldursson var
fæddur á Blönduósi
5. desember 1969.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnuninni á
Blönduósi 24. maí
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans eru Hulda
Bjarnadóttir, f. 12.
júlí 1948, og Baldur
Ármann Þorvalds-
son, f. 9. desember
1946, d. 28. apríl
1977. Systir Baldurs
er Jónína, f. 22. mars
1966, og hálfsystir
hans er Elísabet Þórunn Sigur-
geirsdóttir, f. 3. ágúst 1978.
Baldur ólst upp á Blönduósi til
fermingaraldurs en flutti þá til
Ísafjarðar með móður sinni, systr-
um og stjúpföður Sigurgeiri
Sverrissyni, f. 14. október 1948, d.
6. september 1995.
Hann lauk grunnskólaprófi frá
Grunnskólanum á Ísafirði 1985 og
hóf síðan störf hjá Norðurtangan-
um á Ísafirði, fyrst
sem lyftaramaður í
landi og síðan á sjó,
fyrst á Víkingi II og
síðan á Hálfdáni í
Búð. Hann flutti frá
Ísafirði til Reykja-
víkur 1992, stundaði
ýmis störf m.a. sem
sendibílsstjóri og hjá
Pizzahúsinu. Síðan
flutti hann til Sví-
þjóðar, var þar í
u.þ.b. eitt ár og vann
þá hjá Ericsson.
Þegar heilsubrestur
varð hjá Baldri árið
1999 flutti hann til móður sinnar
og eiginmanns hennar Stefáns
Jónassonar, f. 26. desember 1946,
að Skúlabraut 23, Blönduósi og
bjó þar þangað til í október 2001,
en þá flutti hann á Sambýlið að
Lindargötu 2 á Siglufirði. Baldur
var ókvæntur og barnlaus.
Baldur verður jarðsunginn frá
Blönduóskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Elsku bróðir, nú er þrautunum
loks lokið og þú ert kominn á betri
stað. Ég kveð þig með söknuði en
jafnframt þakklæti fyrir að hafa
fengið þau forréttindi að vera systir
þín.
Þú ert búinn að vera sannkallaður
„stóri bróðir“, það var alveg sama
hvað var, alltaf varstu tilbúinn að
hjálpa litlu systur og því gleymi ég
aldrei.
Það er erfitt að sjá á eftir þér en ég
veit að einn dag hittumst við á ný, ég
veit að þú ert í góðum félagsskap
núna og það hefur verið tekið vel á
móti þér.
Eftir stend ég sem rík manneskja,
rík af yndislegum minningum, minn-
ingum um bróður sem var bæði hægt
að hlæja og gráta með. Minningum
um mann sem þurfti að leysa margar
af þrautum lífsins og stóð sig eins og
hetja.
Elsku Baldur, kysstu pabba frá
mér og afa og ömmu.
Þú ert hetjan mín.
Þín litla systir,
Elísabet.
Nú er hann Baldur farinn frá okk-
ur og ég sakna hans sárt. En ég veit
að honum líður vel núna og í mínum
augum er hann hetja. Minningarnar
sem ég á um hann eru fullar af gríni,
kátínu og gleði. Jafnvel eftir að veik-
indin börðu að dyrum hjá Baldri gat
hann alltaf hlegið og gert að gamni
sínu og komið öllum í gott skap.
Hann reyndist mér góður bróðir
og börnunum mínum góður frændi og
tómarúmið sem hann skilur eftir í
hjarta okkar er stórt, en allar góðu
minningarnar ylja okkur og minna
okkur á að brosa framan í heiminn,
eins og Baldur gerði alltaf.
Elsku bróðir, ég kveð þig með
söknuði, en veit að þú fylgist með
okkur og hjálpar okkur að brosa.
Jónína Baldursdóttir.
Elsku frændi. Þegar sú fregn barst
mér að þú værir allur og þjáningum
þínum lokið var eins og ég væri því
óviðbúinn, þó svo að um langa hríð
væri vitað hvert stefndi. Ég var að
leggja af stað til Akureyrar, var einn
á ferð og gaf bæði tilfinningum og
minningum lausan tauminn.
Ég sá fyrir mér frænda litla þegar
við bjuggum á Húnabrautinni, bros-
mildan að leik við Kristínu frænku og
Baldur, nafna sinn og frænda. Þá var
stundum stutt á milli hláturs og gráts
því oft gekk mikið á. Þú varst minn
uppáhaldsfrændi og ekki síst vegna
þess hve oft þú minntir mig á föður
þinn og frænda, sem alltof ungir voru
frá okkur teknir, en þeir voru mér
báðir mikils virði. Ég man líka þegar
þú varst að byrja að tala og fyrsta
nafnið sem þú gafst mér, en við tölum
ekki um það hér.
Þegar þú varst ellefu ára flutti ég í
burtu og frændsystkin þín líka og um
hríð skildi leiðir og fóru samskipti
fjölskyldnanna því mest fram í gegn-
um síma. Ekki löngu eftir að við fór-
um frá Blönduósi fórst þú líka til
nýrra heimkynna á Ísafirði og má því
segja að ég flytti austur en þú vestur.
Á Ísafirði laukst þú þinni skólagöngu
og hélst strax út á vinnumarkaðinn
þótt ungur værir og ég veit að mikil
ábyrgðartilfinning bjó um sig í þér
gagnvart systrum þínum og mömmu.
Þegar ég kom til Ísafjarðar í ferm-
ingu systur þinnar varst þú orðinn
stórglæsilegur ungur maður, kominn
á sjóinn í mjög gott pláss eins og sagt
er og er það til marks um það hvernig
maður þú varst.
En leiðir okkar lágu aftur saman
og þá hér á Þórshöfn, en hér dvaldir
þú um tíma hjá nafna þínum og
frænda. Mér er mjög minnisstætt
þegar þið frændurnir voruð að hjálpa
mér við bílskúrinn. Þá var nú oft
hlegið og ég sagði ykkur margar góð-
ar sögur um hvað við brölluðum sam-
an föðurbróðir þinn Bjarni og ég,
þegar við vorum ungir.
En vegir guðs eru órannsakanlegir
og alla tíð hafði ég vonað og trúað að
þú myndir sleppa, en þar kom að þú
varst tilnefndur, tilnefndur til að bera
kross sem þú barst af æðruleysi,
kjarki og dugnaði. Og þar kom að
veikindi þín fóru að gera vart við sig
og þú barðist hatrammri baráttu við
þau og margsinnis stóðstu upp aftur.
Í veikindum þínum varst þú umvaf-
inn ástúð og hjálpsemi móður þinnar
og stjúpföður, einnig starfsfólks
sjúkrastofnana þar sem þú dvaldir.
Jæja, frændi, nú ert þú einnig far-
inn, en ég veit hvar þú ert. Þú ert hjá
pabba þínum, frænda, öfum og ömm-
um og þar mun þér líða vel og þar
munum við hittast á ný.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna,
sem horfðu eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn, og blómgast ævinlega,
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
(Tómas Guðm.)
Elsku systir, Stefán, Jónína og El-
ísabet, megi góður guð styrkja ykkur
á þessari stundu.
Sigurður Baldursson.
BALDUR REYNIR
BALDURSSON
Ragnheiður Þórðar-
dóttir var jarðsungin
frá Akraneskirkju
þriðjudaginn 28. maí.
Þar var kvödd af ættingjum og sam-
ferðamönnum mikil heiðurskona sem
lokið hafði löngu og farsælu ævistarfi.
Ragnheiði kynntist ég fyrst þegar
hún og eiginmaður hennar Jón Árna-
son alþingismaður voru á ferð um
Vesturlandskjördæmi og komu á
heimili foreldra minna í Ólafsvík þar
sem þau voru kærkomnir gestir. Eftir
lát Jóns hélt hún góðu sambandi við
þá sem höfðu unnið náið með þeim
meðan Jón maður hennar var á þingi.
Ragnheiður var ætíð virk í starfi
Sjálfstæðisflokksins og var hún vakin
og sofin um framgang þeirra sem
unnu fyrir flokkinn sem þingmenn og
ráðherrar. Eftir að ég varð þingmað-
ur kynntist ég vel áhuga hennar fyrir
hugsjónum sjálfstæðisstefnunnar og
framgangi flokksins jafnt í landsmál-
um sem bæjarmálum. Ég naut gest-
risni á heimili hennar sem stóð opið
RAGNHEIÐUR
ÞÓRÐARDÓTTIR
✝ RagnheiðurÞórðardóttir
fæddist á Akranesi
22. ágúst 1913. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Akraness að morgni
20. maí síðastliðins
og var útför hennar
gerð frá Akranes-
kirkju 28. maí.
samherjum úr stjórn-
málunum. Það var ein-
staklega gott að vera í
návist Ragnheiðar svo
jákvæð sem hún var og
drífandi og mannkostir
hennar leyndu sér ekki.
Ég minnist Ragnheiðar
með virðingu og þakk-
læti fyrir einstakt starf í
þágu Sjálfstæðisflokks-
ins á Vesturlandi. Bless-
uð sé minning merkrar
konu. Ættingjum Ragn-
heiðar sendi ég samúð-
arkveðjur.
Sturla Böðvarsson.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að
eiga Röggu að vinkonu í tæp 20 ár.
Kynni okkar hófust í kjölfar þess að
ég og eitt af barnabörnum hennar,
Peta Milla, kynntumst og urðum óað-
skiljanlegar vinkonur. Ég var svo
heppin að með vinskap okkar Petu
eignaðist ég í raun „auka“ fjölskyldu,
sem var öll hennar fjölskylda. Hefði
ég ekki vitað betur hefði ég haldið að
ég væri ein af þeim, slík voru og eru
viðkynnin.
Þrátt fyrir að 54 ár hafi skilið okkur
Röggu að í aldri þá náðum við mjög
vel saman og naut ég þess heldur bet-
ur þegar ég bjó hjá henni um tíma er
ég var í fjölbrautaskólanum. Ragga
var einhvern veginn þannig gerð að
hún hafði afar góð áhrif á samfélagið
sem hún bjó í og á samferðamenn
sína. Þannig hafði Ragga mikil og
varanleg áhrif á mig. Eitt tilvik er
sem greypt í huga mér og vitna ég oft
til þess. Það gerðist á þeim tíma sem
ég bjó hjá henni og hún spurði mig
hvað við ættum að hafa í kvöldmatinn.
Ég svaraði því til að mér væri alveg
sama. Þá sagði Ragga að manni ætti
aldrei að vera sama um neitt. Að mínu
mati er mikil dýpt og mikil speki í
þessum orðum. Þannig var Ragga.
Hún lét sér ekki standa á sama um
neinn eða neitt. Það leið öllum vel í ná-
vist hennar og á sinn einstaka og af-
slappaða hátt hafði hún lag á að láta
öllum líða eins og prinsum og prins-
essum.
Ég get ekki látið hjá líða að minn-
ast á jógúrtkökurnar hennar. Mér
fannst þær afar góðar og eitt sinn sem
oftar bakaði hún og bauð mér. Þegar
við byrjuðum að gæða okkur á þeim
kemur einhver skrítinn svipur á
Röggu, hún kíkir í ísskápinn og skellir
svo upp úr. Jógúrtið sem átti að fara í
kökurnar var enn í ísskápnum. Að
þessu hlógum við báðar í mörg ár. Ég
hlæ enn að þessu og trúi því að Ragga
geri það líka.
Að leiðarlokum vil ég þakka fyrir
samfylgdina með henni Röggu minni.
Það hafa verið sannkölluð forréttindi
að þekkja hana og eiga hana fyrir vin.
Vináttu hennar og lífssýnar mun ég
ætíð minnast.
Elsku Peta mín, systkinin Milla,
Doddi, Magga og Peta Röggubörn og
fjölskyldur – minningin um stórkost-
lega konu lifir í ykkur öllum.
Hólmfríður Sveinsdóttir,
Borgarnesi.