Morgunblaðið - 31.05.2002, Síða 50
HESTAR
50 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Reiðfatnaður
Náttúrulegur lífsstíll
FREMSTIR FYRIR GÆÐI
JÓN Baldur Lorange sagði í samtali
við Morgunblaðið að ekki væri ætl-
unin að hindra aðgang að þessum
upplýsingum. Sýningarhaldarar á
kynbótasýningum, sem venjulega eru
búnaðarsamtök á hverjum stað, hafi
frjálsar hendur með það hvernig þeir
birta dómana, eins og alltaf hefur ver-
ið. Hann sagðist telja að aðgengi
þeirra að WorldFeng auðveldaði
mjög slíka útgáfustarfsemi. Bænda-
samtökin hefðu hins vegar hvorki
mannafla né fjárhagslegt bolmagn til
að flytja þessar upplýsingar yfir á
heimasíðu sína og hafa aðgengilegar
þar, enda krefjist það heilmikillar
vinnu. Auk þess hefðu fjölmiðlar leyfi
til að birta upplýsingar af WorldFeng
sé heimilda getið.
Í fyrra birtust allir dómar á heima-
síðu Bændasamtakanna og var al-
menn ánægja með það fyrirkomulag.
Jón Baldur sagði að það hefði kostað
óhemju vinnu sem aðallega var unnin
í næturvinnu. Því miður væri ekki
unnt að hafa þennan hátt á áfram.
Uppbygging WorldFengs hefur
gengið vel og hefur verið veitt miklu
fjármagni í hana. Jón Baldur sagðist
vera mjög ánægður með hvernig til
hefur tekist, en enn er verið að bæta í
grunninn. Nú eru 13 lönd, Ísland
meðtalið, aðilar að grunninum, en
stefnt er að því að öll FEIF löndin
verði þátttakendur. Markmiðið er að
skrá öll íslensk hross í grunninn þar
sem hægt er að rekja ættir til Íslands,
hvar sem þau eru í heiminum.
Hann segist vera heldur óánægður
með að ekki skuli fleiri vera áskrif-
endur, þó fari þeim mjög fjölgandi
þessa dagana. „Ég held að eftir því
sem upplýsingar frá aðildarlöndunum
verði meiri þá fjölgi áskrifendunum.
Nú er verið að vinna í sænska grunn-
inum og undirbúa hann til þess að
hægt sé að taka hann inn í World-
Feng. Búist er við að þessu ljúki í
sumar og má þá gera ráð fyrir að
sænskum áskrifendum fjölgi til
muna.
Grunnurinn var opnaður í ágúst í
fyrra og nú eru áskrifendur um 400
talsins. Um 70% þeirra eru Íslend-
ingar. Nú í maí hefur áskrifendum
fjölgað mjög mikið og má tengja það
kynbótasýningum sem byrjuðu fyrir
alvöru í maí. Nú er hægt að skoða
dóma á öllum sýningunum jafnóðum
og má geta þess að einnig eru komnar
inn upplýsingar frá vorsýningum ís-
lenskra kynbótahrossa í Noregi,
Finnlandi, Þýskalandi og Austurríki.“
Aðspurður hvað áskrift að World-
Feng á ári kostaði sagði Jón Baldur
að hún kostaði 7.999 krónur eða 677
krónur á mánuði. Hann sagði að verið
væri að leita annarra leiða í inn-
heimtu áskriftar og eru hugmyndir
um að hægt verði að bjóða upp á að
borga bara fyrir afnot, t.d. að fara 30
sinnum inn á WorldFeng fyrir 2000
krónur. Þá hefði komið upp sú hug-
mynd að bjóða öllum meðlimum
þýsku Íslandshestasamtakanna
IPZV að borga hærra árgjald og að
því fylgdi aðgangur að WorldFeng.
„Ef áskrifendum fer ekki fjölgandi
sannast sú gagnrýni sem heyrst hefur
að allt of mikið hafi verið lagt í hrossa-
ræktina innan Bændasamtakanna,“
sagði Jón Baldur. „Ýmislegt hefur
verið reynt og var til dæmis gert ráð
fyrir að áskrift að Íslandsfeng sem
gefinn var út á geisladiski með mynd-
um, myndi fjármagna hluta af þessu
verkefni. Mun færri áskrifendur voru
að Íslandsfeng en gert hafði verið ráð
fyrir og má eflaust um kenna að mikið
var um að menn afrituðu diskana. Á
ráðstefnu í einu FEIF-landanna
heyrði ég talað um að líklega væri
ekki greitt nema fyrir um fimmtung
þeirra diska sem voru í umferð þar í
landi. Einnig hefur maður grunsemd-
ir um að fleiri en sá sem borgar fyrir
áskrift að WorldFeng noti hann. Að
sjálfsögðu er það ólöglegt.
Ég vona svo sannarlega að fljótlega
rætist úr því eftir því sem fleiri gerast
áskrifendur eru meiri líkur á að hægt
verði að lækka árgjaldið og bjóða ým-
is tilboð. Við erum búin að byggja upp
alþjóðlegan miðlægan gagnagrunn í
samstarfi við FEIF og þar með
tryggja að til verður einn gagna-
grunnur um íslenska hestinn og ætt-
bók hans. Í þessum grunni eru þegar
ógrynni upplýsinga um 132.000 hross.
Við erum þannig í fararbroddi og má
líta á okkur sem leiðandi afl á þessum
vettvangi sem er í samræmi við að Ís-
land hefur verið viðurkennt sem upp-
runaland íslenska hestsins.“
Ekki ætlunin að hindra
aðgang að upplýsingum
Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir
Þótt margar kynbótahryssur séu nú sýndar víða um land eru aðrar sem
dvelja heima í haga og bíða eftir að nýtt afkvæmi líti dagsins ljós.
Skrár yfir dóma á kynbótasýningum sem
nú standa yfir eru einungis aðgengilegar
áskrifendum WorldFengs, alþjóðlegs
gagnagrunns um íslenska hestinn á Netinu.
Nokkurrar óánægju gætir með þetta
fyrirkomulag. Ásdís Haraldsdóttir
fræddist um málið hjá Jóni Baldri Lorange,
forstöðumanni tölvudeildar BÍ.
NÆRRI eitt þúsund hross eru
skráð á þrjár kynbótasýningar
sem standa yfir þessa dagana.
Flest hross, eða 581, eru skráð á
sýningunni á Gaddstaðaflötum
við Hellu, 231 hross á Sörlastöð-
um í Hafnarfirði og 167 hross á
Sauðárkróki. Gert er ráð fyrir
að sýningunum á Sauðárkróki
og í Hafnarfirði ljúki á laugar-
daginn en að sýningin á Gadd-
staðaflötum standi til 15. júní.
Aðrar kynbótasýningar fyrir
landsmót verða í Borgarnesi 3.
júní til 6. júní, Hvammstanga/
Húnaveri 7.–9. júní, á Melgerð-
ismelum í Eyjafirði 10.–12. júní,
Stekkhólma á Héraði 13.–15.
júní og Fornustekkum í Horna-
firði 16. júní. Landsmótið stend-
ur yfir á Vindheimamelum í
Skagafirði 2.–7. júlí nk.
Næstu tvær helgar verða fjöl-
mörg hestamannafélög einnig
með úrtökumót fyrir gæðinga-
keppnina á landsmótinu. Sam-
kvæmt mótaskrá LH verða úr-
tökumót hjá Dreyra á
Æðarodda við Akranes 1. júní
og einnig hjá Faxa á Hvanneyri
sama dag. Dagana 4.–5. júní
verður úrtaka Ljúfs á Hvoli í
Ölfusi og 7.–8. júní verður Þytur
með úrtöku í Kirkjuhvammi við
Hvammstanga. Hinn 8. júní
verða úrtökumót hjá Svaða,
Stíganda og Léttfeta á Vind-
heimamelum, Glað í Búðardal
og Freyfaxa á Stekkhólma. Úr-
tökumót Geysis verður dagana
8.–9. júní á Gaddstaðaflötum og
sömu daga verður Snæfellingur
með úrtöku í Stykkishólmi.
Þetta eru þau félög sem skráð
eru með úrtökumót á þessu
tímabili en auk þeirra er fjöldi
annarra félaga með ýmis mót og
uppákomur á þessu tímabili sem
nánar má sjá í mótaskrá LH á
www.lhhestar.is.
Kynbóta-
sýningar
og úrtöku-
mót víða
um land
HAUKUR Bjarnason í Skáney í Reykholtsdal var kjör-
inn íþróttamaður Hestamannafélagsins Faxa í Borg-
arfirði árið 2001 á aðalfundi félagsins fyrir skömmu.
Á sama fundi var Baldur Björnsson í Múlakoti í
Lundarreykjadal heiðraður fyrir vel unnin störf og var
honum afhentur minningargripur sem gefinn var til
minningar um Friðgeir Friðjónsson frá Hofsstöðum á
Mýrum.
Haukur Bjarnason
íþróttamaður Faxa 2001