Morgunblaðið - 31.05.2002, Blaðsíða 53
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 53
„NÚ, ég hélt þú værir búinn með
menntaskólann?“ „Hvernig gengur í
iðnskólanum?“ og „Hvaða skóli er
það?“ hafa verið vinsælar spurningar
sem ég hef fengið þegar ég er spurð-
ur um nám mitt. Ástæða spurninga
af þessu tagi er meðal annars sú
hversu vel geymt leyndarmál skólinn
minn, Tækniskóli Íslands, hefur ver-
ið í íslenska menntakerfinu. Ég er
nemandi í rekstrardeild í Tækni-
skóla Íslands og er að ljúka minni
þriðju önn þar. Ég stefni á að ljúka
námi þaðan með B.Sc. gráðu í við-
skiptafræðum með alþjóðamarkaðs-
fræði sem aðalsvið. Eflaust kemur
það mörgum lesendum á óvart að
Tækniskóli Íslands sé að útskrifa
nemendur með háskólagráður og
hvað þá af rekstrarsviði. Þess má
geta að rekstrardeild er fjölmenn-
asta deild skólans. Tækniskóli Ís-
lands hefur í rúm 30 ár útskrifað
nemendur með háskólagráður og
hefur námsframboð aukist jafnt og
þétt. Þær deildir sem eru innan skól-
ans eru byggingardeild, heilbrigðis-
deild, iðnaðartæknifræðideild, raf-
magnsdeild, rekstrardeild og
véladeild. Að auki er frumgreina-
deild sem býður upp á undirbúning
fyrir háskólanám. Innan þessara
deilda eru svo ýmsar námsbrautir.
Tækniskóli Íslands, háskóli atvinnu-
lífsins, hefur frá upphafi lagt mikla
áherslu á að hafa námið í miklum
tengslum við atvinnulífið og eru t.d.
lokaverkefni og önnur hliðstæð verk-
efni unnin fyrir fyrirtæki úr atvinnu-
lífinu. Lögð er áhersla á að kennarar
séu í nánum tengslum við atvinnu-
lífið á viðeigandi fagsviði. Einnig er
lögð rík áhersla að við verkefnavinnu
vinni nemendur í hópum og öðlist
reynslu við að vinna með öðrum við
lausnir á ótrúlegustu verkefnum. Út-
skrifaður nemandi úr Tækniskóla Ís-
lands býr að öllu jöfnu yfir meiri
reynslu en útskriftarnemi úr öðrum
háskóla þar sem að hann er búinn að
fara út á vinnumarkaðinn á námstím-
anum og ætti þar af leiðandi að hafa
betra innsýn inn á þann markað.
Eflaust spyrja sig margir „af
hverju er þessi skóli þá ekki þekktari
og virtari af hinum almenna borgara
fyrst hann býr yfir þessum kostum?“
Það er vissulega góð spurning, og
vonandi getur eftirsvarandi svar út-
skýrt það. Árið 1997 voru sett lög um
háskóla á Íslandi og síðan þá og til
dagsins í dag hafa ýmsir hagsmuna-
aðilar verið á höttunum eftir sam-
starfi við skólann. Menntamálaráðu-
neytið gaf öllum þeim aðilum sem
sýndu áhuga á að koma að rekstri
skólans kost á að kynna sér þann
möguleika frekar til að sjá hvort
grundvöllur væri fyrir samstarf. En
allt kom fyrir ekki, ýmist hættu þess-
ir aðilar við eða menntamálaráðu-
neyti sá fram á að samstarf við um-
rædda aðila myndi ekki verða
vænlegt til árangurs. Á meðan þetta
ferli stóð yfir jókst óvissa um fram-
tíðarskipulag og stöðu skólans mikið
og hamlaði það allri framþróun í
starfsemi hans. Í raun hefur hvert ár
frá 1997 verið á þann veg að starfs-
menn og nemendur skólans hafa
krosslagt fingur og vonast til þess að
sú mikla óvissa sem ríkti myndi
hverfa svo að starfsemi Tækniskóli
Íslands gæti notið sín sem skyldi.Þar
sem að alltaf var verið að búast við
því að nýr aðili kæmi að rekstri skól-
ans sat framþróun á hakanum og
vöxtur Tækniskólans staðnaði. Nán-
ast ógerlegt var að fara út í öflugt
kynningarstarf á skólanum þar sem
ekki var vitað að fullu hvað ætti að
kynna þar sem breytingar á rekstr-
arformi skólans voru alltaf á næstu
grösum.
Nú, í byrjun júní, munu taka gildi
ný lög, sem samþykkt voru á alþingi
30.apríl sl., þar sem Tækniskóli Ís-
lands verður viðurkenndur sem há-
skóli samkvæmt lögum og mun hann
bera nafnið Tækniháskóli Íslands.
Þessi breyting á lögum er mikið
fagnaðarefni fyrir alla þá sem eiga
hagsmuna að gæta við Tækniskóla
Íslands og þeirra sem vilja efla há-
skólanám á Íslandi. Þær breytingar
sem fylgja munu í kjölfarið eru ekki
miklar út á við en þær verða þó
nokkrar er varðar innra starf og
stjórnun. Öllu stjórnskipulagi skól-
ans verður breytt og fjárframlög
reiknast skv. reiknilíkani er gildir al-
mennt um kostnað vegna reksturs
námsleiða á háskólastigi. Rekstur
skólans verður sjálfstæðari, kröfur
um menntunarstig kennara munu
aukast auk þess sem námsframboð
kemur til með að breytast, þ.e.a.s.
með mastersnámi og rannsóknar-
vinnu. Öll sú óvissa sem hefur verið
ríkjandi síðustu ár heyra nú sögunni
til og getur Tækniháskóli Íslands
loksins farið að einbeita sér að því að
efla skólann og gera hann sam-
keppnishæfari gagn-
vart öðrum háskólum
landsins.
Fyrir mig sem nem-
anda hafa þessar
breytingar gríðarleg
áhrif. Önnur en þau
sem hafa verið nefnd
hér að ofan er það bætt
ímynd skólans sem
mun hafa hvað mest
áhrif. Ég mun útskrif-
ast úr háskóla, þ.e. uni-
versity, og mun það
hjálpa mikið til ef kem-
ur að því að fara í mast-
ersnám á erlendri
grundu. Að auki geri ég
ráð fyrir því að næst þegar ég verð
spurður út í það nám sem ég er að
stunda, að ég þurfi ekki að byrja á að
útskýra fyrir fólki að Tækniháskóli
Íslands sé ekki á
menntaskólastigi og
hvað þá að hann sé ekki
hluti af Iðnskólanum.
Með þessum tveimur
stöfum, H og Á munu
margir hlutir breytast,
sem lengi hefur verið
beðið eftir, og er óhætt
að segja að frá og með
deginum í dag mun
uppgangstímabil fara í
hönd hjá Tækniháskóli
Íslands. Hvet ég ég alla
landsmenn að fylgjast
vel með þeim breyting-
um og þeirri framþróun
sem á eftir að eiga sér
stað á næstu árum.
Tækniháskóli Íslands
Ágúst Kristján
Steinarsson
Háskólanám
Tækniskóli Íslands
hefur í rúm 30 ár, segir
Ágúst Kristján
Steinarsson, útskrifað
nemendur með há-
skólagráður og hefur
námsframboð aukist
jafnt og þétt.
Höfundur er nemandi við
Tækniskóla Íslands.