Morgunblaðið - 31.05.2002, Qupperneq 60
60 FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
!
"
#
#
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
MENN eru búnir að velta því mikið
fyrir sér, hvers vegna sjálfstæðis-
menn töpuðu borgarstjórnarkosning-
unum og hafa haft á því ýmsar skoð-
anir. Mér fannst aftur á móti aldrei
neinn vafi á því að Björn myndi tapa
kosningunni og benti á það þegar
Björn var að velta því fyrir sér að
leiða Sjálfstæðisflokkinn í kosningun-
um.
Það var Birni óhagkvæmt að hafa
verið í núverandi ríkisstjórn, sem
ekki hefur verið sú vinsælasta hjá
vinstrimönnum. Í þeirra raðir þurfti
Björn að sækja fylgi til að sigra Ingi-
björgu, því vinstri menn eru í heild
fleiri í borginni en sjálfstæðismenn.
Björn hafði heldur ekki ákveðið að
hætta sem alþingismaður sem gerði
hann ótrúverðugri fyrir vinstri menn.
Upphlaup forsætisráðherra og fjár-
málaráðherra vegna undirskriftar
heilbrigðisráðherra, um að auka
hjúkrunaraðstöðu fyrir aldraða, gerði
svo endanlega út um fylgi Björns. Það
sýndi kjósendum svo ekki varð um að
villst að borgarstjóri á Alþingi myndi
ekki fá leyfi til þess að gera neitt í
borgarmálum sem forsætisráðherra
og fjármálaráðherra líkaði ekki.
Ólafur F. Magnússon mun hafa
tekið fylgi frá bæði Sjálfstæðisflokki
og R-lista sem gerði það að verkum að
hann hefur nánast engin áhrif haft á
niðurstöðu kosninganna fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn. Aftur á móti má búast
við að nýir kjósendur hafi að meiri-
hluta veðjað á hinn mjög svo persónu-
sterka frambjóðanda R-listans og
komið í veg fyrir það að Ólafur felldi
Ingibjörgu.
Ólafur F. Magnússon þarf aftur á
móti að vera duglegur að minna á sín-
ar málefnaáherslur á kjörtímabilinu
ef hann ætlar að lifa af kosningar eftir
fjögur ár.
Í einu sveitarfélagi kom upp sú sér-
kennilega staða að það varð jafntefli,
sem hefði átt að leiða til þess að báð-
um flokkum væri gert að stjórna
sveitarfélaginu í tvö ár, hvor flokkur
fyrir sig, á kjörtímabilinu og með því
reynt að fullnægja lýðræðinu. Í stað-
inn var farin sú hæpna lýðræðisleið að
láta hundraðkall ákvarða hvaða flokk-
ur sæti við völd allt kjörtímabilið.
Þannig getur hundraðkall orðið vold-
ugur í hinu pólitíska lýðræði.
Svo óska ég öllum frambjóðendum,
bæði þeim sem sigruðu og þeim sem
töpuðu, til hamingju með sigurinn.
GUÐVARÐUR JÓNSSON,
Hamrabergi 5.
Brugðu fæti
fyrir Björn
Frá Guðvarði Jónssyni:
ÞAKKA ykkur fyrir bréfið sem varð
til þess að ég fór og kynnti mér mál
Fjölskyldu- og húsdýragarðsins bet-
ur en áður. Garðinum er stjórnað af
sérstakri rekstrarstjórn og formað-
ur hennar sagði mér að ástæðan fyr-
ir því að nú er tekið gjald í þrjú tæki
í garðinum sé sú að það hafi verið
ákveðið að reyna að bæta við a.m.k.
einu nýju og spennandi tæki á
hverju ári. Tækin eru dýr og þó að
borgin greiði rúmlega 61 milljón
króna á ári til garðsins þá er svo
dýrt að reka hann að rekstrarstjórn-
in á ekki mikinn afgang til að kaupa
fyrir ný tæki á hverju ári. Þess
vegna ákvað hún að taka hóflegt
gjald í þau tæki sem eru bæði eft-
irsóttust og dýrust. Ef hún gerði
það ekki gæti hún t.d. ekki endur-
nýjað torfærubrautina á hverju ári
né keypt ný og spennandi tæki. Því
til viðbótar má nefna að mér er sagt
að það hafi oft verið mikil örtröð við
þessi tæki og stóru krakkarnir oft
troðist fram fyrir þau litlu vegna
þess að það var ókeypis í tækið og
hægt að fara eins margar ferðir og
hver og einn vildi.
Ég vona að þetta svari erindi ykk-
ar og þið látið gjaldið ekki hindra
ykkur í því að fara í Fjölskyldu- og
húsdýragarðinn. Það er ekki dýrt að
fara í garðinn og flestallt sem þar er
í boði er án sérstaks endurgjalds.
Með bestu óskum um góða
skemmtun í garðinum í sumar.
INGIBJÖRG SÓLRÚN
GÍSLADÓTTIR,
borgarstjóri.
Kæra Fanney,
Áslaug og Kolbrún
Frá Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur:
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 sími 551 4050 Reykjavík
Ryðfríar
Blómagrindur
y fríar
Blómagrindur
með hengi
Tilboðsverð
kr. 2.995
áður kr. 3,595
Klapparstíg 44
Sími 562 3614