Morgunblaðið - 31.05.2002, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 31.05.2002, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 2002 63 DAGBÓK ÞAÐ ER vandi að velja. Svíningar fyrir þrjár drottn- ingar standa til boða í lauf- slemmu suðurs og megin- verkefnið er að velja og hafna. Spilið kom upp á landsliðsæfingu um helgina: Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ -- ♥ ÁG52 ♦ ÁG643 ♣Á1042 Suður ♠ D94 ♥ K9 ♦ K105 ♣KG963 Spilað var á þremur borð- um. Lokasögnin varð alls staðar sex lauf, en aðdrag- andinn mjög mismunandi. Á einu borði gengu sagnir þannig fyrir sig: Vestur Norður Austur Suður -- 1 tígull 2 spaðar 3 lauf 3 spaðar 4 spaðar * Pass 5 lauf Pass 6 lauf Allir pass Hvernig myndi lesandinn spila með spaðaás út? Möguleikarnir virðast ótæmandi. Það má toppa trompið eða svína á hvorn veginn sem er. Í tígli er hægt að svína í báðar áttir og það mætti svína hjarta- gosa eða reyna að fella drottninguna þriðju. Verk- efnið er að samnýta mögu- leikana á sem hagkvæmast- an máta. Þetta er ein leið: Spaðaás- inn trompaður, hjarta spilað á kóng og spaði stunginn. Laufás tekinn (báðir fylgja smátt), svo hjartaás og hjarta trompað með gosa. Og spaði stunginn. Farið heim á tígulás og laufkóngur tekinn. Norður ♠ -- ♥ ÁG52 ♦ ÁG643 ♣Á1042 Vestur Austur ♠ Á862 ♠ KG10753 ♥ 7643 ♥ D108 ♦ 82 ♦ D97 ♣D75 ♣8 § Suður ♠ D94 ♥ K9 ♦ K105 ♣KG963 Hvenær sem er í þessu ferli gæti hafa dregið til tíð- inda. Hér kemur drottning- in niður þriðja í hjarta svo að tígulsvíningin verður óþörf. Þessi leið skilar tólf slög- um ef eitthvað af eftirfar- andi er til staðar: (1) Tromp- drottningin kemur stök eða önnur. (2) Hjartadrottning fellur. (3) Tígulsvíningin heppnast. Er til betri leið? BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Þú ert hreinn og beinn og hefur mikla aðlögunarhæfni. Þú ert þó viðkvæmari en yf- irborðið gefur til kynna. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Yfirborðsleg samskipti eru þér ekki að skapi í dag. Þú hefur þörf fyrir eitthvað raunverulegt. Leyndar lang- anir og þrár gætu komið upp á yfirborðið. Naut (20. apríl - 20. maí)  Gefðu metnaði þínum og framtíðarvonum lausan tauminn. Hæfileiki þinn til að breyta viðhorfum þínum get- ur skapað þér ný tækifæri. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú og vinur þinn gerið ykkur grein fyrir sönnum tilfinning- um ykkar. Þið viljið grafast fyrir um það á hverju sam- band ykkar byggist. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Ekki vera ósveigjanlegur í skoðunum þínum eða vana- fastur í vinnunni. Vertu opinn fyrir nýjum leiðum og það mun koma þér á óvart hversu vel þær reynast. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Leyndar tilfinningar og hrifning geta komið upp á yf- irborðið í dag. Þú hefur ekki gert þér grein fyrir þeim en nú koma þær fullskapaðar upp á yfirborðið. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú hefur mikla þörf fyrir að gera breytingar í einka- og fjölskyldulífinu. Drífðu í að þrífa, lagfæra og endurskipu- leggja á heimilinu. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú gætir fengið einhvern á heilann í dag. Þér líður eins og ástsjúkum unglingi þar sem þú losnar ekki við þenn- an einstakling úr huga þínum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Einhver gæti gefið þér góð ráð varðandi fjármálin í dag. Ef þú fylgir þeim getur það haft áhrif á líf þitt um langa framtíð. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú lest eitthvað í blaði eða tímariti í dag sem getur bætt heilsu þína og útlit. Sýndu kjark og prófaðu hvort þetta gagnast þér. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Leitaðu leiða til sparnaðar í samskiptum þínum við hið opinbera. Hér getur verið um skattafrádrátt, göt í kerfinu eða góð ráð að ræða. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Áhrifamikill vinur vekur hrifningu þína í dag. Innst inni óskarðu þess að þú líkist honum. Það er kaldhæðnis- legt en hann hugsar senni- lega það sama um þig. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þér bjóðast nýjar og spenn- andi leiðir til frama og fjáröfl- unar. Veltu fyrir þér nýjum leiðum í lífinu og hvernig þú kemst inn á þær. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT STÖKUR Fljótt mér vinda verð á stjá, vorsins yndi fegin, sólin tinda efstu á árdags bindur sveiginn. Þegar koldimm skúraský skemmtun alla banna, hef ég stundum hinkrað í heimi minninganna. Sína illa ýmsir gá æskuvillu að muna, er þeir tryllast af að sjá ungdómsspillinguna. Þjakar lyndi þetta og hitt, þarft er að hrinda trega. Oft hefur fyndin stundir stytt stakan yndislega. Anna Sveinsdóttir 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Rc3 e6 4. d4 cxd4 5. Rxd4 Rf6 6. Rxc6 bxc6 7. e5 Rd5 8. Re4 Bb7 9. Be2 c5 10. O-O Dc7 11. Rd6+ Bxd6 12. exd6 Dc6 13. f3 c4 14. Dd4 O-O 15. Bxc4 Dxd6 16. Hf2 Db6 17. Dh4 Hac8 18. b3 Re3 19. Bd3 Rf5 20. Df4 Dd4 21. Dxd4 Rxd4 22. Be3 Rc6 23. Bc5 Hfe8 24. Bd6 Re7 25. Hd2 Rf5 26. Bxf5 exf5 27. c4 a6 28. Kf2 g5 29. h4 f6 30. Bb4 Bc6 31. Hd6 He6 32. Hxe6 dxe6 33. hxg5 fxg5 34. Be7 h6 35. Hd1 Kf7 36. Bd8 Ke8 37. Ba5 Ke7 38. Hh1 Hh8 39. Bb4+ Kf6 40. Hd1 Hc8 41. Ba5 f4 42. Bc3+ Kf7 43. Hh1 Kg6 44. He1 Bd7 45. He5 h5 46. Ha5 Hc6 47. Bb4 Kf6 48. Bc3+ Kg6 49. Be5 Bc8 50. c5 Kf5 51. Bd6 Bb7 52. b4 e5 53. a4 Hc8 Staðan kom upp á fyrsta bikarmóti FIDE sem hald- ið var í Dubai. Veselin Topalov (2739) hafði hvítt gegn sigurvegara mótsins, Peter Leko (2713). 54. Bxe5! Bd5 55. Bd6 g4 56. c6 Ke6 57. Bxf4 gxf3 58. c7 fxg2 59. Hxa6+ Kf5 60. Bh2 Kg4 61. Hf6 Kh3 62. Bd6 Hg8 63. Hg6 He8 64. Hg3+ og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Árnað heilla 60 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 31. maí, er sextug Arnheiður Anna Kristinsdóttir, matráður við Andakílsskóla. Eigin- maður hennar er Ingimar Einarsson. Þau eru að heim- an í dag. 85ÁRA afmæli. Á morg-un, laugardaginn 1. júní, er 85 ára Páll Sölva- son, sjómaður frá Bíldudal, Sléttuvegi 13, Reykjavík. Páll og fjölskylda hans taka á móti gestum í Selinu, Sléttuvegi 11–13, Reykja- vík, á morgun frá kl. 15–19. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Með morgunkaffinu Og hún skrifaði ekki einu sinni í gestabókina! Rannsóknir sýna: ACT vörurnar draga til sín 99-100% af óhreinindum og bakteríum. Notkun kemískra efna minnkar um 70% ef ACT-kerfið er notað. Fjarvera ræstingarfólks vegna veikinda og álags minnkar um 30-40%. Kostnaður við ræstingar lækkar um 30-50%. Lítið við eða biðjið um kynningu. Ný kynslóð af þurr- og rakamoppum, glerklútum og alhliða klútum til þurr- og blautþrifa án hreinsiefna. 500 þvotta ábyrgð á fyrirtækjavörum. SÍON hreinlætisvörur ehf., Smiðjuvegi11e, Kópavogi, Gul gata, sími 568 2770, fax 568 2772, netfang: sion@simnet.is Tæknibylting í örtrefja ræstivörum frá ACT STÓR HUMAR LÚÐA • KEILA • LAX 990* kr. kg. Grillum um helgina MEÐ BROS Á VÖR! FISKBÚÐIN VÖR Höfðabakka 1, sími 587 5070 GÓÐA HELGI!*verð frá NÝ SENDING af bakpokum margar stærðir verð frá kr. 1.500 LANGUR LAUGARDAGUR Stærsta töskuverslun landsins Skólavörðustíg 7, sími 551 5814 Mörkinni 6, sími 588 5518 Fyrir sjómannadaginn Fallegar yfirhafnir í úrvali 20—50% í dag og á morgun Opnum kl. 9 virka daga laugardaga frá kl. 10-15 VESTURBÆJAR YOGASTÖÐ YOGA þriðjudaga og fimmtudaga þriðjudaga og fimmtudaga þriðjudaga YOGATÍMAR: Karlar og konur verið velkomin í yoga í júní! 10.30-11.30 17.25-18.25 18.35-20.05 Seljavegi 2, 101 Reykjavík sími: 511-2777 anna@yogawest.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.