Morgunblaðið - 04.07.2002, Síða 4

Morgunblaðið - 04.07.2002, Síða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ VAKTÞJÓNUSTA geðdeildar Landspítala er opin allan sólarhring- inn, að sögn Halldóru Ólafsdóttur, yfirlæknis ferli- og bráðalækninga geðsviðs á Landspítala-háskóla- sjúkrahúsi. Í bréfi til Morgunblaðs- ins sem birtist í gær kom fram að ekki væri tekið á móti sjúklingum á geðdeild Landspítala nema milli kl. 13 og 21 um helgar. Segir Halldóra að vakþjónustan sé staðsett í geð- deildarbyggingu á Landspítalalóð- inni við Hringbraut og hún sé opin frá kl. 8.00 til 23.00 virka daga og frá kl. 13.00 til 21.00 um helgar. Á öðrum tímum sé þessi þjónusta veitt á al- mennu bráðamóttökunni í aðalbygg- ingu Landspítala við Hringbraut. „Ef þangað leitar sjúklingur að næt- urlagi með bráð geðræn vandamál er kallaður til læknir frá geðdeild til að meta sjúklinginn,“ segir Halldóra. Landspítali Vakt á geðdeild allan sólar- hringinn ELDUR kom upp í gufubaði við sumarbústað í landi Bjarkar í Gríms- nesi í fyrrakvöld og var lögreglunni á Selfossi tilkynnt um atburðinn um klukkan 21. Tilkynnandi og ná- grannar höfðu náð tökum á eldinum að mestu þegar slökkvilið frá Bruna- vörnum Árnessýslu kom á vettvang og vel gekk að slökkva eldinn. Húsið sem gufubaðið er í eyðilagðist en sumarbústaðurinn sjálfur slapp. Til- drög eldsins eru ókunn og eru til rannsóknar hjá lögreglunni. Gufubaðhús við sumar- bústað brann BIFREIÐ er talin ónýt eftir bílveltu í Víðidal í A-Húnavatnssýslu í gær. Tæplega tvítug kona var við stýrið er óhappið varð en slapp óslösuð þrátt fyrir að bifreiðin færi tvær veltur og hafnaði á hjólunum ofan í skurði. Talið er að konan hafi misst stjórn á bifreiðinni í lausamöl með fyrr- greindum afleiðingum. Bílvelta í Víðidal EINN var fluttur á slysadeild Land- spítalans - háskólasjúkrahúss eftir árekstur vörubifreiðar og fólks- bifreiðar í Engidal í Hafnarfirði í gær, en meiðsl hans reyndust minniháttar. Svo virtist sem vöru- bifreiðinni hafi verið ekið aftan á fólksbifreiðina, en áreksturinn varð á mótum Reykjavíkurvegar og Fjarðarhrauns. Lögreglunni í Hafnarfirði barst tilkynning um áreksturinn kl. 13.42. Ökutækin skemmdust um- talsvert og voru fjarlægð af vett- vangi með dráttarbifreið. Tals- verðar tafir urðu á umferð vegna óhappsins. Umferð var beint um Álftanesveg meðan lögregla var að ljúka störf- um á slysstað. Morgunblaðið/Golli Á slysadeild eftir árekstur í Engidal ÍBÚAR Sólheima í Grímsnesi efna til hátíðarhalda næstu helgi á Sólheimum, en tilefnið er að 100 ár eru liðin frá fæðingu Sesselju Hreindísar Sigmundsdóttur stofnanda Sólheima. Dagskráin hefst kl. 16 hinn 5. júlí en þá verð- ur m.a. fluttur sögulegur leikþátt- ur sem ber heitið Í meðvind og mótvind í 70 ár. Stjórnandi leik- þáttarins er Edda Björgvinsdóttir leikari, en efni í þáttinn er m.a. sótt í nýbirta skýrslu Ríkisendur- skoðunar um Sólheima. Á laugardag og sunnudag verða síðan svokallaðir fræðsludagar sem og bóka- og sögusýning í ný- opnuðu Sesseljuhúsi. Erlendir sérfræðingar munu halda erindi báða dagana og fjalla m.a. um um- hverfismál, vistvænar byggingar, orkumál og málefni fatlaðra. Með- al fyrirlesara eru m.a. Albert Ba- tes, lögfræðingur og rithöfundur, og Andy Paton, aðalritari ensku Camphill- samtakanna, en þau samtök eru einn stærsti þjónustu- aðili fyrir fatlaða í veröldinni. Í fréttatilkynningu frá íbúum Sól- heima segir að Sólheimar séu í dag blómlegt byggðahverfi með um 100 íbúum. Þar er verkstæði, vinnustofur og fimm sjálfstæð fyr- irtæki. Þá er þar íþróttaleikhús, sundlaug, líkamsræktarstöð, verslun, listsýningarsalur og þjónustumiðstöð sem veitir 40 íbúum félagslega þjónustu. Um helgina verður m.a. afhjúp- uð lágmynd af Sesselju eftir Helga Gíslason myndhöggvara. Sesselja stofnaði Sólheima þegar hún var aðeins 28 ára gömul. Í fréttatilkynningu frá Sólheimum segir að Sesselja hafi verið braut- ryðjandi í uppeldismálum barna, í þjónustu við fatlaða og í umhverf- ismálum. „Sesselja lagði ríka áherslu á samskipan fatlaðra og ófatlaðra löngu áður en þær kenn- ingar voru settar fram erlendis. Hún leit aldrei á Sólheima sem stað fyrir fatlað fólk heldur stað sem starfaði með fötluðu fólki.“ Hátíð á Sólheimum í Grímsnesi Öld frá fæðingu Sess- elju Sigmundsdóttur Í NÝRRI álitsgerð umboðsmanns Alþingis kemst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að Sturla Böðvars- son samgönguráðherra hafi verið vanhæfur til að staðfesta, að beiðni vegamálastjóra, áform Vegagerðar ríkisins um lagningu nýs þjóðvegar um Vatnaheiði. Álitsgerðin kemur í kjölfar kvört- unar Náttúruverndarsamtaka Ís- lands sem í mars árið 2000 leituðu til umboðsmanns og kvörtuðu yfir að samgönguráðherra hefði verið van- hæfur til að staðfesta lagningu nýs vegar yfir Vatnaheiði á Snæfells- nesi. Kvörtuðu Náttúruverndar- samtökin yfir að ráðherra hefði lýst eindreginni afstöðu gegn því að leið- in um Kerlingarskarð yrði endur- bætt og áður en niðurstaða var fengin hjá Skipulagsstofnun. Þá vís- uðu samtökin til þess að eiginkona samgönguráðherra væri fædd og uppalin á Hjarðarfelli í Eyja- og Miklaholtshreppi og að mágar hans byggju á jörðinni. Ábúendur og landeigendur á Hjarðarfelli hefðu talið að endurbætur á Kerlingar- skarðsleið, sem liggur um land jarð- arinnar, myndu leiða til jarðrasks og rýrðu notagildi landsins. Eftir að mat á umhverfisáhrifum og álit Skipulagsstofnunar lá fyrir óskaði Vegagerðin eftir því að ráð- herra staðfesti áform um að vegur- inn yrði lagður um Vatnaheiði og staðfesti ráðherrann þá ósk Vega- gerðarinnar. Gagnrýnir drátt á svörum ráðuneytisins Í niðurstöðukafla álitsgerðarinn- ar segir umboðsmaður að sam- gönguráðherra hafi verið vanhæfur til að staðfesta beiðni um lagningu vegarins á grundvelli meginreglu stjórnsýsluréttar um sérstakt hæfi starfsmanna við stjórnsýslu. Eng- um sérstökum tilmælum er beint til ráðherra, m.a. í ljósi þess að um- ræddur vegur hefur þegar verið lagður. Umboðsmaður Alþingis telur aft- ur á móti að sá dráttur sem varð á að ráðherra og ráðuneyti hans svör- uðu erindi umboðsmanns samrýmist ekki þeim sjónarmiðum sem lög um umboðsmann Alþingis eru byggð á. Bent er á í álitsgerðinni að níu mán- uðir hafi liðið þar til viðbrögð ráðu- neytisins bárust við kvörtun Nátt- úruverndarsamtakanna. Beinir umboðsmaður þeim tilmælum til samgönguráðherra að svörum við erindum sínum verði svarað innan hæfilegs tíma. Umboðsmaður Alþingis gagnrýnir þátt samgöngu- ráðherra í ákvörðun um veg um Vatnaheiði Vanhæfur til að stað- festa lagningu vegar Í ÁRSSKÝRSLU Brunamálastofn- unar fyrir árið 2001 kemur fram að um 45,5% fiskvinnslubygginga víða um land hefðu óviðunandi bruna- varnir. Þá hefðu 45,5% fiskvinnslu- bygginga slæmar brunavarnir. 9% fiskvinnslubygginga hefðu sæmi- legar brunavarnir en engar næðu því að hafa ágætar eða framúrskar- andi brunavarnir. Brunamálastofn- un kannaði brunavarnir í fjölda bygginga á landinu á síðasta ári. Brunavarnir í fiskvinnslum eru hins vegar í sérflokki. „Þessi tegund bygginga er því í algerum sérflokki hvað varðar slæmar brunavarnir og eru eigend- ur og rekstraraðilar slíkra bygg- inga, sem og eftirlitsaðilar, hvattir til að huga sérstaklega að brunavör- um í fiskvinnslum,“ segir í skýrsl- unni. Slæmar brunavarnir í fiskvinnsluhúsum ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.