Morgunblaðið - 04.07.2002, Qupperneq 16
AKUREYRI
16 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Á góðum bíl í Danmörku
Hringdu til AVIS í síma 591-4000
Pantaðu AVIS bílinn þinn áður en þú ferðast – Það borgar sig
Innifalið í verði er ótakmarkaður
akstur, trygging, vsk.
og flugvallargjald.
Flokkur A Opel Corsa kr. 3.500,- á dag
(miðað við lágmarksleigu 7 daga)
Flokkur A Opel Corsa kr. 4.700,- á dag
(miðað við lágmarksleigu 3 daga)
Einnig tilboð á öðrum tegundum bíla.
Ef þú ert með farseðil til Kaupmanna-
hafnar áttu möguleika á glaðningi.
www.avis.is
Við
reynum
betur
Gasol®
Heimsendingarþjónusta ÍSAGA
nær til Stór-Reykjavíkursvæðisins.
Heimsendingargjald er kr. 500,-
Afgreiðslan Breiðhöfða 11
er opin virka daga frá kl. 8 til 17.
800 5555
Hluti af Linde Gas Group
ÍSAGA ehf. • Breiðhöfða 11
Sími 577 3000 • Fax 577 3001
www.aga.is
IS
A
-2
43
.1
–
ÍD
E
A
MILDI þykir að ekki fór verr þegar tvíþekja af
gerðinni Pitts Special brotlenti við Akureyrar-
flugvöll skömmu fyrir hádegi í gær. Flugmað-
urinn var einn um borð og sakaði hann ekki.
Flugmaðurinn, sem er mjög reyndur, fór frá
Akureyrarflugvelli kl. 11.02 og áætlaði að lenda
aftur á flugvellinum hálftíma síðar. Þegar flug-
vélin kom inn til lendingar kl. 11.31 tilkynnti flug-
maðurinn að drepist hefði á hreyfli flugvél-
arinnar. Skömmu síðar kom hún niður um 100
metra sunnan við flugbraut og hafnaði á hvolfi við
skurðbakka. Flugmaðurinn gekk óstuddur frá
borði.
Sjónarvottar fylgdust með þegar vélin flaug yf-
ir Kjarnaskóg og tók krappa beygju sunnan skóg-
arins og í átt að flugvellinum og gerðu sér grein
fyrir að ekki var allt með felldu. Flugvélin hefði
misst hæð þegar yfir skóginn var komið og hrap-
að svo til jarðar og lent á hvolfi rétt við skurðinn.
Flugvélin er töluvert mikið skemmd.
Starfsmaður Rannsóknarnefndar flugslysa
kom á vettvang í gærdag og annaðist rannsókn
málsins en hann naut aðstoðar fulltrúa úr rann-
sóknardeild lögreglunnar á Akureyri.
Morgunblaðið/Kristján
Þorkell Ágústsson frá Rannsóknarnefnd flugslysa, t.h., skoðar aðstæð-
ur á vettvangi í gær ásamt Daníel Snorrasyni, fulltrúa hjá rannsóknar-
deild lögreglunnar á Akureyri. Vélin liggur á hvolfi og mikið skemmd á
skurðbakkanum.
Flugvélin sem brotlenti sunnan Akureyrarflugvallar. Vélin er af gerð-
inni Pitts Special, eins manns, eins hreyfils tvíþekja. Hún er í eigu Arn-
gríms Jóhannssonar, forstjóra flugfélagsins Atlanta, en hann var ekki á
vélinni þegar óhappið varð.
Flugmaðurinn slapp ómeiddur
Tvíþekja brotlenti skammt sunnan Akureyrarflugvallar
HIÐ árlega Pollamót Þórs í knatt-
spyrnu hefst á svæði félagsins við
Hamar á morgun, föstudag. Tæp-
lega 70 lið, víðs vegar af landinu, eru
skráð til leiks, sem er svipaður fjöldi
og undanfarin ár. Mótið er nú haldið
við frekar erfiðar aðstæður, þar sem
stór hluti af grassvæði félagsins er
farinn undir nýja fjölnotahúsið. Það
hefur því reynst erfiðara en áður að
koma öllum leikjunum fyrir þetta
árið. Leikið verður á fjórum völlum
við Hamar en einnig verður spilað á
litla vellinum austan Akureyrarvall-
ar.
Keppt er í þremur deildum, Polla-
deild, þar sem spila leikmenn 30 ára
og eldri, Lávarðadeild, leikmanna 40
ára og eldri og Ljónynjudeild, þar
sem konur 25 ára og eldri etja kappi.
Flest liðin eru í Polladeild eða 44, í
Lávarðadeild 16 og 6 í Ljónynju-
deildinni. Liðunum gæti þó eitthvað
átt eftir að fjölga áður en keppni
hefst í fyrramálið.
Flautað verður til leiks kl. 8 í
fyrramálið og spilað til miðnættis. Á
laugardag hefst keppni einnig kl. 8
og leikið til kl. 17 en mótinu lýkur
með úrslitaleikjum deildanna. Kl. 18
á laugardag fer fram stórleikur í
Símadeild karla, þar sem Þór fær
KR í heimsókn á Akureyrarvöll en
að honum loknum fer fram lokahóf
og verðlaunaafhending Pollamótsins
við Hamar.
5–7 þúsund gestir í bænum í
tengslum við knattspyrnumótin
Gera má ráð fyrir að um 700
knattspyrnumenn taki þátt í Polla-
mótinu að þessu sinni en í hverju liði
eru 10–12 leikmenn. Fjölmargir
leikmenn koma með fjölskyldur sín-
ar til Akureyrar í tengslum við mót-
ið og margir þeirra eiga sinn fulltrúa
á Esso-móti KA sem nú stendur yfir
á svæði félagsins. Þar eru um 1.200
knattspyrnumenn á aldrinum 11–12
ára saman komnir. Ekki er því óvar-
legt að áætla að í tengslum við þessi
tvö knattspyrnumót verði 5–7 þús-
und gestir í bænum.
Um 70 lið taka þátt
í Pollamóti Þórs
KVARTETT Karls Petersen leik-
ur á Tuborgdjassi á heitum
fimmtudegi í Deiglunni í kvöld,
fimmtudagskvöldið 4. júlí kl. 21.30.
Karl Petersen hefur um árabil
verið mikilvirkur trommuleikari og
tónlistarkennari á Akureyri. Hann
hefur kallað til sín þrjá djassara
úr framvarðasveit íslenska djass-
liðsins frá Reykjavík, þá Birki
Frey Matthíasson á trompet,
Kjartan Valdimarsson á píanó og
Ólaf Stolzenwald á kontrabassa.
Þeir ætla að leika sívinsæl og sí-
græn djasslög, þar á meðal lög eft-
ir Charlie Parker, Gershwin og
Cole Porter.
Það er ekki síst mikilvægt að
tónlistarfólk við Eyjafjörð fái
tækifæri á að spjara sig á Lista-
sumri segir í frétt um tónleikana
og þar eru heimamenn hvattir til
að mæta og njóta þess sem tónlist-
armennirnir hafa fram að færa.
Heitur fimmtu-
dagur í Deiglunni
Karl Petersen
og félagar leika
ELÍS Árnason og Þórhallur Arn-
þórsson hafa að nýju tekið við rekstri
skemmtistaðarins Sjallans á Akur-
eyri en þeir félagar eiga húsnæðið
sem verið hefur í leigu síðustu ár.
Þeir Elís og Þórhallur ráku Sjall-
an á árunum 1994 til 1999. Þeir blása
til sóknar nú um helgina að sögn El-
ísar og bjóða ókeypis inn á dansleik
með Pöpunum á föstudagskvöld. Á
laugardag verður Bylgjuball en að
því loknu hyggjast þeir loka staðnum
í nokkrar vikur og hefjast handa við
gagngerar breytingar á staðnum.
Elís sagði að stefnt væri að því að
opna að nýju síðustu vikuna í ágúst
og í haust yrðu nokkrar áherslu-
breytingar á rekstinum í kjölfar þess
að búið verður að breyta húsnæðinu.
Taka að nýju við
rekstri Sjallans
Umfangsmiklar
breytingar
fyrirhugaðar
ÁTTA manns, sex karlar og tvær
konur, hafa verið dæmd í Héraðs-
dómi Norðurlands eystra fyrir ýmis
fíkniefnabrot og peningaþvætti. Sá
yngsti í hópnum verður tvítugur á
árinu og sá elsti er rétt um þrítugt.
Fólkið var ákært fyrir margvísleg
fíkniefnabrot, m.a. neyslu og einnig
sölu á fíkniefnum af ýmsu tagi.
Yngsti maðurinn hlaut þyngsta
dóminn, 10 mánaða fangelsi og er
það óskilorðsbundið. Hann var fund-
in sekur um að hafa ætlað sér að
flytja umtalsvert magn af hassi og
eitthvað af e-töflum frá Reykjavík til
Akureyrar, en fleygt efnunum út úr
bílnum þegar lögregla gaf stöðvun-
armerki í Húnavatnssýslu.
Kona í hópnum var dæmd í
þriggja mánaða fangelsi, skilorðs-
bundið til þriggja ára, einn var
dæmdur í tveggja mánaða skilorðs-
bundið fangelsi og þá var einum gert
að greiða 160 þúsund króna sekt í
ríkissjóð, öðrum 80 þúsund krónur í
sekt og sá þriðji á að greiða 30 þús-
und króna sekt. Tveimur aðilum
málsins, konu og karli, var ekki gerð
sérstök refsing. Þá voru gerð upp-
tæk fíkniefni sem fundust í fórum
fólksins, e-töflur, hass, kókaín og
amfetamín.
Héraðsdómur
Norðurlands eystra
Átta dæmd-
ir vegna
fíkniefna-
brota
Moggabúðin
Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦