Morgunblaðið - 04.07.2002, Side 19

Morgunblaðið - 04.07.2002, Side 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 19 EFNT hefur verið til sönglagasam- keppni vegna menningarhátíðar Reykjanesbæjar, Ljósanætur 2002. Leitað er eftir lagi og texta sem gæti orðið einkennislag fyrir menningar- nóttina. Öllum er heimil þátttaka. Laginu á að skila undir dulnefni til menning- arfulltrúa Reykjanesbæjar fyrir 6. ágúst næstkomandi. Höfundur sig- urlagsins fær 100 þúsund krónur í verðlaun en tíu bestu lögin verða út- sett og gefin út á geisladiski. Sönglaga- keppni vegna Ljósanætur Reykjanesbær 200. fundur bæjarstjórnar Reykja- nesbæjar var haldinn í fyrrakvöld. Af því tilefni var ákveðið að gerður yrði minjagripur fyrir bæjarfulltrúana. Í greinargerð með tillögu bæjar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins kemur fram að í tilefni 100. fundar bæjar- stjórnar sem haldinn var fyrir rúmum fjórum árum hafi bæjarfulltrúarnir sem þann fund sátu fengið áletraðan blómavasa til minja. Væri það skemmtileg hefð að minnast 100. hvers fundar með þeim hætti. Bæjarfull- trúar fá minjagrip Reykjanesbær BÆJARSTJÓRN Reykjanesbæjar hefur staðfest samþykkt fram- kvæmda- og tækniráðs bæjarins um að fara í gagngera endurskoðun á verksamningi við SBK hf. um rekst- ur strætisvagnaleiða innan bæjarins. Jafnframt hefur tillögu bæjarfull- trúa Framsóknarflokksins um út- tekt á nýtingu leigubíla í þessu sam- bandi verið vísað til bæjarráðs. Kjartan Már Kjartansson, bæjar- fulltrúi Framsóknarflokksins, og Hjálmar Árnason alþingismaður kynntu á síðasta ári hugmyndir um að nota leigubíla í stað strætisvagna á leiðum innanbæjar og framsókn- armenn voru með málið á kosninga- stefnuskrá sinni. Tillagan sem Kjartan Már flutti á bæjarstjórnarfundi í fyrrakvöld gekk út á það að framkvæmda- og tækniráði yrði falið að gera úttekt á því hvort nýta mætti leigubíla sem hluta af almenningssamgöngukerfi bæjarins. Í greinargerð tekur hann fram að útfærslan þurfi ekki að vera sú sem hann og Hjálmar komu fram með, málið mætti eflaust útfæra á ýmsa vegu og tillagan væri lögð fram með það í huga. Tillögu Kjartans Más var vísað til bæjarráðs, að tillögu bæjarstjóra. Gagnger endurskoðun á samningum um strætisvagna Reykjanesbær

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.