Morgunblaðið - 04.07.2002, Page 21
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 21
Einkaumboð
Fæst í
öllum helstu sport-
og veiðivöruverslunum
landsins
og Bensínstöðvum Esso
um land allt
10
63
B
/
TA
K
T
ÍK
19
.6
´0
2
Nælon lína
Stangveiðisett
hannað fyrir íslenskar
aðstæður
Flugubox
Dropasökkur
Klippur
IG-síld
HIÐ ÁRLEGA Búnaðarbankamót í
knattspyrnu var haldið síðustu
helgina í júní í Borgarnesi. Var
þetta í áttunda skiptið sem mótið er
haldið, en þátttakendur eru frá bæj-
arfélögum þar sem íbúafjöldi er um
2000 eða færri. Í ár voru þátttak-
endur alls 856 í 82 liðum frá 15 fé-
lögum og þeim fylgdu foreldrar,
þjálfarar og aðrir aðstandendur svo
segja má að fjöldi fólks í Borgarnesi
hafi tvöfaldast þessa helgi.
Dagskráin hófst á föstudeginum
með setningarathöfn en því næst
var farið að leika knattspyrnu.
Keppt var á 7 völlum í 4., 5., 6. og 7.
flokki stráka og í 3. flokki stelpna.
Allan laugardaginn var leikin
knattspyrna en um kvöldið var
kvöldvaka þar sem Karíus og Bakt-
us léku listir sínar og síðan lék
hljómsveitin Úlrik fyrir fjölskyldu-
dansi. Á sunnudeginum var svo gert
hlé frá leikjum til að mótsgestir
gætu séð úrslitaleikinn í HM.
Verðlaunaafhending fór fram eft-
ir síðasta leik og skiptust verðlaun-
in nokkuð jafnt á milli félaga enda
liðin að keppa á jafnréttisgrund-
velli. Mótinu lauk með grillveislu
fyrir alla þátttakendur og gesti.
Búnaðarbankinn í Borgarnesi er
styrktaraðili mótsins en starfmenn
þess voru flestir foreldrar þeirra
barna sem æfa með knattspyrnu-
deild Skallagríms.
Búnaðarbankamót haldið í áttunda sinn í Borgarnesi
Morgunblaðið/Guðrún Vala
B-lið Skallagríms í 4. flokki sem vann í sínum riðli. Fyrir aftan stendur
Kristján Snorrason, útibústjóri Búnaðarbankans í Borgarnesi, vinstra
megin stendur Einar Skarphéðinsson, þjálfari liðsins og framkvæmda-
stjóri Knattspyrnudeildar Skallagríms, og hægra megin er Jóhanna
Björnsdóttir, formaður stjórnar.
Borgarnes