Morgunblaðið - 04.07.2002, Side 56

Morgunblaðið - 04.07.2002, Side 56
HESTAR 56 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ STÚLKURNAR gera það ekki endasleppt á landsmótinu á Vind- heimamelum því þær raða sér í fjögur efstu sætin í gæðingakeppni barna og eru þar jafnar í efsta sæti Jóhanna Jónsdóttir á Darra frá Akureyri og Rakel N. Krist- insdóttir á Gyrði frá Skarði með 8,54. Jafnar í næstu tveimur sætum eru Hekla K. Kristinsdóttir á Töru frá Lækjarbotnum og Brynhildur Sighvatsdóttir á Létti frá Hofs- stöðum. Næst koma Teitur Árnason á Roða frá Finnastöðum, 8,47, Jón Bjarni Smárason á Vini frá Sperðli, 8,45, Valdimar Bergstað á Hauki frá Akurgerði, 8,42, Jón Alojz Herkovic á Hafliða frá Vatnsleysu, 8,39, Dagrún Aðalsteinsdóttir á Ljóma frá Brún, 8,38, Vigdís Matt- híasdóttir á Gyðju frá Syðra-Fjalli, 8,38 og Inga Berg Gísladóttir á Úlfi frá Hjaltastöðum, 8,38. Morgunblaðið/Vakri Einbeitingin skín úr andliti Lilju Óskar Alexandersdóttur þar sem hún beitir Krapa sínum inn í beygju hringvallarins í forkeppni barna í gær. Stúlkurnar sterkar í barnaflokki Gæðingakeppni barna ustu daga hefur mikið magn upplýs- inga bæst inn á síðuna. Stefnt er að því að birta niðurstöður úr keppni og kynbótadómum eins fljótt og auðið er á síðunni, að sögn Lárusar Dags Pálssonar, framkvæmdastjóra móts- ins. Slóðin er www.landsmot.is. Keppendur sem rætt var við sögð- ust ánægðir með þá aðstöðu sem þeim er boðið upp á. Fjöldi keppenda er þó með hrossin sín á bæjum í ná- grenni við mótsstaðinn. Dagskráin í dag hefst með kyn- bótadómum kl. 8, en í dag verða 4ra vetra hryssur og stóðhestar dæmd á kynbótavellinum. Forkeppni í A- flokki hefst kl. 9 og stendur til kl. 14 á aðalvellinum og þar fer einnig fram forkeppni í tölti sem hefst kl. 14.30. Síðdegis verða sýnd afkvæmahross og kappreiðaúrslit fara fram. Á efri velli verður forkeppni í unglinga- flokki kl. 13–15.30 og dagskránni lýkur þar með tónleikum KK og Magnúsar Eiríkssonar sem hefjast kl. 23. VEÐRIÐ lék við keppendur og gesti á Landsmóti hestamanna á Vind- heimamelum í gær. Um miðjan dag var talið að um 2.500 manns væru á svæðinu, nokkuð fleiri en mótshald- arar höfðu búist við á þessum tíma, og fór tjaldborgin ört stækkandi eft- ir því sem leið á daginn. Dagskráin var þéttskipuð eins og venja er á mótum sem þessum og stóðust tímasetningar í stórum dráttum. Breytingar voru gerðar á áður auglýstri dagskrá og hófst keppni í barnaflokki hálftíma síðar en auglýst hafði verið og undanrásir kappreiða voru færðar til kl. 20. Þá drógust kynbótadómar nokkuð á langinn og lauk þeim ekki fyrr en líða tók á kvöldið. Mikill fjöldi manns fylgdist með sýningu kynbótahrossa og greinilegt er að áhugi mótsgesta beinist mest að þessum þætti móts- ins. Landsmótið hefur haft sína eigin heimasíðu á Netinu frá því í fyrra og er þar ýmsan fróðleik að finna. Síð- Kynbótahrossin vinsælust Morgunblaðið/Vakri Kynbótadómnefnd var létt í bragði á fyrsta degi en þau eru f.v. Ágúst Sigurðsson hrossaræktarráðunautur, Herdís Reynisdóttir, Valberg Sig- fússon og Jón Vilmundarson. Á morgun bætist í hópinn Víkingur Gunn- arsson en þrír dómarar dæma í senn og mun þessi hópur skiptast á. ÞÓRÐUR Þorgeirsson stóð við stóru orðin, reið gæðingnum og stóðhestinum Dyn frá Hvammi í efsta sæti B-flokksins í forkeppninni í gær þótt naumt væri það. Hlutu þeir 8,75 í einkunn, einu broti ofar en Kjarkur frá Egilsstöðum og Sig- urður V. Matthíasson sem eru með 8,74. Sigurður Sigurðarson hafði það lítt eftirsótta hlutskipti að ríða fyrst- ur knapa í braut á Bruna frá Haf- steinsstöðum. Þeir hlutu 8,68 í ein- kunn sem gaf þeim þriðja sætið. Landsmótssigurvegarinn Markús frá Langholtsparti og Sigurbjörn Bárðarson eru í fjórða sæti með 8,64 og Mette Mannseth og Hróður frá Refsstöðum eru í fimmta sæti með 8,60 og Sveinn Hervar frá Þúfu og Atli Guðmundsson eru sjöttu með 8,54. Alls fara 25 keppendur í milliriðil klukkan 13:00 á föstudag en þeir eru Óskar frá Litladal og Sigurbjörn Bárðarson, 8,54, Sólon frá Stykk- ishólmi og Vignir Jónasson, Hreim- ur frá Hofsstöðum og Guðmar Þór Pétursson, 8,53, Krummi frá Geld- ingaá og Jón Olsen, 8,52, Kormákur frá Kvíarhóli og Vignir Siggeirsson, 8,48, Silfurtoppur frá Lækjamóti og Sölvi Sigurðarson, 8,47, Drottning frá Efri-Rauðalæk og Baldvin Ari Guðlaugsson, 8,45, Skuggi frá Garði og Bjarni Jónasson, 8,45, Adam frá Ketilsstöðum og Katrín Stefánsdótt- ir, 8,45, Skundir frá Krithóli og Sig- urður Sigurðarson, 8,44, Oddur frá Blönduósi og Sigurbjörn Bárðaron, 8,44, Þór frá Litlu-Sandvík og Will Covert, 8,41, Glóð frá Grjóteyri og Einar Ö. Magnússon, 8,40, Guðni frá Heiðarbrún og Hallgrímur Birkis- son, 8,40, Dimmbrá frá Sauðárkróki og Bergur Gunnarsson, 8,39, Teitur frá Teigi og Árni Pálsson, 8,39, Röst frá Voðmúlastöðum og Páll Bragi Hólmarsson, 8,39, Ofsi frá Engimýri og Gylfi Gunnarsson, 8,38, Ófeigur frá Torfunesi og Þorv- ar Þorsteinsson, 8,38. Dómarar hafa þótt frekar sparir á háu tölurnar því mörg þessara hrossa sem voru í kringum 8,40 hafa verið að fá um og yfir 8,60 í einkunn. Forkeppni í B-flokki gæðinga á landsmóti Dynur stendur undir stóru orðum Þórðar Morgunblaðið/Vakri Bruni frá Hafsteinsstöðum og Sigurður Sigurðarson riðu á vaðið í gærmorgun í B-flokknum og fengu 8,68 í ein- kunn sem dugði þeim lengi vel til halda toppsætinu. LITLAR breytingar urðu á röð efstu keppenda í milliriðli í ung- mennaflokki í gær. Heiðrún Ósk Ey- mundsdóttir á Golu frá Ysta-Gerði stendur best að vígi en hún hlaut 8,55. Berglind Rósa Guðmunds- dóttir á Þjótanda frá Svignaskarði er í öðru sæti með 8,49 og jöfn Þór- dís Erla Gunnarsdóttir á Glaumi frá Auðsholtshjáleigu, sem er í þriðja sæti. Átta efstu keppendur í milli- riðli keppa til úrslita í ungmenna- flokki á sunnudag. Þau eru Þórunn Hannesdóttir á Gjöf frá Hvoli, 8,48, Guðmundur Ó. Unnarsson á Braga frá Þúfu, 8,47, Sylvía Sigurbjörns- dóttir á Loga frá Skarði, 8,44, Krist- ján Magnússon á Hrafnari frá Hind- isvík, 8,42, Perla Dögg Þórðardóttir á Síaki frá Þúfum, 8,41. Perla Dögg náði að vinna sér úrslitasæti frá for- keppni en hún var þá í tíunda sæti. Morgunblaðið/Vakri Litlar breytingar meðal efstu keppenda Milliriðill ungmenna Unglingarnir fylgdust vel með keppni félaga sinna. KYNBÓTADÓMARAR höfðu nóg að gera í gær er dæmd voru 5 vetra hryssur og stóðhestar, og stóðhestar 6 vetra og eldri. Ekki tókst að ljúka dómstörfum fyrr en á 10. tímanum í gærkvöld en þá var ljóst að miklar breytingar höfðu orðið í flokki stóð- hesta 6 vetra og eldri. Vala frá Reykjavík stendur efst í flokki 5 vetra kynbótahryssna eftir dóma gærdagsins. Hún hlaut 7,90 fyr- ir sköpulag og 8,52 fyrir hæfileika og eru einkunnir hennar þær sömu og í úrtöku fyrir landsmótið. Aðaleinkunn er 8,27. Vala er undan Þokka frá Garði og Flugu frá Valshamri. Knapi var Leó Geir Arnarson. Nóta frá Víði- dal var í öðru sæti. Hún fær nú 8,33 fyrir hæfileika en var áður með 8,29. Aðaleinkunn er 8,27. Nóta er undan Flygli frá Votmúla og Drottningu frá Víðidal. Knapi var Þórarinn Ey- mundsson. Í þriðja sæti varð Gletta frá Neðri-Hrepp undan Gusti frá Hóli og Vöku frá Kleifum. Hún fékk hæstu hæfileikaeinkunn 5 vetra hryssna, 8,65 og hækkar verulega. Munar þar mestu að hún hækkar um hálfan fyrir brokk, skeið, vilja og geðslag. Gletta fær í einkunn 8,22. Næstar í röðinni eru Eva frá Hvolsvelli og Keila frá Bjarnastöðum, báðar með 8,18 og þær Forsíða frá Feti, Mylla frá Selfossi og Náð frá Efsta-Dal II sem fengu 8,15. Sú síð- astnefnda lækkaði úr 8,40 í 8,19 fyrir hæfileika. Af 5 vetra stóðhestum stendur Djáknar frá Hvammi undan Jarli frá Búðardal og Djásn frá Heiði efstur með 8,29. Knapi er Jóhann G. Jó- hannsson. Sær frá Bakkakoti undan Orra frá Þúfu og Sælu frá Gerðum er næstur með 8,28, en hann er með hæstu hæfileikaeinkunn 5 vetra stóð- hesta, 8,55. Hafliði Halldórsson sýndi Sæ. Í þriðja sæti er Góður-Greifi frá Stóra-Hofi undan Óði frá Brún og Hnotu frá Stóra-Hofi með 8,25. Næstir eru þeir Rökkvi frá Hár- laugsstöðum með 8,23, Snjall frá Vorsabæ II með 8,21 og Fontur frá Feti með 8,19. Hrapaði í hæfileikadómi Í flokki stóðhesta sex vetra og eldri bar það helst til tíðinda að Þyrnir frá Þóroddsstöðum hrapaði all svakalega í hæfileikadómi. Hann kom með hæstu einkunn inn á mót og var með 8,61 fyrir hæfileika en fékk nú ein- ungis 7,99. Munar þar mestu að hann fékk aðeins 5,0 fyrir skeið og sagði í umsögn að hann hefði flandrað. Þyrn- ir er nú kominn niður í fjórða neðsta sætið, með 8,22. Það er hinsvegar Keilir frá Miðsitju sem stendur nú efstur með 8,63, en hann hækkar um- talsvert fyrir hæfileika, fer í 8,77 úr 8,53. Forseti frá Vorsabæ II er í öðru sæti með 8,57 og Ófeigur frá Þorláks- stöðum þriðji með 8,50. Sviptingar í einkunnum stóðhesta 6 vetra og eldri Keilir tók forystuna eftir mikið fall hjá Þyrni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.