Morgunblaðið - 04.07.2002, Side 63

Morgunblaðið - 04.07.2002, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 63 DAGBÓK Útsala Útsala Ítölsk barnafataverslun Laugavegi 53, s. 552 3737 Úrval af stelpu- og strákafötum fyrir krakka frá 0-12 ára Útsalan hefst í dag kl. 10.00 Árnað heilla 50 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 4. júlí, er fimmtug Ingibjörg Sveinsdóttir, Hæðarbyggð 24, Garðabæ. Sambýlismað- ur hennar er Eyvindur Jó- hannsson. Þau taka á móti gestum í kvöld milli kl. 20 og 23 í Skútunni, Hólshrauni 3, Hafnarfirði. LJÓÐABROT BÆN TIL DAUÐANS Ó, Dauði, taktu vel þeim vini mínum, sem vitjað hefur þreyttur á þinn fund. Oft bar hann þrá til þín í huga sínum, og þú gafst honum traust á banastund. Nú leggur hann það allt, sem var hans auður, sitt æviböl, sitt hjarta, að fótum þér. Er slíkt ei nóg? Sá einn er ekki snauður, sem einskis hér á jörðu væntir sér. Ó, Dauði, fyrir skugga þínum skelfur vor skynjun líkt og svipult hrævarlog. Í döprum fjarska hrynja húmsins elfur, við heyrum ferjumannsins áratog. Þá skyggnumst við í ótta út á sundin, og ef til vill með trega skilst oss þá, hve heimþrá vor er veröld þeirri bundin, sem við eigum í nótt að deyja frá. – – – Tómas Guðmundsson 1. d4 Rf6 2. c4 d6 3. Rf3 Rbd7 4. g3 e5 5. Rc3 Be7 6. Bg2 O-O 7. O-O c6 8. e4 De8 9. h3 Bd8 10. Rh4 exd4 11. Dxd4 Re5 12. b3 Rh5 13. Dxd6 Bxh4 14. gxh4 Bxh3 15. Ba3 Bxg2 16. Kxg2 Rg6 17. Dh2 Rgf4+ 18. Kh1 De5 19. Bb2 De7 20. Had1 Had8 21. Bc1 Df6 22. f3 Dxc3 23. Hxd8 Hxd8 24. Bxf4 Staðan kom upp á EM kvenna sem lauk fyrir skömmu í Varna í Búlgar- íu. Ekaterina Kovalevsk- aya (2482) hafði svart gegn Nino Khurtsidze (2446). 24...Hd1! 25. Hxd1 Dxf3+ 26. Kg1 Dxd1+ 27. Kf2 Rf6 28. Dh3 Rg4+ 29. Kg2 De2+ 30. Kg1 Df2+ og hvítur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. EVRÓPUMÓTIÐ á sér sjö- tíu ára sögu, en fyrsta mótið fór fram 1932 í Schevening- en í Hollandi. Til að byrja með var keppnin haldin ár- lega, en síðan á tveggja ára fresti þegar frá leið og var mótið í Salsomaggiore það 46. í röðinni. Þátttökuþjóð- um hefur fjölgað mikið frá upphafi og voru nú 38 í opna flokknum. Þjóðirnar spiluðu innbyrðis 20 spila leiki, eða samtals 740 spil, þau sömu í öllum leikjum. Í fyrstu um- ferð stóðu margir sagnhafar frammi fyrir því að velja leið í sex tíglum á þessar hendur: Norður ♠ ÁG ♥ Á732 ♦ K43 ♣ÁD42 Suður ♠ 54 ♥ K96 ♦ ÁG10972 ♣K10 Hvernig myndi lesandinn spila með smáum spaða út? Sex tíglar er góð slemma og vinnst alltaf ef drottning- in í trompi skilar sér. Þröst- ur Ingimarsson og Bjarni Einarsson sögðu slemmuna á móti Belgum og var Þröst- ur við stýrið. Hann tók á spaðaás, síðan tígulás og kóng, en þá kom í ljós að austur hafði byrjað með drottningu þriðju. Þröstur spilaði þá laufi úr borði og svínaði tíunni: Norður ♠ ÁG ♥ Á732 ♦ K43 ♣ÁD42 Vestur Austur ♠ 98763 ♠ KD102 ♥ D108 ♥ G54 ♦ 8 ♦ D65 ♣9765 ♣G83 Suður ♠ 54 ♥ K96 ♦ ÁG10972 ♣K10 Svíningin fyrir laufgosann heppnaðist og Þröstur gat hent niður spaða og hjarta í ÁD í laufi. Flestir sagnhafar í slemmunni völdu þessa leið, en þó ekki allir. Sumir kusu að toppa laufið og henda spaða niður í laufdrottningu og spila síðan upp á þvingun í hjarta og laufi. Sem gengur upp ef vestur á a.m.k. 4-4 í hjarta og laufi, en svo var ekki í þessu tilfelli. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake KRABBI Afmælisbörn dagsins: Ölmusa þín og stolt er ann- áluð, lífsfylling er að fá tæki- færi til að hjálpa öðrum. Þú bregst ekki sannfæringu þinni en skoðanir þínar eru stundum klisjukenndar. Oft finnst þér best að þoka málum einn og sér á bak við tjöldin. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú býrð yfir miklum krafti til tiltektar heima fyrir í dag, hvort sem er til að færa hús- gögn úr stað eða annars. Naut (20. apríl - 20. maí)  Atorkusemi þín í dag gæti leitt til þess að þú ofreynir þig líkamlega, því skaltu var- ast hættulegar íþróttir. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Verulegar líkur eru á að þú eyðir um efni fram í dag í ein- hvern munað. Geymdu bara kvittunina ef heimilt er að skila einhverju til baka. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Upplagður dagur til hvers kyns líkamlegrar áreynslu, þú bullar af orku og ekkert virðist geta haldið aftur af þér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Áhugi þinn fyrir lífinu og til- verunni er næstum smitandi. Fólki finnst sem batterí hlað- ist hjá því sjálfu bara af því að eiga samræður við þig. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Löngun þín til hópíþrótta eða hvers kyns hópstarfs er mikil í dag. Og láttu verða af þátt- töku í athöfnum sem þú hefur ánægju af. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Hvöt þín til afreka eykst í dag, láttu ekkert aftra þér því áhugi þinn, jákvæðni og stað- festa munu tryggja árangur hvert sem viðfangsefnið verð- ur. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Löngun til að kíkja yfir sjón- deildarhringinn og uppgötva eitthvað nýtt vaknar hjá þér í dag. Ræddu við fólk, kíktu í bókasöfn eða innritaðu þig á námskeið. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Aldrei er betra en nú að taka lán eða biðja aðra um hjálp, afstaða himintungla er þér blessun og eiga eftir að færa þér auð og forréttindi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Greini þig á við förunaut eða náinn félaga verða skoðana- skipti ykkar fjörug. Þú kem- ur þínum sjónarmiðum á framfæri með stæl. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú áorkar miklu í vinnu í dag vegna jákvæðrar orku og vinnugleði. Þú getur reitt þig á aðstoð annarra. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fjör þitt og kynorka er mikil í dag, lífshamingjan og að deila henni með öðrum verður áleitin. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Þessir duglegu drengir héldu tombólu á Garðatorgi í Garðabæ og söfnuðu kr. 2.345 til styrktar Rauða krossi Íslands. Þeir heita Ómar Þór Ómarsson og Jón Þór Bachman Jónsson. Morgunblaðið/Emelía BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Siglu- fjarðarkirkju af sr. Sigurði Æg- issyni þau Berglind Frið- riksdóttir og Sigurður Sverrisson. Hlutavelta        Svona, svona! Þið hafið nægan tíma til að þrasa eft- ir að þið eruð gift. Smælki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.