Morgunblaðið - 04.07.2002, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 04.07.2002, Blaðsíða 66
FÓLK Í FRÉTTUM 66 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ SMÁRALIND / LÆKJARGÖTU TOPSHOP | TOPMAN Sumarútsala 2002 allt a› 90% afsláttur ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O P 18 21 5 0 7/ 20 02 KNICKERBOX Laugavegi 62, sími 551 5444 KNICKERBOX Kringlunni, sími 533 4555 K N I C K E R B O X Útsalan hefst í dag kl. 10 20-70% afsláttur K R IN G L U N N I Ath. opið sunnudaga kl. 13—17 Útsalan hefst í dag 30–70% afsláttur HLJÓMSVEITIN MEir leit dagsins ljós á dögunum og má segja að þar á bæ sé valinn mað- ur í hverju rúmi. Fremst fer í flokki söngkonan Mar- grét Eir en auk hennar er sveitin skipuð þeim Karli Olgeirssyni píanó- leikara, Guð- mundi Jónssyni gítarleikara, Frið- riki Sturlusyni bassaleikarra og Jóhanni Hjörleifssyni trommuleik- ara. „Já, hljómsveitin er ekki búin að vera til lengi,“ sagði Margrét Eir í samtali við Morgunblaðið. „Við hittumst í lok maí og vor- um að hugsa hvort við ættum ekki að gera eitthvað saman í sumar. Þeir Guðmundur, Friðrik og Jó- hann eru í fríi frá Sálinni hans Jóns míns núna og okkur datt í hug að gera eitthvað saman. Ég var mjög til í það því það er svo langt síðan ég var í ballhljómsveit og var alveg til í að rifja það upp.“ Margrét söng með hljómsveit- inni Svörtum pipar, en hún lagði upp laupana árið 1993. Margrét hefur sungið á ýmsum vettvang- inum undanfarið, meðal annars í söngleikjum. Sálartónlistin kær Hún segir aðalmarkmið MEir að leika tónlist sem þeim sjálfum finnst skemmtileg en segir sálar- tónlist vera þar efst á óskalist- anum. „Við tökum lög eftir Stevie Wonder, Arethu Franklin, Mad- onnu og Tinu Turner í bland við nýrri lög,“ segir Margrét. MEir státar þó af einu frumsömdu lagi þetta sumarið en það heitir „Kom- in heim“. Lagið er eftir Guðmund Jónsson en textinn úr smiðju Karls Olgeirssonar. Lagið er eitt þeirra fjölmörgu sem má finna á nýútkomna safndisknum Svona er FM sumarið 2002. Aðspurð um hvað framtíðin beri í skauti sér fyrir MEir segir Mar- grét Eir: „Við verðum að spila í kvöld, fimmtudagskvöld, á Gauki á Stöng. Við spilum svo á Sjávar- perlunni helgina þar á eftir. Ef einhver tilboð koma svo í kjölfarið erum við meira en til í að spila. Við erum ekki að reyna að stíla inn á einhver brjálæðislega stór sveitaböll heldur erum við bara að reyna að spila og hafa gaman af því. Það er nú þess vegna sem maður hefur lagt tónlistina fyrir sig, vegna þess að hún er svo skemmtileg.“ Neita aldrei neinu Margrét segir aldrei að vita nema MEir eigi eftir að gefa út plötu í framtíðinni en sjálf segist hún ætla að einbeita sér að útgáfu sólóplötu sinnar sem áætlað er að komi út fyrir jólin. „Ég held alltaf öllu opnu og neita aldrei neinu. Þetta verður bara að ráðast,“ sagði Margrét Eir að lokum. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 23 og er aðgangseyrir 1.000 kr. Hljómsveitin MEir á Gauki á Stöng Margrét Eir er til í allt. Miklu MEir Morgunblaðið/Þorkell
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.