Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Nú eru skólarnir að hefjast og heimalærdóm- urinn tekur við. Þá er mikilvægt að hafa góða aðstöðu. Þessi skrifstofustóll er með gaspumpu og hreyfanlegu sæti og hægt að bæta við hann örmum. Litir: Grár, svartur, blár og rauður. Mikið úrval skrifstofustóla. Sími 510 8000 • Bíldshöfða 20 • 110 Reykjavík • www.husgagnahollin.is 9 820 f a s t la n d - 8 2 2 7 Fáðu þér sæti sæti! Menningarnótt í Reykjavík á morgun Gleði og gaman í miðborginni Menningarnótt erhaldin í Reykja-víkurborg í sjö- unda sinn á morgun. Elísa- bet B. Þórisdóttir, for- maður verkefnisstjórnar menningarnætur, sagði Morgunblaðinu nánar frá hátíðahöldunum. – Hve lengi hefur undir- búningur staðið? „Við höfum unnið að undirbúningi í næstum heilt ár. Að lokinni síðustu menningarnótt var unnið að nokkurs konar uppgjöri þar sem árangur og skipu- lag síðustu menningar- nætur var skoðað og athug- að af hverju mætti læra og hvað mætti bæta fyrir há- tíðahöldin í ár. Yfir vetrar- tímann var unnið úr hug- myndum og smám saman leit dagskráin ljós. Okkar hlutverk er í meginatriðum að tryggja að heild- arhugsunin sé á hreinu og að skipulag næturinnar sé gott. Nú er Reykjavíkurmaraþonið haldið sama dag og menningarnótt í þriðja sinn og hefur sú samvinna gert dagskrána enn viðameiri enda stendur hún að þessu sinni í rúman hálfan sólarhring. Undanfarið hef- ur því mikið mætt á framkvæmda- stjóranum okkar, Önnu Maríu Bogadóttur, að koma þessu öllu heim og saman.“ – Hvað taka margir þátt í fram- kvæmd menningarnætur? „Fjölmargir einstaklingar, félög og stofnanir standa að dagskrár- atriðum og í fyrra voru um eitt hundrað félög og fyrirtæki tengd atburðum menningarnætur. Mörg söfn, gallerí, kirkjur, veitingahús og fyrirtæki í miðbænum hafa opið fram eftir kvöldi og taka virkan þátt í að skapa einstaka stemn- ingu.“ – Fjármögnun næturinnar hef- ur einnig verið í ykkar höndum. „Já, auk Reykjavíkurborgar og ýmissa stofnana hennar hefur Landsbankinn verið aðalstyrktar- aðili menningarnætur frá upphafi, auk þess sem þeir eru með viða- mikla dagskrá í aðalbanka sínum í Austurstræti. Orkuveita Reykja- víkur og Samskip styðja einnig dyggilega við hátíðina. Þar að auki styður fjöldi fyrirtækja fram- kvæmdina þótt umfangið sé mis- mikið og að sjálfsögðu allir þátt- takendurnir sem leggja sitt af mörkum til þess að dagskráin verði sem veglegust.“ – Hvaða ráðleggingar hafið þið til gesta menningarnætur? „Við mælum eindregið með að sem flestir nýti sér þjónustu stræt- isvagnanna. Miðstöð þeirra í mið- bænum verður við ráðhús Reykja- víkur eftir klukkan 16. Ferðir verða á hálftíma fresti allan dag- inn. Með þeim hætti má komast á auðveldan hátt í og úr bænum. Að sama skapi verðum við öll að gera okkur grein fyrir að mikill mann- fjöldi kemur saman í miðborginni og nauðsynlegt er að sýna tillits- semi, koma klæddur eftir veðri með góða skapið og njóta samver- unnar. Dagskráin er al- veg frá hádegi, svo að við mælum eindregið með því að fólk heimsæki miðborg- ina snemma og einblíni ekki á flug- eldasýninguna. Margir aðrir við- burðir eiga eflaust eftir að vekja jafnmikla hrifningu og flugelda- sýningin, hún er bara eitt af mörg- um góðum atriðum. Það er um að gera að skoða vel dagskrárblaðið sem fylgir með Morgunblaðinu í dag, en dagskráin liggur einnig frammi á bensínstöðvum Essó og á heimasíðunni www.menningar- nott.is. Dagskráin tekur stöðugum breytingum. Við leggjum mikla áherslu á að fjölskyldan finni eitt- hvað við hæfi og njóti þess að skemmta sér saman í miðborginni. Við skulum einnig sýna miðborg- inni þá virðingu að ganga vel um og sýna prúðmennsku í framkomu. Með þeim hætti sýna allir þakklæti sitt til listamanna, stofnana og fyr- irtækja fyrir að fá að njóta allra þeirra menningarviðburða sem boðið er upp á. Án þeirra væri þetta ekki framkvæmanlegt og vil ég nota tækifærið og þakka öllum þeim sem gera svo viðamikla dag- skrá og raun ber vitni mögulega kærlega fyrir. Það er yndislegt að borgarbúar og gestir borgarinnar gleðjist saman á þennan hátt.“ – Menningarnóttin er orðinn einn vinsælasti viðburður ársins. „Já, það má með sanni segja. Allt árið um kring berast fyrir- spurnir ýmissa framkvæmdaaðilja um þátttöku á menningarnótt og hátíðin hefur mikið aðdráttarafl. Allt gistirými í borginni er upptek- ið um helgina, og fjöldi manns leggur leið sína til borg- arinnar, bæði utan af landi og erlendis frá. Einnig hefur skapast sú skemmtilega hefð að einu sveitarfélagi er boðið að halda dagskrá á menning- arnótt og í ár eru Skagfirðingar gestir borgarinnar.“ – Hvert er gildi næturinnar? „Gildi hennar er ótvírætt. Það ánægjulegasta með framkvæmd menningarnætur hér á landi er mikil þátttaka almennings frá upp- hafi. Hún hefur sýnt sig og sannað sem stærsta skemmtun miðborg- arinnar ár hvert.“ Elísabet B. Þórisdóttir  Elísabet Bjarklind Þórisdóttir fæddist í Reykjavík árið 1954. Er ein af stofnendum Leiklistar- skóla SÁL og stundaði þar nám á árunum 1972–1975 og lauk prófi frá Leiklistarskóla Íslands 1976. Aðstoðarforstöðumaður í félags- miðstöðinni Fellahelli á árunum 1977–1982 og forstöðumaður Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs frá opnun hennar 1983. Elísabet starfaði með Al- þýðuleikhúsinu og hefur fengist við þáttagerð fyrir sjónvarp. Hún var í stýrihópi fyrir verk- efnið Betra Breiðholt og í undir- búningshópi fyrir Listahátíð æskunnar sem haldin var 1989 að frumkvæði menntamálaráðu- neytisins. Hún var fyrsti verkefn- isstjóri menningarnætur í mið- borginni árið 1996, hefur setið í stjórn hennar síðan og sem for- maður síðan 1998. Elísabet á þrjú börn, Þóri Örn, Júlíu og Katrínu. Almenningur tekur virkan þátt í gleðinni Þetta er ekki veggjakrot, hæstvirtur æðstidoktor, þetta er grafskriftin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.