Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR
42 FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Guðmundur Þor-steinsson fæddist
á Sólbakka í Grinda-
vík 25. júní 1926.
Hann lést á Land-
spítalanum 9. ágúst
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Mar-
grét Daníelsdóttir, f.
17.1. 1899, d. 15.8.
1981, og Þorsteinn
Ólafsson, f. 13.3.
1901, d. 20.5. 1982.
Þau bjuggu í Grinda-
vík. Guðmundur var
næstelstur fjögurra
systkina: Óskar, f.
26.3. 1923, Jóna, f. 25.3. 1930, d.
9.10. 1996, og Ingibjörg, f. 31.1.
1941. Guðmundur kvæntist 18.
september 1952 Árný G. Enoks-
dóttur, f. 11.8. 1932. Börn þeirra
eru: 1) Þorsteinn, f. 31.5. 1953,
kona hans Phetchara Chalao, f.
13.1. 1966, áður kvæntur Aldísi, f.
15.4. 1953. Þau eiga tvö börn:
Einar Kristinn, f. 4.4. 1973, hann
á tvö börn, og Guðmunda Árný, f.
26.9. 1978, hún á tvö börn. 2)
Kristín, f. 10.3. 1956, maður
hennar Helgi, f. 21.12. 1942. 3)
Þorvaldur, f. 29.6. 1959, kona
hans Somphop Saedkhong, f.
31.8. 1977, áður
kvæntur Margréti, f.
8.3. 1964. Þau eiga
Enok Óskar, f. 29.8.
1981, unnusta hans
Kristín Hólm, f.
16.11. 1983, þau
eiga eitt barn. 4)
Bragi Þór, f. 30.10.
1964, d. 2.1. 1990. 5)
Birgir Ingi, f.
30.10.64, sambýlis-
kona hans Anna
María, f. 9.10. 1968.
Þau eiga þrjú börn:
Sævar Þór, f. 18.12.
1991, Mardís Ögn, f.
20.8. 1994, og Baldur Bragi, f.
10.5. 2000. 6) Þórlaug, f. 20.10.
1966, maður hennar Þorlákur, f.
25.9. 1968. Hún á þrjú börn: Sig-
ríður Heiða, f. 15.2. 1985, Guð-
ríður Hanna, f. 23.5. 1987, og
Guðmundur Hermann, f. 25.6.
1992, og eina fósturdóttur, Særún
Ösp, f. 13.2. 1994. 7) Hermann
Sævar, f. 3.10. 1968, d. 13.4. 1986.
Guðmundur og Árný bjuggu
alla sína sambúð á Hópi í Grinda-
vík.
Útför Guðmundar verður gerð
frá Grindavíkurkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Elsku pabbi minn. Nú ert þú kom-
inn til sona þinna sem dóu ungir. Við
vonum að þér líði vel núna. Þú varst
alltaf góður við okkur og alla sem þú
þekktir. Við söknum þín.
„Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd
síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra.
„Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýr-
mætir og hverra skarð verður aldrei fyllt.
„Einstakur“ er orð sem best lýsir þér.
(Terri Fernandez.)
Kær kveðja
Kristín og Helgi.
Elsku pabbi minn, við þökkum þér
fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okk-
ur, við söknum þín mikið og við mun-
um aldrei gleyma þér.
Þorvaldur og Somphop.
Þótt að ég hafi vitað vel í hvað
stefndi hjá þér pabbi minn þá er ég
harmi sleginn og fullur saknaðar. Ég
á margar ljúfar og góðar minningar
um samstarf okkar í vinnu og heima.
Síðan að ég var lítill drengur var ég
ávallt með þér í leik og starfi.
Elsku pabbi minn, minningin lifir í
hjarta mér. Guð geymi þig.
Þinn sonur
Birgir I. Guðmundsson.
Elsku pabbi, mikið eigum við nú
eftir að sakna þín. Það er erfitt að sjá
á eftir þér, en við erum ánægð að
hafa átt þessa síðustu daga með þér,
þó það hafi fátt verið sem við gátum
gert annað en að halda í hendina á
þér og strjúka kinnina þína mjúku.
Við gátum þó glatt þig á stóra deg-
inum okkar Lalla þegar þú leiddir
mig inn kirkjugólfið og hvað þér leið
vel lengi eftir það. Þegar sagt er að
fólk lifi á þrjóskunni, þá vitum við
sem vorum í kringum þig, að það er
rétt. Við höfðum nú gaman af því að
koma til þín og þegar þið Lalli fóruð
að tala um sjávarútveginn, þá voruð
þið ekki alltaf sammála en enduðuð
alltaf sáttir, ég fór þá bara fram til
mömmu á meðan, því þið höfðuð allt-
af nóg að tala, enda með sama áhuga-
mál, sjávarútveginn.
Þú vildir öllum vel enda varstu
mjög særður þegar vinur þinn sneri
á móti þér. En þú hafðir okkur öll og
svo voru kindurnar þínar þitt yndi
líka, þú þekktir þær allar langa leið
frá. Þú hafðir nú gaman af því þegar
hún Sníkja kom og hreinlega bank-
aði hjá þér og fékk hún þá korn úr
lófum þínum.
Við munum öll sakna þín mikið.
Guð blessi þig og þá sem eru hjá þér.
Elsku mamma, við skulum hjálpa
þér eins og við getum.
Ástarkveðja
Þórlaug, Þorlákur og börn.
Nú er komið að því að skrifa loka-
kveðju til tengdaföður míns, sem lést
aðeins tveim sólarhringum fyrir sjö-
tugsafmælisdag elskulegrar eigin-
konu sinnar. En eins og alltaf á
svona stundu veit maður ekki hvað á
að skrifa, þótt að minningarnar séu
óteljandi.
Þú varst búinn að vera veikur
lengi og komst ekki mikið ferða
þinna, en lést það ekki aftra þér frá
því að stjórna fyrirtæki þínu heiman
frá þér og fylgjast með því sem var
að gerast. Þú hafðir yndi af því að
sitja og horfa út um gluggann og sjá
kindurnar vappa við húsið hjá þér og
stundum gafstu þeim mjöl uppi á
tröppum en þær frekustu æddu nú
bara inn á gang hjá þér. Eins fylgd-
ist þú vel með barnabörnunum leika
sér um allt tún. Þið hjónin misstuð
tvo syni ykkar, báða unga að aldri,
með aðeins 4 ára millibili, svo að ým-
islegt hafið þið gengið í gegnum sam-
an enda samrýnd hjón og hefðuð átt
gullbrúðkaup 18. nóvember.
Elsku Guðmundur, ég þakka fyrir
okkar kynni, megi Guð geyma þig og
vernda. Hvíl í friði.
Ég fluttist burt,
því borgin er ætluð þeim,
sem byrgja sig inni,
þykkum veggjum unna.
En ég vil nálgast nýjan og betri heim
við nið hinna tæru brunna.
(Davíð Stefánsson.)
Elsku Árný, Steini, Stína, Valdi,
Birgir, Lauga og barnabörn, megi
Guð styrkja ykkur og efla á þessum
erfiðu tímum.
Anna María.
Sorgin helltist yfir mig þegar faðir
minn hringdi og sagði að afi væri lát-
inn. Þegar ég hugsa um afa kemur
upp í huga mér náttúrubarn, það
hefur afi alltaf verið. Þegar ég var
lítill langaði mig að vera duglegur
eins og hann afi. Hann var alltaf svo
góður og passaði vel upp á alla fjöl-
skylduna sína og reyndi alltaf að
halda henni saman. Hans yndi voru
kindurnar og útgerðin.
Síðustu tvö ár höfum við afi spjall-
að mikið saman. Mér þykir það svo
leiðinlegt að strákurinn minn sem er
svo lítill mun aldrei muna eftir þér og
mun aldrei njóta góðra stunda með
þér eins og ég átti en ég mun segja
honum mikið frá þér og afi, ég mun
segja syni mínum sögunar sem þú
sagðir mér.
Elsku amma, sorgin hefur leikið
ykkur grátt, þið misstuð tvo syni af
sjö börnum ykkar. Afi bað mig að
passa þig elsku amma, þegar hann
væri farinn og það mun ég svo sann-
arlega standa við. Ég votta þér
pabba, Þórlaugu, Birgi, Stínu, Steini
og öðrum aðstandendum samúð
mína og megi algóður Guð styrkja
ykkur á þessari sorgarstundu.
Ykkar
Enok Óskar Þorvaldsson.
Nú vitum við að afi er farinn frá
okkur og kominn til himna að hitta
syni sína tvo sem þar eru. Í huga
okkar lifa minningar sem við geym-
um. Þið amma voruð alltaf góð við
okkur og þegar við komum til ykkar
fengum við alltaf rúsínur eða eitt-
hvað annað gott í gogginn. Elsku afi,
við munum sakna þín og ætlum að
hjálpa öllum að passa ömmu sem þú
elskaðir svo mikið.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Ástarkveðja
Sævar Þór, Mardís Ögn
og Baldur Bragi.
„Nú María rósfögur komin er hér
að krossinum þínum hvíta.“
Guðríður Hanna.
Kær mágur minn, Guðmundur
Þorsteinsson frá Hópi, er látinn.
Mikill útvegsbóndi og mjög duglegur
að hugsa um dýrin sín. Það voru að-
allega fé og hænur og ástkærir
hundar. Dýrin glöddu hann svo að ef
útgerðin gekk með höppum og
glöppum, eins og gengur og gerist,
var gott að spjalla um dýrin hans og
annað í búskapnum. Þá tók hann
gleði sína og treysti því að allt gengi
vel með skipin Kóp og Þorstein og
allt annað sem hann átti.
Börnin voru farin að vinna mikið
með honum og það gladdi þau hjón
mikið, Árnýju og Guðmund, og þeg-
ar komin voru barnabörn áttu þau
hug þeirra og hjarta. Aldrei sveik
pabbinn börnin sín og reyndist þeim
vel alveg í gröfina og sárt var fyrir
þau að missa tvo syni. Son sinn
Braga máttu þau frá 1981 styðja og
styrkja í voðalegum sjúkdómi sem
tók ekki enda fyrr en 1991. Sorgin
dró öll börnin og barnabörnin þétt
saman. Það gat maður fundið og það
fann ég hve náin börnin og barna-
börnin voru þeim og sífellt í góðu
sambandi. Þau fengu svakalegt áfall
þegar sjórinn tók Hermann, yngsta
son þeirra. Hann Guðmundur tók
þessi fráföll mjög nærri sér og systir
mín líka, hún Árný. Efalaust hefur
hún verið mjög sorgmædd og reynt
að tekja kjark í kallinn sinn og hugga
hann í djúpri sorg. Þeim tókst vel að
ala upp nærri áfallalaust öll hin
börnin.
Guðmundur var ekki með neina
fíkn í tóbak og vín og mátti það held-
ur betur eiga sig fyrir honum. En
syni hans honum Þorsteini og mér
hefur ætíð þótt sopinn góður og ég
held að þetta eldist af okkur ef Guð
lofar. Sorglegt var að við vorum ekki
búin að sýna hjónunum að það vor-
um við sem stjórnuðum og vín og
tóbak réðu ekki yfir okkur og kær-
leika okkar til allra ættingja. En nú
fáum við gott tækifæri að sýna Ár-
nýju hvað stjórnar okkur og sterkur
bróðir Jesús fær að standa við
stjórnvölinn. Við Þorsteinn, sonur
þeirra hjóna, erum svo lík og vin-
áttan gífurleg milli okkar. Það er
sannleikur að ást okkar hvort á öðru
fær ekkert sigrað og vináttu mína til
systur minnar Árnýjar og Guðmund-
ar ekki heldur.
Guðmundur og Árný reyndu eins
lengi og heilsa leyfði að heimsækja
mig í sveitina með gjöfum og spjalli
og það er leitt að ævilöng vinátta
okkar Guðmundar er á enda komin.
Nú verður þetta ekki endurtekið,
ástkæran vin er ég búin að missa og
ég ætla að reyna að vera ekki mjög
sorgmædd til að styrkja góða systur
mína í sorg hennar. Guð blessi Guð-
mund Þorsteinsson og umvefji hann
örmum sínum að eilífu.
Munda Pálín Enoksdóttir.
GUÐMUNDUR
ÞORSTEINSSON
✝ Sveinbjörn PálmiGunnarsson var
fæddur í Reykjavík 5.
júní 1942. Hann lést
6. ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Gunnar Sveinbjörns-
son, f. 26. apríl 1915,
d. 7. mars 1992, og
Ingigerður Ingv-
arsdóttir, f. 23. ágúst
1920. Systkini Svein-
bjarnar eru Sveinn, f.
8. desember 1940;
Ingvar, f. 13. maí
1943, drukknaði 29.
nóvember 1963; Jón
Ragnar, f. 30. nóvember 1944; Kol-
brún Kristín, f. 8. mars 1947;
Hjörtur Laxdal, f. 27. október
1948; Hrafnkell, f. 8. janúar 1950;
Torfhildur Rúna, f. 19. mars 1951;
Gunnþórunn Inga, f. 28. nóvember
1958.
Sveinbjörn flutti
frá Reykjavík í
Garðahrepp barn að
aldri með fjölskyldu
sinni og bjó þar fram
undir þrítugt. Þá
fluttist fjölskyldan til
Hafnarfjarðar og
þar átti hann heima
æ síðan. Hann vann
allan sinn starfsald-
ur í Hafnarfirði,
fyrst hjá Bæjarút-
gerð Hafnarfjarðar
og síðar hjá Eimskip.
Hann hætti störfum
sökum minnkandi
starfsgetu í lok mars árið 2000.
Sveinbjörn var alla tíð til heim-
ilis hjá móður sinni. Hann var
ókvæntur og barnlaus.
Sveinbjörn verður jarðsunginn
frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
Hann Bjössi minn kvaddi þennan
heim suður á Berghellu, á svæði þar
sem honum leið vel og gaf honum svo
mikið krydd í tilveruna. Þangað
keyrði hann næstum daglega á Löd-
unni sinni, kaffibrúsinn með í för og
afar girnilegt bitabox að hætti
mömmu.
Þarna dundaði hann sér í róleg-
heitum yfir daginn við ýmis störf , á
sínum hraða, ánægður með lífið og
tilveruna.
Megi góður Guð vaka yfir og
styrkja mömmu okkar, og mín hinsta
kveðja til bróður míns er sú sama og
oftast áður: Bless Bjössi minn.
Þín systir,
Gunnþórunn (Púlla).
Elsku besti frændi minn.
Nú ertu farinn til afa og ég veit að
þið hafið það gott saman ásamt Ingv-
ari bróður þínum. Þegar ég hugsa til
baka, þá get ég ekki annað en brosað
því að þú varst alltaf svo ánægður
með allt.
Mér er svo minnisstætt seinasta
sumarið þitt, allt á fullu að mála skúr-
inn þinn og klippa trén uppi í sveit
svo að allt yrði nú fínt í Halakotinu
þínu. Allar minningarnar um þig,
elsku Bjössi minn, í sveitinni, á jól-
unum og þegar ég var að ryðjast inn
til ykkar ömmu í heimsókn með öllum
mínum brussugangi, eru geymdar á
sérstökum stað í hjarta mínu og
verða ávallt þar. Jæja, Bjössi minn,
mér þykir alveg óendanlega vænt um
þig og þú verður alltaf besti frændinn
minn.
Elsku amma Inga, Guð veri með
þér og ég vil kveðja þig, elsku Bjössi
minn, með þessari bæn:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson.)
Ástarkveðja.
Sæunn Inga og Ívar.
Þá ertu farinn í þína hinstu ferð,
Bjössi minn. Þessa dagana hafa ótal
minningar komið í huga minn, þær
nýjustu frá stórafmælinu þínu í vor,
heimsókn þinni með ömmu til mín í
Blásalina og notalegri nærveru þinni
í brúðkaupi mínu árið 2000. En kær-
astar mér eru minningarnar um þig
úr æsku minni. Þú varst alltaf stór
hluti af lífi okkar systkinanna þar
sem þú bjóst alla tíð heima hjá ömmu
okkar Ingu, mömmu þinni. Það var
svo gaman að fá að skoða alla gripina
í herberginu þínu og þú varst alltaf til
í að lána eitthvað til leiks. Þá lagðistu
gjarnan á gólfið hjá okkur og tókst
þátt. Já, alltaf varstu til í að spjalla og
leika og húmorinn var aldrei langt
undan. Á unglingsárum mínum
bjuggum við í sveit og varstu þá hjá
okkur og afa heilu sumrin og vannst
af mikilli elju. Einbeittur og áhuga-
samur gekkstu til verka, enda leið
þér best ef þú hafðir nóg fyrir stafni.
Amma bjó þér gott heimili og ann-
aðist þig alla tíð af slíkri ósérhlífni að
maður hlýtur að dást að.
Í dag finnst mér ég rík og fátæk.
Rík fyrir að hafa átt þig að og fátæk
fyrir að hafa misst þig. Guð umvefji
þig ljósi sínu, elsku Bjössi minn, og
færi þér þakklæti fyrir allt sem þú
hefur gefið mér.
Elskulega amma mín, Guð gefi þér
styrk og hlýju á komandi tímum.
Elsku mamma mín, Gunna, Hjörtur,
Kolla, Svenni, Dúlli og Raggi, innileg-
ustu samúðarkveðjur frá mér og fjöl-
skyldu minni. Hvíl í Guðs friði, elsku
Bjössi minn.
Þín frænka,
Særún Harðardóttir.
Elsku besti Bjössi frændi, söknuð-
urinn er mikill en ég veit að þér líður
vel núna hjá afa.
Ég mun aldrei gleyma öllum sumr-
unum með þér og ömmu í Halakotinu.
Þar gekk oft mikið á, því ég og
Frimmi vorum svo miklir prakkarar.
Ég held að við höfum gert allt sem
þú bannaðir okkur að gera eins og að
starta Glæsi , traktornum þínum, en
ég veit að þú hlóst að þessu seinna
meir. Ég mun heldur aldrei gleyma
jólunum okkar saman, þar sem við
vorum hið besta teymi í að opna
pakkana. Ég var alltaf svo óþolinmóð
og réðst alltaf á pakkana þína og við
rifum utan af þeim saman.
Góði Guð, gefðu okkur styrk á
þessari sorgarstundu og elsku Bjössi
minn, mér þykir óendanlega vænt um
þig.
Þín frænka,
Selma Sól.
Vinur okkar, hann Bjössi í Brekku,
er farinn heim. Margar góðar minn-
ingar hrannast upp í kringum þig.
Sögurnar, gjafirnar og að ógleymd-
um lakkrísnum góða. Æska okkar
syskinanna er lituð af þér sitjandi
inni í eldhúsi að spjalli. Pabbi var svo
mikið á sjónum og þér fannst það
vera skylda þín að hafa auga með
okkur og mömmu og þökkum við þér
það. Eitt atvik stendur þó upp úr.
Mamma þorði ekki að keyra bíl eftir
að hægri umferð var tekin í gildi, það
þótti þér ekki gott, svo eitt kvöldið
bauðst þú mömmu í bíltúr og keyrðir
út á Álftanes, stoppaðir og neitaðir að
halda áfram nema mamma keyrði
heim og eftir smáþvarg keyrði
mamma heim og hefur eftir þetta
verið óstöðvandi í umferðinni.
Bjössi minn, hafðu þökk fyrir allt
og allt og góða nótt.
Þetta ljóð er eins og samið sé um
þig.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibj. Sig.)
Ástvinum þínum sendum við okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Guð blessi ykkur.
Systkinin og Dýrley (Dedda)
í Litlu-Brekku.
SVEINBJÖRN P.
GUNNARSSON