Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2002 31
ktun á að-
g hugsan-
matvæl-
m sem
„Gerðar
m áhættu-
umhverf-
fvera og
undvallar
fðabreytt-
g varnar-
takmörk-
otkun au-
egar sýnt
eilbrigðis-
túrunni
ur
ersla á að
rjálsu að-
(almanna-
tur nema
til vegna
a. Enn-
til útivist-
pulag og
u.
ta áratug
önnum til
st, en það
þjóðlegum
straumur
ægi ferða-
um eykur
oma í veg
umferðar
af völdum
pjöllum á
na aksturs
íðandi og
um við-
á hálend-
tivist þró-
Jafnframt
llit til úti-
almennri
ingu.“
erðamenn
nir standa
t og upp-
taða og
túru
nt
lítt snort-
ður mikil-
þróun en
a náttúru-
tta auðs.
di í sjálfu
forsenda
mannlegs
er einfalt
mælistiku
ýrslunnar
ds.
áhersla á
arkmið sé
a tegunda
ri eins og
r votlendi,
önnur lyk-
nds. Lagt
verði að
tlendis og
ikilvægra
sem slíkt
m að mikil
um helstu
landnámi.
hafi þakið
landnám
ndraðasta.
votlendi á
láglendi, einkum vegna framræslu
og ræktunar mýra. Athuganir hafa
leitt í ljós að einungis 3% alls vot-
lendis á Suðurlandi er eftir óraskað
og einungis 18% votlendis á Vest-
urlandi.“
Í skýrslunni er lögð áhersla á
vernd sérstæðra jarðmyndana.
Lagt er til að gengið verði frá skipu-
legu yfirliti yfir jarðmyndanir á Ís-
landi sem verði grunnur að mark-
vissri verndun þeirra.
„Forgangsmál er að vernda jarð-
myndanir og kerfi sem eru sjaldgæf
eða óvenjuleg á heimsmælikvarða,
svo sem dyngjur, eldborgir, gíga-
raðir, móbergsmyndanir, linda-
svæði og virkt jöklalandslag; svo og
landslag og sérstæð fyrirbæri sem
eru óvenjuleg í okkar heimshluta og
einkennandi fyrir landið, t.d. hraun,
móbergsfjöll, fossa og hverasvæði.“
Bent er á að skemmdir á eldvörp-
um vegna efnisnáms séu víða mikl-
ar, sérstaklega á SV-horni landsins.
Talið er að yfir 2.000 opnar efnis-
námur séu í landinu.
Samfelld víðerni áfram
í óbyggðum Íslands
Í skýrslunni er fjallað um vernd
víðerna í sérstökum kafla. Um
markmið slíkrar verndar segir:
„Tryggt verði að stór samfelld víð-
erni verði áfram að finna í óbyggð-
um Íslands. Reynt verði að byggja
mannvirki utan skilgreindra víð-
erna en þar sem slíkt er ekki mögu-
legt verði þess gætt að þau valdi
sem minnstu raski og sjónmengun.“
Bent er á að stór, samfelld víð-
erni, þar sem sýnilegra áhrifa
mannsins gætir lítt eða ekkert, sé
varla að finna lengur í vestanverðri
Evrópu, nema nyrst í Skandinavíu
og á Íslandi. Ástæða sé til þess að
ætla að slík víðerni fái aukið gildi í
framtíðinni, bæði beint efnahags-
legt gildi í tengslum við ferðaþjón-
ustu og eins huglægt gildi, í því að
skilgreina megi aðgang að ósnort-
inni náttúru sem ákveðin lífsgæði
borgarsamfélagi Vesturlandabúa.
Því sé ástæða til að reyna að raska
víðernum sem minnst og gæta þess
sérstaklega að lágmarka sjónræn
áhrif framkvæmda þar sem í þær
verði ráðist.
„Á Íslandi er minna flatarmál
skóglendis en í nokkru öðru Evr-
ópulandi. Talið er að yfir helmingur
af samfelldri gróðurhulu landsins
hafi orðið roföflunum að bráð frá
landnámi. Ástæðan er einkum skóg-
arhögg og ofbeit sem hafa auðveld-
að eyðingaröflunum leið að rof-
gjörnum og viðkvæmum
eldfjallajarðveginum. Samkvæmt
niðurstöðum heildarúttektar jarð-
vegsrofs á landinu er alvarlegt jarð-
vegsrof á 52% landsins þegar hæstu
fjöll, jöklar og vötn eru undanskil-
in.“
Fram kemur að um 0,2% landsins
er vaxið náttúrlegum birkiskógi
sem nær a.m.k. 5 m hæð,
rétt um 1% landsins er
þakið birkikjarri og
gróðursett hefur verið í
0,1–0,2% landsins, mest
á s.l. 10 árum.
Í skýrslunni segir að forgangsmál
sé að laga beit betur að nýtingarþoli
landsins. Fækkun sauðfjár hafi
dregið mjög úr beitarálagi. Þrátt
fyrir það sé illa farið land enn nýtt
til beitar. Beitarstjórnun þurfi að
taka tillit til byggðasjónarmiða en
þó ekki þannig að beit sé leyfð á
óbeitarhæfum löndum, heldur verði
bændum gefinn kostur á þátttöku í
landbótaverkefnum, m.a. í sam-
bandi við gæðastýringu í sauðfjár-
og hrossarækt.
Um 64% þeirrar raforku sem
framleidd er á Íslandi í dag eru nýtt
til stóriðju en einungis tæp 36% til
almennra nota. Í skýrslunni segir að
þar sem notkun jarðefnaeldsneytis í
staðbundinni orkuvinnslu á Íslandi
sé nær engin verði það markmið að
auka hlutfall endurnýjanlegra orku-
gjafa í orkunotkun þjóðarinnar til-
tölulega erfitt viðfangsefni. Jarð-
efnaeldsneyti sé notað til
samgangna á landi, á sjó og í lofti.
Til þess að breyta þessari orkunotk-
un í notkun endurnýjanlegra orku-
gjafa sé einkum horft til þess að
nota vetni sem orkubera og efna-
rafala sem hreyfiafl í farartækjum í
samgöngum.
Í skýrslunni segir að nýting jarð-
hita til húshitunar spari Íslending-
um yfir 8 milljarða króna í erlendum
gjaldeyri á ári hverju, miðað við að
innflutt olía væri annars notuð.
„Jákvæð umhverfisáhrif vega
ekki minna en reikna má með að út-
streymi koltvíoxíðs á Íslandi myndi
tvöfaldast ef olía væri notuð í stað
jarðhita til húshitunar. Mikið átak
hefur verið á síðustu áratugum við
að nota jarðhita til húshitunar: Árið
1970 var helmingur Íslendinga með
aðgang að hitaveitu en nú eru það
um 86%.“
Í skýrslunni er sett það markmið
að dregið verði úr myndun úrgangs
eftir því sem kostur er og hann með-
höndlaður þannig að hann valdi sem
minnstum neikvæðum áhrifum á
umhverfið. Tryggja þurfi að spilli-
efni berist ekki út í umhverfið. Náð
verði tölulegum markmiðum um
aukna endurnýtingu úrgangs, s.s.
umbúðaúrgangs, lífræns úrgangs,
rafeindabúnaðar og raftækja. Þá
verði við verðmyndun vöru gert ráð
fyrir förgunarkostnaði.
Að mati umhverfisráðuneytisins
hefur árangur náðst í því að bæta
meðferð úrgangs, auka endurnýt-
ingu og leggja niður opnar sorp-
brennslur og ófullnægjandi urðun-
arstaði. Sveitarfélög hafi sameinast
um lausnir og stofnað byggðasam-
lög til að sjá um þennan málaflokk.
Það hafi haft í för með sér færri,
stærri og hagkvæmari staði til að
farga úrgangi. Árið 1995 var sorpi
brennt á 37 förgunarstöðum, en á
síðasta ári var staðið þannig að förg-
un á sorpi á aðeins tveimur stöðum.
Á næstu árum munu taka gildi í
löndum Evrópska efnahagssvæðis-
ins ýmis töluleg markmið varðandi
endurnýtingu ýmissa tegunda úr-
gangs. Það verður forgangsverkefni
stjórnvalda í úrgangsmálum að
tryggja að hægt sé að framfylgja
þessum markmiðum á sem skilvirk-
astan og hagkvæmastan hátt. Meðal
þeirra markmiða sem ná skal er að
heildarendurnýting alls umbúðaúr-
gangs á að vera ekki minni en á
bilinu 50–65%. Milli 25 og 45% af
þyngd allra umbúðaefna í umbúða-
úrgangi skulu verða endurunnin og
hlutfall endurvinnslu í hverjum ein-
stökum flokki umbúðaúrgangs á að
vera a.m.k. 15%. Setja á upp áætlun
sem miðar að því að draga úr magni
lífræns úrgangs sem fer til urðunar
en hún á að tryggja að dregið sé úr
því magni af lífrænum úrgangi sem
fer til urðunar. Einnig verða á
næstu misserum sett töluleg mark-
mið og áætlanir varðandi endurnýt-
ingu á hjólbörðum, bílum og bíla-
hlutum og raftækjum og
rafeindabúnaði.
Ísland verði leiðandi í aðgerð-
um gegn mengun hafsins
Í skýrslunni er einnig fjallað tals-
vert um hnattræn við-
fangsefni. Bent er á að
árangur náist ekki í
sumum málum nema
með samstilltu átaki
ríkja heims.
Sú stefna er mörkuð að styrkur
manngerðra mengunarefna í sjáv-
arfangi úr hafinu umhverfis Ísland
verði ávallt undir ströngustu við-
miðunarmörkum innlendra sem er-
lendra heilbrigðisyfirvalda. Einnig
að losun skaðlegra efna í hafið frá
skipum og landi hverfi með öllu,
ekki síst losun þrávirkra lífrænna
efna, geislavirkra efna og þung-
málma. Þá ætlar Ísland sér að verða
leiðandi í alþjóðlegu samstarfi og
aðgerðum gegn mengun hafsins.
Fram kemur að hafið í kringum
Ísland sé með því hreinasta sem
þekkist og mengunarefni í íslensk-
um fiski séu nær undantekninga-
laust undir ströngustu viðmiðunar-
mörkum í viðskiptalöndum okkar.
Verkefni séu þó fyrir hendi. „Nýleg
vitneskja um styrk díoxíns í fiski-
mjöli kallar á viðbrögð þar sem
díoxín er eitt örfárra þrávirkra líf-
rænna efna sem losað er út í um-
hverfið hér á landi en ófullkomin
sorpbrennsla getur orsakað umtals-
verða losun. Í þeim rannsóknum
sem gerðar hafa verið hefur styrkur
díoxíns í íslenskum fiskafurðum og
fiskimjöli þó reynst innan þeirra
viðmiðunarmarka sem Evrópusam-
bandið miðar við.“
Í skýrslunni kemur fram að unnið
verði að því að ákvæði um bóta-
ábyrgð vegna umhverfistjóns verði
sett í íslensk lög sem varða mengun
hafsins og skýrt í hvaða tilvikum
hún eigi við. Jafnframt verði kveðið
á um vátryggingaskyldu þeirra sem
flytja hættulegan varning eða
stunda starfsemi sem valdið getur
meiriháttar mengun hafsins.
Markmið um losun gróð-
urhúsalofttegunda nást
Í skýrslunni er sú stefna mörkuð
að Ísland taki virkan þátt í alþjóð-
legu samstarfi sem miðar að því að
koma í veg fyrir hættulega röskun á
veðrakerfum jarðarinnar af manna
völdum með því að draga úr út-
streymi og auka bindingu gróður-
húsalofttegunda hér á landi.
Ísland fullgilti rammasamning
Sameinuðu þjóðanna um loftslags-
breytingar árið 1993 og Kyoto-bók-
unina við þann samning árið 2002. Á
grundvelli rammasamningsins sam-
þykktu íslensk stjórnvöld 1995
framkvæmdaáætlun þar sem stefnt
var að því að útstreymi gróðurhúsa-
lofttegunda yrði ekki meira árið
2000 en árið 1990, að frádregnu út-
streymi frá iðnaðarferlum nýrrar
stóriðju sem byggðist á hreinum og
endurnýjanlegum orkulindum. Það
markmið náðist.
Samkvæmt Kyoto-bókuninni
skuldbinda iðnríkin sig til þess að
halda útstreymi sex gróðurhúsaloft-
tegunda á árunum 2008–2012 innan
útstreymisheimilda sem eru 5,2%
lægri en útstreymið á árinu 1990. Í
júní 2002 höfðu 74 ríki fullgilt bók-
unina sem samtals bera ábyrgð á
35,8% útstreymis iðnríkja. Bókunin
gengur í gildi 90 dögum eftir að
minnst 55 ríki, þar af iðnríki sem
bera ábyrgð á 55% útstreymis iðn-
ríkjanna, hafa staðfest hana.
Samkvæmt Kyoto-bókuninni og
útfærslu hennar gagnvart Íslandi
eru útstreymisheimildir Íslands tví-
þættar: Í fyrsta lagi skal almennt
útstreymi gróðurhúsalofttegunda
frá Íslandi ekki aukast meira en
sem nemur 10% frá árinu 1990, þ.e.
vera innan við 3.200 þ. tonn kolt-
víoxíðígilda árlega að meðaltali
2008–2012. Í öðru lagi skal koltvíox-
íðútstreymi frá nýrri stóriðju eftir
árið 1990 sem fellur undir íslenska
ákvæðið ekki vera meiri en 1.600 þ.
tonn árlega að meðaltali árin 2008–
2012.
Fyrir liggur útstreymisspá fyrir
gróðurhúsalofttegundir. Sam-
kvæmt þeirri spá verður meðalút-
streymi koltvíoxíðígilda á skuld-
bindingatímabilinu að teknu tilliti til
bindingar kolefnis með landgræðslu
og skógrækt 3.000 þúsund tonn eða
innan við ofangreind útstreymis-
mörk. Þessi spá byggir á því að þær
ráðstafanir sem ríkisstjórn Íslands
ákvað á fundi sínum 5. mars árið
2002 að grípa til beri tilætlaðan ár-
angur. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar
miða við að Ísland uppfylli skilyrði
skuldbindingar sínar gagnvart
Kyoto-bókuninni fyrir tímabilið
2008–2012. Í skýrslunni er mörkuð
sú langtímastefna að notkun jarð-
efnaeldsneytis verði óveruleg innan
fárra áratuga sem mun draga enn
frekar úr losun gróðurhúsaloftteg-
unda frá Íslandi eftir 2012.
um sjálfbæra þróun til 2020 en hún verður lögð fram á leiðtogafundinum í Jóhannesarborg
hefur náðst á mörg-
um umhverfismála
Morgunblaðið/Sverrir
Skýrslan um sjálfbæra þróun var kynnt í gær. Frá vinstri: Halldór Þorgeirsson skrifstofustjóri, Siv Friðleifs-
dóttir umhverfisráðherra, Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri og Hugi Ólafsson deildarstjóri.
ega
tefn-
uðu
st 26.
una.
egol@mbl.is
64% rafork-
unnar eru nýtt
til stóriðju