Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 57
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2002 57
býlum svo ekki er hægt að hittast
heima hjá neinum. Ef þú ferð á kaffi-
hús þarftu að bíða í hálftíma þar til
þú færð sæti og mátt svo helst ekki
sitja lengur en tíu mínútur. Fólk fer
því frekar á fínu hótelin og á kaffi-
húsin þar því þar eru fáir. Þetta
fannst mér ótrúlega skrýtið.“
Minns og þinns
Þeir Þorsteinn og Jón hafa verið
iðnir við kolann þegar útbreiðsla
gamanefnis er annars vegar. Auk áð-
urnefndra Fóstbræðra hafa þeir
báðir fengist við uppistand og hlotið
frábærar viðtökur. Það hlýtur því að
vera mikil breyting frá því að flytja
eigið efni og vera sinn eigin herra að
fara að vinna undir leikstjórn ann-
arra og eftir handriti annarra.
„Ja við skrifuðum þetta eiginlega
allt sjálfir,“ segir Þorsteinn boru-
brattur. „Við tókum handritið bara
og breyttum því. Við vorum því
aldrei að leika neitt eftir Róbert
Douglas. Hann er reyndar skrifaður
fyrir þessu en hann um það.“
Lesendur geta sjálfir gert upp við
sig trúverðugleika svars Þorsteins.
„Við Steini höfum unnið mikið
saman áður og nektin er ekkert
vandamál fyrir okkur. Ég hef séð
Steina beran og hann hefur séð mig
beran,“ játar Jón allt í einu. „Við töl-
uðum mikið saman og bárum saman
bækur okkar í tökunum. Þú veist:
„Hvernig ætlar þinns að gera þetta?
Minns verður svona. Minns gerir
þetta, en þinns?“ Svo gáfum við hvor
öðrum ábendingar um hvað betur
mætti fara: „Þinns ætti að gera þetta
svo minns geti gert þetta.“ Þetta var
allt svona mjög fagmannlega unnið
hjá okkur. Við unnum þetta svolítið
frá hjartanu og urðum í rauninni
bara þessir menn.“
„Ég var undir lokin orðinn svolítið
pirraður á því. Sérstaklega þar sem
maðurinn sem ég leik er svo mikill
hálfviti,“ samsinnir Þorsteinn. „Mér
var farið að líða hálfilla þegar ég
kom heim eftir vinnu og var farinn
að segja við konuna mína hluti sem
ég myndi aldrei segja.“
„Þetta er alveg vandamál sem ég
kannast við,“ segir Jón. „Maður fæð-
ist í ákveðnum líkama og fólk sem
þekkir mann veit við hverju á að bú-
ast af manni. Þegar maður svo tekur
að sér einhverja aðra persónu er það
eins og að mála sig upp á nýtt að inn-
an. Svo þarf að afmála sig aftur þeg-
ar leiknum er lokið. Ég þurfti því oft
að af-karaktera mig þegar ég kom
heim eftir að vera Júlli heilan dag.“
„Það er líka skrýtin tilfinning að
horfa á sjálfan sig leika,“ segir Þor-
steinn. „Ég horfði til dæmis aldrei á
Fóstbræður þegar þeir voru sýndir.“
„Ég hef aldrei séð sýninguna mína
Ég var einu sinni nörd,“ segir Jón.
„Ég hef séð Fóstbræður einu sinni
en hef aldrei fundið neina þörf hjá
mér til að horfa á þá aftur.“
Af hverju haldið þið að þetta sé?
„Mér finnst ekkert að því að horfa
á það sem maður gerir en þetta er
samt svolítið eins og sjálfsfróun, sem
er reyndar allt í lagi í góðu hófi,“ út-
skýrir Jón.
„Þegar maður horfir á sjálfan sig
sér maður svo í gegnum sig og það
getur verið neyðarlegt,“ segir Þor-
steinn.
Þeir félagar hafa gegnum tíðina
túlkað fjöldann allan af skrautlegum
persónum en skyldi einhver ein vera
í mestu uppáhaldi hjá þeim?
„Karakter sem fyllir mig alltaf
mikilli gleði er „trekant“-gaurinn á
verkstæðinu í Fóstbræðrum. Þessi
vangefni verkstæðismaður er sá sem
mér þykir hvað vænst um,“ segir
Jón.
„Já það er reyndar einn karakter
sem ég held svolítið upp á í Fóst-
bræðrum og það er Snúlli snúður.
Hann var leikari sem var mjög
slæmur og var að reyna að vera trúð-
ur en hafði engan húmor,“ rifjar
Þorsteinn upp. „Hann stendur mér
alltaf svolítið nærri og þykir alltaf
vænt um þegar fólk man eftir hon-
um.“
„Sá sem mér þykir hvað vænst um
af þeim persónum sem Steini hefur
leikið er löggan í Viðey. Mér fannst
hann hann alveg yndislegur og
finnst Steini æðislegur,“ segir Jón.
Þrátt fyrir gullhamrana segist
Þorsteinn ekki muna eftir neinni
persónu Jóns sem hann haldi sér-
staklega upp á.
Að lokum segjast þeir félagar svo
mæla sérstaklega hvor með öðrum í
Maður eins og ég.
„Steini er frábær og mér finnst al-
veg þess virði að fara á myndina
bara til að sjá atriðin með honum,“
segir Jón og Þorsteinn lætur ekki
sitt eftir liggja í gullhamrahríðinni.
„Mér finnst hins vegar Jón vera
að gera mjög merkilega hluti í
myndinni og í rauninni algerlega
halda henni uppi.“
Ekki slæm meðmæli það!
Sigurður Sigurjónsson (t.v) leikur föður hins seinheppna Júlíusar.
birta@mbl.is
Gjafavara – matar- og kaffistell .
All ir verðflokkar.
- Gæðavara
Heimsfrægir hönnuðir
m.a. Gianni Versace.
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
Sýnd kl. 3.40, 5.50,
8 og 10.10. Vit 415
Sýnd kl. 10
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit 422 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Bi. 12. Vit 420
SK Radíó X
Líkar þér illa við köngulær?
Þeim líkar ekkert vel við þig heldur!
Kvikmyndir.is
DV
Sýnd kl. 3.45. Íslenskt tal.
Vit nr. 410.
kvikmyndir.is
Sýnd kl. 10.10.
Bi. 16. Vit 400
DV
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 8. Vit 406Sýnd kl. 4 og 6. Vit 398
1/2
Kvikmyndir.is
HETJA MUN RÍSA UPP...
...Á AFTURLAPPIRNAR.
Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. Vit 418 Sýnd kl. 8 og 10.10. Bi. 14. Vit 417
Sýnd kl. 6, 8 og 10.30. Vit 422 Sýnd kl. 6, 8 og 10. Vit 422
Sýnd kl. 8 og 10. Vit 420
Einnig sýnd í lúxus kl. 4, 6, 8 og 10.10. B. i. 16. Vit 423
Frumsýning
Frumsýning Frumsýning
Frumsýning
Frumsýning
27.000
kjarnorkusprengjur
Einnar er saknað
27.000
kjarnorkusprengjur
Einnar er saknað
Sýnd kl. 6 með íslensku tali.
Maður eins og ég er rómantísk gamanmynd úr raunveru-
leikanum. Frá sömu aðilum og gerðu Íslenska drauminn.
Sýnd kl. 8. Vit 417Sýnd kl. 6. Vit 417
SK Radíó XSK Radíó X