Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 37
fjölskyldan stór, en þau Guðfinna eignuðust 4 börn. Óskar var spar- samur og fór vel með. Þau hjónin keyptu fyrst eigin íbúð á Bergstaða- stræti en byggðu síðar nýja íbúð í Skipholti, þar sem þau bjuggu í rúm- lega 30 ár. Óskar og Guðfinna áttu að baki 70 ára samband. Milli þeirra ríkti gagnkvæm virðing og væntum- þykja. Færu þau með okkur út að keyra, sagði hann jafnan: „Má ég ekki halda í hendina á kærustunni minni?“ Eftir að þau hjón fóru á Hrafnistu, var Guðfinna nánast rúm- föst, en Óskar kom til hennar ekki sjaldnar en tvisvar til þrisvar á dag og sat hjá henni. Eftir að Guðfinna lést fyrir 5 mán- uðum hrakaði honum ört og það var rétt eins og nálægð hennar vantaði. Á þessari stundu vil ég biðja Guð að blessa samfundi þeirra. Ég tel mig afar lánsaman að hafa kynnst fjölskyldu Óskars og er þakklátur fyrir hversu vel mér hefur verið tekið af fjölskyldunni allri. Að leiðarlokum vil ég þakka hon- um samveruna og góðvild alla í minn garð. Blessuð sé minning heiðurs- mannsins Óskars Steinþórssonar. Jónatan Einarsson. Þú lygndir aftur augunum þegar ég sagði þér frá fyrstu ferðinni minni á Siglufjörð nokkrum dögum áður. Ég bar þér kveðju frá Ester systur þinni sem ég hafði heimsótt í fyrsta sinn. Ég horfði á myndina af þér með móður þinni og systkinum og mynd- ina af þér með ömmu. Hversu oft höfðum við ekki talað um þessar myndir. Hvort þú hlustaðir og hvort þú skildir veit ég ekki en þegar ég kvaddi með þeim orðum að ég myndi sjá þig fljótlega aftur hristir þú höf- uðið. Nokkrum dögum síðar varst þú látinn. Kveðjustundin þennan fal- lega ágústdag var því hin síðasta í þessu lífi. Það var vordagur fyrir um 35 ár- um. Fyrir utan Skipholtið stóð stolt- ur strákur og mændi á risavaxinn rauðan bíl, merktan ESSO, sem var allt of stór fyrir bílastæðið. Annað eins ferlíki hafði aldrei sést á götum borgarinnar. Afi var kominn á nýjan olíubíl, þann stærsta sem sögur fóru af, en jafnframt þann ljótasta. Það var ekki hægt að komast upp í bílinn nema með hjálp þeirra sem eldri voru. Ökuferð um hverfi borgarinnar fylgdi á eftir, ferð sem er sem draumur í minningunni. Það jafnað- ist ekkert á við það að fá að sitja í þessum tröllaukna bíl, við hliðina á eina manninum sem fékk að keyra hann. Minningin er eitt allsherjar ferða- lag í stórum olíubílum eða litlum Lödum þar sem viðkomustaðirnar voru ætíð bensínstöðvar í miðbæn- um, úti á Granda, eða höfuðstöðvar ESSO sem þá voru austur í bæ. Þangað fengu aðeins útvaldir að fara inn fyrir læst hlið. Þetta var heimur sem var í senn spennandi og ógn- vekjandi fyrir litla sál. Lítil mynd af afa með gömlum vinnufélögum, sem hékk á veggnum yfir höfðagafli hans á Hrafnistu síðustu árin, minnti mig á þessa gömlu tíma. Þar stóð hann keikur, með barðastóran hatt, alveg eins og við viljum minnast hans. Æska afa var enginn dans á rós- um. Einstæð móðir hans fluttist til Siglufjarðar með fimm börn í byrjun síðustu aldar þar sem tekið var á móti þeim sem hverjum öðrum ómögum. Ein þurfti hún að sjá fyrir barnahópnum við erfiðar aðstæður, búandi í fiskihjöllum við bryggjuna. Sagan af Stefaníu Stefánsdóttur, systur Magnúsar Stefánssonar skálds (Örn Arnarson) hefur verið færð í prent, enda er hún ein af kven- hetjum þessa lands sem aldrei gafst upp, vann baki brotnu og stóð upp- rétt hvað sem á gekk. Uppvaxtarárin móta okkur öll og svo var líka með afa. Hann var nægjusamur, samviskusamur og fór vel með sitt. Kröfur hans voru ekki miklar og veraldlegir hlutir voru ekki ofarlega á hans óskalista. Fast- ur var hann fyrir í skoðunum, ekki síst þegar kom að pólitík og ófá skiptin hlustuðum við börnin á rök- ræður um landsmálin við eldhús- borðið í Skipholtinu. Árin breyttu honum lítið. Fyrir níu árum tók hann brosandi á móti okkur í Skíðaskálanum í Hveradöl- um þegar haldið var upp á áttræð- isafmæli hans. Hárið var orðið grátt, en gamla brosið var enn til staðar. Ræður voru fluttar og myndir tekn- ar. Allt eins og vera ber á slíkum tímamótum. Minningin var fest á filmu sem hefur yljað manni síðan. Síðustu mánuðina var ljóst hvert stefndi. Heilsu afa hrakaði jafnt og þétt eftir að amma dó. Daglega hafði hann heimsótt hana á næsta gang á Hrafnistu en þegar þessar ferðir voru ekki lengur til staðar var mikið tekið frá honum. Lífið varð í raun ekkert annað en bið eftir því að kom- ast til hennar aftur. Fyrr í sumar sátum við tveir frammi á gangi og horfðum út í Viðey Hann sagði mér söguna af því þegar hann vann þar, sögu sem ég hafði ekki heyrt áður. Það er margs að minnast. Elsku afi. Ég vil þakka þér fyrir allar góðu minningarnar, allar bíl- ferðirnar í æsku og öll skiptin sem þú hlustaðir á mig. Ég vil þakka þér fyrir einstaka ljúfmennsku og þolin- mæði og fyrir að vera ætíð til staðar. Ég vil þakka þér fyrir allar litlu stundirnar. Þreyta merkir hár og hár hvítt, er líður vorið. Sljóvgar auga tár og tár. Tæmist æskuþorið. Allir hljóta sár og sár, svo að þyngir sporið. Leggist við baggann ár og ár, unz menn fá ei borið. (Örn Arnarson.) Guð geymi þig, elsku afi. Hvíl í friði. Karl Garðarsson. Nú er hann nafni minn dáinn. Hann afi minn sem ég kallaði alltaf olíukónginn þegar ég var yngri því að ég fékk svo oft að sitja í með hon- um í risastóra Essó-olíubílnum að fylla á tankinn í Hafnarfirði. Í huga mínum átti afi alla olíubíla og alla ol- íuna sem til var í landinu og gamli maðurinn var svo sem ekkert að draga úr þeirri hugmynd minni. Hann sagði mér þá sögu þegar ég eignaðist fyrstu íþróttaskóna mína, að svona nokkuð hefði ekki verið til á sínum unglingsárum. Í staðinn hefði hann vafið dagblöðum um berar lappirnar á sér til að halda á sér hita og auðvitað trúði ég honum. Hann trúði mér líka fyrir því seinna meir að Lada væri best smíðaði bíll sem sögur færu af. Já, hann afi minn var trúr sinni sannfæringu og öllu sem sneri að honum og hans í lífinu. Hann starfaði alltaf hjá sama fyrirtækinu, Olíufélaginu hf., hann var alltaf gift- ur henni ömmu minni og hann bjó alltaf í Skipholtinu með henni. Hann afi minn var einn sá mesti húmoristi sem ég hef kynnst og ekki fyrir alla að átta sig á hvenær hann var að grínast og hvenær ekki. Átti hann það til að fara allfrjálslega með tölur, ef hann var inntur eftir því hvað gjöf- in hefði eiginlega kostað sem hann var að gefa í það og það skiptið og var þá yfirleitt mjög í efri mörkum fjárhæðinnar, en lét það fylgja að þetta væri nú það minnsta sem hann gæti gert. Ég man vel eftir öllum jól- unum í Skipholtinu og öllum sum- arbústaðaferðunum til Laugarvatns. Hann afi minn átti því láni að fagna að fá að fylgja henni ömmu minni allt sitt líf og það liðu aðeins fimm mánuðir milli andláts þeirra. Og einhvern veginn var það allt eins og það átti að vera því að mér fannst óhugsandi að sjá þau aðskilin en nú eru þau aftur saman. Elsku afi minn og amma, Guð blessi ykkur og ég þakka ykkur fyrir allt sem þið gáfuð mér í lífinu. Ykkar barnabarn, Óskar Örn. Mig langar að minnast elskulegs afa míns, Óskars, í fáeinum orðum. Fimm mánuðir eru liðnir síðan amma mín kvaddi okkur og nú er elsku afi kominn til hennar. Er ég lít um öxl og minnist margra góðra stunda sem við áttum saman kemur margt upp í hugann þegar ég hugsa til afa. Afi stóð ávallt sem klettur við hlið ömmu og kveinkaði sér aldrei þótt á móti blési. Afi var einstakur maður og hefur uppeldi hans sennilega mót- að og gert hann að þeim mannkosta- manni sem hann var. Uppvaxtarárin á Siglufirði þar sem Stefanía Stef- ánsdóttur, móðir afa, kenndi honum og börnum sínum sparsemi og út- sjónarsemi hafa sennilega verið afa sem leiðarljós í gegnum lífið. Þegar ég las söguna „Íslenskar kven- hetjur“ þar sem ævi Stefaníu er lýst fylltist ég lotningu. Afi var stór og myndarlegur maður sem ég leit upp til sem lítil stúlka. Bílferðir með afa um borgina þar sem komið var við á gamla vinnustaðnum og olíubílarnir skoðaðir renna seint úr minni. Heimili afa og ömmu í Skipholtinu var hlýlegt og notalegt og ávallt var gott að sækja þau heim. Afi var kominn á níræðisaldur þegar hann lést 9. ágúst og mátti skilja að hann væri þreyttur og þráði það eitt að hverfa til fundar við Guð- finnu ömmu. Minningin um afa og ömmu mun lifa sem ylur í hjarta mínu. Hafið, bláa hafið, hugann dregur. Hvað er bak við ystu sjónarrönd? Þanngað liggur beinn og breiður vegur. Bíða mín þar æskudrauma lönd. Beggja skauta byr bauðst mér aldrei fyrr. Bruna þú nú, bátur minn. Svífðu seglum þöndum, svífðu burt frá ströndum. Fyrir stafni haf og himinninn. (Örn Arnarson.) Guðfinna Dröfn Aradóttir. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2002 37 ✝ Eysteinn Árnasonfæddist í Reykja- vík 2. október 1934. Hann andaðist á Borgarspítalanum í Reykjavík 9. ágúst síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru hjónin Árni Kristjánsson, f. 7. nóvember 1902, d. 28. september 1987, og Kristbjörg Jó- hannesdóttir, f. 9. október 1905, d. 21. október 1968. Systk- ini Eysteins eru: Sig- rún Guðmundsdóttir, sammæðra, f. 23. júní 1927. Búsett í Kópavogi. Kristján, f. 24. nóvember 1932, d. 8. desember 1991. Dagbjört, f. 7. júlí 1949. Búsett í Kópavogi. 11. desember 1954 kvæntist Eysteinn Friðbjörgu Ingibergsdóttur, f. 7. apríl 1934. Þau bjuggu fyrst í Skólagerði 27 í Kópavogi, en hafa búið á Öldugötu 59 í Reykjavík síð- an 1974. Eysteinn gekk í Miðbæjarskól- ann í Reykjavík og nam síðan við Vél- skóla Íslands og lauk þaðan vélstjóraprófi. Hann starfaði á Keflavíkurflugvelli og á togaranum Ing- ólfi Arnarsyni í æsku en réðst síðan til starfa hjá teppaverk- smiðjunni Axminster sem teppalagninga- maður o.fl. Þar starf- aði hann í um áratug en upp úr 1970 tók hann við stöðu versl- unarstjóra í leikfangaverslun á Skólavörðustíg 10 og gegndi henni í þrjú til fjögur ár. Eysteinn tók síðan við stöðu deildarstjóra í teppadeild JL-hússins og seinna sömu stöðu hjá JL-byggingavörum og gegndi þeirri stöðu uns hann varð að láta af störfum vegna heilsubrests árið 1991. Útför Eysteins fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Eysteinn móðurbróðir minn. Eig- inmaður Friðbjargar föðursystur minnar. Það gengur ekki fyrir mig að nefna hann þannig. Ég hef aldrei kall- að hann Eystein. Ekki einusinni þeg- ar ég hef reynt að þykjast virðulegur í tali. Fyrir mér var hann Dunni, ann- ar helmingur dúettsins Frigga og Dunni, og þeim á ég líf að launa. Ekki vegna þess að þau hafi bjargað mér úr bráðum háska heldur vegna þess að án þeirra má telja ósennilegt að nokkuð hefði orðið úr samdrætti for- eldra minna. Mamma fór með þeim í Þórscafé þegar hún var um tvítugt og þar var hún kynnt fyrir manninum sem seinna varð pabbi minn. Annars hefðum við systkinin farið fyrir lítið. Dunni var fimmtán árum eldri en mamma, en samt næstur henni í aldri af sínum systkinum. Eftir því sem ég veit best var Frigga orðin kærastan hans þegar mamma var tveggja ára og því hafa þau alltaf verið eitt í henn- ar huga og þar af leiðandi líka í mín- um. Þau giftu sig um leið og þau höfðu aldur til og hafa alltaf verið saman síðan. Því miður höguðu örlög- in því svo að þau gátu ekki átt saman börn, en samt eiga þau fullt af börn- um. Ég er eitt af þeim. Frigga og Dunni bjuggju í Skóla- gerði í Kópavogi þegar ég fæddist. Ég hafði aðsetur á Borgarholtsbraut þar sem pabbi og mamma bjuggu hjá móðurafa mínum. Það er stutt á milli þessara gatna. Ég lærði fljótlega að ganga og kenndi síðan sjálfum mér að stinga fólk af. Oftast var samt hægt að ganga að flóttadrengnum vísum. Annaðhvort stóð hann og kallaði inn um bréfalúguna í Skólagerði til að vekja athygli á að hann væri kominn, eða að það var búið að opna og hann var kominn inn til Friggu og Dunna. Þangað hefur hann oft leitað síðan og alltaf verið velkominn, í seinni tíð með sín eigin börn sem hafa verið jafn spennt fyrir að heimsækja þau og pabbi þeirra. Sá ágæti siður hefur einnig haldist allt frá því að ég man eftir mér að fara til þeirra á aðfanga- dag og skiptast á pökkum og bæði ég og mín systkini og systkinin sem ég hef búið til hafa notið rausnarskapar þeirra um árabil. Skemmtilegheit voru Dunna í blóð borin, hann var húmoristi og hætti aldrei að vera prakkari. Einhverju sinni sprautaði hann matarlit í óopn- aðar mjólkurfernur á vinnustaðnum sínum. Ljósgræna mjólk hafa fáir lyst á að setja ofan í sig og því var kvartað við Mjólkursamsöluna, en þar skildi enginn í því hvað hefði get- að komið fyrir mjólkina og kannski veit það enginn enn. Hann var einnig, alveg eins og Frigga, mikill dýravinur og yfirleitt hefur þeim ekki nægt að hafa eitt í einu. Síðast þegar ég vissi voru búsett hjá þeim kötturinn Manda, páfagaukarnir Hanna og Kroppa og naggrísinn sem fyrirgefur vonandi að nafnið hans hafi dottið út hjá mér um stundarsakir, en oft hafa þau haft fleiri dýr á heimilinu í einu. Dunni var líka mikill lestrarhestur, fróður um margs konar efni og átti allstórt og gott bókasafn. Það er óraunverulegt að hugsa til þess að nú sé allt í einu Frigga, en ekki Dunni. Helmingurinn farinn. Hún hefur nú nýjan kafla í sínu lífi og ég er þess fullviss að allir sem að henni og Dunna standa munu leggj- ast á eitt svo að sá kafli verði ekki síðri en þeir sem nú þegar hafa verið skrifaðir. Á þann hátt heiðrum við minningu Dunna best. Hafþór Ragnarsson. Það er skrýtið að hugsa um húsið okkar án Eysteins. Hann er búinn að búa þar síðan löngu áður en við fædd- umst. Öll börn sem hafa alist upp í húsinu okkar hafa litið á Friggu og Eystein sem nokkurs konar afa og ömmu. Á undan okkur var Vala henn- ar Dóru, sem núna á sjálf tvö börn og bráðum þrjú, líka Melkorka sem er næstum fullorðin kona, eða tvítug, svo Vala stóra systir okkar. Á eftir okkur komu Frigg, sem að vísu er flutt en kemur oft í heimsókn, Jakob sem býr fyrir ofan okkur og litli bróð- ir hans, Tómas, sem fæddist á jólun- um í hitteðfyrra og er ekki farinn að tala. Fyrstu minningarnar eru þegar við komum heim af leikskólanum og fórum oft beint inn til Friggu og Ey- steins eða út í garð með þeim. Þau voru góð og hlý og gaman að koma til þeirra. Okkur fannst Eysteinn alltaf mjög virðulegur og fínn til fara. Á sumrin sat hann úti í sólinni, hlustaði á útvarpið sitt og spjallaði við okkur. Hann var líka brúnn og útitekinn all- an ársins hring. Við spiluðum Ólsen- Ólsen við Eystein og skiptumst á að vinna. Stundum var Frigga með líka. Þau gáfu okkur alls konar góðgæti, t.d. kökur og kók. Þegar við vorum með Mackintosh-sælgæti rúllaði Ey- steinn saman umbúðaplastinu utan af, sléttaði það og hjálpaði okkur stundum að gera flugvélar úr því. Svo fylgdumst við oft með þegar Ey- steinn rakaði sig. Þegar hann hafði sett á sig rakfroðuna kölluðum við hann jólasvein. Froðan var stundum jólasveinaskegg og stundum rjómi. Sterkast í minningunni er þegar við vorum pínulítil og fórum snemma um morgun – mamma segir víst að það hafi verið um miðja nótt – í heim- sókn til Friggu og Eysteins. Þau voru auðvitað ennþá í rúminu en við stukk- um upp í til þeirra og vöktum þau. Þau urðu bæði svolítið hissa en hlógu svo bara að okkur. Mamma varð öskureið og sagði að við mættum alls ekki fara svona snemma í heimsókn. Eflaust hafa þau einhvern tíma verið þreytt á okkur en þau voru mjög þol- inmóð og létu það aldrei í ljós. Það verður tómlegt í húsinu okkar án Ey- steins. Pabbi mun sakna þess að hafa hann ekki lengur til að spjalla við, öll dýrin þeirra Friggu, líka kisurnar í nágrannahúsunum og margir aðrir. Við söknum hans mjög. Einar og Katrín Pálmabörn. EYSTEINN ÁRNASON árum en eru í dag taldir lífsnauð- synlegir. Ekki það að hún langamma mín hafi verið neinn predikari. Alls ekki, hún bara þekkti tímana tvenna og við höfum öll gott af að læra af öðr- um lífsstíl en okkar, þá sjáum við sjálf hvað við höfum það gott. Þess vegna var gott að heimsækja hana, en líka vegna þess að hún var langamma mín og ég var stolt af henni. Sérstaklega þegar ég var lítil og var alveg handviss um að hún yrði 100 ára því hún var svo spræk. Hún ferðaðist um landið í húsbíl komin yfir nírætt og mér fannst hún ekkert lítið „kúl“. Það er líka stutt síðan hún hopp- aði um á öðrum fæti til að sýna mér hvað hún væri í fínu formi þrátt fyr- ir aldurinn. Ég tel mig heppna hve háum aldri hún amma mín náði og að ég fékk tækifæri til að kynnst henni vel. Hún kenndi mér að spila Marías og að lesa Gagn og gaman þegar ég var lítil. En síðar kenndi hún mér að meta allt það sem ég hafði skemmti- legt, þegar annað fólk lét sér nægja að skemmta sér við að fylgjast með kartöflugrösunum sínum vaxa. Vegna alls þessa er ég þakklát fyrir að hafa þekkt Rósu langömmu mína. Ég vildi að ég hefði getað heim- sótt hana oftar síðustu ár. En ég er nútímamanneskja og því fannst mér ég þurfa að kanna heiminn þó að ekki hafi langömmu alltaf litist á bröltið í mér. Henni var alltaf létt þegar ég slysaðist aftur heil heim. Þá voru samverustundir okkar ætíð ánægjulegar. Ég mun alltaf minn- ast Rósu langömmu. Sólrún María Ólafsdóttir. ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi að- eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.