Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2002 39 honum Guðmundi Ingvari Guð- mundssyni, fv. mági mínum, var ætl- uð, er liðin hér á jörðinni, hann varð bráðkvaddur í Danmörku hinn 5. ágúst sl. Guðmundur Ingvar og eldri systir mín, Guðríður Björk, giftu sig árið 1967. Hann var að ljúka stýrimanna- prófi og þau stofnuðu sitt heimili í Hraunbæ 16, þar sem allt var nýtt og myndarlegt í nýju íbúðahverfi í Reykjavík. Þar ríkti ávallt gestristni og góðvild sem ég og margir fleiri hafa fengið notið í gegnum tíðina. Lífið virtist blasa við þessu unga og myndarlega fólki. Í vöggu lá litla stúlkan þeirra hún Hrefna og sjö ár- um síðar fæddist Pálmi. Þau eru hið mesta efnisfólk, hún sálfræðingur og hann fjölmiðlafræðingur, sólargeisl- arnir í lífi Munda og Gullýar. Þeim hjónum fæddist einnig andvana drengur, slík sorgarreynsla reynir á foreldra og alla aðstandendur, þetta var ein af mörgum þolraunum fjöl- skyldunnar. Þegar ég kynntist Munda var ég tólf ára. Ég var stoltur yfir því að þekkja Munda sem keyrði mig í bláum stórum fólksvagni, slíkir bílar þekktust vart í sveitinni í þá daga. Hann hafði unnið fyrir bílnum á einni síldarvertíð. Ég var ekki síður stoltur yfir því að Mundi átti bræður sem voru framarlega í „poppbransanum“ þá Arnar og Rafn. Hvað var dýrlegra í þá daga en að þekkja alvöru popp- ara. Birgir bróðir Munda ók um á flottum drossíum, þetta voru alvöru töffarar. Arnar og Rabbi síðhærðir í meira lagi og í útvíðum buxum en Birgir og Mundi meira fyrir að smyrja „Adretti og Old spæs“ í hárið með lakkrísbindin á sínum stað enda af hinni einu sönnu rokkkynslóð. En lífið er oft öðruvísi en maður ætlar. Þar skiptast á skin og skúrir og meira reynir á sumt fólk en aðra. Það hafa þau Mundi og Gullý fengið að reyna. Mundi var nýfæddur þegar faðir hans fórst með Goðafossi er hann sigldi á tundurdufl í seinna stríðinu árið 1944. Faðir hans fékk ekki að sjá soninn unga og lét eftir sig eiginkonu og tvo syni. Þannig heils- aði þessi heimur honum Munda, heimur sem getur verið svo óskap- lega miskunnarlaus þegar sá gállinn er á honum. Mundi ólst upp hjá móð- ur sinni Hrefnu Ingvarsdóttur og stjúpa sínum Sigurbirni Ólafssyni. Mundi var á sumrin á Súgandafirði hjá Jönu og Gissuri og minntist hann þess tíma alltaf með mikilli ánægju. Þar hefur sjómannsgenið eflst og magnast í Munda en bæði faðir hans og afi, Ingvar, voru sjómenn og bar hann nafn þeirra beggja. Mundi tók landspróf frá Héraðsskólanum á Núpi og lauk skipstjórnarprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1967. Skákmaður var hann góður og liðtækur íþróttamaður á yngri árum. Hann átti alla tíð trausta og góða vini enda var Mundi einstaklega góður og tryggur maður. Stundum ímyndaði ég mér að hann væri e.t.v. of góður fyrir þennan heim. Skömmu eftir giftingu þeirra Munda og Gullýar dundu yfir óveðursský, því þá fór að bera á andlegum veikindum Munda sem áttu eftir að fylgja honum eins og vofa og breyta áformum hans og framtíðardraumum. Í þá daga var lít- ið rætt um slík veikindi, þau voru feimnismál sem ekki voru borin á torg. Þá reyndi oft á þolrifin hjá syst- ur minni en hún stóð sig alltaf sem hetja og reyndar þau bæði og unnu alltaf með skynsemi úr öllum vanda- málum, einlæg vinátta þeirra og gott samband var einstakt. Það er nánast óskiljanlegt hve mikið er hægt að leggja á fólk. Þessi andlegu veikindi Munda komu í sveiflum, stundum virtist allt í lagi og í annan tíma var hann fárveikur. Mundi sem var stýri- maður á síldarskipi, vertíðarbátum og farskipum þurfti að hætta þeim störfum vegna veikinda. Alltaf barð- ist hann áfram þó að á móti blési og hann missti hvað eftir annað vinnu vegna veikinda sinna. Atvinnan er einn mikilvægasti þátturinn í lífi fólks og mótar sjálfsmynd hvers manns. Þrátt fyrir ýmis skipsbrot varðandi vinnu var aðdáunarvert hve Mundi var duglegur að sækja um störf og segja má að hann hafi unnið miklu lengur en hægt var að búast við, flestir hefðu gefist upp í hans sporum. Mundi hafði mikinn áhuga á þjóðmálum og ákveðnar skoðanir í þeim efnum. Hann var gagnrýninn á kerfið og stjórnmálaflokkana og hafði oft hátt í gagnrýni sinni. Alltaf varði hann okkur systkinin, mig og Ingibjörgu, þó í okkar pólitíska vafstri og lýsir það góðu innræti hans. Mundi tók þátt í starfi Odd- fellow reglunnar og hafði af því mikla ánægju enda var hann afar mann- blendinn og naut þess að hitta vini og vandamenn á mannamótum. Matthías Jochumson segir í einum af sálmum sínum: ,,Svo stutt er bil milli blíðu og éls, og brugðist getur lánið frá morgni til kvölds.“ Nú er hann Mundi vinur okkar allur. Hans bíður betra líf í austrinu eilífa þar sem blíðan verður ríkjandi og éljun- um slotar. Hann á það svo sannarlega skilið. Hinn hæsti höfuðsmiður him- ins og jarðar styrki alla aðstandend- ur Guðmundar Ingvars Guðmunds- sonar. Minningin lifir um góðan og tryggan dreng. Ísólfur Gylfi Pálmason. Það er hásumar og helsta um- ræðuefnið er hvernig veðrið er næsta dag. Þannig var það þegar okkur barst tilkynninginn að einn af þeim félögum okkar, sem höfðu starfað í Klúbbnum Geysi næstum því frá upphafi, væri fallinn frá langt um ald- ur fram. Klúbburinn Geysir er félag þeirra sem átt hafa í andlegum erfiðleikum. Hann er staður þar sem menn finna þörf fyrir sig og þeirra er vænst. Þannig fá þeir sem lent hafa út úr hringiðu lífsins tilgang í líf sitt. Guð- mundur, eða Mundi eins og við köll- uðum hann, var í vinnu þann tíma sem hann var félagi í Klúbbnum Geysi. Hann hafði þess vegna ekki sömu þörf fyrir langan vinnudag inn- an klúbbsins eins og margir okkar fé- laga. Engu að síður mætti hann reglulega en það réðst nokkuð af hans vinnutíma á hverjum tíma. Til- gangur vinnunnar í Geysi er að við fé- lagarnir styðjum hvern annan út á al- mennan vinnumarkað og til annarrar þátttöku í þjóðfélaginu og félagslegr- ar samstöðu. Mundi var okkur hinum fyrirmynd. Hann vann sína vinnu og sýndi okkur að það var mögulegt. Eftir að Mundi byrjaði í Klúbbnum hafa margir félagar fetað í fótspor hans og hafið störf hjá fyrirtækjum og stofnunum. Lengi vel var Mundi sundlaugar- vörður í Grafarvogslauginni. Ekki lét hann þar við sitja því auk þess rak hann lítið fyrirtæki og seldi hann vinnuhanska í heildsölu. Við það starf hafa efalaust notið sín hæfileikar hans í samskiptum, þ.e. hve opinn hann var. Við aðstæður eins og eru í Geysi bindast menn sterkum böndum. Fé- lagarnir deila með sér sameiginlegri reynslu sem hnýtir þá saman þótt klúbburinn sé engan veginn staður til að ræða sjúkdóma. Hann er staður þar sem menn leita heilbrigðis á sömu forsendum og eru almennt á vinnumarkaði. Mundi var þarna einn af okkar sterkustu félögum. Hann bar hag félaganna fyrir brjósti og spurði gjarnan um líðan og líf þeirra sem hann vissi að hefðu lent í erf- iðleikum og hann hafði ekki frétt af. Hann var hrókur alls fagnaðar, ræð- inn og opinskár. Hann var drengur góður. Vildi öllum vel og hafði sterka réttlætiskennd sem kom gjarnan fram þegar hann ræddi þjóðfélags- mál. Hann ræddi gjarnan við okkur um sólargeislana í lífin hans sem voru börnin hans tvö og barnabarnið sem var nýfætt. Hann var mikill fjöl- skyldumaður og samband hans við hans nánustu var einstakt. Hann var ættrækinn og var hann einmitt í ferð í brúðkaup frænku sinnar þegar þetta skyndilega kall kom sem allir verða að hlýða. Við getum rifjað upp margt í sam- skiptum við Munda, Við ætlum að láta nægja að minnast ferðar sem við fórum til Sauðárkróks nú fyrir skömmu. Við fórum í einkabílum norður og fyllti Mundi bílinn sinn af félögum. Það er yndislegt að minnast hans þar sem hann dansaði og tók þátt í ferðum syngjandi glaður og hrókur alls fagnaðar. Með þá ferð í huga vilj- um við varðveita minningun um þennan ágæta félaga okkar og vin. Við vottum öllum aðstandendum hans og vinum innilega samúð á þess- um sorgartíma. Megi Guð styrkja þau í sorg þeirra. Félagar og starfsfólk í Klúbbnum Geysi. Svo er um ævi öldungamanna sem um sumar- sól fram runna; hníga þeir á haustkvöldi hérvistardags hóglega og blíðlega fyrir hafsbrún dauðans Gráti því hér enginn göfugan föður harmi því hér enginn höfðingja liðinn; fagur var hans lífsdagur, en fegri er upp runninn dýrðardagur hans hjá drottni lifanda. (Jónas Hallgrímsson.) Mundi, pabbi hans Pálma, er fall- inn frá, hann hefur kastað inn hönsk- unum í bardaga lífsins. Eftir ramma rimmu við erfiðan sjúkdóm er kallið komið og hann er farinn á vit bjartari heima. Það er margt sem kemur upp í hugann. Ég hugsa til vinar míns og litlu fjölskyldunar hans sem nýlega stækkaði. Það er stutt milli hláturs og gráts og stundum veit maður ekki alvega hvað almættinu gengur til. Margan höfðingjann hef ég hitt á ferðalagi mínu um heiminn en fáa hafði ég jafnmikla ánægju af að hitta og Munda. Glaðlyndið og góð- mennskan uppmáluð og ekki virtist vera til eitt illt bein í honum. Alltaf kjaftaði á honum hver tuska, alltaf var eitthvað sem lá honum á hjarta og hann vildi vita hvernig landið lá. Það er magnað hvað ólíklegustu menn skilja mikið eftir hjá manni og hvað maður lærði margt af Munda þó svo að hann hafi aldrei reynt að kenna manni neitt. Oftar en einu sinni töluðum við saman í síma þegar ég og Pálmi vor- um saman í námi útí Arizona ásamt mökum okkar. Sérstaklega eru mér minnisstæðar tvær vikur þar sem að- stæður voru þannig að við vorum úti en Pálmi og Rakel höfðu tekið stutt frí frá námi og voru nýkomin út aftur og voru að koma sér upp íbúð á nýjan leik. Einvern tíma tók að koma síma fyrir í nýju íbúðinni hjá krökkunum, en Mundi hafði ekki þolinmæði í það og það er það næsta sem ég hef kom- ist því að verða símamær. En það var aufúsuverk. Mundi hringdi mikið, hafði áhyggjur og vildi vita gang mála. Stundum þegar Pálmi og Rakel voru ekki heima við og ég náði þeim ekki í símann lét Mundi sér duga að spjalla við mig og ég gerði mitt besta að setja hann inní hlutina. Það voru löng og skemmtileg samtöl sem end- uðu öll á sömu eftirminnilegu setn- ingunni. „Láttu svo strákinn hringja!“ Þetta voru góðir tímar. Eftir að við komum heim úr námi rakst ég endrum og sinnum á Munda og alltaf var hann samur við sig. Það var augljóst að hann fylgdist vel með og var inní ótrúlegustu málum. Þó var það þannig að þegar við hittumst, var það alltaf Pálmi sem við ræddum um, reyndar komst ég ekki oft að, því Mundi hafði svo margt að segja. Það var líka afar ánægjulegt að sitja og hlusta á hann tala, því fáa feður hef ég heyrt fara jafnopnum orðum um það hversu stoltur þeir eru af sonum sínum. En Mundi er farinn á annan og betri stað. Daglegum skyldum hans hefur snarfækkað og nú hefur hann allan tímann í heiminum til að fylgj- ast með henni Björk litlu með ykkur. Honum leiðist það nú örugglega ekki. Elsku Pálmi, Rakel, Björk litla og aðrir aðstandendur. Guð er hjá ykk- ur á þessum erfiðu tímum og hann hjálpar ykkur í gegnum þetta. Hugur okkar og bænir eru með ykkur Fh. okkar í Básbryggju Einar Bárðarson.  Fleiri minningargreinar um Guð- mund Ingvar Guðmundsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.     2                 +  * 5#>    ' 8 %?(3$  ( #% "' ( ? "$ 3  4  &   2         * #&/)/00  #+ ?+@A  %? $ %&        5  ( <=  $ 3   4       4     2      2        &/  $ &% 1 % "'  5(  $-(     ; &$ % "'    <$ +   #+ ;   % "'  )!"B$%  /  &$ %   #+ ; #+3 " "'   $ 5    &         +  &  (     (   &/> &/)/00  %        6 (  % ( +       !"  !7$$    &' -% %"      ! &' "'  &'   &'     ( &' "'  -% %"&'   #  &'   /  &'      % "      $ %     &/&/ 5'6! @-  4   !# 8     2+ 5 ; &' "'  %  &' "'  '   &'  $ '(      (     )  # C09  )/00  +  %3  *( + D %?(!2        %    4 )  9$ !7$$ *  *  23    &' % "'  #+ ; *  23 "'  -( 5     *% !% (  "'   % + *  23 "'  &%  $#+3 "               $
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.