Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Pétur ÓlafurHelgason fædd- ist á Hranastöðum í Eyjafirði 2. maí 1948. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 7. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorbjörg Sveininna Guðmundsdóttir, f. 23. maí 1914, d. 20. júlí 1994, og Helgi Pétursson, f. 11. júlí 1912, d. 4. janúar 1954. Systur Péturs eru Þórey, f. 7. sept- ember 1944, maki Hjálmar Guð- jónsson, Ólína Arnbjörg, f. 22. október 1945, maki Bjarni Magnússon, Sveinbjörg, f. 24. mars 1950, maki Níels Helgason, og Anna Sigríður, f. 7. febrúar 1952, maki Sigurpáll Jónsson. Pétur kvæntist á nýársdag 1971 Þórdísi Ólafsdóttur frá Gerði í Hörgárdal, f. 20. febrúar 1951. Foreldrar hennar eru Ólafur Skaftason, f. 24. janúar 1927, d. 8. apríl 1999, og Guð- rún Jónasdóttir, f. 7. febrúar 1924. Dætur Péturs og Þórdísar eru 1) Hafdís Hrönn, f. 15. júní 1971, maki Sigurð- ur Eiríksson, f. 3. mars 1966, og eiga þau þrjú börn, Pét- ur Elvar, f. 3. mars 1993, Ólaf Inga, f. 18. janúar 1996 og Aldísi Lilju, f. 17. maí 2002. 2) Heið- dís Fjóla, f. 18. nóv- ember 1973, sam- býlismaður Einar Geirsson, f. 8. apríl 1972, sonur hans er Valgeir, f. 1. júní 1999. 3) Ásta Arnbjörg, f. 6. október 1974, maki Arnar Árna- son, f. 8. ágúst 1974 og eiga þau tvö börn, Kristjönu Líf, f. 2. ágúst 1997 og Elmar Blæ, f. 15. júlí 1999. 4) Helga Ólöf, f. 17. ágúst 1981. Pétur varð búfræðingur frá Hólum 1967 og var síðan þá bóndi á Hranastöðum ásamt því að sinna ýmsum félagsstörfum fyrir bændur. Útför Péturs fer fram frá Grundarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14.30. Mig langar að setja nokkur orð á blað til þess að minnast tengdaföður míns, Péturs á Hranastöðum, sem nú er látinn einungis 54 ára að aldri. Pétur var búfræðingur frá bænda- skólanum að Hólum og var bóndi á Hranastöðum frá tvítugsaldri. Hann átti mestan hluta ævinnar í baráttu við hinn illvíga sjúkdóm sykursýki, sem lagði hann að lokum að velli. Þessi sjúkleiki kom þó ekki í veg fyrir að hann byggði upp myndarbú á Hranastöðum og tæki virkan þátt í félagsstörfum og stjórnmálum. Hon- um var alla tíð mikið í mun að láta til sín taka í því sem hann tók sér fyrir hendur og líkaði miður ef fólk varð þess vart að veikindin hans heftu starfsþrek hans og starfsgetu. Við búskapinn og í félagsstörfunum naut hann stuðnings Þórdísar eiginkonu sinnar og er sá stuðningur vafalítið ein skýringin á því hve miklu honum tókst að koma í verk. Pétur var félagi í kirkjukór Grund- arkirkju í mörg ár og tók einnig þátt í leikstarfsemi í félagsheimilinu Laug- arborg á vegum Ungmennafélagsins Framtíðar. Pétur hafði yfirleitt ákveðnar skoð- anir á hlutunum og fannst sér bæði ljúft og skylt að reyna að hafa áhrif til betri vegar. Hann veigraði sér ekki við að taka afstöðu eftir sannfæringu sinni í erfiðum málum þegar annarra háttur var að fara með löndum og reyna að sigla með án þess að styggja nokkurn. Þessi eiginleiki hafði þær afleiðingar að Pétur var stundum umdeildur en þó hef ég aldrei orðið var við annað en að málefnalegir and- stæðingar hans hafi virt hann fyrir heiðarleika sinn og stefnufestu. Pétur sat í hreppsnefnd Hrafna- gilshrepps 1981–91 og í sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar 1991–94. Hann tók einnig virkan þátt í félagsmálum bænda og gegndi fjölmörgum trún- aðarstörfum í þeirra þágu en þau helstu eru eftirfarandi: Formaður stjórnar Búnaðarfélags Hrafnagils- hrepps, stjórnarmaður og síðar stjórnarformaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar, stjórnarmaður í Rækt- unarfélagi Norðurlands, fulltrúi á að- alfundum Stéttarsambands bænda og síðar Bændasamtaka Íslands, stjórnarmaður í Bændasamtökum Ís- lands, fulltrúi í Framleiðsluráði land- búnaðarins, stjórnarformaður Rann- sóknarstofnunar landbúnaðarins, stjórnarmaður í Lánasjóði landbún- aðarins og nefndarstörf í landbúnað- arnefnd Sjálfstæðisflokksins. Auk þessa var hann um skeið í stjórn Félags sykursjúkra. Af ofantöldu mætti halda að Pétur hefði ekki haft tíma til að sinna fjöl- skyldu og vinum mikið en það var þvert á móti. Hann lagði mikið upp úr því að rækta gott samband við vini og fjölskyldu og voru fjarlægðir ekki mikil fyrirstaða ef svo bar undir. Samskipti við fólk voru hans líf og yndi og rökræður, stríðni og glettur ýmiss konar voru honum eðlislæg hegðun enda var oft ansi fjörugt við eldhúsborðið á Hranastöðum þegar misstórir hópar fjölskyldunnar áttu þar samverustundir. Sykursýkin setti mark sitt á líf Pét- urs á margan hátt og greinilegust voru áhrifin vegna skemmda á nýrum og augum. En það sem skorti á sjón- ina bætti Pétur oft upp með næmri tilfinningu fyrir hlutunum og fannst manni stundum að hann hefði eitt- hvert sjötta skilningarvit. Mér er það til dæmis minnisstætt að fyrir nokkr- um árum þegar vatnslaust varð á Hranastöðum að vetrarlagi fórum við Pétur upp að fjallsrótum þar sem vatn var lagt úr tveimur lindum. Á svæðinu var ekkert að sjá nema snjó til allra átta. Pétur gekk aðeins um svæðið og rak síðan niður skóflu og sagði að þarna væri best að grafa. Það stóð heima að við grófum beint niður á rétta staðinn þó að snjódýptin væri á þriðja metra. Pétur fékk gjafanýra frá Svein- björgu systur sinni árið 1990 og naut þess heilbrigðis sem því fylgdi í nokk- ur ár. Í desember árið 2000 fór Pétur í hjartaaðgerð og í framhaldi af henni var fyrirhuguð önnur nýrnaígræðsla. En heilsu hans hrakaði mjög hratt upp frá aðgerðinni og var hann á sjúkrahúsi fram til dauðadags, lengst af á lyfjadeild Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri og á starfsfólk deild- arinnar þakkir skildar fyrir alúðlega umönnun. Við sem kveðjum Pétur á Hrana- stöðum í dag, kveðjum mikinn for- ystumann, jafnt innan fjölskyldunnar sem á vettvangi félagsmálanna. Við kveðjum traustan mann sem jafnan setti velferð annarra ofar sinni eigin. Blessuð sé minning hans, hún mun án efa lifa. Sigurður Eiríksson. Það eru orðin 11 ár síðan ég kynnt- ist Pétri tengdapabba, þegar ég fór að venja komur mínar í Hranastaði. Síðan þá hafa Hranastaðir verið mitt aðal heimili. Ég man hvað mér þótti gott að koma í það andrúmsloft sem ríkti á heimilinu sem einkenndist af léttleika og yfirvegun. Tengda- pabbi var alltaf til í að gera að gamni sínu og við gátum setið saman í eld- húsinu á Hranastöðum og bullað þessi lifandi ósköp, lesið vísur hvor fyrir annan, sagt brandara og hlegið að vitleysunni hvor í öðrum. Það vantar mikið þegar þessar stundir vantar. Ég finn það alltaf betur eftir því sem árin líða hvað kynnin af Pétri hafa haft mótandi áhrif á mig. Sér- staklega man ég það traust sem mér var strax sýnt þegar ég byrjaði að vinna á Hranastöðum aðeins sautján ára gamall og hafði þá lítið komið ná- lægt hefðbundnum bústörfum. Pétur sýndi mér verkin og kenndi mér hægt og rólega af þvílíkri yfirvegun að mér fannst stundum sjálfum nóg um. Ef eitthvað fór úrskeiðis, hey- vinnuvél skemmdist eða eitthvað annað gerðist sem tafði verkin og mér fannst það vera fullkomlega mér að kenna og var að springa úr stressi, þá klappaði Pétur mér á öxlina og sagði: „Þetta kemur allt með æfing- unni, reyndu bara aftur,“ eða: „Eig- um við ekki bara að gera við þetta og reyna aftur.“ Aldrei skipti hann skapi þau níu sumur sem ég vann hjá hon- um og aldrei var rómurinn hækkað- ur. Það var margt sem ég lærði af Pétri tengdapabba. Þegar Pétur var aðeins 13 ára gamall greindist hann með sykursýki en þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm gafst hann aldrei upp og vann myndarlega að uppbyggingu búsins á Hranastöð- um alla tíð. Kæri Pétur, takk fyrir allt. Þú gerðir mig að betri manni. Arnar. Mér fannst gaman þegar ég var með afa í traktornum. Þá tókum við alltaf með okkur banana og stundum leyfði hann mér að stýra. Til dæmis þegar við vorum að snúa, slá og garða. Svo sóttum við kýrnar og ég fór með honum í fjósið. Svo mjólkaði afi og á meðan lék ég mér í hlöðunni. Mér fannst leiðinlegt þegar afi veikt- ist mikið. Þá var ég heima hjá honum og það þurfti að hringja á sjúkrabíl. Mér fannst ekki gaman að sjá hann fara í sjúkrabíl í burtu. Mér fannst leiðinlegt þegar hann dó. Afi var besti afi í heimi. Pétur Elvar. Lát Péturs frænda míns á Hrana- stöðum kom ekki óvænt, þótt hann væri aðeins 54 ára að aldri. Síðustu dagana var ljóst að baráttan við erfið veikindi væri senn á enda. Raunar hafði verið ljóst að hverju dró mun lengur. Kynni okkar Péturs hófust fyrir um 11 árum eftir að við fjöl- skyldan fluttumst norður og settumst þar að. Við höfðum þó hist af og til áð- ur án þess að þekkjast náið. Pétur nam búfræði við Bændaskól- ann á Hólum og búskapur var hans ævistarf. Hann vann fyrst við búið með móður sinni, en hann missti föð- ur sinn tæplega sex ára að aldri. Síð- ar tók Pétur við búi á Hranastöðum ásamt Þórdísi konu sinni. Þau ráku þar myndarbú þar til heilsa Péturs leyfði það ekki lengur fyrir um einu og hálfu ári. Á Hranastöðum var stórt kúabú sem þau hjónin unnu jafnt og þétt að því að stækka og efla. Pétur tók virkan þátt í félagsstörf- um. Einkum starfaði hann að fé- lagsmálum landbúnaðarins og að sveitarstjórnarmálum. Hann sat m.a. í stjórn Búnaðarsambands Eyja- fjarðar, þar af um skeið sem formað- ur. Hann var formaður stjórnar Rannsóknastofnunar landbúnaðar- ins, sat í stjórn Bændasamtakanna og í stjórn Lánasjóðs landbúnaðarins. Þá var hann fulltrúi á aðalfundum Stéttarsambands bænda um langt skeið. Pétur tók einnig virkan þátt í sveitarstjórnarmálum. Sat í hrepps- nefnd Hrafnagilshrepps 1981–1991 og í fyrstu sveitarstjórn Eyjafjarðar- sveitar 1991–1994. Eins og í öðrum málum hafði Pétur mjög ákveðnar stjórnmálaskoðanir og tók virkan þátt í störfum Sjálfstæðisflokksins. Auk þess sem hér er nefnt sinnti hann mörgum öðrum smærri stjórn- ar- og nefndastörfum. Þessi mikla þátttaka Péturs í félagsstörfum er til marks um það traust sem til hans var borið. Pétur er einn þeirra manna sem ég hygg að verði eftirminnilegur öllum þeim sem kynntust honum, enda sterkur persónuleiki. Hann var frem- ur stórskorinn maður, svipsterkur og að jafnaði alvarlegur á svip. Við nán- ari kynni kom þó í ljós að stutt var í glettnina og oft mikið hlegið. Pétur hafði mjög ákveðnar skoðanir, gekk hreint til verks og var heiðarlegur umfram allt. Menn vissu hvar þeir höfðu hann eins og sagt var. Fyrir þetta hlaut hann virðingu þó að vissu- lega þætti sumum hann á köflum full- beinskeyttur. Allt frá unglingsárunum glímdi Pétur við sykursýki og fylgikvilla hennar en sjúkdómurinn setti mjög mark sitt á hann og líf hans allt. Hann gerði hins vegar sjálfur lítið úr veik- indum sínum og hlífði sér eflaust ekki sem skyldi. Það var Pétri mikið lán að eiga jafntraustan lífsförunaut og Þór- dísi en hún var hans stoð og stytta alla tíð. Á henni hefur mikið hvílt í veikindum Péturs og síðustu vikur og mánuðir verið þungbær. Það eru margar góðar minningar sem leita á hugann þegar horft er um öxl. Margar voru t.d. stundirnar við eldhúsborðið á Hranastöðum í rök- ræðum um sveitarstjórnarmál, póli- tík og ótal margt fleira. Og ekki gleymast nú heimsóknirnar á Þor- láksmessu, en Pétur og Þórdís buðu þá til hangikjöts- og skötuveislu. Þar tókust á fylkingar skötuaðdáenda og þeirra sem höfðu óbeit á skötunni og gæddu sér á hangikjöti í staðinn. Heldur var skötuhópurinn nú fá- mennur framan af, líklega bara Þór- dís, Freyja kona mín og Gígja dóttir okkar. Pétur lét óspart í ljós andúð sína á þessum illa lyktandi mat og hélt hangikjötinu mjög að okkur hin- um. Skatan skyldi aldrei inn fyrir hans varir. Heldur held ég að honum hafi þótt frændinn óstaðfastur þegar hann sá að ég fór að laumast í sköt- una og stækka skötuskammtinn með hverju árinu sem leið. Svo fóru dæt- urnar að prófa og smám saman stækkaði skötuhópurinn, en Pétur stóð við sitt. Með Pétri er fallinn frá maður sem dýrmætt er að hafa kynnst og hafa átt að vini. Við Freyja sendum Þór- dísi, dætrunum og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Pétur Þór Jónasson. Bóndi er bústólpi, – bú er landstólpi, – því skal hann virður vel. (Jónas Hallgr.) Það gerðist fyrir margt löngu, nokkru eftir að við fjölskyldan ákváðum að flytja norður í Eyjafjörð að ég er staddur í Reykárrétt á haustdegi. Búið er að reka hross af fjalli og ys og þys manna og hrossa er við og í réttinni. Mér verður litið yfir hópinn og í miðjum almenningi stendur einstak- lega falleg hryssa. Hún horfir róleg- um augum yfir hópinn og lætur sér fátt um finnast um það sem fram fer umhverfis hana. Ég spyr Hjalta á Hrafnagili hver eigi hryssuna og hann segir mér að Þorbjörg á Hranastöðum eigi hana og lætur þess jafnframt getið að hún muni ekki vera föl. Það fór samt svo að við Þorbjörg innsigluðum kaupin með kossi og þarna var kominn í mína eigu hest- urinn í lífi mínu. Það reyndist ekki fyrirhafnarlaust að temja Irpu og fyrir kom að knapi og tamningamaður gekk hnípinn heim frá bökkum Eyjafjarðarár til Kristness eftir að hryssan sem nú var svipt frelsi sínu hafði kastað honum af baki. En þótt mikils virði væri að eignast hest sem átti eftir að verða gæðingur var þó enn meira um vert að þarna tókst með okkur og heimilisfólkinu á Hranastöðum vinátta sem staðið hef- ur síðan. Og nú þegar við kveðjum tryggan vin, Pétur á Hranastöðum, streyma minningar fram um öll okkar góðu samskipti sem við höfum átt á liðnum árum. Þegar kynni okkar tókust var Pét- ur ungur búfræðingur fullur eldmóðs með Þórdísi sinni að byggja upp jörð- ina sem hann tók við af foreldrum sín- um. Verið var að byggja stórt fjós og hlöðu við það. Þetta var mikið átak, eitt leiddi af öðru, bústofninn stækk- aði sem krafðist aukinnar ræktunar túna betri og fullkomnari tækja til að vinna með. En af miklum dugnaði sínum sem Pétri var í blóð borinn voru verkefnin leyst hvert af öðru. Og ef við erum sammála um að til- gangur okkar í lífinu sé að skila til niðja okkar betra lífi en var þegar við hófum störf þá hefur þeim hjónum á Hranastöðum svo sannarlega tekist það. Ánægjulegt er til þess að vita að dóttir þeirra Ásta og Arnar tengda- sonur skuli nú vera tekin við jörðinni full áhuga á búskapnum og bjartsýni á framtíðina. Ég sagði stundum að Pétur sneri sér ekki við í fjósinu öðru vísi en að vinna eitt til tvö verk í leið- inni. En þótt starfsdagurinn væri lang- ur heima fyrir fór það svo að fyrir ut- an störf sín þar var Pétur sökum mannkosta sinna kallaður til marg- víslegra starfa. Hann starfaði um árabil að fram- faramálum bænda hjá samtökum þeirra bæði heima í héraði og eins í landssamtökum þeirra. Við þau störf sín naut hann sín vel vegna mikils áhuga síns á hagsmunamálum bænda og landbúnaði almennt. Hann starfaði í allmörg ár í hreppsnefnd. Vann ötull að framfara- málum í samfélagi sínu. Og þótt eins og gengur menn væru ekki alltaf sammála um mál sem til umfjöllunar voru efaðst enginn um hreinlyndi hans og heiðarleika og hversu hrein- skiptinn hann ævinlega var í sam- skiptum sínum við samborgara sína. Þeir góðu eiginleikar ásamt ein- stökum dugnaði lýsa Pétri vel. Við sem þeirrar gæfu urðum að- njótandi að eiga hann að sem vin viss- um að nær alla ævi sína hefur hann þurft að berjast við ólæknandi sjúk- dóm. Hann gerði þó aldrei neitt úr þeirri erfiðu samfylgd, brosti bara þegar hann var spurður um heilsufarið og PÉTUR ÓLAFUR HELGASON EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins til- tekna skilafrests. Skilafrestur greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.