Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÁRIÐ 1999 sneri Dolly Parton nótnablöðunum sínum við og sagði skilið við hefðbundna sveitatónlist. Hélt í framhaldinu til fjalla, nánar til- tekið til Appalasíufjalla hvar hún á rætur í alþýðutón- listinni, enn fremur sem grasið bláa grær í grenndinni. Afraksturinn af þessu ferðalagi má finna á The Grass is Blue (’99) og Little Sparrow (’01) en áætlunin var reyndar dregin upp ári fyrr, á plötunni Hungry Again. Halos & Horns er líkast til að- gengilegasta platan af þessum þrem- ur „aftur til rótanna“-plötum sem nú eru komnar út. Flest lögin eru eftir Dolly sjálfa, ólíkt fyrri plötunum, og kannski er það gott gengi fyrrnefndra platna, hjá gagnrýnendum a.m.k., sem hefur blásið henni í brjóst (þetta á ekki að vera brandari!) aukið sjálfs- traust. Til að vera fullkomlega hrein- skilinn tel ég þetta ekki vera plötunni beint til framdráttar. Lögin feta flest- öll heldur venjubundna leið og ná fæst að stinga mann í hjartastað. En öllum gloppum er eytt með lýtalaus- um flutningi þar sem Dolly trónir á toppnum; keyrir plötuna áfram af miklum krafti með sinni einstöku og ástríðufullu söngrödd. Stóra rúsínan í pylsuendanum er svo ábreiða yfir hinn heilaga kaleik Zeppelin, „Stairway to Heaven“. Og trúið mér – útgáfan er algerlega frá- bær!  Tónlist Pílagríms- ferðin Dolly Parton Halos & Horns Sugar Hill/Sanctuary Dolly Parton er frábær tónlistarmaður og sýnir það og sannar með nýrri plötu sinni. Arnar Eggert Thoroddsen ENSKA leikkonan og fyrirsætan Liz Hurley bætti við sig rúmum 26 kílóum meðan hún gekk með son sinn, Damien, sem fæddist í vor. Hurley segir í viðtali við Access Hollywood að hún hafi notið þess á meðgöngunni að borða ruslmat. „Mér fannst fínt að fá mér kleinu- hringi í morgunmat og pylsur klukkan 11,“ sagði Hurley. En um leið og Damien fæddist sneri hún við blaðinu, fór að borða heilsufæði og léttist á ný. Hurley segir að meðgangan og fæðingin hafi verið mikil upplifun og hún sé reiðubúin að ganga í gegnum það að nýju. Þau mæðginin eru nú í Los Ang- eles og voru vangaveltur um að þau myndu hitta föðurinn, kvikmynda- framleiðandann Steve Bing. Það mun hins vegar ekki ganga eftir að sögn vina leikkonunnar. Elizabeth Hurley um meðgönguna Pylsur og kleinu- hringir Reuters „Pylsur í hádeginu og kleinu- hringir á kvöldin,“ söng Hurley trúlega á meðgöngunni. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Sexý og Single Sýnd kl. 6. SV Mbl  Radíó X 1/2 Kvikmyndir.com Sýnd kl. 8 og 10.40. Sýnd kl. 6 og 8. Frumsýning „Besta mynd ársins til þessa“ 1/2HÖJ Kvikmyndir.com „Ein besta mynd þessa árs. Fullkomlega ómissandi.“  SV Mbl Sexý og Single kl. 4, 7 og 10. YFIR 15.000 MANNS! Powersýning kl. 11. Sýnd kl. 5, 8, 10 og Powersýning kl. 11. Sýnd kl. 4, 6 og 8. B.i. 10. Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT Sýnd kl. 8 og 10. Yfir 35.000 MANNS  HK DV  Radíó X Frumsýning Sýnd kl. 4 og 6 með íslensku tali. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 með ensku tali. Stúart lendir í ótrúlegum ævintýrum með kettinum Snjóber og fuglinum Möggu Lóu! Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. B y l t i n g i n á t b ö r n i n s í n . M Y N D A S A G A – A n a r k i s m i í n e y t e n d a v æ n u m u m b ú ð u m Myndasöguhöfundurinn GRANT MORRISON á Menningarnótt Reykjavíkurborgar 2002 The Invisibles™ is © & ™ Grant Morrison 2002. Vertigo™ is a trademark of DC Comics. „Morrison hefur gefið okkur innsýn í eitthvað sem manni finnst að skipti máli. Öllu máli.“ — Heimir Snorrason (Morgunblaðið) Taumlaust frelsi eða eilíf ánauð, þitt er valið. Með heimspeki, skotvopnum, kukli, eiturlyfjum og kynlífi berst INVISIBLES hryðjuverkahópurinn fyrir því að minnka blindblettina í vitund okkar. H v a ð e r í e f t i r r é t t ? H v e r f i s g a t a 10 3 . s . 552 9 011 M y n d a s ö g u v e r s l u n i n LAUGARDAGINN 17. ÁGÚST: Kl. 17.00 – Grant Morrison áritar verk sín í myndasöguversluninni Nexus. Kl. 20.00 – Grant Morrison flytur erindi um myndasögur í Grófarsal í húsi Borgarbókasafnsins við Tryggvagötu. BSG Vesturgötu 2 sími 551 8900 Björgvin, Sigga og Grétar í kvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.