Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. TILLAGA Íslands um að Sameinuðu þjóðirnar safni saman á einn stað upplýsingum um mengun hafsins er komin inn í drög að yfirlýsingu leið- togafundar Sameinuðu þjóðarinnar um sjálfbæra þróun. Allar líkur eru á að tillagan verði samþykkt. Siv Frið- leifsdóttir umhverfisráðherra segir þetta mikinn sigur fyrir Ísland, en stjórnvöld hafi á liðnum árum lagt mjög mikla áherslu á það á alþjóð- legum vettvangi að dregið verði úr mengun hafsins. „Umhverfisráðuneytið hefur lagt afar mikla áherslu á að vinna að vörn- um gegn mengun sjávar. Á alþjóðleg- um vettvangi höfum við sett þetta mál í forgang. Við lögðum til að það yrði settur upp vettvangur innan Samein- uðu þjóðanna þar sem safnað yrði gögnum á einn stað um mengun hafs- ins. Við teljum að þegar upplýsingar um þetta liggja fyrir verði auðveldara að ná samstöðu um þá pólitísku ákvörðun að vernda hafið,“ sagði Siv. Siv sagði að eftir að sett var á stofn nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna sem safnaði upplýsingum um áhrif losunar gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið hefði athygli heimsins beinst að þessu vandamáli og þrýst- ingur aukist á að taka á málinu. Siv sagði að Ísland væri búið að leggja mikla vinnu í þetta mál. Það hefði fyrst verið tekið upp á fundi Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna í Nairobi í Kenýa. Málið hefði síðan áfram verið til umræðu á ráðstefnu FAO í Reykjavík um sjálf- bærar fiskveiðar. Á undirbúnings- fundi fyrir leiðtogafundinn í Jóhann- esarborg, sem haldinn var á Balí fyrr á þessu ári, hefði tillaga Íslands feng- ið mjög góðar viðtökur. Nú benti flest til að tillagan yrði samþykkt á fundinum í Jóhannesar- borg, sem hefst 26. ágúst. Ríkis- stjórnin hefur samþykkt stefnuskrá um sjálfbæra þróun til ársins 2020. Tillaga Íslands er í drögum að ályktun um sjálfbæra þróun SÞ safni upplýsingum um mengun hafsins  Árangur hefur/30 STARFSMÖNNUM sundlaug- arinnar á Tálknafirði tókst með snarræði að bjarga tíu ára dreng frá drukknun í gær þegar hann festist í stiga í lauginni. Þetta er þriðja tilvikið á tæpum mánuði þar sem rétt viðbrögð fullorðinna hafa komið í veg fyrir banaslys á börnum í vatni. Slysið á Tálknafirði bar að með þeim hætti að drengurinn, sem var að synda í kafi, festi fótinn í álstiga sem festur er innan á sundlaugarvegginn. Amma hans reyndi í fyrstunni að losa hann og fékk fljótlega aðstoð sundlaug- arvarðar sem tókst að losa fótinn. Þurfti vörðurinn að kafa tvisvar sinnum niður til drengsins áður en fóturinn losnaði. Meðan á þessu stóð missti drengurinn meðvitund og var hann hættur að anda þegar hann náðist upp á bakkann. Þar tók við honum Kristín Ólafsdóttir, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Tálknafjarðar, og hóf blásturs- aðferð og tókst með því að lífga drenginn við. Var hann síðan fluttur með sjúkrabifreið á Sjúkrahúsið á Patreksfirði. Stiginn lokaður og rannsakaður í dag Drengurinn var í dýpri enda laugarinnar þar sem dýpið er um 2 metrar að sögn Kristínar og sagði hún drenginn syndan. Í sam- ráði við Vinnueftirlitið og lög- reglu var tekin ákvörðun um að halda lauginni opinni eftir slysið en stiganum var lokað. Von er á Vinnueftirlitinu í sundlaugina í dag, föstudag, til að rannsaka stigann. Stiginn er eini stiginn sinnar tegundar í lauginni og er þetta í fyrsta skipti sem slys verð- ur í honum síðan hann var settur upp árið 1987. „Ég bað til guðs að barnið lifði þetta af. Það var það eina sem komst að í huganum,“ sagði Krist- ín við Morgunblaðið í gær og sagði starfsfólkið hafa haldið ró sinni við björgunarstarfið. „Þetta vekur fólk til umhugsunar um hvað það er gífurlega mikilvægt að þeir sem vinna við sundlaugar geti brugðist rétt við,“ sagði Kristín, en allir starfsmenn sund- laugar Tálknafjarðar hafa lært skyndihjálp. Læknir á Sjúkrahúsinu á Pat- reksfirði sagði í gær að drengnum liði vel og yrði hann hafður til eft- irlits á sjúkrahúsinu yfir nótt. Síðustu fjórar vikurnar hefur það gerst í þrígang að börnum hefur legið við drukknun en verið bjargað með snarræði fullorðinna. Fyrsta tilvikið var í hótelsund- lauginni í Hveragerði 18. júlí þeg- ar 6 ára dreng var bjargað með- vitundarlausum á þurrt og lífgaður við. Rúmri viku síðar var 18 mánaða stúlkubarni bjargað á síðustu stundu eftir að það féll í garðtjörn á Breiðdalsvík og var nærri drukknað. Sundlaugarverðir á Tálknafirði björguðu barni frá drukknun „Ég bað til guðs að barnið lifði þetta af“ Morgunblaðið/Finnur Pétursson Glaðir starfsmenn sundlaugarinnar að björgun lokinni, f.v.: Kristín Ólafsdóttir forstöðumaður, Fannar Karvel Steindórsson, Kristjana Andrésdóttir, Sigríður Jónsdóttir og Guðlaugur Jónsson. HLUTABRÉF deCODE genetics, móðurfélags Íslenskrar erfðagrein- ingar, kostuðu 2,93 dollara við lok viðskipta á Nasdaq-markaðinum í New York í gærkvöldi og hefur gengi þeirra aldrei verið lægra. Bréfin lækkuðu um 21,5 sent hlut- urinn í gær en í fyrradag var loka- gengi þeirra 3,14 dollarar. Nemur hlutfallsleg lækkun bréfanna 6,85%. Viðskipti voru með 107.800 hluti. Bréf de- CODE aldr- ei lægri LÖGREGLAN á Akureyri og hjálp- arsveitir hófu um hádegi í gær víð- tæka leit að ítölskum ferðamanni sem talinn er týndur á Látraströnd, aust- anvert við Eyjafjörð. Stóð leit yfir fram í myrkur í gærkvöldi. Skv. upp- lýsingum lögreglunnar á Akureyri er leit haldið áfram frá birtingu í dag. Verður leitin þá stórefld og leitað ná- kvæmar á því svæði sem líklegt er tal- ið að maðurinn hafi ætlað að fara um. Fundu ódagsetta bókun Maðurinn, sem heitir Davide Patie og er 33 ára, gaf sig fram við sund- laugarstarfsmann á Grenivík fyrir viku og bað hann að gæta fyrir sig búnaðar meðan hann færi í göngu á Látraströnd. Var reiknað með að maðurinn yrði kominn til baka innan tveggja daga. Búnaðurinn var geymdur fyrir manninn en hans hef- ur ekki verið vitjað síðan. Björgunarsveitarbifreiðar voru sendar í gær á Flateyjardal og í Hval- vatnsfjörð til að grennslast fyrir um manninn og björgunarbátar fóru með ströndinni. Leitarmenn fundu bókun eftir manninn í neyðarskýlinu á Látr- um en hún er ódagsett. Björgunarsveitarmenn gengu yfir Uxaskarð í Keflavík í gær og sigldu auk þess með ströndum á svæðinu. Leitarsvæðið er seinfarið og erfitt yf- irferðar og er eingöngu hægt að aka eftir slóða um mjög lítinn hluta þess. Lögregla og hjálparsveit óska eftir því að þeir sem hafa einhverjar upp- lýsingar um ferðir mannsins hafi samband við stjórnstöð björgunar- sveitarinnar Súlna á Akureyri í síma 460 7553. Víðtæk leit að ítölskum ferðamanni STEINN Sigurðsson hugvitsmað- ur hefur hannað búnað á ryksugu- barka, sem stoppar smáhluti, sem annars gætu farið forgörðum í ruslið. Steinn hefur fengið einka- leyfi fyrir búnaðinum, undir nafn- inu Visio-Vac, í fjórum Evrópu- löndum og Bandaríkjunum og er búnaðurinn nú kominn í fram- leiðslu og dreifingu víða um heim. Nilfisk hefur hafið framleiðslu og sölu á búnaðinum undir nafninu Pelican. Seinna á þessu ári er fyr- irhugað að setja á markað nýja gerð að Visio-Vac, með millistykkj- um, sem gerir kleift að setja bún- aðinn á flestar gerðir ryksugna. Íslenskt hugvit í heimsframleiðslu Morgunblaðið/Jón Svavarsson  Hugvit/B6 Visio-Vac ryksugubúnaður- inn sem Steinn Sigurðsson hefur hannað. ♦ ♦ ♦ ELDUR kviknaði í gömlu sumarhúsi í landi Ölkeldu austan við Staðará í Staðarsveit og var tilkynnt um eld- inn um níuleytið í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar í Stykkis- hólmi kviknaði í út frá gasísskáp sem verið var að tengja. Töluvert af fólki var í húsinu og komust allir út af sjálfsdáðum. Bændur í nágrenninu hófu slökkvistarf og dældu vatni úr nær- liggjandi á með haugsugu sem er notuð til að dreifa mykju. Þeir náðu að koma í veg fyrir útbreiðslu eldsins þar til slökkvilið frá Ólafsvík kom á staðinn. Slökkvistarf gekk vel, að sögn lög- reglu, en því var þó ekki lokið þegar Morgunblaðið fór í prentun. Ljóst er að miklar skemmdir hafa orðið á húsinu. Héldu eldin- um niðri með haugsugu Morgunblaðið/Alfons
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.