Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 13
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2002 13 Tillaga að breytingum á aðalskipulagi 1998-2018: Verslunar- og þjónustulóðir í og við Giljahverfi Akureyrarbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 20. gr. skipulags- og byggingarlaga neðangreindar tillögur að breytingum á aðalskipulagi: A) Lögun verslunar- og þjónustusvæðis við gatnamót Hlíðar- brautar og Borgarbrautar breytist, þannig að það stækki til suðurs og austurs og mörk aðliggjandi verndunarsvæðis breytist til samræmis. Nánari skilgreining landnotkunar og ákvæði um nýtingarhlutfall breytist einnig. B) Skilgreining landnotkunar á lóðinni Kiðagil 1 við gatnamót Merkigils og Kiðagils, sem ætluð hefur verið fyrir hverfis- verslun og þjónustu, breytist úr verslunar- og þjónustu- svæði í íbúðarsvæði. Tillöguuppdráttur með greinargerð mun liggja frammi í þjónustuand- dyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birt- ingu þessarar auglýsingar, þ.e. til föstudagsins 27. september 2002, svo að þeir, sem þess óska, geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir. Tillögurnar eru einnig birtar á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is/ undir: Auglýsingar og um- sóknir/Skipulagstillögur. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl. 16.00 föstudaginn 27. september 2002 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá, sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests, telst vera henni samþykkur. Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar. Akureyrarbær auglýsir: MIKLAR framkvæmdir og end- urbætur standa fyrir dyrum í Miðgarðakirkju í Grímsey. Snorri Guðvarðarson, málarameistari með kirkjumálun sem sérsvið, er mættur til starfa. Miðgarða- kirkja, sem byggð var árið 1867, á nú á ný að klæðast sínum upp- runalegu litum. Það er alla vega útgangspunkturinn sem unnið verður eftir í samráði við Magnús Skúlason, arkitekt og forstöðu- mann húsafriðunarnefndar. Sem sagt litirnir sem kirkjan var mál- uð í fyrir meira en 130 árum verða notaðir að nýju, þó þannig að þeir spili vel og skemmtilega saman, að sögn Snorra. Snorri Guðvarðarson er einn af fáum málurum á Íslandi sem helga sig málun á kirkjum og segir að sér líði einstaklega vel í vinnunni. Snorri telur að það muni taka um tvo mánuði að vinna verkið í Mið- garðakirkju þar sem allt er pens- ilvinna og þá ekki unnið með stórum penslum. Sonur Snorra, Sverrir Páll, mun koma til liðs við föður sinn en hann hefur sérstaklega til- einkað sér viðarmálun en sú mál- unarlist er mikið á undanhaldi. Snorri sagði að litir í kirkjum væru mikilvægir til að veita vel- líðan og hlýju, ekki eingöngu í messuhaldi heldur líka við önnur tilefni eins og tónleikahald. Raflögn Miðgarðakirku verður öll endurnýjuð og sér Ólafur Kjartanson rafvirki um þá hlið. Alfreð Garðarsson er formaður safnaðarnefndar Grímseyjar. Hann sagði að lengi hefði staðið til að endurbæta Miðgarðakirkju innandyra en fyrst hefði kirkjan verið klædd að utan og kirkju- turninn byggður upp. Alfreð sagði líka að fyrir örfáum árum hefði kirkjugarðurinn sjálfur verð hlaðinn upp og ræstur fram. „Miklar umbætur kosta mikið fé og mun verða leitað til húsafrið- unarnefndar og víðar um styrk við þetta stóra verk,“ sagði safn- aðarformaðurinn. Mörgum reynst vel að heita á Miðgarðakirkju Að lokum langaði Alfreð að segja frá því að mörgum mann- inum reyndist vel að heita á Mið- garðakirkju og ef til vill mætti segja að hún væri nokkurs konar „Strandarkirkja“ Norðurlands enda kirkjustaðurinn magnaður í eyju sem er útvörður landsins í norðri. Í sólskininu á dögunum þegar Snorri málarameistari stóð á kirkjutröppunum og var að fá sér kaffisopa í góða veðrinu sá hann stórhveli leika listir sínar í vík- inni fyrir neðan kirkjuna og var það bæði merkileg ogskemmtileg upplifun fyrir kirkjumálarann sem brosti sínu breiðasta. Morgunblaðið/Helga Mattína Snorri Guðvarðarson málarameistari og Alfreð Garðarsson, safnaðarformaður í Miðgarðakirkju. Miðgarðakirkja í sínum upprunalegu litum Grímsey BIKARMÓT Norðurlands í hesta- íþróttum verður haldið við Hrings- holt í Svarfaðardal laugardaginn 17. og sunnudaginn 18. ágúst en knapa- fundur verður haldinn í kvöld. Fimm sveitir taka þátt í mótinu og er keppt í öllum helstu greinum hestaíþrótta. Keppni hefst árla í fyrramálið og stendur fram eftir degi en úrslit í flestum greinum verða háð á sunnudag. Auk hefð- bundins mótshalds verður grillveisla við Hringsholt á laugardagskvöld þar sem ýmsar krásir verða seldar gegn vægu gjaldi. Bikarmót í hestaíþróttum HREFNA Harðardóttir leirlistar- kona sýnir leirverk og hljóðverk íKetilhúsi (litla sal) í Listagilinu Akureyri dagana 17.- 31. ágúst nk. Hugmyndir sem lettneski mál- og fornleifafræðingurinn Marija Gimbutas (1921-1994) hefur sett fram um gyðjudýrkun á forsögu- legum tíma, varð Hrefnu innblást- ur við gerð leir- og hljóðverkanna sem verða til sýnis í Ketilhúsinu. Ketilhúsið er opið alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Á loka- degi Listasumars/Menningarnæt- ur á Akureyri verður opið til kl. 22. Aðgangur er ókeypis. Hrefna Harðardóttir stundaði nám á myndlistarbraut MA og í Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands 1992-1995 og útskrifaðist úr leirlistadeild. Hún hefur sótt nám- skeið í grafík, ljósmyndun og leir- list í Frakklandi, Ungverjalandi, á Ítalíu og Englandi og tekið þátt í mörgum samsýningum hérlendis sem erlendis og er þetta fjórða einkasýning hennar. Hrefna sýnir leir- og hljóðverk ÓPERA á sumarkvöldi er yfirskrift tónleika í Ketilhúsinu á Akureyri laugardaginn 17. ágúst kl. 20.30. Valdimar Haukur Hilmarsson bassa-barítón og Alexandra Rigazzi- Tarling sópran flytja óperur, aríur og dúetta. Valdimar Haukur hefur verið bú- settur í London sl. þrjú ár. Hann ólst upp á Húsavík sem barn í tíu ár, en á ættir sínar að rekja til Eyjafjarðar (Grenivík og Höfða í Höfðahverfi). Alexandra Rigazzi-Tarling er unn- usta hans og eru þau bæði í óperu- deild Guildhall School of Music and Drama í London. Þau eru að gera sig klár fyrir lokaárið sem hefst í sept- ember og hafa verið á tónleikaferða- lagi í Bretlandi og á Íslandi síðan í júlí. Meðal þess sem verður á efnis- skránni í Ketilhúsinu má nefna Brúðkaup Fígarós, Don Giovanni, Faust, Rakarann í Sevilla, Töfra- flautuna, Fídelíó og Porgy og Bess. Miðaverð á tónleikana er 1.000 kr. Ópera á sumar- kvöldi FYRIRTÆKIÐ GV gröfur ehf. bauð lægst í tvö útboðsverk hjá Akureyrarbæ en tilboðin voru opnuð í vikunni. Annars vegar var um að ræða framkvæmdir við gatnagerð og lagnir í hluta Hafnarstrætis, við Samkomu- húsið, og hins vegar í lagningu fráveitulagna frá Glerárbrú við Hjalteyrargötu og að fyrirliggj- andi hreinsistöð í Sandgerðis- bót. Tvö tilboð bárust í bæði verk- in, frá sömu aðilum, GV gröfum og G. Hjálmarssyni hf., og voru öll tilboðin undir kostnaðaráætl- un. Tilboðið í Hafnarstræti nær til nýbyggingar um 400 metra af götu og gangstéttar og gerðar bílastæða á um 100 metra kafla, ásamt hellulögn, frágangi og lögnum. Kostnaðaráætlun bæj- arsins hljóðaði upp á 26,8 millj- ónir króna. GV gröfur buðu 21,8 milljónir króna í verkið eða um 81% af kostnaðaráætlun en G. Hjálmarsson bauð 24,8 milljónir króna, eða um 92%. Kostnaðaráætlun vegna frá- veitulagna frá Hjalteyrargötu í Sandgerðisbót hljóðaði upp á 32 milljónir króna. GV gröfur buðu 17,3 milljónir króna í verkið, sem er aðeins 54% af kostnaðar- áætlun. G. Hjálmarsson bauð 25,6 milljónir króna eða 80% af kostnaðaráætlun. Framkvæmdir hjá Akureyrarbæ GV gröfur buðu lægst ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.