Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Í MORGUNBLAÐINU í gær var
sagt frá því að Landsvirkjun hefði
áhuga á að reisa 8–10 metra háa
stíflu í Laxá fyrir ofan Laxárstöðv-
arnar í Aðaldal ef samkomulag næð-
ist um það við heimamenn. Uppi-
stöðulónið sem yrði til við byggingu
slíkar stíflu yrði um 0,6 ferkílómetr-
ar að stærð, en í dag eru um 0,2 fer-
kílómetrar undir vatni í gljúfrinu
fyrir ofan stöðvarnar. Þykir Lands-
virkjun nauðsynlegt að búa til uppi-
stöðulón þar sem Laxá rennur í dag
beint inn í inntaksgöngin og að
vatnsvélunum og liggur búnaðurinn
undir skemmdum vegna þess hve
mikill ís, grjót og sandur fer í gegn-
um vélarnar. Efnið sem áin flytur
með sér myndi falla til í lóninu sem
Landsvirkjun telur jákvætt.
„Vér gefumst aldrei upp“
Á dögum Laxárdeilunnar á árun-
um 1969–1973 voru uppi nokkuð
stórtækari hugmyndir um að byggja
56 metra háa stíflu í gljúfrinu fyrir
ofan Laxárstöðvarnar og átti heild-
arfallhæðin að vera 83 metrar. Þessi
virkjun var kölluð Gljúfurversvirkj-
un og hefði miðlunarlónið, sem ætl-
unin var að reisa, sökkt meginhluta
af undirlendi Laxárdals.
Þingeyingar voru mjög mótfallnir
þeim áformum og reyndu allt hvað
þeir máttu til að koma í veg fyrir að
þau næðu fram að ganga. Þann 18.
júlí 1970 fóru á þriðja hundrað
manns í mótmælaferð frá Húsavík til
Akureyrar en Akureyrarbær og ís-
lenska ríkið voru eigendur Laxár-
virkjunar. Árið 1983, eða áratug eft-
ir að Laxárdeilan leystist,
sameinuðust Laxárvirkjun og
Landsvirkjun.
Alls munu á annað hundrað bílar
hafa verið í bílalestinni. „Vér gef-
umst aldrei upp“ var fyrirsögn
fréttar á baksíðu Morgunblaðsins
þar sem sagt var frá ferðalaginu og
má segja að það hafi svo sannarlega
verið rétt. Í mótmælum sem bæj-
arstjóranum á Akureyri voru afhent
sagði: „Lýsum vér framkvæmdir
þessar algjörlega ólögmætar og
beint tilræði við atvinnufrelsi vort,
fjárhagslegt sjálfstæði og almenn
mannréttindi, sem oss eru tryggð í
stjórnarskrá ríkisins [...] Vér viljum
benda á, að verði haldið áfram að
ögra Þingeyingum, mun skapast
hættuástand í héraði, sem leitt getur
til óhappa, sem vér getum ekki borið
ábyrgð á.“
Dínamít notað til að sprengja
gat á Miðkvíslarstíflu
Stóðu Þingeyingar við þessa hót-
un sína. Þann 25. ágúst sama ár rufu
andstæðingar Gljúfurversvirkjunar
skörð í stíflugarð í Miðkvíslarstíflu.
Segir í frétt Morgunblaðsins að á
annað hundrað manns hafi komið
saman við stífluna þá um kvöldið
„mannskapurinn tók sig til og rauf
5–8 metra skarð beggja vegna stífl-
unnar, en þar var fyrir steypa og
malarfylling. Var beitt dráttarvél-
um, hökum, skóflum og síðast
dínamíti við þessa framkvæmd,“
segir í fréttinni. Þar kemur einnig
fram að landeigendur fullyrði að
aldrei hafi verið samið við þá um
stíflun Miðkvíslar. „Það hefur oft
komið til tals meðal manna hér að
rjúfa þessa stíflu, enda aldrei lögleg
heimild fyrir byggingu hennar, þótt
eigi hafi komið til framkvæmda fyrr
en nú,“ segir enn fremur í fréttinni.
Við réttarhöld í málinu voru tvær
yfirlýsingar lagðar fram, í annarri
þeira viðurkenndu 88 manns að hafa
tekið þátt í verknaðinum og sögðust
telja hann löglegan. Í hinni lýstu 82
menn því yfir að þeir hafi stuðlað að
framkvæmd stíflubrotsins í orði eða
verki. Alls voru 65 manns ákærðir og
fengu síðar væga skilorðsbundna
dóma fyrir verkið. Í desember sama
ár kærði verktakinn við virkjunina
skemmdarverk á vélum fyrirtækis-
ins en maurasýra hafði verið sett í
olíu tveggja vörubíla. Upplýstist það
mál aldrei. Í byrjun árs 1971 fékk
Landeigendafélag Laxár og Mý-
vatns, sem stofnað var í deilunni,
lögbann á heimild virkjunarinnar til
vatnstöku í Laxá en framkvæmdirn-
ar héldu áfram og höfðaði lögmaður
landeigenda tugi skaðabótamála.
Deilunni lauk ekki fyrr en árið
1973 þegar ríkisstjórn Íslands,
stjórn Laxárvirkjunar og Landeig-
endafélag Laxár og Mývatns, sem
hafði verið stofnað í deilunni, skrif-
uðu undir samkomulag á Stóru-
Tjörnum 19. maí 1973. Í samningn-
um lýsti Laxárvirkjun því yfir að
hún myndi ekki stofna til frekari
virkjana í Laxá umfram þá 6,5 MW
virkjun sem þá var unnið að og sem
ekki hafi vatnsborðshækkun í för
með sér, nema til komi samþykki
Landeigendafélags Laxár og Mý-
vatns. Þá afléttu landeigendur lög-
banni við vatnstöku fyrir nefnda 6,5
MW virkjun og voru málaferli sem
risin voru í felld niður.
Gerðardómur þriggja manna var
skipaður til að skera úr skaðabóta-
kröfum landeigenda á hendur Lax-
árvirkjun. Ríkissjóður samþykkti að
greiða deiluaðilum hæfilega fjárhæð
vegna þess kostnaðar sem þeir höfðu
af málaferlum og að kosta gerð fisk-
vegar framhjá virkjununum við Brú-
ar og upp Laxárgljúfur. Laxárvirkj-
un átti að sjá um að gera fiskileið
framhjá stíflum í Geirastaðakvísl og
Syðstukvísl. Einnig var samiðfrum-
varp til laga um verndun Laxár- og
Mývatnssvæðisins og leggja fyrir
Alþingi. Þau lög eru nú í gildi.
Hugmyndir Landsvirkjunar um stækkun uppistöðulóns ólíkar áformunum í Laxárdeilunni
Dínamít, maura-
sýra og lögbann
Þær hugmyndir sem Landsvirkjun hefur nú
um byggingu 8–10 metra hárrar stíflu í
Laxá eru mjög ólíkar þeim virkjunarfram-
kvæmdum sem fyrirhugaðar voru í lok sjö-
unda áratugarins og byrjun þess áttunda.
Að kvöldi 25. ágúst 1970 safnaðist á annað hundrað Þingeyinga saman
við stíflu Laxárvirkjunar og rauf skörð á stíflugarð í Miðkvísl. Var 5–8
metra skarð rofið beggja vegna stíflunnar. Dráttarvélum, hökum, skófl-
um og dínamíti var beitt við framkvæmdina. Á þessari mynd má sjá hvar
aðeins silungastiginn stendur eftir.
Morgunblaðið/Sv.P.
ÞEIR landeigendur við Laxá í Suð-
ur-Þingeyjarsýslu sem Morg-
unblaðið hafði samband við í gær
voru allir mótfallnir byggingu 8–
10 metra hárrar stíflu í Laxá, en í
Morgunblaðinu í gær var sagt frá
því að Landsvirkjun hefði áhuga á
að byggja slíka stíflu ef samstaða
næðist um það meðal heima-
manna.
Hólmfríður Jónsdóttir, Arn-
arvatni I, segir skiptar skoðanir
um ágæti þessarar hugmyndar.
Íbúum í Laxárdal finnist þetta
ekki spennandi kostur.
„Mér skilst að þessi raf-
orkuframleiðsla skipti svo litlu
máli orðið að það komi jafnvel til
greina að loka virkjunni. Maður
hefur heyrt það, en ég veit ekki
hvort þeir eru bara að hræða fólk
með því,“ segir Hólmfríður.
Hún segir að hugmyndin hafi
verið kynnt þannig að meiri mögu-
leiki væri að laxinn gengi upp ána
í laxastiga ef lónið væri stærra.
Hólmfríður bendir á að lax hafi
aldrei í manna minnum fyrirfund-
ist í efri hluta Laxár og hún sé
ekki hrifin af að raska lífríki ár-
innar. „Ég er ekki fylgjandi þessu.
Það er búið að hræra nógu mikið í
Laxá finnst mér. Við höfum gert
nóg af því að raska náttúrunni og
það er kominn tími til að menn
staldri við og hugsi sig um.“
Hólmfríður tók þátt í baráttu
Þingeyinga í Laxárdeilunni á sín-
um tíma, fór bæði í mótmælaferð
til Akureyrar og tók þátt í að rjúfa
Miðkvíslarstíflu. „Þetta snertir
mann á allt annan hátt en mér
finnst samt ekki að hækkun stífl-
unnar muni hafa það stóra þýð-
ingu fyrir raforkuframleiðslu í
landinu að það sé endilega ástæða
til að vera að raska meira rennsl-
inu í Laxá en orðið er,“ segir hún.
Bændur höfnuðu
hærri stíflu 1997
Áskell Jónasson á Þverá segist
ekki eiga von á því að bændur
myndu samþykkja hækkun á stífl-
unni. Félagsfundur í Veiðifélagi
Laxár og Krákár hafnaði árið
1997 drögum að samningi milli
Landsvirkjunar og landeigenda
við Laxá um hækkun stíflunnar.
Voru 19 fundarmenn á móti og 17
fylgjandi. Segist hann telja að
ekkert hafi breyst frá því.
„Ég er ekki hrifinn af þessu.
Þetta skemmir ána, þetta er mjög
góð veiðiá hér ofan stíflu,“ sagði
Áskell. Veiðisvæðið myndi minnka
þar sem hluti þess færi undir vatn.
Segist hann telja að það væri það
lítill hagnaður af því fyrir Lands-
virkjun að stækka lónið og að
raskið á umhverfinu væri ekki
þess virði. Áskell segist hafa bar-
ist gegn áformum framkvæmda-
raðila í Laxárdeilunni 1969–73 en
ef orðið hefði af framkvæmdunum
hefði land hans farið í kaf að tölu-
verðum hluta.
Völundur Hermóðsson í Álfta-
nesi sem er fyrir neðan Lax-
árstöðvar segir að sandburður
hafi alltaf verið til staðar í ánni og
að gera þyrfti frekari rannsóknir
af afleiðingum af hærri stíflu áður
en það yrði rætt frekar.
Á þessu korti má sjá hvar Landsvirkjun hefur áhuga á að byggja stífluna og hversu stórt uppistöðulónið yrði
miðað við 8, 10 og 12 metra vatnshæð. Landsvirkjun er einkum að skoða lón með 8 eða 10 metra vatnshæð. Á
kortinu má einnig sjá hversu stórt lónið er í dag.
!""
!""
!""
#
$ %
$ "
!""
&'
!""
&'
!""
Landeigendur mótfallnir hærri stíflu