Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 28
LISTIR/KVIKMYNDIR 28 FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ METSÖLUBÆKUR eru jafnan eft- irsótt efni til kvikmyndagerðar. Ekki síst ef þær eru eftir höfunda á borð við Tom Clancy, sem standa að baki fjölda kunnra aðsóknarmynda. Clancy er höfundur bókanna um bandaríska leyniþjónustumanninn Jack Ryan og er The Sum of All Fears fjórða bókin um kappann sem er kvikmynduð. Fyrri myndirnar eru The Hunt For Red October (’90), Patriot Games (’92) og Clear and Present Danger (’94). Allar nutu þær vinsælda, sama hver túlkaði Ryan. Hann var leikinn af Alec Baldwin í fyrstu myndinni, Harrison Ford af- greiddi tvær þær næstu og nú er röð- in komin að Ben Affleck. Hann hefur fengið góða dóma fyrir frammistöðu sína og þótt standa sig það vel í sam- anburði við hákarlana tvo á undan honum að hann er orðinn einn heit- asti karlleikarinn í Hollywood. The Sum of All Fears hefst á því að forseti Rússlands fellur frá og Al- exander Nemerov (Ciarán Hinds), gjörsamlega óþekktur maður, tekur við stjórninni. Enginn veit hvað mannaskiptin boða fyrir samskipti stórveldanna, gömul spenna og of- sóknaræði grípur um sig í vestri. Bill Cabot (Morgan Freeman), æðsti maður bandarísku leyniþjón- ustunnar, ræður Jack Ryan (Af- fleck), ungan mann í Rússlandsdeild- inni, til að fylgjast með málum. Þá gerist voðaatburður, einmitt það sem menn óttuðust mest; höf- uðborg Tsjetsjeníu er lögð í rúst með kjarnorkusprengju. Bandaríkjamenn eru snöggir að skella sökinni á Rússa og vantraustið vex á báða bóga með degi hverjum – þó svo að Ryan þykist þess fullviss að önnur öfl hafi staðið að árásinni. Ryan hefur á réttu að standa en á erfitt með að sanna mál sitt. Á meðan kyndir þetta þriðja afl hatursbál á milli gömlu erkifjend- anna og þegar sprengja fellur á Baltimore er kjarnorkustríð í upp- siglingu – ef Ryan tekst ekki að upp- lýsa ráðamenn stórveldanna um hvað er í gangi, hver sé hinn raun- verulegi óvinur. Leikarar: Ben Affleck (Pearl Harbor, Dogma, Armageddon, Good Will Hunt- ing); Morgan Freeman (Kiss the Girls, The Shawshank Redemption, Un- forgiven); James Cromwell (Babe, L.A. Confidential); Alan Bates (Gosford Park, The Mothman Prophecies, Zorba the Greek). Leikstjóri: Phil Alden Rob- inson (Sneakers, Field of Dreams). Óttinn tekur öll völd Reuters Ben Affleck (sem Jack Ryan) og Morgan Freeman eru stjörnurnar í The Sum of All Fears, sem byggð er á samnefndri metsölubók Toms Clancy. Sambíóin Reykjavík og Akureyri, Laug- arásbíó frumsýna The Sum of All Fears - Hættumörk. Með Ben Affleck, Morgan Freeman, Bridget Moyahan, Alan Bates og John Cromwell. TVEIMUR árum eftir að hin hug- umstóra mýsla, Stuart Little, geyst- ist fram á sjónarsviðið í mikilli að- sóknarmynd, kemur þessi góðkunningi aftur í heimsókn í Stuart Little 2 - að sjálfsögðu. Tvö ár eru einnig liðin síðan Stuart heimsótti Little-fjölskylduna og allt hefur tekið breytingum. Stuart hef- ur dafnað og komið sér vel fyrir á heimili vina sinna. Hann stundar skólanám og ekur eins og fín mús á sínum eigin bíl. Stuart kemur líka að góðu gagni þegar þarf að reynslufljúga flugmódelum og er einnig ákaflega upp með sér yfir hinum frábæru áhrifum sem hann hefur á fótboltalið skólans. Stuart er alsæll með Georg stóra bróðir og systurina Mörtu, nýfædda dóttir Little-hjónanna. Honum er jafnvel farið að líka við kattarófétið Snow- ball. Þó er það svo að Stuart er farinn að þrá að eignast nýjan vin, og hann kemur reyndar, í orðsins fyllstu merkingu, fljúgandi í fangið á hon- um. Því dag einn, þegar Stuart kemur akandi úr skóla, hlemmir slasaður fugl sér í aftursætið. Þegar hann kemst til meðvitundar segir hann Stuart að fálki hafi ráðist á sig og nú þarf Stuart hvorki að kvarta undan vina- né aðgerðarleysi! Enskumælandi leikarar: Michael J. Fox (Mars Attacks!, Back to the Future, I., II., og III.); Geena Davis (Thelma and Louise, Quick Change); Hugh Laurie (The Man in the Iron Mask, Spice- world); Nathan Lane (The Birdcage, Mouse Hunt); Melanie Griffith (Born Yesterday, Paradise); James Woods (The Hard Way, Videodrome); Steve Zahn (Joy Ride). Leikstjóri: Rob Min- koff (Stuart Little, The Lion King). Stuart snýr aftur Smárabíó, Regn- boginn, Laug- arásbíó, Sambíóin Keflavík, Borg- arbíó Akureyri og Ísafjarðarbíó frumsýna Stuart Little 2. Með ís- lensku og ensku tali. Íslenskar leik- raddir: Stúart: Bergur Ingólfsson. Georg: Sigurður Jökull Tómasson. Hr. Kríli: Gunnar Hansson. Frú Kríli: Guðfinna Rúnars- dóttir. Snjóber: Hjálmar Hjálm- arsson. Magga Lóa: Sigrún Edda Björnsdóttir. Fálki: Pálmi Gestsson. Brandur: Stefán Jónsson. Þjálfari ofl.: Örn Árnason. Kennari og Rita: Nanna Kristín Magnúsdóttir. Villi: Sigurður Þórhallsson. Strákar: Alexander Briem, Andri Már Birgisson, Daði Már Guð- mundsson og Matthías Sigurbjörnsson. Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson. Kvikmyndaleikarinn Michael J. Fox ásamt Stuart Kríla, sem hann raddsetur í ensku útgáfunni. Reuters Furðuverur í farsa KVIKMYNDIR Sambíó Kringlunni og Álfabakka Leikstjórn: Barry Sonnenfeld. Handrit: Robert Ramsey og Matthew Stone eftir sögu Dave Barry. Kvikmyndataka: Greg Gardiner. Aðalhlutverk: Tim Allen, Rene Russo, Stanley Tucci, Tom Sizemore, Johnny Knoxville, Dennis Farina, Janeane Garofalo, Patrick Warburton og Jason Lee. 85 mín. USA. Buena Vista Int- ernational 2002. BIG TROUBLE Hildur Loftsdóttir höfundar þess eru ekki alveg með það á hreinu hvert þeir eru að fara. Og Sonnenfeld hefur greinilega kastað til höndum við leikstjórnina. Leikararnir eru hver öðrum leiðin- legri og líka lélegri. Það sést best á leikurunum Patrick Warburton og Johnny Knoxville sem einnig leika í mynd Sonnenfelds MIB 2 sem er líka í bíó. Þar standa þeir (og allir hinir) sig mun betur, en það á sérstaklega við um Knoxville sem er ferlega léleg- ur í þessari mynd. Jason Lee leikur skemmtilegan karakter og Dennis Farina og Janeane Garofalo eru fín að vanda og lyfta myndinni á aðeins hærra plan. Ég geri ráð fyrir að Sonnenfeld hafi ekki alveg fattað handritið, því það vantar hjarta í þetta allt saman. Einhvern smáhjartslátt. Það er samt hægt að skemmta sér á þessari mynd. Annaðhvort ef maður hefur aulahúmor eða er bara nógu ákveðinn í að skemmta sér. Þegar ég fór í bíó voru náungarnir fyrir aftan mig byrjaðir að hlæja einni sekúndu eftir að myndin hófst. Bravó fyrir þeim. ALLIR vilja leika í mynd eftir Barry Sonnenfeld. Það er skiljanlegt. Það er bara verst að stundum gerir hann frekar glataðar myndir. Big Trouble er ein af þeim. Þannig er að einn fráskilinn með táningsson kynnist móður bekkjar- systur hans sem er gift peningagaur. Af einhverjum ástæðum enda þau uppi með kjarnorkusprengju sem þau þurfa að losa sig við. Inn í söguna kemur fullt af alls konar furðulegum persónum sem flækjast hver fyrir annarri á farsakenndan hátt. Þrátt fyrir allar þessar leikstjörnur og Sonnenfeld-gæðastimpilinn virkar myndin ekki. Húmorinn er hrikalega aulalegur, handritið klúðurslegt og ÞAÐ kveður við nýjan tón í teikni- myndagerð með sögu villta folans. Myndin er mun alvarlegri og ljóð- rænni en það sem við erum vön að sjá, með fagurlega gerðum mynd- rænum úrlausnum. Að sama skapi verður myndin nokkuð melódrama- tísk og hreinlega væmin á köflum. Ekki síst þegar foli, foli fótalipri verð- ur ástfanginn. Villti folinn Sindri elst upp í villtri og undurfallegri náttúru vestursins í Norður-Ameríku um það leyti sem hvíti maðurinn er að brjóta sér leið gegnum sléttuna til að leggja undir sig heimsálfuna. Villti folinn er fang- aður og færður í herbúðir. Honum líkar illa frelsissviptingin, og þar með hefst barátta hans við hvíta manninn, en um leið vinátta hans við fangaðan indíána sem hann kynnist þar. Myndin er óður til frelsisins og náttúrunnar. Um leið er þetta saga Bandaríkjanna í upphafi, eins konar vestri. Fyrir bandaríska krakka dregur myndin ekki upp fagra mynd af forfeðrum (flestra) þeirra, sem fanga villta hesta til að ryðja járn- brautarteinum yfir landið. Erkióvin- urinn indíáninn er hins vegar sá sem virðir náttúruna og dýrin sem í henni lifa. Hann er góði maðurinn. Þetta er vestri sagður út frá sjón- arhorni hests. Og það gerir myndina einnig sérstaka. Því ólíkt því og tíðk- ast í teiknimyndum, talar hesturinn ekki. Hins vegar heyrum við hugs- anir hans. Indíáninn segir lítið, það eru helst hermennirnar sem tala. Þetta getur stundum orðið smá rugl- ingslegt. Til þess að túlka síðan áætl- anir og tilfinningar hestsins er mynd- in stútfull af keimlíkum og hvimleiðum Bryan Adams-lögum, sem enginn endir virðist á. Stefán Hilmarsson syngur lögin á íslensku og það hefði ekki verið hægt að finna betri mann í það. Vel gerð og ágæt mynd, en kannski ekki sú skemmtilegasta. Sagan held- ur manni ekki alltaf, er bara ekki nógu áhugaverð og hnitmiðuð. Því miður. Myndrænt séð er myndin vissu- lega afrek. Talsetningin er einnig hin ágætasta þótt reyni minna á þar en vanalega þar sem samræður er á undanhaldi í myndinni. Öðruvísi. Frelsisóður af gresjunni KVIKMYNDIR Sambíó Álfabakka og Háskólabíó Leikstjórn: Kelly Asbury og Lorna Cook. Handrit: John Fusco og Tom Sito. Leik- stjórn ísl. raddsetn: Atli Rafn Sigurðs- son. Aðalhlutverk: Atli Rafn Sigurðsson, Magnús Jónsson, Ólafur Steinn Ingunn- arson. Ísl. lagatextar: Stefán Hilm- arsson. 83 mín. USA. Dream Works 2002. VILLTI FOLINN  Hildur Loftsdóttir MR. BONES vekur eina spurn- ingu: Hvernig í ósköpunum hefur S- Afríkumönnum tekist að pranga þessu drasli inná heimsmarkaðinn? Það væri ráð að fá þann mann hingað norður til að markaðssetja öll „meistarastykkin“ sem hér eru framleidd en komast, af einhverjum dularfullum ástæðum, sjaldnast lönd eða strönd. Myndinni er greinilega ætlað að feta í fótspor The Gods Must be Crazy, og nokkurra „heimildar- mynda“ og „falinnamyndavéla“ – mynda sem nutu vinsælda á Vest- urlöndum fyrir einum 20 árum. Þær byggðust á hálfvitagangi og sljóleika frumbyggjanna. Nú er hvítum blandað saman við, enda „apartheid“ stefnan löngu liðin undir lok. Ekki hefur kvikmyndagerðin braggast við það því Mr. Bones er í hópi leiðinleg- ustu, verst leiknu og gerðu, og ekki síst ógeðfelldustu mynda sem til landsins hafa borist. Eini ljósi punkt- urinn er grípand mbaqanga tónlist- in, sem þó er alltof lítið notuð. Ef ein- hver ætlar á myndina mæli ég því með því að sá hinn sami láti binda fyrir augun og noti aðeins eyrun. Skinin bein KVIKMYNDIR Sambíóin Leikstjóri: Grey Hofmeyr. Tónlist: Julian Wiggins.Aðalleikendur: Leon Schuster, David Ramsey, Faizon Love, Robert Whitehead, James Benney. Sýningartími 100 mín. Warner Bros. S-Afríka 2001. MR. BONES (HERRA BONES) 1⁄2 Sæbjörn Valdimarsson KLUKKUBANAR eða Clockstoppers er hin allra ágætasta fjölskyldumynd af gamla skólanum. Þar lendir unglingspilturinn Zak í ótrúlegum ævintýrum eftir að hlutur úr vísindatilraunum föður hans lend- ir í hans vörslu. Um er að ræða tölvu- úr, sem er þeim eiginleikum búið að geta látið tímann standa í stað fyrir þann sem notar úrið. Eftir að Zak uppgötvar fyrst eiginleika úrsins reynist það mjög gagnlegt til hinna ýmsu hversdagsverka, og á sama tíma kynnist hann skemmtilegri stúlku, Francescu, og ferðast þau saman í „ofurtíma“. En fyrr en varir kemur babb í bátinn, enda eru hættulegri glæpamenn að reyna að hagnýta sér uppgötvunina, og faðir Zaks lendir í lífshættu fyrir vikið. Ólíkt mörgum ævintýramyndum af þessu tagi er umrædd mynd ágæt- lega gerð, og er framvindan spenn- andi og skemmtileg. Persónur Zaks og Francescu eru ágætlega skrifaðar og má segja að leikararnir Jesse Bradford og Paula Garcés haldi myndinni vel uppi með frísklegri frammistöðu. Sérstaklega ber að þakka það hversu Paula er sjálfstæð og manneskjuleg persóna, ólíkt því sem oft gerist þegar „kærustur“ eru annars vegar í bandarískum ung- lingamyndum. Þetta er þó fyrst og fremst barnamynd og þegar gaman- ið er á enda situr lítið eftir. Ekkert venjulegt úr KVIKMYNDIR Háskólabíó Leikstjóri: Jonathan Frakes. Handrit: Rob Hedden, J.D. Stem, D.N. Weiss. Aðal- hlutverk: Jesse Bradford, Paula Carcés, French Stewart, Robin Thomas. Sýning- artími: 94 mín. Bandaríkin. Paramount, 2002. CLOCKSTOPPERS (KLUKKUBANAR) Heiða Jóhannsdóttir ♦ ♦ ♦ ÚTSÖLULOK UM HELGINA Laugavegi s. 511 1750Opið til kl. 21 á morgun Menningarnótt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.