Morgunblaðið - 16.08.2002, Síða 41

Morgunblaðið - 16.08.2002, Síða 41
sagði að það væri gott. Það fór þó svo að harðstjóri sá hafði betur í þeim ójafna leik sem í marga mánuði hefur staðið og við hörmum að góður drengur er fallinn frá langt um aldur fram. Það hefur alltaf verið gott að koma í Hranastaði. Njóta einstakrar gest- risni og hlýhugar, fá að koma með hestana til beitar á haustin, fá að sækja nýreyktan lambsskrokkinn. Fyrir allt þetta og fleira finnst okkur að verði aldrei fullþakkað. Við Didda mín og börn okkar send- um ykkur, kæra Þórdís, dætrum ykk- ar, tengdasonum og barnabörnum innilegar samúðarkveðjur á kveðju- stund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Óli Þór Ástvaldar. Í dag kveðjum við Pétur á Hrana- stöðum, þann vaska mann. Við kynnt- umst og urðum vinir, vil ég segja, eft- ir að ég varð landbúnaðarráðherra. Ég hafði þá hugmynd um, að Pétur var með sykursýki, sem farin var að há honum, en þann sjúkdóm hafði hann tekið á fermingaraldri. En svo vel bar hann sig, að það þurfti sér- staka aðgæslu til að sjá, að hann gekk ekki heill til skógar. Hann fór þangað sem hann ætlaði sér, vann það sem hann vildi og trúnaðarstörf hlóðust á hann. Svo skrýtilegt sem það er kom það mér þess vegna á óvart, þegar hann sagði mér, að nú gæti hann ekki lengur tekið að sér trúnaðarstörf fyr- ir bændur. Þórdís hefur sagt mér, að hann fór síðast í fjós haustið 1999. „Nú get ég ekki meira,“ hafði hann sagt, en auðvitað fylgdist hann áfram grannt með búskapnum og hafði auga á öllu. Ári síðar hitti Þórdís Kristrúnu og sagði henni, að Pétur lægi þar líka á Landspítalanum eins og ég. Á spítulum var hann æ síðan ýmist sunnan eða norðan heiða. Mér er í minni síðast þegar ég sá hann á Landspítalanum, í mars fyrir rúmu ári má ég segja, hversu glaður hann var yfir því, að nú gæti hann farið norður og verið þar, af því að Fjórð- ungssjúkrahúsið væri nú betur tækj- um búið, svo að hann þyrfti ekki suð- ur. Auðvitað voru heimsóknir mínar til Péturs stopular á spítalann, en ég man vel margt sem við spjölluðum og skeggræddum, ekki orðrétt en anda þeirrar umræðu. Pétur var bóndi og Pétur var fjölskyldumaður. Þar var hugur hans allur og gleði mikil yfir því, að Ásta dóttir hans og Arnar skyldu taka við búinu á Hranastöð- um. Það átti ég létt með að skilja, svo mörg handtök, sem Pétur hafði átt þar og Þórdís hafði átt þar. Það er kannski óvænt að komast svo að orði eftir hina ströngu og löngu legu, að Pétur hafi verið gæfumaður í sínu lífi. En það var hann til hinstu stundar með Þórdísi sér við hlið, húsmóðurina og bóndann og lífsförunautinn. Þetta eru orðin mörg orð um síð- asta kapítulann í lífi Péturs á Hrana- stöðum, af því að maður festir hug sinn við hann á þessari stundu. En þegar frá líður verða það hinir kapít- ularnir, sem lífið geymir: Sagan af því hvernig þau Þórdís kynntust og byggðu upp stórbýlið á Hranastöð- um, eignuðust börn og skiluðu arfi sínum til næstu kynslóðar. En þó var Pétur ekki nema 54 ára þegar hann féll frá, svo ungur frá svo miklu dags- verki. Pétur á Hranastöðum var mynd- arlegur á velli og hreinskiptinn, góð- ur bóndi glöggur og fylginn sér. Hann var röggsamur fundarmaður og lá hátt rómur, óragur að taka ákvarðanir og vildi ekki bráðabirgða- lausnir. Hann átti traust bænda, enda var hann metnaðarfullur fyrir þeirra hönd og horfði langt fram. Hann var vaskur maður í sínum veikindum og vildi ekki láta á þeim bera. Hann gegndi trúnaðarstörfum meðan þess var kostur, af því að menn vildu hafa hann með í ráðum. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir vináttu og stuðning á liðnum árum. Ég mun sakna Péturs á Hranastöðum. Blessuð sé minning hans. Halldór Blöndal. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2002 41 ✝ Hrefna Björns-dóttir fæddist í Stóra Sandfelli í Skriðdal 8. ágúst 1911. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 7. ágúst síðastliðinn. Hún var elsta barn hjónanna Guðrúnar Einars- dóttur, f. 8.3. 1884, d. 17.5. 1959, og Björns Antoníussonar, f. 4.10. 1876, d. 30. 5. 1930. Albræður Hrefnu eru: Einar, f. 1913, d. 1996, Hjalti, f. 1915, Ari, f. 1917, d. 1993, Ólafur, f. 1920, d. 1979, og Fjölnir, f. 1922 d. 1995. Auk þess hálfsystkini samfeðra, Leifur og Kristrún. Eiginmaður Hrefnu var Halldór Kristmunds- son, f. 24.2. 1907, d. 9.3. 1972, vél- stjóri, verkamaður og síðar bað- vörður í Kópavogi. Foreldrar hans voru Margrét Magnúsdóttir frá Lambhól, f. 8.10. 1873, d. 30.6. 1953, og Kristmundur Bjarnason frá Bala í Görðum, f. 14.12. 1873, d. 5.1. 1954. Börn þeirra Hrefnu og Halldórs eru: Kristmundur, f. 1939, maki Gróa Jónatansdóttir, Högni Björn, f. 1943, d. 1999, maki Stein- unn Karlsdóttir, Baldur, f. 1946, maki Sólveig Svavarsdótt- ir, og Edda, f. 1948, maki Sturla Snorra- son. Auk þess ólst upp hjá henni sonur Halldórs af fyrra hjónabandi, Harald- ur f. 1933. Barna- börn Hrefnu eru ell- efu og barnabarna- börnin níu. Hrefna ólst upp hjá foreldrum sínum sem fluttu að Mýnesi í Eiða- þinghá árið 1921. Þau Halldór bjuggu fyrst í Reykjavík, en fluttu í Kópavog sumarið 1942 og bjuggu þar síðan. Þau voru á með- al frumbyggja í Kópavogi. Fyrstu árin var hún heimavinnandi en þegar börnin uxu úr grasi hóf hún störf við ræstingar í Kópavogs- skóla og vann þar til 75 ára aldurs. Útför Hrefnu fer fram frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Tengdamóðir mín, Hrefna Björnsdóttir, lést á Hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð, einum degi fyrir 91 árs afmælisdaginn, södd lífdaga. Á Sunnuhlíð hafði hún dvalið um 8 mánaða skeið. Langri ævi er lokið. Ævi sem ekki alltaf var dans á rós- um, en upp úr standa góðu stund- irnar. Aðeins 19 ára gömul kom hún austan af Héraði til Reykjavíkur ásamt veikum föður sínum. Hvorugt sneri aftur heim til langdvalar. Fað- irinn hélt í sína hinstu för, og hefur fráfall hans verið mikil lífsreynsla fyrir svo unga stúlku. Hún fór fljót- lega að vinna í höfuðborginni, var m.a. í vist, starfsstúlka á Kleppi og fleira. Að því kom að hún fann sinn lífs- förunaut, Halldór Kristmundsson. Hann var þá einn með ungan son sinn en eiginkona hans hafði látist úr berklum. Í Kópavog fluttu þau 1942, í bú- stað sem þau Halldór höfðu byggt og nú var gerður að ársbústað. Þá taldi fjölskyldan fjóra. Ekki var þá komið rafmagn eða rennandi vatn og flestalla aðdrætti til heimilisins þurfi að sækja til Reykjavíkur. Þar ræktuðu þau kartöflur og garðá- vexti til heimilisins og höfður nokkr- ar hænur. Þá þurfti að fara með Hafnarfjarðarstrætó báðar leiðir og bera síðan allt til heimilisins heim á Digranesveg 14 en þar bjó Hrefna í 49 ár. En Kópavogur óx og dafnaði og þjónustan batnaði. Hrefna hafði mikið yndi af ferða- lögum um landið og ferðaðist hún þónokkuð hin síðari ár. Á árunum 1966–1975 ferðast hún mikið með ferðahóp sem við hjónin vorum einn- ig þátttakendur í. Þessi hópur fór víða um óbyggðir og á fáfarna staði sem erfitt var að komast til nema á góðum fjallabílum. Hrefna naut þessara ferða til hins ýtrasta og vitnaði oft í ýmsa staði sem við höfð- um komið á. Hin síðari ár fór hún í ýmsar ferðir með fjölskyldunni og eldri borgurum auk sem að fara nokkuð reglulega meðan heilsan leyfði, austur á æskustöðvarnar á Héraði og fleira. Mér er minnisstætt þegar hún stóð á áttræðu og hafði verið í sumarhúsi með okkur hjón- um austur við Laxárvirkjun og við ókum henni til Húsavíkur þar sem hún skellti sér upp í rútu og hélt til Bakkafjarðar að heimsækja frænku sína. Hélt það væri nú minnsta mál að ferðast ein. Hún lét sér annt um allt og alla sem minna máttu sín. Fuglunum var gefið á vetrum, á sumrin var hlúð að blómum og öðrum gróðri. Fyrir nokkrum árum tók hún land í fóstur, ásamt sonarsyni sínum til trjárækt- ar uppi á Vatnsenda. Þar hefur verið gróðursett þónokkuð af trjám og síðast núna í sumar fór hún og leit yfir landið sitt. Barnabörnin og barnabarnabörn áttu hauk í horni þar sem Hrefna var. Hún fylgdist vel með hópnum sínum og gladdist með honum á há- tíðastundum. Meira segja hundarnir í fjölskyldunum voru sérstakir vinir hennar og vissu að þegar hún kom í heimsókn var von á nammi. Hrefna var fremur hlédræg og á mannmótum bar ekki mikið á henni, en af hjálpsemi og fórnarlund átti hún nóg. Ef einhver þurfi aðstoð vegna veikinda eða annars var hún boðin og búin til aðstoðar og skipti þá ekki máli hvort um ættingja eða óskylda var að ræða – hún var stór- brotin kona. Hafðu þökk fyrir allt. Gróa Jónatansdóttir (Stella). Hrefna frænka mín lést 7. ágúst sl. Hún hafði átt við vanheilsu að stríða í rúmt ár, var svo komið að hvíldin hefur verið henni kærkomin eftir langan ævidag. Ég fann sáran harm í hjarta, minningar um sam- veru okkar og vináttu í marga árta- tugi, sem aldrei bar skugga á, komu upp í hugann. Hrefna varð snemma að horfast í augu við alvöru lífsins, nítján ára fylgdi hún föður sínum, Birni í Mý- nesi, fársjúkum til Reykjavíkur. Það er fjarlægt nútímanum hvernig sú ferð var farin. Frá Mýnesi á hestum yfir langan fjallveg og vegleysur til Reyðarfjarðar, þaðan með skipi til Reykjavíkur, a.m.k. tíu daga ferð. Björn afi minn átti ekki afturkvæmt og lést í Reykjavík. Ekki voru nein tök á að fjölskyldan kæmi suður sökum fjarlægðar. Varð Hrefna frænka mín að standa ein að útför föður síns fjarri sínum nánustu. Það hefur verið mikil reynsla fyrir óh- arnað ungmenni að þurfa gegna slíku hlutverki fjarri móður og bræðrum. Hrefna stundaði nám í Eiðaskóla en ekki var kostur á frekari skóla- göngu, vann hún alla tíð hörðum höndum til að sjá sér og sínum far- borða. Hún var bókgefin, átti góðar bækur, var bæði víðlesin og fjölfróð, fylgdist vel með þjóðfélagsmálum; hafði ákveðnar skoðanir á lífinu og tilverunni. Frænka mín var af þeirri kynslóð, sem lagði grunninn og tók þátt í uppbyggingu borgarsam- félagsins, sem reis ört hér á landi á síðustu öld. Má segja að síðan hafi stöðugur straumur fólks legið til þéttbýlis, einkum hingað suður þar sem menntun og atvinna voru fyrir hendi. Leið Hrefnu lá snemma til Reykjavíkur í leit að betri framtíð. Ásamt Halldóri manni sínum var Hrefna ein af frumbyggjum Kópa- vogs, bjó lengst af á Digranesvegi 20a. Það var ekki stórt hús í fer- metrum en þar sem er hjartarúm þar er húsrúm; öllum tekið opnum örmum sem þangað leituðu. Hrefna bar ekki eingöngu um- hyggju fyrir sínum börnum og fjöl- skyldum þeirra, hugtakið stórfjöl- skylda var óþekkt stærð í hennar huga. Þess nutu bræður hennar og bróðurbörn í ríkum mæli. Við börn Einars Arnar bróður hennar í Mý- nesi nutum þess ríkulega. Hjörleifur bróðir minn dvaldist öll námsár sín hjá Hrefnu og var henni eins kær og hann væri sonur hennar. Ekki var harmur hennar minni en okkar sem nær stóðum Hjörleifi bróður mínum er hann lést af slysförum ungur að árum. Laufey dóttir mín dvaldist hjá Hrefnu sín námsár, sonum mínum Einari Erni og Snæbirni veitti hún skjól og umhyggju þegar þeir urðu að fara barnungir til sjós fjarri heimili sínu. Hrefnu var mjög um- hugað um að allir ættu kost á menntun og atvinnu, skildi svo vel af eigin reynslu okkur sem komum ut- an af landi til að leita betri lífsskil- yrða. Það sem einkenndi Hrefnu frænku mína mest var framtak, dugnaður og lífsgleði í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Stóð föst fyrir ef henni þótti á sér og öðrum brotið, gat verið hvassyrt ef henni þótti réttlætinu misboðið. Hrefna var hreinskiptin, mátti ekkert aumt sjá svo að hún vildi ekki úr bæta; sann- ur vinur í raun og vinaföst. Hún var mikill náttúruunnandi, ferðaðist víða um landið eftir að hún hætti störf- um; lagði gjörva hönd á garðrækt og skógrækt. Það er mér og minni fjölskyldu mikil gæfa að hafa átt Hrefnu að, notið nærveru hennar og mann- kosta. Frænka mín hafði góða kímnigáfu, var orðheppin í besta lagi. Marga stundina áttum við sam- an yfir kaffi, pönnukökum og kerta- ljósi. Minning hennar er mér og öðr- um sem henni kynntust góð fyrirmynd þar sem sönn mennska og lífsgleði gefa lífinu gildi hvort sem er í erfiðleikum, sorg eða gleði. Frænka mín hélt reisn sinni og lífs- vilja fram á síðasta dag ævi sinnar. Hrefna hafði mikið dálæti á Hall- dóri Laxness, mér finnst orð skálds- ins í Barni náttúrunnar tjá kveðju- orð mín til hennar: „Sá sem hefur fundið gleðina – hina sönnu lífsgleði, hann er á veginum til guðs.“ Guð blessi minningu Hrefnu frænku minnar, Sigríður Laufey Einarsdóttir. Mig langar að skrifa nokkur orð um ömmu mína hana Hrefnu Björnsdóttur. Amma var ein sú hressasta, skemmtilegasta og um- hyggjusamasta kona sem um getur. En auðvitað eru allar ömmur svo- leiðis. Amma var mikið með mig þegar ég var lítil. Hún passaði mig öðru hvoru þegar ég var í leikskóla og var svo meira með mig þegar ég byrjaði í Kópavogsskóla en ég byrj- aði þar tveimur árum eftir að amma hætti störfum þar, eftir um þrjátíu ára starf. Amma fylgdi mér alltaf á morgnana í skólann. Það var venja að ég labbaði sjálf upp göngustíginn og að húsinu hennar ömmu sem var við Digranesveginn, þar tók hún á móti mér og fylgdi mér yfir götuna og upp í skóla. Þegar snjórinn var mestur varði hún mig gegn hrekkju- svínunum sem voru að kasta snjó- boltum og lét þá heyra það. Þegar ég var komin í fjórða bekk voru flestir vinir mínir farnir að kannast við ömmu mína og einn þeirra kall- aði hana tröllaömmu. Það var ekki vegna þess að hún var stór. Heldur var það vegna þess að þegar hún labbaði tók hún mjög stór skref. Það var alveg rétt hjá honum. Amma arkaði um Kópavoginn daginn út og inn eða allavega þegar hún var ekki að baka pönnukökur eða líta eftir okkur barnabörnunum. Þegar ég sagði í byrjun að amma hefði verið mjög umhyggjusöm þá er það alveg rétt. Hún var alltaf að ítreka að við klæddum okkur vel og þegar við vorum veik áttum við alltaf að vera í sokkum, sama hvað var að okkur, og þótt við lægjum undir sæng. Því að það skipti máli fyrir heilsuna að vera hlýtt á fótunum. Ég vildi ekki koma til ömmu á veturna illa klædd, jafnvel þótt hún byggi innan við hundrað metra frá mér. Þá sneri ég oft við og náði í húfu eða fór í úlpu þegar ég áttaði mig á því að það væri kalt úti. Amma var oft heima þegar ég kom heim úr skólanum að taka til í eldhúsinu eða ryksuga. Svo rak hún mig til að fara að taka til í mínu her- bergi þegar ég kom heim, því hún vildi ekki með drasl hafa. Ég á margar góðar minningar um ömmu kóp sem ég mun geyma í huga mér um aldur og ævi og aldrei skal ég gleyma þér amma mín. Þú varst og ert og munt alltaf vera BEST! Þín Guðrún Svava (Dúna). Góður granni og kær vinkona er kvödd í dag. Hún lauk langri og far- sælli ævi daginn fyrir nítugasta og fyrsta afmælisdaginn sinn 8. þ.m. Það var fyrir 11 árum að við Hrefna fluttum inni nýbyggðar íbúðir í Vogatungunni. Ég flutti um það bil einum mánuði á undan henni. Þá var ekki búið að ganga frá neinu utanhúss, varla komin gata. Ég vissi ekkert um hver yrði nágranni minn, en sá strax að við yrðum í nokkuð nánu sambýli, útihurðirnar okkar sneru hvor á móti annarri, aðeins verönd á milli sem við deildum sam- an. Ég var því nokkuð forvitin að sjá nýja nágrannann. Og mikið leist mér vel á Hrefnu strax þegar ég sá hana þó aldursmunur væri nokkur. Hún var áttræð þegar hún flutti hingað en það voru ekki mikil elli- merki. Hún var svo létt og kvikk, að mér datt oft í hug fjallahind þegar ég horfði á eftir henni ganga upp brekkuna í Vogatungunni. Og svo þegar synir mínir hittu hana hér, þá urðu óvæntir fagnaðarfundir, því þau höfðu ferðast saman í öræfa- ferðum, þeir unglingar og hún kom- in yfir miðjan aldur. Þá sögðu þeir við mig: Mikið ertu heppin að fá Hrefnu fyrir nágranna. Það var sannarlega rétt. Þarna var Hrefna lifandi komin, að leggjast í öræfa- ferðir komin yfir miðjan aldur og vel það. Hún var einstakt náttúrubarn og náttúruunnandi og mikil blóma- og skógræktarkona. Það var nú mikið fjör hjá okkur þegar loks kom að því að farið var að gera lóðina í stand og Einar kom með mold, steina og plöntur. Hann var strax tekinn í „dýrlingatölu“ og þá voru nú bakaðar pönnukökur og kleinur, sem gengu hér heitar um alla lóðina, þegar tilefni gáfust. Og svo komu öll sumrin, þar sem verið var að hreinsa, planta og vökva, með kerfi sem Hrefna hannaði, ég sá hún hefði verið gott efni í verkfræðing, en áð- ur hafði ég séð að hún hefði orðið skógfræðingur sem var nú hennar hjartans mál, ef hún hefði fæðst á síðari tímum þegar stúlkur gátu far- ið í langskólanám, og numið það sem hugur þeirra stóð til. Hrefna hafði dæmalaust góða kímnigáfu og mikið gátum við oft hlegið saman, já, það var svo oft sól- skin í Vogatungunni, líka í rigningu, og þegar við sátum úti á veröndinni okkar og hún fór að byggja skýja- borgir – fyrir framtíðina auðvitað – við gætum byggt glerhús hérna ofan á veröndina, þar yrði svo ágætt að dansa og við gætum deilt með okkur öllum kærustunum okkar, það gæti verið svo hentugt, þá væri alltaf önnur hvor okkar heima, ef hin þyrfti að bregða sér af bæ. Svo var það þegar hún var nokk- uð yfir áttrætt, þá fékk hún sér land til ræktunar til 20 ára. Hún skemmti sér vel þegar hún var að segja frá þessu uppátæki sínu, og mikið var gaman að sjá svipinn á henni og Einari garðyrkjumanni þegar hún var að segja frá þessari síðustu framkvæmd sinni og nú yrði nóg að gera hjá sér næstu 20 árin. Þetta hefði nú alltaf verið áhugamál sitt. Aldrei heyrði ég hana nefna á nafn að hún væri orðin gömul, og gæti ekki þetta eða hitt vegna aldurs, en þó sagði hún á níræðisaldri að hún væri orðin hálflöt við að tjalda, það væri nú kannske hentugra að fá sér bara svefnpokapláss. Já, svona var Hrefna mín, alltaf að standa sig, aldrei að kvarta meðan stætt var. Þeir sem eftir eru í Vogatung- unni: blóm, fuglar og fólk, sakna vin- ar í stað. Megi almættið umvefja Hrefnu og ástvini hennar birtu og blessun. Guðrún Hulda. HREFNA BJÖRNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.