Morgunblaðið - 16.08.2002, Síða 38

Morgunblaðið - 16.08.2002, Síða 38
MINNINGAR 38 FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ GuðmundurIngvar Guð- mundsson stýrimað- ur fæddist í Reykja- vík 30. janúar 1945. Hann varð bráð- kvaddur á ferðalagi í Danmörku mánu- daginn 5. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Hrefna Ingvarsdóttir, f. 6.10. 1921, d. 7.8. 1978, og Guðmundur Eyjólfsson sjómaður, f. 23.7. 1915, d. 21.2. 1945. Stjúpfaðir Guðmundar er Sigurbjörn Ólafs- son útvarpsvirki, f. 27.7. 1919. Bræður Guðmundar eru: 1) Birg- ir Guðmundsson, f. 7.8. 1943, d. 13.1. 1999, maki Helena Svavars- dóttir, f. 15.12. 1947. Börn þeirra eru Linda Sólveig, Brynja Björk og Birgir Fannar. 2) Arnar Sig- urbjörnsson, f. 16.01. 1949, maki Sigrún Sverrisdóttir, f. 22.9. 1954. Börn þeirra eru Eva Ösp, Davíð Örn og Gunnar Hrafn. Synir hans eru Hrannar Björn og Ólafur. 3) Rafn Sigurbjörnsson, f. 31.1. 1955, maki Anna Stein- unn Jónsdóttir, f. 30.3. 1956. Börn þeirra eru Sigur- björn Gauti, Hrefna Björk og Þorsteinn Dagur. Guðmundur kvæntist 7.12. 1967 Guðríði Björk Pálmadóttur, f. 5.3. 1945. Leiðir þeirra skildu í lok árs 1999 en vinskapur þeirra entist til æviloka Guðmundar. Börn þeirra eru Hrefna, sálfræðingur og kennari, f. 13.11. 1966, og Pálmi markaðsstjóri, f. 17.7. 1973, unn- usta Rakel Ragnarsdóttir, f. 31.10. 1973, dóttir þeirra er Björk, f. 22.7. 2002. Eftir barnaskólapróf tók Guð- mundur landspróf frá Héraðs- skólanum á Núpi vorið 1961. Hann hóf nám við Stýrimanna- skólann í Reykjavík haustið 1964 og lauk prófi úr farmannadeild vorið 1967. Útför Guðmundar verður gerð frá Árbæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. ,,Gamli“ er svarað í símann í Hraunbæ 178. Það var Mundi pabbi minn. Reyndar var oft erfitt að ná í hann því hann var mikil félagsvera og var því á ferðinni alla daga. Hann var afar fjölskyldu- og vinarækinn maður og vildi helst heyra í sínu fólki dag- lega, stundum oftar. En ekki var tal- að lengi, skipst á nokkrum setning- um nema þegar eitthvað sérstakt var. Hann hafði síðan þann háttinn á að rétt kíkja við, án fyrirvara og stoppa stutt við. Hann vildi ekki vera til ama. Hann hafði mikinn áhuga á samfélagsmálum og fylgdist vel með því sem var að gerast í fjölmiðlum. Hann las sér til og skiptist á skoð- unum við sína samferðamenn. Hann hafði ákveðnar skoðanir og lá ekkert á þeim, en hann var samkvæmur sjálfum sér. Pabbi minn var óvenju hjartahlýr og einlægur maður. Oft var tárast yf- ir einhverju smáu í Hraunbænum. Í minningunni er hann eitt bros og svo þegar hann hló, þá tísti í honum og líkaminn hristist allur. Þó er óhætt að segja að hann hafi fengið æði erfið hlutskipti í lífinu, mörg og mjög erfið verkefni að fást við. Hann var stoltur maður og ákaflega friðelskandi og það kom berlega í ljós í því hvernig hann tókst á við sín þungu verkefni. Hann var aldrei að íþyngja manni með sínum vandamálum og vildi sem minnst um erfiðleika tala. Hann bað fyrir því fólki sem hann átti eitthvað óuppgert við og hefur sú aðferð reynst okkur hinum til eftirbreytni. Ef honum sárnaði eitthvað við mig, heyrði ég ekki í honum í einn eða tvo daga en síðan var eins og ekkert hefði gerst og hann hringdi: ,,Hrefna mín, mig langaði bara að heyra hvernig þú hefðir það...“. Af honum er því margt að læra sem nýtist í lífs- ins ólgusjó. Hann kenndi mér ungri að tefla og við tefldum auðvitað öðru hverju og eftir hverja skák var tekist í hendur. Drengskapur er afar mikilvægur í öllum íþróttum, sagði pabbi alltaf, og menn verða að kunna að tapa og vinna. Nú er komið að mér að kenna þínum afkomendum allt um dreng- skap, að ógleymdu að kenna þeim að tefla og síðast en þó ekki síst að kenna þeim bænina sem þú kenndir mér og bróður mínum. Hún er dálítið þitt einkenni. Ég kveð þig með þeirri bæn elsku pabbi minn, blessuð sé minning þín og hvíl þú í friði. Trúðu á tvennt í heimi tign sem æðsta ber: Guð í alheimsgeimi, Guð í sjálfum þér. (Steingr. Thorsteinsson.) Hrefna. Hann Guðmundur Ingvar Guð- mundsson „Mundi“ bróðir minn er farinn. – Þar fór falleg og mikið góð sál. Ég er farinn að trúa því að Guð kalli snemma til sín það fólk, sem lok- ið hefur verkefni sínu, sem kennarar okkur, hér á móður jörð. Oft eigum við erfitt með að viðurkenna það þeg- ar viðkomandi persóna er lifandi meðal okkar, en eftir að missirinn er orðinn að veruleika og stórt skarð hefur myndast í sálu okkar, skýrast hlutirnir. Við sjáum hlutina þá í öðru ljósi þegar veruleikinn blasir við. Mundi skilur eftir sig mikið tóma- rúm í hjarta mínu því hann var ein af þeim sálum sem var ekki sátt nema vera búin að hringja, eða koma í heimsókn, nánast á hverjum einasta degi, svona rétt til þess að athuga hvort ekki væri allt í lagi og öllum liði vel. Eftir að Hrefna móðir okkar dó tók Mundi við merkinu sem hún hélt á lofti. Hann tengdi fjölskylduna saman, var sífellt jákvæður í garð allra og mátti hvergi aumt sjá. Mik- inn lærdóm skyldi Mundi eftir sig í hjarta mínu, Önnu konu minnar og barna minna, því hann var þannig sál. Hann hafði sínar skoðanir á hlutun- um sem ekki voru alltaf þær sömu og mínar, en það var allt í lagi, því við vorum báðir öruggir með að við mundum skilja sáttir. Mundi var þannig gerður að hann var sáttur við alla og hann ræktaði alla frá sínum innstu hjartarótum. Minningin um bróður minn Munda, einkennist af hlýhug og mikl- um lærdómi. Ég sakna þín heitt, Mundi bróðir minn, en er sæll í hjarta mínu yfir því að hafa notið þeirra forréttinda að alast upp með þér og kynnast þér sem fallegri manneskju. Megi ljósið vera með þér, minn kæri bróðir, alltaf, Rafn. Það var með gleði í hjarta að ég tók á móti föðurbróður mínum, Munda, á heimili mínu í Árósum, föstudaginn 2. ágúst. Við höfðum ekki sést í langan tíma, en endurfundirnir báru þess lít- il merki. Eftir skamma stund vorum við farnir að ræða heimsmálin eins og venjulega, gera að gamni okkar og svo sat Mundi í sólskini á veröndinni og söng. Allir nærstaddir sáu gleðina skína úr augum hans og hann hafði oft orð á því sjálfur hve glaður hann var að hafa skellt sér í þessa ferð, með aðstoð góðra manna, til að vera viðstaddur brúðkaup mitt næsta dag. Hann taldi það heldur ekki eftir sér að aðstoða við undirbúninginn, svona eins og hann gat, á milli þess sem hann sat í góða veðrinu og fékk sér nýlagað kaffi eða léttöl. Á slíkum stundum greip hann gjarna farsím- ann sinn og spjallaði vel og lengi við sína nánustu, börnin sín, Pálma og Hrefnu, stjúpa sinn hann Sigurbjörn, eða móðursystur sína hana Huldu i Bræðratungunni. Hugur okkar er hjá ykkur öllum, sérstaklega í dag. Í minningum mínum frá heim- sóknum fjölskyldu minnar til Salla afa og Hrefnu ömmu í Skeiðarvoginn og frá ótal öðrum fjölskyldusamkom- um, er Mundi ávallt nærstaddur. Hann var ekki einn af þeim sem alltaf eru í sviðsljósinu, heldur kunni hann vel við að draga sig örlítið í hlé og fá ró og næði til að ræða mikilvæg mál, pólitíkina og framtíð unga fólksins. Það vakti því svolitla undrun mína, þegar Mundi stóð upp i brúðkaups- veislunni minni og flutti öllum við- stöddum kærar kveðjur frá Íslandi og lýsti því yfir hvað við værum nú öll myndarleg og elskuleg. Helmingur gestanna var Danir, sem auðvitað skildu ekki orð af þvi sem hann sagði, en ég er viss um að merkingin hafi komist vel til skila. Hlutverk sitt sem sendiherra föðurættar minnar tók hann alvarlega og skilaði því með þeim sóma sem honum einum var lagið. Munda hafði lengi langað að verða afi og hann fylgdist með bróður sín- um, Birgi, eignast hvert barnabarnið á fætur öðru. Slíkur samanburður er þó engan veginn sanngjarn, enda mörg þeirra barna „fengin að láni“ hjá systkinum móður minnar. Hvernig svo sem það var, þá var Mundi minn nánast að springa af stolti yfir börnunum sínum báðum, þegar hann heimsótti mig. Ein af ástæðunum var augljóslega sú, að þeim er að takast að gera hann að tvöföldum afa á mettíma. Hann veif- aði óspart myndunum sínum af ný- bakaðri Pálmadóttur og hefði áreið- anlega gert slíkt hið sama hefði hann haft tækifæri til að taka myndir af væntanlegu barni hennar Hrefnu. Sunnudaginn sem hann dvaldist hjá okkur, brá Mundi sér í Tívolí ásamt Helenu, móður minni, Reyni, sambýlismanni hennar, systrum mínum og barnahópnum þeirra. Sennilega hefur hann þar verið að undirbúa sig fyrir væntanlegar ferðir í fjölskyldugarðinn í Laugardal með sín eigin barnabörn. Hvað sem því líður, veit ég að hann átti góðan dag, með ótal kaffibollum og tilheyrandi símtölum til ættingja og vina heima á Íslandi. Um kvöldið snæddi svo hóp- urinn kvöldverð saman og þar var áreiðanlega kátt á hjalla. Mánudagurinn fór rólega af stað. Það var pakkað í töskur og fólk bjó sig til heimferðar. Mundi átti pant- aðan lestarmiða til kóngsins Køben- havn, þaðan sem flugvélin myndi svo flytja hann heim. Sendiherrann hafði lokið skyldum sínum í bili. En á leið- inni á brautarstöðina varð Munda svo skyndilega illt og hann yfirgaf tára- dalinn. Áður en nokkur gat áttað sig á hvað gerðist, var hann horfinn á braut. Þrátt fyrir skjót viðbrögð allra viðstaddra, virtist hann aldrei líta um öxl, heldur stika beint af stað inn í ljósið, þar sem ég veit að verður tekið vel á móti honum. Eftir sitjum við, ástvinir hans, með sorg i hjarta og veltum fyrir okkur, hver hafi eigin- lega valið einmitt þennan stað og þessa stund. En það er ekki til neins, Mundi fór alltaf sínar eigin leiðir. Við sendum Hrefnu, Pálma, Gullý og öllum öðrum syrgjendum okkar innilegustu samúðarkveðjur um leið og við þökkum Guði fyrir að hafa kynnst svo hjartahlýjum og hreinum manni. Guð veri með þér, Mundi minn. Birgir Fannar, Dagmar og Hilmar Yngvi, Árós- um, Danmörku. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Hann söng um sumarið og sólina, hann rómaði lífið og tilveruna, en seinna sama dag tilkynnir Birgir Fannar sonur minn okkur að hann Mundi sé allur. Já bilið er oft stutt milli þeirra systra sorgar og gleði. Fyrir tæpum fjórum árum lagði Mundi leið sína til Kaupmannahafnar til að freista þess að bjarga lífi Birgis, blóðbróður síns, svo að ég noti hans orð. Hann fylgdist náið með börnum okkar og barnabörnum, ekki hvað síst eftir lát Birgis. Lítil dama kom hlaupandi til hans og kallaði afi, enda sterkur svipur með þeim bræðrum. Það var okkur fjölskyldunni því mik- ið gleðiefni er hann eignaðist afa- stelpuna hana Björk litlu fyrir tæp- um mánuði og átti hann von á öðru barnabarni í september. Við fjölskyldan þökkum fyrir þá dýrðardaga sem við áttum með Munda í Árósum áður en hann lést. Hann fór glaður og reifur í sína hinstu ferð, eða eins og sagt er, eng- inn ræður sínum næturstað. Við þökkum Munda samfylgdina og vottum Hrefnu, Pálma, Gullý og allri fjölskyldunni okkar dýpstu sam- úð. Helena og Reynir. Öllu er afmörkuð stund, segir í helgri bók. Sú afmarkaða stund sem GUÐMUNDUR INGVAR GUÐMUNDSSON                                                         !" !##$ %&        ! " #$!%   &'  $ (' "'  ) (   $!%     ( )$#  "'  * "' $!% "'  * + &'              $ '(      (     )  * , -&. )/00   1 %  2+  %3  2 44  5'6!        *    +     !,  !##$           - +  5  3 " * "'   # '&'  "'  %  5 "'  - " * "'   ' !%!! "'  ""* "' "'        *  " * "'                $              *& 0* )  ' " 7 8# +   ! + "        !!          * +     ! !##$ .    /  *  " #$*(    *( "2  $#+ "'  &' 2 *( "'  5  2 *( "'  9 #+    !*$*(    ' $5  ( "'  &'  $*(    )' 5$5   "'  $*( "'  #   + (   ' !%$*( "'  :' #$-% %"   *( $*(    * " -$&' "'                $ '                  * #5 0&9  ; " + -  4 5% !2 0    -    )  !1 2 ; "'  !% *%    9 "2 #2 "'   ; *%    -( # % "'  ;  *%     2+ 9 "'  3 *%    *( "2 # + "'  5  2 *% "'  <= 9                   $

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.