Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 16
SUÐURNES 16 FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í KVÖLD verður haldinn kynning- arfundur í Glaðheimum á fyrirhug- aðri parhúsabyggð Búmanna við Hvammsgötu í Vogum. Íbúðirnar eru hugsaðar fyrir 50 ára og eldri. Jóhanna Reynisdóttir, sveitar- stjóri í Vogum, segir að með mark- vissu átaki til fjölgunar íbúum, sem fór af stað árið 1999, hafi barnafólki fjölgað mikið í bænum. Nú sé hins vegar vilji og áhugi fyrir því að bjóða eldra fólki húsnæði á hagstæðum kjörum í bænum. Íbúar í Vogum eru í dag um 850 talsins. Áður en átakið hófst voru þeir um 700. Þetta er í takt við þau markmið sem yfirvöld sveitarfé- lagsins settu sér, en vonast var til að íbúafjöldinn næði 1.000 á fimm árum. Í þeim tilgangi var ákveðið að úthluta 100 nýjum byggingarlóðum í bænum og hafa um 50 byggingarleyfi verið gefin út. Í upphafi ákvað sveitarfé- lagið að greiða niður gatnagerðar- gjöld til að laða að nýja íbúa. Síðan átakið hófst árið 1999 hefur íbúða- verð í Vogum hækkað um 40% og allt sem fer á sölu selst að sögn Jóhönnu. En af hverju fer sveitarfélag í markvisst átak til að fjölga íbúum? Hagstæðari rekstrareining „700 íbúa bæjarfélag er mjög óhagstæð rekstrareining að mörgu leyti,“ segir Jóhanna. „Tilgangurinn var því að hækka tekjur bæjarins. Það kostar nær það sama að reka grunnskóla fyrir 700 og 1.000 manna sveitarfélög. Það kostar jafnmikið eða minna að reka íþróttamiðstöð fyrir fleiri en færri. Eina tilfellið þar sem fjölgun er ekki hagkvæm er gagnvart leikskólanum.“ Jóhanna segir að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi verið markhópur við markaðs- setningu Voga. Það hefur að sögn Jó- hönnu gengið eftir og stór hluti þeirra sem flutt hafa til bæjarins undanfarin ár vinnur á höfuðborgar- svæðinu, enda ekki nema 30 mínútna akstur á milli. Með tvöföldun Reykja- nesbrautar munu samgöngur batna enn frekar. Jóhanna segir að daglega sé sótt um lóðir í Vogum. Nýja byggðin í Norður- og Suður-Vogum saman- stendur enn sem komið er eingöngu af einbýlishúsum. Parhúsabyggð Bú- manna mun breyta því svo og fyr- irhuguð fjölbýlishús Íslenskra aðal- verktaka. Þar verða íbúðir fyrir 60 manns. Búið er að deiliskipuleggja svæðið og beðið er eftir endanlegum teikningum af húsunum og svæðinu í heild. Jóhanna segir að búið sé að tryggja fjármagn fyrir parhúsa- byggð Búmanna, teikningar liggi fyrir og búið sé að semja við verk- taka. Kynningarfundurinn í kvöld mun svo leiða í ljós hvort raunveru- legur áhugi sé fyrir hendi. „Það virð- ist vera mikill áhugi og ef það reynist rétt verður strax hafist handa við byggingu parhúsanna og þau verða þá tilbúin til afhendingar í febrúar.“ Íbúðirnar verða tveggja og þriggja herbergja. „Þegar við fórum út í markaðs- setningu Voga hófum við miklar framkvæmdir, sem meðal annars sneru að stækkun leikskólans,“ segir Jóhanna. „Við gerðum þó ekki ráð fyrir að við fengjum eins hátt hlutfall og raun bar vitni af fólki með börn á leikskólaaldri, svo að leikskóli, sem á að duga fyrir 1.000 manna sveitarfé- lag, er orðinn þéttsetinn. En við stefnum að því að hafa áfram enga biðlista. Húsnæði leikskólans gefur svigrúm til fjölgunar barna, en þörf verður á að fjölga starfsfólki.“ Jó- hanna segir að Vogar séu komnir langt yfir landsmeðaltal í barna- fjölda. „Grunnskólinn er einsetinn. Með því að vera með um 1.000 íbúa þurfum við ekki að skipta niður í fleiri en eina bekkjardeild í hverjum árgangi. Við erum með 18 nemendur að meðaltali í bekk svo við höfum enn svigrúm.“ Þegar hefur verið úthlutað nokkr- um lóðum fyrir iðnaðarhúsnæði. Fyr- irtækið Normi hefur nú flutt starf- semi sína úr Garðabæ í Voga. Í fyrirtækinu starfa um tuttugu manns. Jóhanna segir að á svæðinu þar sem Normi byggði sitt húsnæði, við afleggjarann að Vogum, standi til að úthluta fleiri iðnaðarlóðum á næstunni. Frístundabyggð í Hvassahrauni Tillaga að deiliskipulagi fyrir frí- stundabyggð í Hvassahrauni, rétt við Straumsvík, hefur verið samþykkt í hreppsnefnd Vatnsleysustrandar- hrepps. Beðið er eftir svörum frá Skipulagsstofnun um hvort auglýsa megi tillöguna án breytinga á aðal- skipulagi. Í Hvassahrauni, landi Styrktar- félags vangefinna, hafa undanfarin ár risið kofar og hús af ýmsum stærð- um og gerðum, en svæðið er ekki skipulagt. „Við erum að reyna að stemma stigu við þessari óskipu- lögðu byggð,“ segir Jóhanna. „Við höfum undanfarið verið að láta fjar- lægja ónýt hús af svæðinu, en það hefur gengið misjafnlega vel. En svæðið er mjög fallegt og eflaust margir sem myndu vilja eiga þar sumarhús eins og tillagan gerir ráð fyrir að verði á þessu svæði.“ – En af hverju ætti fólk að flytjast í Voga, fyrir utan lág gatnagerðar- gjöld? „Hér er rólegt og gott að búa. Fyr- ir þá sem stunda útivist er svæðið kjörið. Hér er að finna ótal göngu- leiðir um Reykjanesið sem gaman er að fara. Hér eru líka golfvöllur, hest- húsahverfi og glæsileg íþróttamið- stöð og sundlaug. Við ætlum að fara út í að markaðssetja höfnina okkar sem frístundahöfn. En góð þjónusta er aðeins hluti af aðdráttarafli bæjarins. Andrúmsloft- ið í bænum er afslappað og umhverf- ið fallegt. Við erum líka með átak í umhverfismálum, sem t.d. lýtur að uppgræðslu. Bærinn er því að gróa upp. Margir koma hingað og heillast af staðnum og vinalegu yfirbragði hans.“ Frístundabyggð og fjölbýlishús Ljósmynd/Hilmar Bragi Jóhanna Reynisdóttir, sveitarstjóri í Vogum, segir parhúsabyggðina sérstaklega skipulagða með eldra fólk í huga. Teikning/Landslag ehf. Parhúsabyggðin verður nálægt ströndinni, vinstra megin á nýja skipu- lagssvæðinu. Rauði liturinn táknar lóðir sem þegar er búið að byggja á. Skipulag fyrirhugaðrar parhúsabyggðar Búmanna við Hvammsgötu kynnt í Glaðheimum í kvöld Vogar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.