Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 10
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Elke K. Gunnarsson, bóndakona í Marteinstungu, segir framkvæmdagleði Íslendinga of mikla.
ELKE K. Gunnarsson, bóndakona í
Marteinstungu í Holtahreppi í um
hálfa öld, segist ekki skilja tilgang-
inn með framkvæmdagleði Íslend-
inga. „Á Íslandi búa um 280 þúsund
hræður eða eins margir og við eina
götu í New York. Hvað eigum við að
gera við þetta allt saman? Til hvers
á þessi veita að vera? Handa útlend-
ingum eða Íslendingum? Eigum við
að kosta þessar framkvæmdir til
þess eins að láta draga af þessum
litlu ellilaunum sem maður á eftir að
hafa borgað í hálfa öld?“
Hún segist hafa sínar upplýsingar
um málið úr fjölmiðlum en hafi
reyndar ekki haft tíma til að hlusta á
allt eða lesa vegna þess að tími sinn
sé dýrmætari en svo að hún geti eytt
honum í það, en hún sé mótfallin
hugsanlegum virkjunarframkvæmd-
um vegna þeirra spjalla sem þær
valdi á landinu og áhrifum þeirra á
varpið. „Þessir fuglar verpa eigin-
lega ekki annars staðar og við höfum
engan rétt til að grípa svona inn í
náttúruna.“
Elke segist ekki skilja til hvers
þurfi að ráðast í þessar framkvæmd-
ir. Hún segir alla, sem hún hafi hitt,
vera algerlega á móti þeim og yf-
irvöld verði að hlusta á rödd almenn-
ings. „Yfirvöld eiga ekkert með það
að raska landinu,“ segir hún og spyr
hvað hver einstaklingur þurfi eig-
inlega mikið til þess að hafa í sig og
á. „Þurfa Íslendingar að framleiða
meira ál? Hér er næg atvinna ef fólk
vill vinna og Íslendingar eiga að láta
sér nægja það sem þeir hafa. Við
verðum að stíga varlega til jarðar.“
Kostir og ókostir
Stefán Runólfsson, bóndi á Beru-
stöðum í Ásahreppi, segist vera
ánægður með fyrirhugaða virkjun
en óánægður ef henni fylgi mikil
landspjöll. „Þegar fyrst var talað um
þetta voru greifar í Englandi aðal-
áhugamenn um að vernda Þjórsár-
verin vegna gæsanna, en það er
slæmt ef svo er komið að svoleiðis
menn þyrfti til að skipta sér af nátt-
úruverndarmálum hér,“ segir hann
og bætir við að hann hafi átt loka-
orðin á kynningarfundi um málið
fyrr í sumar og geti endurtekið þau.
„Það þarf rafmagn. Það verður að
virkja og Landsvirkjun vill gera það
þannig að umhverfisspjöll verði sem
minnst. Það er vonandi að það tak-
ist.“
Virkjanir auðvelda
umferð um hálendið
Ísleifur Jónasson, bóndi í Kálf-
holti, segir að sér hafi komið á óvart
að Skipulagsstofnun hafi ekki aðeins
fallist á lón í 575 m hæð heldur líka
lón í 578 m hæð, en hann sætti sig
við báða kostina. „Ég sé ekki mikla
hættu á náttúruspjöllum. Forblaut-
ar mýrar fara undir vatn en þegar
grunnvatnsstaðan hækkar hlýtur sá
gróður einnig að hækka sig með tím-
anum.“
Hann segir að tal þess efnis að
grágæsin komi til með að drukkna
þegar vatn fari yfir svæðið sé á mis-
skilningi byggt. „Hún lagar sig auð-
vitað að aðstæðum auk þess sem
þarna myndast ýmiss konar hólmar
sem hún getur nýtt sér og því held
ég að svæðið verði ekki síðra. Hins
vegar verður að leggja áherslu á að
staðan í lóninu verði sem jöfnust til
að ekki myndist set sem fýkur þegar
lónið er í lægstu stöðu.“
Ísleifur segist vera ánægður með
úrskurð Skipulagsstofnunar enda sé
hann hlynntur virkjuninni. „Mér
finnst þetta ekki vera sú náttúru-
perla sem af er látið og við fórnum
ekki miklum náttúrugæðum. Þetta
er víðfeðmt svæði og aðeins hluti
þess fer undir vatn. Svæðið bara
breytist með þessu.“
Í máli Ísleifs kemur fram að á um-
ræddu svæði sé afskaplega lítið
beitiland. Hann segir að einnig verði
að hafa í huga varðandi virkjanir að
án þeirra væri ekki eins auðvelt að
komast um landið. Þá væri gatna-
kerfið á hálendinu ekki fyrir hendi
með tilheyrandi brúm. „Þeir sem
eru alfarið á móti virkjunum gætu
því aldrei notið náttúrunnar nema
vegna þess að þær eru þarna.“
Ísleifur bendir á að umrót fylgi
öllum mannvirkjum, hvort sem um
sé að ræða virkjanir eða annað. „Það
er dálítið einkennandi í þessari um-
ræðu að þeir sem hafa hæst og eru
mestu náttúruverndarsinnarnar
hafa jafnvel aldrei komið á þessi
svæði. Á Austurlandi eru það heima-
menn sem eru mest áfram um virkj-
un en þeir ættu að bera mesta hag af
því að ekki verði gerð náttúruspjöll.“
Tvískinnungur í málinu
Sveinn Tyrfingsson, bóndi í Lækj-
artúni í Ásahreppi, segir að úrskurð-
ur Skipulagsstofnunar sé hið besta
mál og jákvæður. Allir vilji hafa raf-
orku og virkjun sé leið til þess, en ál-
ver séu tilbúin að borga viðunandi
verð fyrir þessa raforku.
Hann segir að sér finnist merki-
legt hvað hálendið sé orðið vinsælt,
en margir sjái ekki hlutina heima
hjá sér í réttu ljósi. „Alltaf þegar ég
keyri í gegnum Hafnarfjarðar-
hraunið ofbýður mér að það skuli
hafa verið lagður vegur í gegnum
það en það ekki gert að útivistar-
svæði fyrir Reykvíkinga ósnort eða
að mestu. Maður sér oft flísina í ann-
arra augum en ekki bjálkann í eigin
eins og sagt er í biblíunni.“ Í þessu
sambandi bendir hann á að fólk væri
ekki á ferðinni á hálendinu ef ekki
væri búið að virkja á svæðinu. Vega-
gerðin væri ekki búin að setja brýr
eins og yfir Tungnaá og fólk væri
enn að skrölta á Hófsvaði. „Við vær-
um ekki búin að markaðssetja há-
lendið sem náttúruperlu ef ekki væri
hægt að komast þangað.“
Sveinn segir að allar skoðanir eigi
rétt á sér en það þurfi að virkja og
Íslendingar eigi að nýta þessi verð-
mæti eins og önnur landsins gæði.
„Ég hef ekki heyrt nokkurn mann
minnast á það að við eigum að
geyma fiskinn í sjónum til afkom-
enda okkar eins og sumir hafa viljað
meina með hálendið.“
Í umræðunni er mikið rætt um
hugsanleg náttúruspjöll en Sveinn
svarar henni með því að spyrja
hvort fólk hafi hugsað út í hvað
Reykjavíkursvæðið væri fallegt ef
engin byggð væri þar. „Mér hefur
oft dottið í hug hvort við ættum ekki
að gera landnám Ingólfs að þjóð-
garði. Þá gætum við sagt að Reykja-
vík væri eina höfuðborgin í veröld-
inni innan þjóðgarðs og montað
okkur af sjálfbærri þróun. Við hefð-
um heitt vatn en ekki kolakyndingu
innan þessa góða þjóðgarðs.“ Hann
segist halda að flestir þeirra sem séu
á móti Norðlingaölduveitu hafi ekki
séð svæðið en hafa beri í huga að öll
búseta breyti landinu. „Við stoppum
náttúruna ekki upp. Við getum litið
á gljúfrin fyrir neðan Gullfoss og séð
hvar hann hefur verið í gegnum tíð-
ina. Hann hefur ekki alltaf verið eins
og hann er og hann verður ekki allt-
af svona, alveg sama hvort við virkj-
um hann eða ekki.“
Sveinn segir að í ljósi úrskurðar
Skipulagsstofnunar hljóti að verða
farið í Norðingaölduveitu því fram-
kvæmdirnar séu mjög þjóðhagslega
hagkvæmar. „Það er merkilegt að
þeir sömu sem hældu Skipulags-
stofnun fyrir Kárahnjúkaúrskurðinn
skuli skammast nú út í sömu stofn-
un. Það hlýtur að vera tvískinnung-
ur í málinu. Svo skil ég ekki heldur
hvernig fólk getur tengst svona
svæði tilfinningaböndum sem aldrei
hefur komið þangað. Ekki myndi ég
tengjast konu tilfinngaböndum sem
ég hefði aldrei séð.“
Fagleg vinnubrögð hjá
Þjórsárveranefnd
Sveinn Ingvarsson, bóndi í
Reykjahlíð í Skeiða- og Gnúpverja-
hreppi, segist ekki hafa lesið allan
úrskurð Skipulagsstofnunar en
kynnt sér niðurstöðuna auk þess
sem hann hafi kynnt sér málið mjög
vel í gegnum starf Þjórsárvera-
nefndar, m.a. með því að fara á
svæðið og lesa öll handbær gögn, og
unnið mikið að málinu í nefndinni.
Með alla þessa vitneskju í huga hafi
aldrei hvarflað að sér að Skipulags-
stofnun myndi úrskurða í málinu
eins og hún gerði og alls ekki að hún
myndi fallast á lón í 578 m hæð.
Hann segist vera á móti Norðlinga-
ölduveitu fyrst og fremst vegna þess
að hann telji að svæðið sé náttúru-
perla, en hann geri sér grein fyrir
því að hluti af lónsstæðinu sé bara
ógróin öræfi. Hins vegar verði að
hafa í huga að til standi að mynda
lón á afskaplega flatlendu svæði.
Það verði því grunnt og breyting á
hæð þýði gífurlega stærðarbreyt-
ingu á flatarmáli.
Sveinn segist ekki skilja hvað
menn hafi fyrir sér þegar þeir tali
um að framkvæmdinni fylgi óveru-
leg náttúruspjöll, hafi þeir af sam-
viskusemi kynnt sér birt gögn um
svæðið. Vitað sé að öll náttúruleg
framvinda sé óþekkt en eins sé vitað
Úrskurður Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Norðlingaölduveitu
Skiptar skoðanir hjá
bændum í sveitinni
Hjónin Fanney Jóhannsdóttir og Stefán Runólfsson á Berustöðum vilja að farið verði að öllu með gát.
Úrskurður Skipulags-
stofnunar um mat á um-
hverfisáhrifum Norð-
lingaölduveitu fellur
misjafnlega í menn í
Holtahreppi, Ásahreppi
og Skeiða- og Gnúp-
verjahreppi. Steinþór
Guðbjartsson tók púls-
inn á nokkrum stöðum.
Skafti Bjarnason, kaupmaður í
Brautarholti, segir menn enn í
kosningabaráttu.
Sveinn Ingvarsson, bóndi í
Reykjahlíð, undrast úrskurð
Skipulagsstofnunar.
Guðmundur Sigurðsson, bóndi á
Reykhólum, segir að ekki sé ver-
ið að sökkva Þjórsárverum.
FRÉTTIR
10 FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ