Morgunblaðið - 16.08.2002, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 16.08.2002, Qupperneq 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ United Airlines hugsanlega í greiðslu- stöðvun BANDARÍSKA flugfélagið United Airlines, sem er það annað stærsta í Bandaríkjunum, segir að svo gæti farið að það óskaði eftir greiðslu- stöðvun um miðjan nóvember nk. ef verkalýðsfélög, birgjar og aðrir veiti því ekki tilslakanir. Félagið er skuldum hlaðið og sam- bandið við starfsmenn er stirt, en þeir eiga 55% í félaginu. Segja stjórnendur félagsins að kostnaður, sérstaklega laun, sé að sliga félagið og að starfsemin eigi sér ekki rekstr- argrundvöll nema laun starfsmanna verði lækkuð og hagstæðari kjör fá- ist hjá birgjum og undirverktökum. Félagið hefur sótt um ríkisábyrgð á nýjum lánum upp á 1,8 milljarða dala sem ætlað er að bæta sjóðstöðu félagsins. Stjórnvöld setja það skil- yrði fyrir ábyrgðinni að kröfuhafar félagsins slaki á kröfum sínum. Tilkynningin frá United Airlines kemur í kjölfar fleiri slæmra frétta af flugfélögum í Bandaríkjunum. American Airlines áætlar t.d. að segja upp um 7.000 manns og leggja tugum þotna. Gengi hlutabréfa Unit- ed Airlines hefur lækkað um 92% frá því fyrir hryðjuverkin síðasta haust, en það var 2,70 dalir á hlut við lokun kauphallarinnar í New York í gær. SKATTLAGNING á áfengi lækkar væntanlega á Norðurlöndum á kom- andi árum. Þetta er mat Esa Öster- bergs, sérfræðings við finnsku áfengisrannsóknarstofnunina. Hann sagði í erindi sem hann flutti í boði Áfengis- og vímuvarnarráðs í gær um verðlag áfengis á Norðurlöndum að reynslan sýndi að áfengi yrði dýr- ara í verði fyrir neytendur við afnám einkasölu ríkisins. Þá væru einnig líkur á minni aðstoð hins opinbera vegna áfengisvanda við það að skatt- lagning á áfengi lækkaði. Meiri skattlagning á Norðurlöndum Fram kom í máli Esa að skattlagn- ing á áfengi væri meiri á Norður- löndunum en víðast hvar annars staðar í Evrópu. Af Norðurlöndun- um fimm væri hún hæst í Noregi og á Íslandi, þar næst kæmi Svíþjóð og Finnland, en hún væri hins vegar lægst í Danmörku. Hann sagði að þótt skattlagning á áfengi væri nokkuð lægri í Dan- mörku en á hinum Norðurlöndunum væri hún engu að síður töluvert hærri þar en í Þýskalandi. Það gerði meðal annars það að verkum að inn- flutningur á áfengi frá Þýskalandi til Danmerkur til einkaneyslu væri töluverður og því væri skattalækkun þar væntanleg. Hann sagði að svipað ætti í raun við um Finnland gagnvart nágrannalöndunum Rússlandi og Eistlandi. Verð á áfengi væri tölu- vert hærra í Finnlandi en í hinum löndunum og því væri nokkuð um að Finnar keyptu áfengi í þessum lönd- um til einkaneyslu. Vegna nálægð- arinnar ætti hið sama einnig við um Svíþjóð og Noreg. Þá sagði hann að leyfilegt magn áfengis sem ferða- menn mættu hafa með sér, er þeir kæmu til Svíþjóðar og Finnlands frá útlöndum, yrði aukið frá því sem nú er, bæði um næstu áramót og um áramótin þar á eftir. Þrýstingur á minni skattlagningu í þessum lönd- um mundi því án efa aukast á kom- andi árum. Að sögn Esa hefur Ísland nokkra sérstöðu í þessum efnum vegna legu landsins. Ísland væri því í raun spurningarmerki í þessu samhengi þótt reikna mætti með pólitískum þrýstingi í þá veruna að landið stæði ekki eitt eftir með hæstu skattlagn- inguna á áfengi. Fram kom í máli hans að á tíma- bilinu frá árinu 1991 til ársins 1999 hefði skattlagning á áfengi lækkað í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi, hún hefði staðið í stað á Íslandi en hækkað að raungildi í Noregi. Esa Österberg hefur verið sér- fræðingur við finnsku áfengisrann- sóknarstofnunina frá árinu 1973 og hefur unnið að rannsóknum á áfeng- isstefnu Norðurlanda og tengdum verkefnum. Þrýst á um minni skattlagningu á áfengi Morgunblaðið/Arnaldur Esa Österberg, sérfræðingur við finnsku áfengisrannsóknarstofnunina, segir að Ísland hafi sérstöðu meðal Norðurlandanna varðandi mögulega skattlagningu á áfengi, vegna legu landsins. framlegðarhlutfalli á öðrum fjórð- ungi ársins en þeim fyrri sé sú, að þá hafi félaginu borist tilmæli frá stjórnvöldum um að halda olíuverði stöðugu til að stuðla að því að verð- lagsþróun héldist innan rauða striksins í maí. Rekstrargjöld hækkuðu um 7% frá fyrra ári og námu nú rúmum 1,1 milljarði króna. Í fréttatilkynningu segir að þessi hækkun skýrist að- allega af launahækkunum sam- kvæmt kjarasamningum og hækkun á sölu- og dreifingarkostnaði vegna aukinnar sölu á eldsneyti, en aukin eldsneytissala skýrist einkum af stöðvun fiskiskipaflotans í verkfalli sjómanna á síðasta ári. Sex mánaða uppgjör Olíuverzlunar Íslands hf. sýnir bætta afkomu Hagnaður 774 milljón- ir króna Lægri vaxtagjöld og 1,3 milljörðum króna hagstæðari gengismunur Morgunblaðið/Jóra Gengismunur Olíuverslunar Íslands hf. fór úr 756 milljóna króna geng- istapi á fyrstu sex mánuðum síðasta árs í 557 milljóna króna gengishagnað á sama tímabili í ár. Þá lækkuðu vaxtagjöld um 95 milljónir króna. HAGNAÐUR Olíuverzlunar Íslands hf. var 774 milljónir króna á fyrri helmingi ársins, en á sama tímabili í fyrra var 197 milljóna króna tap af rekstrinum. Rekstrartekjur námu rúmum 5,8 milljörðum króna og hagnaður fyrir afskriftir nam 506 milljónum króna. Framlegðarhlut- fall var því 8,7%, en var 9,0% á sama tímabili í fyrra þegar framlegðin var 532 milljónir króna. Ef aðeins er litið á annan fjórð- ung ársins var framlegðin 249 millj- ónir króna og framlegðarhlutfallið 8,2%, en hagnaður þess fjórðungs var 434 milljónir króna. Einar Bene- diktsson, forstjóri Olíuverzlunar Ís- lands, segir að skýringin á lægra Vaxtagjöld minnkuðu um 95 millj- ónir króna og námu 112 milljónum króna og gengismunur batnaði um 1,3 milljarða króna, fór úr 756 millj- óna króna gengistapi í 557 milljóna króna gengishagnað. Hagnaður fyrir skatta nam 938 milljónum króna en í fyrra var tap fyrir skatta 305 milljónir króna. Hagnaður tímabilsins var sem fyrr segir 774 milljónir króna, en hefði verðleiðréttingu verið beitt líkt og áður hefði hagnaðurinn orðið 19 milljónum króna meiri. Veltufé frá rekstri batnaði um 101 milljón króna og nam 491 milljón króna á tímabilinu og veltufjárhlut- fall var 1,28 um mitt ár en 1,25 um áramót. Efnahagsreikningur Olíuverzlun- ar Íslands stækkaði um 5% frá ára- mótum og var 10,7 milljarðar króna um mitt ár. Eigið fé jókst um 21%, í 4,1 milljarð króna, og eiginfjárhlut- fall hækkaði úr 33,2% um áramót í 38,4% um mitt ár. Arðsemi eigin fjár hækkaði úr 6,9% á fyrra ári í 45,4% í ár. HAGNAÐUR samstæðu Haraldar Böðvarssonar hf. nam 784 milljónum króna á fyrri helmingi ársins en í fyrra var 398 milljóna króna tap af rekstrinum og var afkomubatinn því 1.182 milljónir króna. Samstæðan, sem inniheldur dótturfélagið Baltic Seafood SIA í Lettlandi, sem stofnað var í fyrra, skilaði 923 milljóna króna hagnaði fyrir skatta, en í fyrra var 393 milljóna króna tap fyrir skatta, sem þýðir 1.316 milljóna króna bata. Hagnaður samstæðunnar fyrir af- skriftir var 783 milljónir króna og rekstrartekjur námu tæpum 3,1 milljarði króna, sem þýðir að fram- legðarhlutfall var 25,5%. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður fyrir af- skriftir 562 milljónir króna og rekstrartekjur rúmir 2,2 milljarðar og framlegðarhlutfallið því 25,0%. Gengishagnaður á fyrstu sex mán- uðunum í ár var 477 milljónir króna hjá samstæðunni en í fyrra var geng- istap fyrirtækisins 696 milljónir sem þýðir jákvæðan viðsnúning gengis- munar að fjárhæð 1.173 milljónir króna. Vaxtagjöld móðurfélagsins lækkuðu um 104 milljónir og voru nú 142 milljónir króna. Veltufé frá rekstri var 689 millj- ónir króna hjá samstæðunni í ár en 365 milljónir króna í fyrra og hand- bært fé snerist úr 125 milljónum króna til rekstrar í 709 milljónir króna frá rekstri í ár. Þessi jákvæði viðsnúningur í handbæru fé stafar aðallega af því að í fyrra hækkuðu skammtímakröfur en lækkuðu í ár og að birgðir hækkuðu mun minna í ár en í fyrra. Stærð efnahagsreiknings Harald- ar Böðvarssonar breyttist lítið á tímabilinu og er um 8,4 milljarðar króna, en eigið fé óx úr rúmum 2,1 milljarði króna um áramót í tæpa 2,9 milljarða króna um mitt ár og skuld- ir lækkuðu því um rúmar átta hundr- uð milljónir króna. Eiginfjárhlutfall hækkaði úr 25,4% í 34,5% frá ára- mótum og arðsemi eigin fjár var 27,2% við lok tímabilsins. Skuldalækkun sérstakt ánægjuefni Félagið nýtir sér heimildarákvæði í lögum um ársreikninga og beitir verðleiðréttingu eins og gert hefur verið hingað til. Hefði það ekki verið gert hefði hagnaður verið 60 millj- ónum króna lægri og bókfært eigið fé 96 milljónum króna lægra. Heildarafli Haraldar Böðvarsson- ar hf. var tæplega 113 þúsund tonn á tímabilinu, þar af voru um 12 þúsund tonn af bolfiski og 101 þúsund tonn af uppsjávarfiski. Félagið átti um mitt ár 199 milljóna króna birgðir af frystum og kældum afurðum, 106 milljónir króna af mjöli og 36 millj- ónir króna af lýsi. Í fréttatilkynningu frá félaginu er haft eftir framkvæmdastjóra þess, Haraldi Sturlaugssyni, að rekstur- inn hafi gengið vel á tímabilinu og það skili sér í bættum efnahag. Sér- staklega ánægjulegt sé að skuldir fé- lagsins hafi lækkað mikið og að eig- infjárhlutfall hafi aukist umtalsvert. Rekstrarniðurstaðan sé í takt við væntingar félagsins hvað varðar hagnað fyrir afskriftir og veltufé frá rekstri, en fjármagnsliðir hafi verið hagstæðari en gert hafi verið ráð fyrir. Líkur séu á að afkoma ársins í heild verði góð. Haraldur Böðvarsson með 784 milljónir í hagnað Gengismunur batnar um 1.173 milljónir króna frá fyrra ári HAGNAÐUR Loðnuvinnslunnar hf. á Fáskrúðsfirði nam um 295 millj- ónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2002. Árið er fyrsta rekstr- arár félagsins eftir sameiningu við sjávarútvegshluta Kaupfélags Fá- skrúðsfirðinga og er milliuppgjörið því ekki samanburðarhæft við síð- asta ár. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 24% af tekjum eða 339 milljónir. Fjármagnstekjur Loðnuvinnslunnar voru 103 milljón- ir, einkum vegna styrkingar krón- unnar. Afskriftir voru 140 milljónir. Veltufé frá rekstri nam 308 millj- ónum eða um 22% af veltu félagsins. Skuldir og eigið fé námu samtals 2.914 milljónum 30. júní sl. Eigið fé var þá 1.346 milljónir og eiginfjár- hlutfall rúm 46%. Loðnuvinnslan hf. rekur frystihús, fiskimjölsverksmiðju og síldarverk- un auk þess að gera út tvö skip. Hagnaður hjá Loðnu- vinnslunni ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.