Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 22
ERLENT 22 FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð Er ekki kominn tími til að hefja nýtt nám, rifja upp eða bæta við fyrra nám? Þú getur valið námsgreinar eftir þörfum Í MH er hægt að auka við þekkingu sína á mörgum sviðum án þess endilega að stefna að stúdentsprófi. Við skólann eru nú þrjár bóknámsbrautir. Í boði er fjölbreytt nám í raungreinum, tungumálum og samfélagsgreinum. Er þetta ekki eitthvað fyrir þig? Innritun í Öldungadeild MH fyrir haustönn 2002 fer fram dagana 19., 20. og 21. ágúst nk. kl. 12.00-18.00. Námsráðgjafar verða nemendum til aðstoðar þessa daga milli kl. 15.00 og 18.00. Deildarstjórar verða til viðtals miðvikudaginn 21. ágúst milli kl. 17.00 og 18.00. Mikilvægt er að þeir nemendur, sem vilja láta meta fyrra nám, leggi þau gögn inn á skrifstofu. Greitt er sérstaklega fyrir mat á fyrra námi. Skólagjöld ber að greiða við innritun. Þá er mögulegt að innrita sig í gegnum síma. Sjá nánar í Fréttapésa öldunga á heimasíðu okkar. Það getur þú gert hjá reyndum kennurum Menntaskólans við Hamrahlíð. Komdu í heimsókn á heimasíðu okkar! Þar má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar, s.s. stundatöflu vorannar, Fréttapésa öldunga, bókalista og innritunareyðublað fyrir símainnrituna, væntanleg tómstundanámskeið o.fl. Slóðin er; www.mh.is Rektor. KIRSTEN A. Seaver er við- urkenndur og sjálfstætt starfandi fræðimaður á sviði landakortarann- sókna, hún er norsk að uppruna en búsett í Kaliforníu þar sem eig- inmaður hennar er prófessor við Stanford-háskóla. Hún hefur komið tvisvar til Íslands og þekkir vel heimildirnar um siglingar Íslend- inga vestur um haf. Grein eftir hana um jesúítann Josef Fischer, sem hún telur hafa falsað kortið á tuttugustu öld, birtist árið 1995 í bresku fræði- riti um kortagerð fyrri tíma. „Ég er að ljúka við bók um Vín- landskortið vegna þess að mér finnst málið allt heillandi,“ segir Seaver í samtali við Morgunblaðið. „Eitt af því sem ég rak mig á þegar ég fór að kanna textana á kortinu er að sagt er að Leifur heppni og Bjarni Herj- ólfsson hafi siglt saman þegar þeir fundu Vínland. Þetta stangast alger- lega á við það sem stendur í öllum norrænu heimildunum, sögunum og annálum. Þessu var haldið fram í fyrsta sinn árið 1765, þá sigldu þeir saman í fyrsta sinn! Þýskur maður, David Crantz, birti þá bók um sögu Grænlands. Hann kunni engin norræn tungumál og fékk upplýsingar hjá frönskum sagnfræðingi, Henri Mallet, en mis- skildi hann og sagði að Bjarni og Leifur hefðu fundið Ameríku í sam- einingu. Ég kannaði sjálf rit Mallets og hann sagði ekkert í þessa veru. Enginn hafði áður sagt þetta, þess vegna hlýtur kort þar sem þessi vit- leysa er endurtekin að vera seinni tíma tilbúningur. Ég las allt sem hafði verið ritað á ensku, frönsku, þýsku og Norð- urlandamálunum um þessi mál frá 1765 vegna þess að sá sem var svo snjall að hann gat falsað Vínlands- kortið hlaut að hafa skrifað eitthvað. Frá sjónarhóli sérfræðings er Vín- landskortið nefnilega afar vel gert. Þetta er stórkostleg fölsun! Það er stríðni sem tekur engan enda.“ Seaver segist hafa verið stödd í British Museum þegar hún skyndi- lega áttaði sig á því hver höfund- urinn hlyti að hafa verið. „Ég fann alls um 40 skilyrði, ákveðna kunn- áttu, vanþekkingu og sérvisku, at- riði sem falsarinn þurfti að full- nægja og það eru yfirgnæfandi líkur á að maðurinn sé faðir Josef Fischer. Ég hef líka rannsakað vandlega skrift Fischers og fundið augljósa samsvörun við rithöndina á Vín- landskortinu. Hann fæddist 1858 og lést 1944. Fischer var afburða snjall landa- kortasérfræðingur og sagnfræð- ingur, sérgrein hans var heim- skortagerð á 15. og 16. öld. Hann var hins vegar haldinn ofurtrú á því að norrænir menn hefðu fundið Am- eríku og var alveg sannfærður um að einhvers staðar væru til kort sem staðfestu frásagnirnar. Athugum að þetta var löngu áður en fornleif- arnar í L’Anse aux Meadows á Ný- fundnalandi voru uppgötvaðar skömmu eftir 1960. Hann byrjaði frægðarferilinn á því að finna merkilegt kort í göml- um kastala í Þýskalandi. Það er frá 1507 og nafnið America er í fyrsta sinn ritað á þetta kort, stundum er það því nefnt fæðingarvottorð Am- eríku. Hann var einstaklega leikinn í að grafa upp „fyrsta“ kortið, til dæmis fyrsta kortið með nafninu Berlín, fyrsta kortið þar sem getið er hertogadæmisins Lúxemborgar. Það er ekki víst að honum hafi fundist að hann væri beinlínis að falsa Vínlandskortið vegna þess að hann var í raun og veru sannfærður um að slíkt kort hefði verið gert. Uppsigað við nasista Fischer var mikill kennari og stundaði þau störf í Austurríki. En 1938 tóku nasistar landið og fóru þegar að handtaka jesúíta og kaþ- ólska presta, að ekki sé minnst á gyðinga. Fischer var því mjög upp- sigað við nasista. Kenning mín er að hann hafi byrj- að að rissa upp heimskort sem hon- um fannst að hefði einhvern tíma getað verið til. Smám saman bætti hann við ýmiss konar atriðum sem hann vissi að myndu fara hræðilega í taugarnar á nasistum ef svonefndir fræðimenn þeirra sæju kortið. Fyrst og fremst var þetta áreið- anlega spaug en hann vissi að ein- hvern tíma myndi einhver sjá þetta. Líklegast var því að nasískur menn- ingarfrömuður yrði beðinn að segja álit sitt á kortinu. Ef það er skoðað grannt er tvennt sem vekur athygli. Mjög víða eru merktir fjarlægir og afskekktir staðir sem sendimenn Rómarkirkjunnar sóttu heim fyrir óralöngu. Merktar eru inn eyjar heilags Brendans, skýrt frá ferð sendinefndar páfa til Mongóla og ferð Eiríks biskups til Grænlands. En svo er líka sagt frá siglingum norrænna manna vestur um haf. Nasistar voru hugfangnir af víking- unum, litu svo á að þeir væru hluti samgermanskrar ofurmenningar. Hvað hefði nasisti átt að gera ef hann sæi Vínlandskortið? Átti hann að vera hreykinn af landafundum bræðraþjóðanna en kyngja því að fulltrúar páfans væru nær alls stað- ar búnir að stinga niður fæti á undan öllum öðrum, um allan heim? Eða ættu þeir að hunsa þetta allt og þá um leið norrænu afrekin sem minnst er á? Nasistar dunduðu sér oft við að breyta gömlum kortum til að falsa þannig rök fyrir því að germanskt risaveldi ætti sögulegan rétt á því að vera til. Og sögur um nýlendur vík- inga í vestri og austri var hægt að nota í þessum tilgangi – en að sjálf- sögðu ekki jafn auðveldlega ef stað- fest væri að kaþólska kirkjan og sendiboðar hennar hefðu verið löngu búin að kanna þessi lönd. Ég held að Fischer hafi verið viss um að ef raunverulegur fræðimaður rannsakaði kortið myndi hann átta sig á því að um stríðni og fölsun væri að ræða. En hann vildi svo sann- arlega láta manninn hafa fyrir því!“ Kunna ekki norræn mál – En hvers vegna er því enn hald- ið á lofti í Bandaríkjunum að kortið sé ósvikið? „Því miður er það svo að enda þótt nokkuð hafi verið um virðing- arverðar rannsóknir á kortinu hér í Bandaríkjunum eru þær oftast stundaðar af fólki sem kann lítið fyr- ir sér í norrænum fræðum eða nú- tímatungumálum norrænna þjóða. En svo er annað sem er erfitt fyrir fólk utan Bandaríkjanna að skilja. Stundum verða hlutir eins og Vín- landskortið eða Kensington- rúnasteinninn alræmdi að helgi- sögnum og skurðgoðum. Fjöldi fólks gerir þá bókstaflega ekkert annað en að staglast á öllu sem viðkemur þessum hlutum, menn mynda sam- tök og leggja virkilega hart að sér. Þeir geta verið býsna grimmir. Og það er ekki hægt að rökræða við þá sem trúa, fólk sem hlustar ekkert á rök, þá gefst maður upp. Sumir hafa meira að segja plantað veirum í tölvurnar mínar af því að þeir eru svo reiðir yfir því sem ég hef skrifað. En Vínlandskortið er falsað og hvorki Yale-háskóli né British Mus- eum hafa nokkurn tíma talið þennan handritsræfil vera einhvers virði!“ sagði Kirsten A. Seaver. „Þetta er alveg stórkostleg fölsun!“ Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Afkomendur víkinga æfa gamlar bardagalistir á Leifshátíð í Haukadal. KIRSTEN Seaver, bandarískur sagnfræðingur af norskum ætt- um, telur sig hafa fundið höfund Vínlandskortsins svokallaða, sam- kvæmt frétt í franska dagblaðinu Le Monde. Telur Seaver margt benda til að þýskur jesúíti að nafni Josef Fischer sé höfundur korts- ins. Deilt hefur verið um Vínlands- korið frá því á sjöunda áratug síð- ustu aldar. Bandarískur læknir, Paul Mellon, gaf þá Yale-háskóla kortið. Það hafði Mellon keypt á sjötta áratugnum af manni í Con- necticut í Bandaríkjunum. Sá upp- lýsti aldrei hvernig kortið komst í hendur hans. Fljótlega eftir að kortið kom í leitirnar hófust deilur um hvort það væri falsað. Rannsókn var gerð á kortinu á áttunda áratugnum og var niður- staðan sú að það væri falsað. Fleiri rannsóknir hafa verið gerð- ar á kortinu síðan en niðurstöður þeirra hafa verið mjög misvísandi. Niðurstaða rannsóknar á vegum University College í London fyrr á þessu ári benti til að Vínlands- kortið hefði verið teiknað eftir 1923. Önnur rannsókn var sögð benda til þess að kortið hafi verið gert árið 1434, tæpum 60 árum áð- ur en Kólumbus sigldi til Amer- íku, og sanni það því að hann hafi ekki verið fyrsti Evrópumaðurinn sem náði ströndum álfunnar. Kortið er geymt í bókasafni Yale-háskóla en stofnunin hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort það er fölsun eða ekki. Kortið sýnir heiminn eins og víkingar þekktu hann. Á því er að finna teikningu af Atlantshafs- strönd Norður-Ameríku og segir í texta sem þar er að finna á mið- aldalatínu að Leifur Eiríksson hafi fundið Vínland um árið 1000. Í frétt Le Monde er haft eftir Seaver að Josef Fischer sé eini maðurinn sem á tímabilinu 1923– 1957 hafi haft bæði pólitíska og trúarlega ástæðu til verknaðarins sem og hæfileika til að falsa kort- ið. Fischer var sannfærður um að fréttir af landafundum víkinga hefðu borist til Evrópu og Græn- land og Ameríka verið teiknuð inn á landakort á miðöldum. Seaver telur að hann hafi teiknað kortið á árabilinu 1933–1935. Fischer, sem var fæddur í Þýskalandi en bjó í Austurríki, reiddist mjög er nasistar hand- tóku kaþólska presta eftir valda- töku Hitlers árið 1933. Nasistar dáðust mjög að víkingum en Fischer vildi, samkvæmt kenn- ingu Seavers, sýna fram á hversu sterk áhrif kaþólska kirkjan hefði haft á víkinga. Víkingar tóku flest- ir kristni á árunum 800–1000. AP Segir jesúíta höfund Vín- landskortsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.