Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 17
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2002 17 meistar inn. is HÖNNUN LIST LISTSÝNINGAR í tilefni 50 ára afmælis Sjúkahúss Akraness halda áfram og nú hefur verið opnuð sýning með verkum feðginanna Guttorms Jónssonar og Helenu Guttormsdóttir. Guttormur sýnir stóra steinskúlptúra úr íslensku og erlendu bergi en Helena málverk og texta. Guttormur segir að vinna með náttúruleg efni hafi lengi ver- ið viðfangsefni sitt, þar sem hluti af vinnuferlinu felst í að finna hrá- efnið í náttúrunni og hann ýmist vinnur það á staðnum með um- hverfið í huga eða flytur það á vinnustofu til frekari vinnslu. Til þess að ná því besta út úr hverju grjóti er nauðsynlegt að vera með- vitaður um að hver steinn býr yfir sérstökum eiginleikum og getur kennt manni ýmislegt um mynd- unarsögu landa, efnasamsetningu mismunandi bergtegunda, áhrif veðrunar og ferð hafstrauma fyrir utan fagurfræðilegt gildi, svo fátt eitt sé nefnt. Guttormur starfar sem safnvörður við Byggðasafn Akraness. Verk Helenu eru unnin út frá manninum sem lífveru, félagsveru og því óræða sem býr innra með hverjum og einum og gerir enga tvo eins. Hún hefur undanfarið starfað við myndskreytingar, fræðsludeild Listasafns Reykjavík- ur og stundakennslu við LBH. Feðginin hafa haldið einkasýning- ar og tekið þátt í samsýningum. Sýning Guttorms og Helenu stend- ur til loka ágúst. Morgunblaðið/Jón Á. Gunnlaugsson Feðginin Guttormur Jónsson og Helena Guttormsdóttir við eitt verkið. Feðgin sýna verk sín á Akranesi Akranes KRAFTAKEPPNIN Aust- fjarðatröll var haldin á Djúpavogi og Breiðdalsvík í sjötta sinn um síðustu helgi, en þar tókust á átta tröll- vaxnir kraftakallar í tvo daga. Eftir æsispennandi keppni sigraði Jón Valgeir Williams Benedikt Magn- ússon með einu stigi. Keppnin byrjaði á föstu- degi á Djúpavogi þar sem keppt var í þremur grein- um af átta. Byrjað var á bíldrætti á höndum við Hótel Framtíð, bíldrátturinn var sérstakur að því leyti að dreginn var pallbíll og sátu keppendur í pallinum, spyrntu í gaflinn og drógu sig sjálfa með og þurftu einnig að leggja frá sér kaðalinn hjálparlaust. Á Djúpavogi var einnig keppt í drumbalyftu við Voginn og brúsa- lyftu við Löngubúð. Jón Valgeir hafði nauma forustu eftir fyrri dag. Á laugardeginum var keppt á Breiðdalsvík og byrjað á Steina- tökum við Álfastein teknir steinar frá 90 kílóum til 152 kílóa og sett- ir á stall, 140 kílóa steinninn reyndist mönnum erfiður, enda bleyta og steinninn afsleppur. Næst var þrælaþraut við Óskaup þar sem keppendur keyrðu á und- an sér landsins stærstu hjólbörur sem eru 800 kíló að heildarþyngd. Næst var bóndaganga við frysti- hús, þar var borinn stór reka- drumbur 20 metra vegalengd og tveir 90 kílóa mjólkurbrúsar til baka. Í víkingaglímunni sem fór fram næst við Ellabryggju sigraði Benedikt Magnússon og komst þar með fram úr Jóni Valgeiri sem haldið hafði forustunni fram að því. Það var síðan í trukka- drættinum sem var síðasta greinin og fór fram við Handverkshúsið þar sem dreginn var þriggja há- singa trukkur frá Arnarfelli að Jón Valgeir náði að komast aftur fram úr Benedikt og vinna keppn- ina með eins stigs mun. Úrslitin urðu: Jón Valgeir með 54 stig, Benedikt með 53, Ingvar Ingvarsson 45, Baldur Sigurðsson 39, Elvar Óskarsson 33, Víkingur Traustason 32, Erlendur Ósk- arsson 21 og Njáll Torfason 11 stig. Þetta verður að teljast mjög góður árangur hjá Benedikt sem er aðeins 19 ára. Einnig hjá bræðrunum Elvari og Erlendi Óskarssonum sem tóku nú þátt í sinni fyrstu kraftakeppni. Það er Njáll Torfason, kraftakarl og hót- elhaldari á Breiðdalsvík, sem skipuleggur keppnina Aust- fjarðatröll nú í sjötta skipti en hann rekur Hótel Bláfell á Breið- dalsvík ásamt Kristínu Ársæls- dóttur, konu sinni. Krafta- keppnin Aust- fjarða- tröll Kraftajötnarnir átta samankomnir fyrir utan Hótel Bláfell á Breiðdalsvík með verðlaun sín. Víkingur „heimskautabangsi“ Traustason, bræðurnir Elvar og Er- lendur Óskarssynir, Benedikt „litli“ Magnússon sem varð í öðru sæti, Jón Valgeir Williams sem sigraði, Baldur „skafl“ Sigurðsson, Ingvar „tortímandi“ Ingvars- son sem varð í þriðja sæti og Njáll „skelfir“ Torfason sem skipulagði keppnina. Norður-Hérað Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.