Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 45
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2002 45
FJÖLBRAUTASKÓLI Vesturlands,
Garðyrkjuskóli ríkisins og Símennt-
unarmiðstöð Vesturlands hafa ákveð-
ið að standa saman að því að bjóða
upp á nám fyrir umsjónarmenn gras-
valla, svo sem golf- og knattspyrnu-
valla.
Gert er ráð fyrir að þetta verði 49
eininga nám og þar af geti nemendur,
sem þegar hafa lokið námi í skrúð-
garðyrkju, sleppt 18 einingum. Nám-
ið verður sniðið að þörfum fólks í
fullri vinnu og mestur hluti þess verð-
ur með fjarkennslusniði. Þátttakend-
ur hittast tvisvar til fjórum sinnum á
hverri önn í tvo til fjóra daga í hvert
skipti. Þeir sem lokið hafa garðyrkju-
námi geta klárað öll námskeið sem
þeir þurfa að taka á tveim árum, aðrir
geta lokið náminu á þrem árum.
Fyrir liggur yfirlýsing frá Elm-
wood-háskóla í Cupar í Skotlandi um
að skólinn taki nemendur sem lokið
hafa námsbraut í grasvallafræðum
beint inn á annað ár á námsbraut í
umsjón golfvalla. Nánari upplýsingar
um námið er hægt að fá hjá Símennt-
unarmiðstöð Vesturlands en skrán-
ingu í námið á vera lokið fyrir 20.
ágúst.
Nám fyrir
umsjónarmenn
grasvalla
Í FIMMTUDAGSBLAÐINU 14.
ágúst á blaðsíðu 2 var Eiríkur Ólafs-
son sagður útgerðarstjóri Kaup-
félags Fáskrúðsfirðinga. Hið rétta er
að hann er útgerðarstjóri Loðnu-
vinnslunnar hf.
Í andlátsfrétt um Guðmund Þor-
steinsson sem birtist í blaðinu í gær
var hann sagður hafa fæðst á Þór-
bakka og eiga þrjú barnabarnabörn.
Hið rétta er að hann fæddist á Sól-
bakka og átti fimm barnabarnabörn.
Beðist er velvirðingar á þessum mis-
tökum.
Hinsegin dagar leigðu
Ingólfstorg
Í fréttum blaðsins í vikunni af slys-
inu á Ingólfstorgi sl. laugardag sagði
að Samtökin ’78 hefðu leigt Ingólfs-
torg fyrir skemmtiatriði. Það leið-
réttist hér með að Hinsegin dagar,
sem eru samtök með eigin kennitölu,
voru leigjendurnir en Samtökin ’78
eiga aftur á móti aðild að Hinsegin
dögum ásamt fleiri samtökum. Beð-
ist er velvirðingar á mistökunum.
Útgerðarfélag Akureyringa
Í frétt sem birtist í viðskipta-
blaðinu í gær var rangt farið með
nafn Útgerðarfélags Akureyringa er
það var nefnt Útgerðarfélag Akur-
eyrar. Beðist er velvirðingar á þess-
um leiðu mistökum
LEIÐRÉTT
LOKAHÁTÍÐ sumardvalarheimilis-
ins í Reykjadal í Mosfellsbæ verður
haldin laugardaginn 17. ágúst nk. og
hefst dagskráin kl. 15.00. Öllum
dvalargestum, foreldrum og öðrum
velunnurum félagsins er boðið að
koma og taka þátt í hátíðinni og
gæða sér á veglegum veitingum.
Ýmsir skemmtikraftar stíga á
svið, m.a. Blikandi stjörnur, starfs-
menn Reykjadals og í lok hátíðarinn-
ar ætlar hljómsveitin Flauel að leika
fyrir dansi.
Lokahátíð
Reykjadals
LAUGARDAGINN 17. ágúst kl. 14–
16 verður gengið á Ingólfsfjall frá
Alviðru. Sigríður Sæland og Árni
Erlingsson fara fyrir göngunni. Far-
ið verður um Gönguskarð upp á brún
og þaðan niður aftur. Boðið er upp á
kakó og kleinur að göngu lokinni.
Þátttökugjald er 700 kr., fyrir full-
orðna, frítt fyrir börn.
Gengið á
Ingólfsfjall
Í DAG, föstudaginn 16. ágúst, kl. 12
verður formleg opnun Góða hirðis-
ins, nytjamarkaðar SORPU og líkn-
arfélaganna, að loknu sumarfríi og
verður gestum og gangandi boðið
upp á kaffi og köku í tilefni dagsins.
Markmið Góða hirðisins er að
stuðla að endurnotkun, minnka sóun
og láta gott af sér leiða, því ágóði af
sölu í Góða hirðinum fer til líknar-
mála.
Árlega er veittur styrkur til þess
líknarfélags sem verður fyrir valinu
hverju sinni. Þau líknarfélög sem
hlotið hafa styrk hingað til eru: Þjón-
ustusetrið, þar sem nokkur líknar-
félög hafa aðsetur, Félag dauf-
blindra og félagasamtökin Einstök
börn, en hvert félag hefur hlotið um
hálfrar milljóna króna styrk.
Á endurvinnslustöðvum SORPU
eru sérstakir nytjagámar þar sem
fólk getur losað sig við gamla hluti
sem enn hafa óskert notagildi.
Góði hirðirinn er í Hátúni 12 og
verslunarstjóri er Sólrún Trausta
Auðunsdóttir.
Finna má upplýsingar um Góða
hirðinn á heimasíðu SORPU www.
sorpa.is/user/cat/14.
Góði hirðirinn
opnaður á ný
UFFE Balslev blómaskreytir heldur
námskeið í blómaskreytingum dag-
ana 26. til 30. ágúst frá klukkan 9 til
17. Kenndir verða mismunandi
blómvendir, skreytingar, brúðar-
vendir, kransar o.fl. Námskeiðin
fara fram í Hvassahrauni.
Námskeið í blóma-
skreytingum
rx300
LEXUS STYRKIR SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS.
LEXUS N†B†LAVEGI 6 SÍMI 570 5400 WWW.LEXUS.IS
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
TO
Y
18
51
2
0
8/
20
02
Enda flótt Lexus RX300 eigi heima bæ›i á vegum og
utan vega, á hann ekki heima í f lokki me› neinum
ö›rum bí l . fia› er vegna fless a› hann er gæddur
sama st í lbrag›i , flægindum og aksturseiginle ikum og
úrvals fólksbí l l og t i l v i›bótar er hann har›ur af sér
og f jö lhæfur e ins og sí tengdur a ldr i fs bí l l . Hann er
akandi mótsögn. En ævinlega á flann veg sem best
ver›ur á kosi›. Lei t i› nánari uppl‡singa hjá söludei ld
Lexus í s íma 570 5400. www.lexus. is
Jeppi sem er eins og lúxusbíll?
E›a lúxusbíll sem er eins og jeppi?