Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2002 45 FJÖLBRAUTASKÓLI Vesturlands, Garðyrkjuskóli ríkisins og Símennt- unarmiðstöð Vesturlands hafa ákveð- ið að standa saman að því að bjóða upp á nám fyrir umsjónarmenn gras- valla, svo sem golf- og knattspyrnu- valla. Gert er ráð fyrir að þetta verði 49 eininga nám og þar af geti nemendur, sem þegar hafa lokið námi í skrúð- garðyrkju, sleppt 18 einingum. Nám- ið verður sniðið að þörfum fólks í fullri vinnu og mestur hluti þess verð- ur með fjarkennslusniði. Þátttakend- ur hittast tvisvar til fjórum sinnum á hverri önn í tvo til fjóra daga í hvert skipti. Þeir sem lokið hafa garðyrkju- námi geta klárað öll námskeið sem þeir þurfa að taka á tveim árum, aðrir geta lokið náminu á þrem árum. Fyrir liggur yfirlýsing frá Elm- wood-háskóla í Cupar í Skotlandi um að skólinn taki nemendur sem lokið hafa námsbraut í grasvallafræðum beint inn á annað ár á námsbraut í umsjón golfvalla. Nánari upplýsingar um námið er hægt að fá hjá Símennt- unarmiðstöð Vesturlands en skrán- ingu í námið á vera lokið fyrir 20. ágúst. Nám fyrir umsjónarmenn grasvalla Í FIMMTUDAGSBLAÐINU 14. ágúst á blaðsíðu 2 var Eiríkur Ólafs- son sagður útgerðarstjóri Kaup- félags Fáskrúðsfirðinga. Hið rétta er að hann er útgerðarstjóri Loðnu- vinnslunnar hf. Í andlátsfrétt um Guðmund Þor- steinsson sem birtist í blaðinu í gær var hann sagður hafa fæðst á Þór- bakka og eiga þrjú barnabarnabörn. Hið rétta er að hann fæddist á Sól- bakka og átti fimm barnabarnabörn. Beðist er velvirðingar á þessum mis- tökum. Hinsegin dagar leigðu Ingólfstorg Í fréttum blaðsins í vikunni af slys- inu á Ingólfstorgi sl. laugardag sagði að Samtökin ’78 hefðu leigt Ingólfs- torg fyrir skemmtiatriði. Það leið- réttist hér með að Hinsegin dagar, sem eru samtök með eigin kennitölu, voru leigjendurnir en Samtökin ’78 eiga aftur á móti aðild að Hinsegin dögum ásamt fleiri samtökum. Beð- ist er velvirðingar á mistökunum. Útgerðarfélag Akureyringa Í frétt sem birtist í viðskipta- blaðinu í gær var rangt farið með nafn Útgerðarfélags Akureyringa er það var nefnt Útgerðarfélag Akur- eyrar. Beðist er velvirðingar á þess- um leiðu mistökum LEIÐRÉTT LOKAHÁTÍÐ sumardvalarheimilis- ins í Reykjadal í Mosfellsbæ verður haldin laugardaginn 17. ágúst nk. og hefst dagskráin kl. 15.00. Öllum dvalargestum, foreldrum og öðrum velunnurum félagsins er boðið að koma og taka þátt í hátíðinni og gæða sér á veglegum veitingum. Ýmsir skemmtikraftar stíga á svið, m.a. Blikandi stjörnur, starfs- menn Reykjadals og í lok hátíðarinn- ar ætlar hljómsveitin Flauel að leika fyrir dansi. Lokahátíð Reykjadals LAUGARDAGINN 17. ágúst kl. 14– 16 verður gengið á Ingólfsfjall frá Alviðru. Sigríður Sæland og Árni Erlingsson fara fyrir göngunni. Far- ið verður um Gönguskarð upp á brún og þaðan niður aftur. Boðið er upp á kakó og kleinur að göngu lokinni. Þátttökugjald er 700 kr., fyrir full- orðna, frítt fyrir börn. Gengið á Ingólfsfjall Í DAG, föstudaginn 16. ágúst, kl. 12 verður formleg opnun Góða hirðis- ins, nytjamarkaðar SORPU og líkn- arfélaganna, að loknu sumarfríi og verður gestum og gangandi boðið upp á kaffi og köku í tilefni dagsins. Markmið Góða hirðisins er að stuðla að endurnotkun, minnka sóun og láta gott af sér leiða, því ágóði af sölu í Góða hirðinum fer til líknar- mála. Árlega er veittur styrkur til þess líknarfélags sem verður fyrir valinu hverju sinni. Þau líknarfélög sem hlotið hafa styrk hingað til eru: Þjón- ustusetrið, þar sem nokkur líknar- félög hafa aðsetur, Félag dauf- blindra og félagasamtökin Einstök börn, en hvert félag hefur hlotið um hálfrar milljóna króna styrk. Á endurvinnslustöðvum SORPU eru sérstakir nytjagámar þar sem fólk getur losað sig við gamla hluti sem enn hafa óskert notagildi. Góði hirðirinn er í Hátúni 12 og verslunarstjóri er Sólrún Trausta Auðunsdóttir. Finna má upplýsingar um Góða hirðinn á heimasíðu SORPU www. sorpa.is/user/cat/14. Góði hirðirinn opnaður á ný UFFE Balslev blómaskreytir heldur námskeið í blómaskreytingum dag- ana 26. til 30. ágúst frá klukkan 9 til 17. Kenndir verða mismunandi blómvendir, skreytingar, brúðar- vendir, kransar o.fl. Námskeiðin fara fram í Hvassahrauni. Námskeið í blóma- skreytingum rx300 LEXUS STYRKIR SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS. LEXUS N†B†LAVEGI 6 SÍMI 570 5400 WWW.LEXUS.IS ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S TO Y 18 51 2 0 8/ 20 02 Enda flótt Lexus RX300 eigi heima bæ›i á vegum og utan vega, á hann ekki heima í f lokki me› neinum ö›rum bí l . fia› er vegna fless a› hann er gæddur sama st í lbrag›i , flægindum og aksturseiginle ikum og úrvals fólksbí l l og t i l v i›bótar er hann har›ur af sér og f jö lhæfur e ins og sí tengdur a ldr i fs bí l l . Hann er akandi mótsögn. En ævinlega á flann veg sem best ver›ur á kosi›. Lei t i› nánari uppl‡singa hjá söludei ld Lexus í s íma 570 5400. www.lexus. is Jeppi sem er eins og lúxusbíll? E›a lúxusbíll sem er eins og jeppi?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.