Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 11
að fyrirhugaðar aðgerðir hafi veru- leg neikvæð áhrif. Eins sé umræða þess efnis að ekki væri hægt að njóta þessara náttúruperla hálendis nema vegna þess að vegir hefðu ver- ið lagðir vegna virkjana afskaplega langsótt. Ekki sé hlaupið um þetta votlenda svæði í einu vetfangi. Þarna sé um að ræða stórt gróð- urlendi inni á miðju hálendinu og ekkert sambærilegt sé til á Íslandi og jafnvel í heiminum. Að mati Sveins verður erfitt að framfylgja ýmsum skilyrðum Skipu- lagsstofnunar, eins og t.d. því að fossarnir verði með fullu vatns- magni að deginum til alla sumar- mánuði. Hann leggur áherslu á að Þjórsárveranefnd hafi lagt áherslu á fagleg vinnubrögð og þekking sé fyrir hendi til að leggja mat á mögu- leika umrædds svæðis. „Ég byggi niðurstöður mínar ekki á tilfinninga- legum grunni heldur á eins vísinda- legum grunni og hægt er að gera með því að kynna mér það sem vitað er um svæðið og það sem raunveru- lega gerist í kjölfar svona fram- kvæmda.“ Sveinn leggur áherslu á að hann sé ekki alfarið á móti virkjunaráætl- unum og segir í því sambandi að hann sé afskaplega hrifinn af svo- nefndri rammaáætlun ríkisstjórnar- innar. Hann sé ánægður með að lagt sé mat á ýmsa kosti og mikilvægt sé að vinna eftir því. Ekki sé óeðlilegt að skiptar skoðanir séu á máli sem þessu en aðalatriðið sé að fólk kynni sér málið til hlítar áður en það láti fara frá sér óhugsaðar yfirlýsingar um það. Ekki verið að sökkva Þjórsárverum Guðmundur Sigurðsson, bóndi á Reykhóli, segir að úrskurðurinn sé eðlilegur miðað við þær forsendur sem liggi fyrir og hann hafi ekki komið sér á óvart. Hann hafi skoðað málið töluvert, m.a. skoðað aðstæð- ur á vettvangi. Fyrst og fremst fok- sandur fari undir vatn og hafa beri í huga að aðgerðin snerti sjálf Þjórs- árverin mjög lítið, þar sem þau séu innar, og miklu minna en haldið hafi verið á lofti. „Það er ekki verið að sökkva Þjórsárverunum. Það er grundvallarmisskilningur og land- fræðileg mistúlkun að halda því fram að lónið sé í Þjórsárverum.“ Hann segir mikilvægt að útvega orku svo landið verði byggilegt. Afla verði gjaldeyris fyrir þjóðina og það verði gert með þessum hætti og ekki sé lengur hægt að fá rússneska bíla fyrir síld. Hins vegar sé ekki hægt að segja til um á þessu stigi málsins hvort framkvæmdirnar verði að veruleika. Aðalatriðið sé að málið gangi eðlilegar boðleiðir í friði og þegar umsagnaraðilar hafi sagt sitt verði tekin ákvörðun um framhaldið. Aðrir ráða Skafti Bjarnason, kaupmaður í Brautarholti á Skeiðum, segir að svo virðist sem ýmsir í Skeiða- og Gnúp- verjahreppi séu enn í kosninga- slagnum frá því í vor. Tveir listar hafi boðið fram og erfitt hafi reynst að finna ágreiningsmál en menn hafi dottið niður á Norðlingaölduveitu. Annar listinn hafi sett dæmið upp þannig að hægt væri að koma í veg fyrir framkvæmdir en hinn listinn hafi sagt að semja þyrfti við Lands- virkjun og ríkið. Þar með sé ekki sagt að allir séu á móti virkjun eins og stundum megi ætla. Hann segir að í vor hafi hann ákveðið að hætta með verslunina um næstu mánaðamót en fyrst sl. þriðjudag hafi hann fengið einhver viðbrögð við þessari ákvörðun, þó hann hafi verið með níu manns í vinnu í sumar. Hins vegar séu menn að velta fyrir sér hvort sveitarfélag- ið sé að slást við náttúruverndar- sinna og Landsvirkjun um hvort þessi eða hinn ferþumlungurinn inni á hálendi eigi að fara undir vatn eða ekki. Sjálfur segist hann hafa reynt að kynna sér málið en hann hafi ekki séð svæðið. Hins vegar geri hann sér grein fyrir að fari menn varlega sé hægt að setja upp stíflu á svæðinu eins og víða annars staðar. Eins sé sér ljóst að Þjórsárverin hafi breyst mikið á liðnum mannsaldri og þau eigi eftir að breytast meira á þeim næsta heldur en hugsanleg virkjun myndi breyta þeim. Ennfremur liggi fyrir að mikilvægi varplandsins fyrir heiðagæsina hafi snarminnkað því hún verpi orðið svo víða annars stað- ar, hugsanlega vegna loftslagsbreyt- inga. Fram hafi komið að jökullinn hafi hörfað mikið á liðnum árum og því skiljist sér að mikið af ógrónu landi sé fyrir innan. Haldi jökullinn áfram að hörfa hljóti Þjórsárverin að elta, því vatnið sé við jökulrönd- ina og alls staðar sé það vatnið sem geri gróður mögulegan á hálendinu. Hugsanlega geti virkjunin haft já- kvæð áhrif vegna hækkunar vatns- borðs, en helsta hættan sé vegna hugsanlegs vatnsrofs á bökkum lónsins. Því geti lón í 578 m hæð yfir sjávarmáli verið heppilegri kostur en lón í 575 m hæð því þá sé bakkinn brattari og minni hætta á þessu rofi. „Það er mín skoðun að það sé hægt að virkja þarna án þess að valda um- talsverðum náttúruspjöllum en öll- um mannanna verkum fylgir rask. Sumt leiðir til góðs og sumt til ills. Ég hef vissa trú á því að þau áhrif sem stíflan hafi verði minni en þau náttúrulegu áhrif sem verða þarna vegna loftslagsbreytinga, fram- skriðs jökuls og annarra þátta.“ Skafti segir að verði viðkomandi sveitarfélög, þ.e. Ásahreppur og Skeiða- og Gnúpverjahreppur, ekki sammála varðandi virkjunina verði réttur þeirra til ákvarðanatöku tek- inn af þeim og nefnd skipuð til að úr- skurða í málinu. Þá komi ríkið líka að því og gera megi því skóna að samþykkt yrði að fara í þessar fram- kvæmdir. Ísleifur Jónasson, bóndi í Kálfholti, er ánægður með úrskurðinn.Sveinn Tyrfingsson, bóndi í Lækjartúni, segir tvískinnung í málinu. steg@mbl.is FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2002 11 UNDIRBÚNINGUR að samvinnu Rússa og Íslendinga um uppsetn- ingu á samræmdu neyðarnúmeri 112, að íslenskri fyrirmynd í Kalin- ingrad í Rússlandi er nú á lokastigi. Af því tilefni er stödd hér á landi rússnesk sendinefnd undir forystu Gennady Kirillov, fyrsta aðstoðar- ráðherra almannavarna og björgun- armála í Rússlandi. Rússarnir dvelja hér til á morgun, laugardag, og er vonast til að heimsókninni ljúki með undirritun samkomulags um verk- efnið. Uppbygging Neyðarlínunnar 112 síðustu 7 árin hefur vakið athygli í Evrópu og hafa íslensk stjórnvöld viljað deila þekkingu og reynslu með öðrum Evrópuríkjum, sem aflað hef- ur verið í tengslum við uppbyggingu Neyðarlínuna. „Eystrasaltsráðið hefur reynst kjörinn vettvangur í þeim tilgangi. Rússar eru meðal þeirra ríkja sem sýnt hafa íslenska kerfinu áhuga og vilja þeir koma upp slíku kerfi bæði í Kaliningrad og Rússlandi almennt. Áhugi er einnig til staðar í Eystrasaltsríkjunum, Eistlandi, Lettlandi og Litháen, en viðræður við þau ríki eru skemmra á veg komnar,“ sagði Sólveig Péturs- dóttir dómsmálaráðherra á blaða- mannafundi í gær. Auk dómsmála- ráðuneytisins og Neyðarlínunnar, taka þátt í samstarfinu Hnit hf., sem þróar hugbúnað kerfisins, utanríkis- ráðuneytið og rússneska almanna- varna- og björgunarmálaráðuneytið. Gennady Kirillov ítrekaði þakk- læti sitt til Íslendinga á blaðamanna- fundinum og sagði að mikilvægi í uppsetningu á samræmda neyðar- númerinu 112 lægi í því að þannig yrði unnt að koma til móts við kröfur ESB um samræmt neyðarnúmer og málið hefði því mikla þýðingu fyrir rússnesk stjórnvöld. „Okkur er ekkert að vanbúnaði við að hefja þessa vinnu og munum nálg- ast markmið okkar á fundum með Ís- lendingum,“ sagði Kirillov. Morgunblaðið/Arnaldur Gennady Kirillov, aðstoðarráðherra almannavarna í Rússlandi, ásamt Sólveigu Pétursdóttur dómsmálaráðherra. Neyðarlína að íslenskri fyrirmynd í Kaliningrad AÐ SÖGN Björns Bjarnasonar, for- manns Þingvallanefndar, er það við- fangsefni milli kirkjunnar og ríkis- valdsins hvernig verður tekið á málum varðandi prestbústað á Þing- völlum ef kirkjan ákveður á annað borð að hafa þar prest. Í Morgunblaðinu í gær var sagt frá því að Þingvallanefnd hafi fyrir nokkru hafnað beiðni Prestsetra- sjóðs um aðstöðu fyrir Þingvalla- prest í tjaldi eða hjólhýsi á flötinni austan við Túngjá en vísað á Hótel Valhöll í staðinn. Björn segir það rangt sem fram komi að prestur á Þingvöllum sé á hrakhólum. Enginn fastur prestur sé lengur á staðnum en í sumar hafi sr. Ingólfur Guðmundsson starfað við kirkjuna. Hann segir aðstöðuna, sem nú sé fyrir hendi, betri heldur en almennt eigi við um sveitakirkjur landsins og bendir á að í mörgum kirkjum hafi prestar ekki endilega híbýli sín við hliðina á kirkjunni. „Það hefur verið góð sátt um þessi mál í sumar auk þess sem kirkjan hefur ekki auglýst neitt laust prest- embætti á Þingvöllum,“ segir Björn. Fram til ársins 1995 sá starfandi prestur á Þingvöllum jafnframt um rekstur þjóðgarðsins og var hann titlaður þjóðgarðsvörður fram til ársins 1997. Frá þeim tíma hefur framkvæmdastjóri Þingvallanefndar gegnt stöðu þjóðgarðsvarðar. Formaður Þingvallanefndar um Þingvallakirkju Betri aðstaða þar en almennt í sveitakirkjum ÞINGFLOKKUR Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs hefur ályktað um úrskurð Skipulagsstofn- unar um Norðlingaölduveitu og þar segir m.a. „Niðurstaðan er í raun óskiljanleg með tilliti til allrar um- fjöllunar í úrskurðinum þar sem ítrekað kemur fram að framkvæmd- ir við Norðlingaöldumiðlun muni hafa í för með sér veruleg óaftur- kræf umhverfisáhrif. Það er einnig álit Þjórsárveranefndar og Náttúru- verndar ríkisins sem Skipulagsstofn- un ber að styðjast við.“ . Þar segir ennfremur að það veki ugg að Þjórsárverum, einni mestu gersemi í íslenskri náttúru, skuli nú enn og aftur ógnað af ásælni virkj- anasinna. Minnir þingflokkurinn jafnframt á að í bráðabirgðaniður- stöðu tilraunamats rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma sé náttúruverndargildi Þjórsárvera staðfest. „Þingflokkur VG minnir á að þessu máli er ekki lokið og hvetur alla náttúruverndarsinna til að láta til sín taka. Vinstrihreyfingin – grænt framboð mun berjast fyrir verndun Þjórsárvera og stækkun friðlandsins þar af öllu afli bæði utan þings og innan.“ Vilja berjast fyrir verndun Þjórsárvera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.