Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2002 35 MARGIR hafa bent á að sjávarút- vegsstefna Evrópu- sambandsins sé ein rjúkandi rúst og þess vegna eigi Íslending- ar ekkert erindi þangað. Það er rétt að ýmislegt er at- hugavert við evr- ópskan sjávarútveg en það er fyrst og fremst á sviðum sem snerta Íslendinga ekki þótt Ísland yrði aðili að ESB. Í fyrsta lagi veiðir fiskveiðifloti ESB of mikið miðað við þol fiskistofna. Þetta er vissulega áhyggjuefni en vegna reglna ESB um veiðireynslu fengju Íslendingar allan kvóta í íslenskri lögsögu og væru því einu hagsmunaaðilarnir að ákvörðun ráðherraráðsins um heild- arafla. Þess vegna snertir ofveiði ESB ekki veiðar við Ísland. Jafnvel þótt ráðherraráðið, með íslenska sjávarútvegsráðherranum innanborðs, myndi ákveða of mikinn heildarafla á Íslandsmiðum í trássi við vísindamenn er ekkert sem segir að við yrðum að veiða allan kvótann. Samkvæmt niðurstöðum Evrópu- dómstólsins (Romkes-málið, 46/86) eykst veiðiréttur annarra aðildar- þjóða ekki þótt Íslendingar veiði ekki upp í sinn kvóta, t.d. vegna verndarsjónarmiða. Undanfarin misseri hefur ráð- herraráðið þó að mestu haldið sig við ráðleggingar vísinda- manna við ákvörðun heildarafla og það er sjálfsagt samningsmark- mið í aðildarviðræðum við ESB að tryggja að slíkt verði ætíð gert. Gallar sjávarútvegs- stefnu ESB snerta ekki Ísland Í öðru lagi hefur slæ- legt eftirlit verið mikið gagnrýnt í sjávarútvegs- stefnu ESB. Hér er þó á ferðinni mikill misskiln- ingur þar sem aðildar- ríki sinna sjálf eftirliti á miðunum en ESB hefur aðeins örfáa eftirlitsmenn. Eftir inn- göngu Íslands í ESB verður því eft- irlitið áfram í höndum íslenskra stjórnvalda. Þriðja atriðið sem hefur verið bent á sem ókost við sjávarútveg ESB er að fjöldi sjómanna og skipa sé í engu samræmi við fiskistofna. Þetta atriði snertir Íslendinga ekki heldur þar sem einungis íslensk skip munu geta veitt á Íslandsmiðum vegna reglunnar um veiðireynslu. Eftir inngöngu í ESB stækkar því fiskveiðiflotinn ekkert við Íslands- strendur. Fjórða atriðið sem menn hafa orð- ið til að gagnrýna sjávarútvegs- stefnu ESB út af er fjöldi styrkja sem þar er að finna og sú subbulega pólitík sem fylgir þeim. Þetta varðar Íslendinga lítið þar sem það er yf- irlýst stefna íslenskra yfirvalda að þiggja ekki opinbera styrki á sviði sjávarútvegs. Það er þó athyglisvert að styrkir ESB til sjávarútvegs eru lægri á hvern sjómann í ESB en styrkir íslenskra stjórnvalda á hvern íslenskan sjómann í formi sjó- mannaafsláttarsins, sem er eins og kunnugt er ekkert annað en niður- greiðsla stjórnvalda á launakostnaði útgerðarinnar. Einnig hefur verið bent á að innan ESB þurfi Íslendingar að taka þátt í alls kyns hrossakaupum og mála- miðlunum á sviði sjávarútvegs og við það muni stóru þjóðirnar valta yfir þær litlu. Þetta er hins vegar í besta falli áróðursbragð andstæð- inga aðildar Íslands að ESB enda eru Íslendingar engin smáþjóð á sviði sjávarútvegs. Smáríkjum ESB hefur þó vegnað afar vel innan sam- bandsins. Allar mikilvægustu reglurnar sem tryggja áframhaldandi yfirráð Ís- lendinga á íslenskri lögsögu, s.s. reglan um veiðireynsluna, eru mjög skýrar og hafa verið staðfestar margoft af Evrópudómstólnum. Svigrúm til hrossakaupa er því minna en margur heldur. Það liggur að auki fyrir að aldrei í sögu ESB hefur sambandið tekið ákvörðun þvert á grundvallarhagsmuni aðild- arríkis, sem í tilviki Íslendinga eru sjávarútvegsmálin. Það þjónar ein- faldlega ekki hagsmunum ESB að rústa litlu hagkerfi norður í hafi og gera það um leið háð styrkjasjóðum sambandsins. Tryggt að verðmæti haldast hérlendis Það eru einnig algengar fullyrð- ingar að við inngöngu í ESB muni útlendingar kaupa upp íslensk sjáv- arútvegsfyrirtæki og flytja öll verð- mæti úr landi. Enn og aftur er verið að villa um fyrir fólki og auka á þjóð- erniskennda hræðslu því það er tryggt að slíkt kemur ekki fyrir. Eitt af meginmarkmiðum sjávarút- vegsstefnu ESB er að afrakstur veiðanna komi því fólki til góða sem reiðir sig á þær. Eftir inngöngu Ís- lands í ESB verða allar útgerðir hérlendis að hafa svokölluð raun- veruleg efnahagsleg tengsl við Ís- land. Það er því hægt að krefjast að daglegur rekstur og starfsemi skips sé á Íslandi og að hagnaður veið- anna fari í gegnum íslenskt efna- hagslíf. Svokallað kvótahopp er úr sögunni og hefur Evrópudómstólinn staðfest það (Jaderow-málið, C-216/ 87). Eftir inngöngu Íslands í ESB er því hægt að gera frekari kröfur heldur en nú er um að hagnaður af veiðum fari í gegnum íslenskt efna- hagslíf. Eins og staðan er nú er ekk- ert sem hindrar að verðmæti af Ís- landsmiðum fari beint úr landi. Aðild Íslands að ESB kæmi því landsbyggðinni beinlínis mjög til góða. Sjávarútvegskauphöll á Íslandi Það er því tryggt að kvóti og verð- mæti fara ekki úr landi eftir inn- göngu Íslands í ESB. Íslendingar eru sérfræðingar í sjávarútvegi í heiminum og íslenskur sjávarút- vegur verður betri fjárfestingar- kostur og samkeppnisstaða hans stórbatnar við aðild. Það er vita- skuld betra að fá erlent hlutafé en erlent lánsfé. Samhliða fjárfestingum útlend- inga í sjávarútvegi eykst áhugi er- lendra aðila á íslenska fjármála- markaðinum. Vel er hægt að hugsa sér að erlend sjávarútvegsfyrirtæki sjái hag í því að skrá fyrirtæki sín á Kauphöll Íslands vegna þeirrar þekkingar og reynslu sem Íslend- ingar hafa við að greina og verðmeta sjávarútvegsfyrirtæki. Kauphöll Ís- lands gæti orðið þekkt sem sjávarút- vegskauphöll um allan heim. Engar undanþágur nauðsynlegar Það er ljóst að sjávarútvegsstefna ESB er Íslendingum hagstæð. Það er því engin nauðsyn á að fá ein- hverjar undanþágur eða sérmeðferð eins og forsætisráðherrann og fleiri telja að Evrópusinnar leggi allt sitt traust á. Ýmsir, m.a. forsætisráð- herra, benda sífellt á að Evópusam- bandið muni gjörbreytast eftir að Íslendingar ganga í það og allar þær reglur sem nú gilda verða afnumdar og settar verði nýjar reglur sem miðast við að misnota Íslendinga sem mest. Slíkur málflutningur er fásinna og dæmir sig sjálfur. Sjávarútvegsstefnan er Íslendingum hagstæð Ágúst Ólafur Ágústsson ESB Það þjónar einfaldlega ekki hagsmunum ESB, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, að rústa litlu hagkerfi norður í hafi. Höfundur er formaður Ungra jafnaðarmanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.