Morgunblaðið - 16.08.2002, Side 21

Morgunblaðið - 16.08.2002, Side 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2002 21 V A L D A R F E R Ð I R Á L Æ G R A V E R Ð I - V E R Ð L Æ K K U N ! Hjá Heimsklúbbi Ingólfs kosta gæðin minna! Sudur um höfin SIGLINGAR- HÁMARK ÞÆGINDA OG ÁNÆGJU Á FERÐALÖGUM! með sérkjörum Heimsklúbbsins-PRÍMA nú á færi allra Umboð á Íslandi fyrir fremstu skipafélög heims: PRINCESS og CARNIVAL Aldrei jafn ódýrar og nú! Pöntunarsími 56 20 400 Verð í tvíb.frá kr.157.500 í 9 d.eða kr.169.900 í 12 d. innif. sigling 8 d., flug, gist. Orlando 4 n. flutn. milli flugv./hótela/skips, flugvsk.hafnargj.þjórfé 2002-2003 Geymdu mig! Austurstræti 17, 4 hæð 101 RVK. Sími: 56 20 400 • Fax 562 6564 www.heimsklubbur.is BETRI VETRARFERÐIR – BETRA VERÐ! Kynnið ykkur vandlega nýja bæklinginn Pantið tímanlega. OPIÐ FYRIR SÍMPANTANIR KL. 13-15 laugardag og sunnudag Pöntunarsími 56 20 400 Sudur um höfin STJÓRNIR upplýsingatæknifyrir- tækjanna Skýrr hf. og Teymis hf. hafa samþykkt að ganga til formlegra viðræðna um að sameina fyrirtækin. Frosti Bergsson, stjórnarformaður beggja félaganna, segir að þau hafi unnið mikið saman undanfarið ár við innleiðingu upplýsingakerfis hjá rík- inu sem byggist á hugbúnaði frá Oracle. Sú samvinna gekk það vel að hans sögn að menn fóru að velta fyrir sér mögulegu hagræði sem hlotist gæti af sameiningu félaganna. „Menn telja að það sé hægt að ná enn betri árangri með því að sameina félögin. Eignarhald félaganna er að hluta til sambærilegt. Opin kerfi hf. eru t.d. stærsti hluthafi í báðum fé- lögum, með tæplega 52% hlut í Skýrr og tæplega 40% hlut í Teymi,“ segir Frosti, en hann er einnig stjórnarfor- maður Opinna kerfa. Möguleiki á útrás Frosti segir að verkefnið fyrir ríkið hafi haft heilmikið að segja í þeirri ákvörðun að hefja sameiningarvið- ræður, því þar hafi fyrirtækin farið að vinna mjög þétt saman. „Við sjáum mörg sóknarfæri í því að vinna enn þéttar saman auk þess sem það er augljóst hagræði fólgið í samnýtingu húsnæðis, upplýsingakerfa og fleiri hluta. Ennfremur gefur þetta fyrir- tækjunum möguleika á að sækja af meiri krafti á erlenda markaði, en þangað eigum við fullt erindi.“ Rekst- ur beggja félaga hefur gengið ágæt- lega undanfarin ár að sögn Frosta. Skýrr skilaði t.d. 8 milljóna króna hagnaði eftir skatta á fyrri hluta árs- ins en Teymi hagnaðist um 17 millj- ónir króna á árinu 2001. Aðspurður segir Frosti að viðræð- ur megi ekki taka langan tíma og áformað sé að ljúka þeim fyrir haust- ið. Skýrr er elsta upplýsingatæknifyr- irtæki landsins og fagnar 50 ára af- mæli sínu 28. ágúst nk. Teymi er mun yngra fyrirtæki, stofnað árið 1995 og er með starfsemi bæði á Íslandi og í Danmörku. Starfsmenn Skýrr eru 170 en starfsmenn Teymis eru 65. Skýrr og Teymi taka upp sameiningarviðræður AFKOMA Sæplasts hf. á fyrri helmingi ársins var mun betri en á sama tíma í fyrra. Hagnaður félags- ins margfaldaðist milli tímabila, nam um 46 milljónum króna í ár en rúmum 5 milljónum í fyrra. Rekstr- artekjur námu 1.478 milljónum króna en voru 1.282 milljónir á fyrri helmingi síðasta árs og nemur aukningin um 16%. Rekstrargjöld jukust um 12%, námu 1.262 millj- ónum króna miðað við 1.125 millj- ónir á sama tíma 2001. Hagnaður án afskrifta og fjármagnsliða (EBITDA) var tæplega 216 millj- ónir króna, eða 14,6% af tekjum, en var um 157 milljónir króna, eða 12,2% af tekjum á sama tímabili á síðasta ári. Hlutfall EBITDA-hagn- aðar af tekjum hefur aldrei verið hærra en á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Hagnaður Sæplasts fyrir skatta nam rúmri 61 milljón króna en um 8 milljónum í fyrra. Veltufé frá rekstri félagsins við lok tímabilsins var tæpar 145 millj- ónir miðað við 103 milljónir á sama tíma í fyrra. Eignir félagsins voru 2.464 milljóna króna virði hinn 30. júní sl. en nettóskuldir lækkuðu á tímabilinu úr 593 millljónum í 429 milljónir króna. Eigið fé félagins nam 816 milljónum króna og eig- infjárhlutfall því um 33% við lok tímabils. Veltufjárhlutfall Sæplasts var 1,43 við lok tímabilsins og arð- semi eigin fjár nam 12,1%. Í tilkynningu frá félaginu segir að það hafi látið af verðleiðréttum reikningsskilum en til samanburðar námu reiknaðar tekjur vegna verð- lagsbreytinga um 28 milljónum króna fyrir fyrstu sex mánuði árs- ins 2001. Sölutekjur á fyrri helmingi ársins hafa í heild aukist um tæplega 16% miðað við sama tíma í fyrra. Í til- kynningunni segir að sölumarkmið hafi þó ekki náðst að fullu. Munar þar mestu að salan í Ameríku var nokkuð undir áætlunum á fyrsta ársfjórðungi. Hagræðing í rekstri er farin að skila sér, að því er fram kemur í tilkynningunni, og kostn- aður félagsins jókst einungis um 12,2%. Ennfremur kemur fram að allar einingar Sæplasts hf. skila arði, ef reksturinn í Kanada er und- anskilinn. Batnandi afkoma Sæplasts hf. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.