Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 49
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2002 49 30-60% afsláttur Nýjar haustvörur ÚTSÖLULOK um helgina eva Laugavegi 91, 2. hæð sími 562 0625 KRINGLUNNI, S. 568 9017 Komdu og gerðu meiriháttar góð kaup... ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR LAUGAVEGI 91, S. 511 1717 ÚTSÖLULOK KONUR: Tark Diesel Laura Aime Assure Studio Trend Zinda Cemic MENN: Diesel Camper Parks 4 you 4 you Diesel Mao um helgina gallabuxur skór jakkaföt buxur bolir bolir peysur 5.990 40% afsl. 12.990 1.990 5.990 1.900 1.900 buxur bolir bolir bolir kápur skór sandalar leðurstígvél 1.500 1.900 1.990 2 f. 1 5.990 1.900 3.900 5.990 DKNY - Gerard Darel - Tara Jarmon - Virmani - Seller - Custo - Paul et Joe Ath. Einnig barna Diesel fatnaður Nýtt kortatatímabil Laugavegi Ath! opið til kl. 21.00 á morgun menningarnótt Opið til kl. 21.00 á Menningarnótt RÚSSNESKI púðurreykurinn úr jakkafötum forseta Íslands hafði varla hjaðnað þegar hann, nokkru síðar, tók í hönd forseta Lettlands, enda hafði 21 skoti verið hleypt af til heiðurs honum þegar hann steig um borð í herskipið rússneska sem spillt hefur útsýninu til Esjunnar undanfarna daga. Forseta Lett- lands hefur ef til vill staðið á sama um nálægð þessa herskips, rétt á meðan hún staldraði hér við, enda eru Lettar, einsog hinar Eystra- saltsþjóðirnar tvær, ýmsu vanar af Rússum, og ekki síst því að þeir séu stöðugt að anda niður um háls- málið á þeim. Hinu er ekki að neita að fyrir venjulegan Íslending, sem fylgst hefur sæmilega með fréttum undanfarin ár, er þetta óneitanlega nokkuð dónaleg tilviljun að hingað skuli sigla upp rússneskt herskip á sama tíma og forseti Lettlands er í opinberri heimsókn að ræða við- skipti og menningarmál. Fyrir ut- an þann dónaskap, sem getur ekki hafa hlotist af öðru en skipulags- leysi á SOHR (Skrifstofu opin- berra heimsókna ríkisins), er hinn dónaskapurinn þó öllu verri sem snýr að íslenskri þjóð, þjóðfána og forseta Íslands, sumsé að hleypt sé af fallbyssum til heiðurs okkar þjóðartáknum. Ég hlýt að mót- mæla slíkri framkomu, sem er óaf- sakanleg, hvað sem líður alþjóð- legum prótókollreglum, reglugerð rússneska hersins, eða hvaða hers sem vera skal, varðandi heiðrandi framkomu við önnur ríki. Íslend- ingum er enginn heiður að fall- byssuskotum, jafnvel þótt aðeins sé um púðurskot að ræða. Heim- sóknir herskipa frá NATO-ríkjun- um eru að vísu fríar af fallbyssu- skotum en á hinn bóginn hafa skipverjar þeirra löngum skotið öðruvísi skotum, sem hafa aukið við genasamsetningu þjóðarinnar. Það virðist mörgum að það sé eitt mikilvægasta framlag Íslands til NATO nú til dags að skipverjar af herskipum NATO fái að koma hingað upp og sletta svolítið úr klaufunum, enda er þjóðinni engin vanþörf á sterkari stofnfrumum og ekkert við þetta að athuga ef báðir aðilar hafa gaman af. Hins vegar er það spurning hvort þjóðinni sé heiður að slíku. En hvort sem skot- ið er nú fast eða með púðri er þetta daður íslenska ríkisins við herskip og hermennsku gjörsamlega á skjön við þá tilfinningu sem meiri- hluti þjóðarinnar ber í brjósti. Ís- lendingar vilja ekkert hafa með þetta að gera og frábiðja sér að háttsettir embættismenn þjóðar- innar taki þátt í þessum fáránleika af slíku virðingarleysi fyrir sjálfs- mynd þjóðarinnar. Nóg er nú samt. FRIÐRIK ERLINGSSON, rithöfundur. Skotið til heiðurs Frá Friðriki Erlingssyni: ÞANNIG ritaði Nóbels-skáld vort í den tíð. Og þannig var það einmitt í þorpinu þar sem ég ólst upp. Þá var Hafnarfjörður sennilega mesti út- gerðarbær landsins. Á vertíðinni komu togararnir með fullfermi af saltfiski með fárra daga millibili, og verkafólkið vann af kappi eins og úthaldið leyfði, en enga vinnu var að hafa nema í saltfiski fyrir verka- fólkið. Reyndar voru nokkrir bak- arar og tveir rakarar, og svo voru útgerðarmennirnir, en allir aðrir bæjarbúar unnu í saltfiski. Þegar leið á haust varð vinna stopul, þess vegna var reynt að vinna eins marga klukkutíma á sólarhring og þol og úthald leyfði. Fyrst að losa fiskinn úr togaranum og stafla hon- um á tilheyrandi plan – þá umstafla honum eftir ákveðinn tíma. Síðan tók við fiskþvottur sem konur sáu um, því þær voru handfljótari en karlmenn, eða svo sögðu þeir, en ef til vill hefur þeim ekki fundist það samboðið þeim að vinna kven- mannsverk. Kvenfólk sótti í saltfiskþvottinn, því það var ákvæðisvinna og þær handfljótustu gátu náð tvöföldum karlmannslaunum, en það var erfitt og kaldsamt verk. Síðan var salt- fiskurinn breiddur á reit til þurrk- unar, og þar kom ég til sögunnar. Ég var átta ára þegar ég var álitinn gjaldgengur á fiskreit og fékk tíu aura á tímann í kaup. – Hvað ætli sú upphæð væri há framreiknuð til dagsins í dag? Það eru áttatíu ár síðan, því ég verð 88 ára á næstunni, og hvað ætli ég sé búinn að greiða marga tugi milljóna eða þúsunda í þjóð- arbúið á minni löngu ævi? Og enn erum við hjónin að greiða skatt af okkar lífeyri: ég á þessu ári 70 þús- und, hún 92 þúsund. Þegar sól var hátt á lofti í heiðum himni, og helst með vægum vindi, þá streymdu á reitina börn, ung- lingar og gamalmenni sem varla gátu staðið í fæturna vegna elli. Reyndar var fullfrískt fólk innan um líka. Eins og áður sagði var ég átta ára þegar mitt líf byrjaði að vera saltfiskur, og var það lengi frameftir ævinni. Reyndar var ég kominn vel yfir miðjan aldur þegar mannshöndin var ekki lengur eins nauðsynleg til að verka saltfisk vegna tækninnar. Í staðinn kom frystihúsavinna, og vann ég í frysti- húsi þar til ég varð ómagi á Rík- issjóði (ellilífeyrisþegi). Síðustu tíu eða tólf árin var tekið af launum mínum og lagt í sjóð og látinn heita lífeyrissjóður, og átti ég að fá greitt úr sjóðnum þegar ég hætti allri vinnu. En ég var látinn greiða skatt af þeim krónum áður en þær komust í sjóðinn. En það skrítna er að þegar ég fór að fá greitt úr sjóðnum varð ég aftur að greiða skatt. Tvö eða þrjú síðustu árin sem ég var verkamaður var ég látinn brýna hnífa fyrir konurnar sem voru í úrskurði í frystihúsinu. Þá kvað ég: Er að brýna sköllótt skar skrækja og hvína dömurnar. Ekkert grín því vinnan var, vesæld mín til sönnunar. Daginn út ég tók mér tak, talsvert sút mig áfram rak. Í einum kút með bogið bak í Bæjarútgerð niður lak. Eflaust hafa láglaunaþegnar þjóðfélags okkar tekið eftir að for- seti vor ásamt forsætisráðherra, einnig þingmenn og aðrir embætt- ismenn, hafa fengið nokkur hundr- uð þúsunda í launahækkun með fárra ára millibili. Við gamlingjarn- ir og öryrkjarnir hefðum orðið al- sælir að fá nokkur prósent af þeim þúsundum sem heldra fólkið hefur fengið, en við virðumst hafa gleymst, eða þá að þeir sem völdin hafa ætlist til að þessir ómagar á ríkissjóði deyi Drottni sínum vegna skorts á framfærslulífeyri. Ég álít að meirihluti ellilífeyr- isþega eigi í stríði við að láta enda ná saman af lífeyrinum um hver mánaðamót, og veit ég nokkur dæmi þess að þeir sem nota vísa- kort, hafi þurft að taka allháa upp- hæð af nýju kortatímabili til að geta greitt upp það gamla, og þann- ig orðið að velta nokkrum þúsund- um á undan frá mánuði til mánaðar. Nú er öldin önnur en þegar lífið var saltfiskur, og ráðamenn þessa þjóðfélags álíta að lífið sé ál og til að fá nógu mikið ál vilja þeir fá mikið af álbræðslum til að fá nógu mikið af áli. Skal fórna perlum okk- ar yndislegu ættjarðar. Nú hefur víst allt of mikið streymt úr penna mínum, en mér liggur meira á brjósti, en set samt punktinn hér. Í Almættis friði. SÓFUS BERTHELSEN eldri, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Lífið er saltfiskur Frá Sófusi Berthelsen:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.