Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 44
FRÉTTIR 44 FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í TENGSLUM við Menningarnótt verður Árbæjarsafn með sögu- göngu um Þingholtin kl. 15 á laug- ardaginn. Páll V. Bjarnason, arki- tekt og deildarstjóri húsadeildar Minjasafns Reykjavíkur, er leið- sögumaður. Sunnudaginn 18. ágúst verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í Árbæjarsafni fyrir börn og full- orðna. Leikföng verða við Korn- húsið, hressir krakkar geta gengið um á stultum og slegið nýtt met með húllahringjum. Kassabílar verða á svæðinu og leiðsögumenn fara í leiki með börnum og fræða þau um leyndardóma Völunnar. Börn og fullorðir geta farið í bú- leik og handfjatlað leggi og skelj- ar. Í baðstofunni í Árbæ verður prjónað og saumaðir roðskór. Við Nýlendu verða netahnýtingar og í Suðurgötu verður bróderað. Vert er að minna á skepnurnar í safn- inu, hér er að finna kýr og kálf, hesta og folald, kindur og lömb. Einnig eru heimalningar við Árbæ. Klukkan 14 hefst síðan sýning á sjónleiknum Spekúlerað á stórum skala en þar býður Þorlákur Ó. Johnson gestum upp á skemmti- dagskrá og varpar ljósi á lífið í Reykjavík á 19. öld. Athugið að að- eins eru eftir þrjár sýningar á þess- um vinsæla sjónleik. Húsfreyjan í Árbæ býður gestum og gangandi upp á nýbakaðar lummur. Á bað- stofuloftinu verður spunnið og saumaðir roðskór. Í Dillonshúsi eru ljúffengar veitingar en alla sunnudaga í sumar er boðið upp á heimilislegt kaffihlaðborð. Söguganga, leikir og leikrit í Árbæjarsafni ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Tryggðu framtíð þína með aukavinnu, sem þú getur stundað hvar og hvenær sem er. http://pentagon.ms/nolimit.Umboðsaðilar Leitum eftir umboðsaðilum um heim allan fyrir nýtt MasterCard debetkort með 100% trygg- ingu. www.chexcard.dk. Hafið samband á ensku við: chexcard@chexcard.dk. Stuðningsfulltrúi óskast Grunnskólinn Tjarnarlundi, Dalasýslu, óskar eftir stuðningsfulltrúa í fullt starf vegna forfalla. Áhugasamir hafi samband við Guðjón Torfa Sigurðsson, símar 899 7237/434 1537 eða net- fang gudjont@aknet.is . FRÁ SNÆLANDSSKÓLA • Við Dægradvöl Snælandsskóla er laust hálft starf eftir hádegi. Launakjör skv. kjarasamningi Starfsmanna- félags Kópavogs og Launanefndar sveitar- félaga. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið. Upplýsingar gefur skólastjóri, Hanna Hjartar- dóttir, í síma 554 4911 eða 863 4911. Starfsmannastjóri KÓPAVOGSBÆR Laus störf í Foldaskóla fyrir skólaárið 2002—2003 Vegna forfalla er staða íslenskukennara á unglingastigi laust til umsóknar. Einnig stöður skólaliða (100% stöður). Upplýsingar gefur skólastjóri og aðstoðarskóla- stjóri í síma 567 2222 Umsóknir berist til Foldaskóla, Logafold 1, 112 Reykjavík. R A Ð A U G L Ý S I N G A R HÚSNÆÐI ÓSKAST Vantar til leigu Höfum verið beðnir um að útvega 4ra—6 herbergja íbúð til leigu. Æskileg stað- setning Lækirnir eða Túnin, en aðrir staðir koma til greina. Til greina kæmi að leigja íbúð með búslóð. Tryggur leigutaki. Fyrirframgreiðsla og góðar tryggingar. Uppl. veitir Fyrirtækjaþjónustan V & L, sími 898 6337. TILKYNNINGAR Skarfagarður og Skarfabakki í Sundahöfn, Reykjavík Mat á umhverfisáhrifum — athugun Skipulagsstofnunar Reykjavíkurhöfn hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar matsskýrslu um Skarfa- garð og Skarfabakka í Sundahöfn. Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 16. ágúst til 27. sept- ember 2002 á eftirtöldum stöðum: Hjá Skipu- lags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar, Borgartúni 3, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun í Reykjavík. Matsskýrslan er aðgengileg á heimasíðu Reykjavíkurhafnar: www. reykjavikurhofn.is. Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 27. september 2002 til Skipulagsstofnunar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást enn- fremur nánari upplýsingar um mat á umhverf- isáhrifum. Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfis- áhrifum, nr. 106/2000. Skipulagsstofnun. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Í kvöld kl. 20.30: Kveðjukvöld fyrir Óskar Jakobsson. Kaffi- húsastemning á ljúfu nótunum. Miriam og fleiri syngja og dansa lofgjörðardansa. Allir hjartanlega velkomnir. 17. ágúst, laugard.: Fossinn Dynkur/Búðarhálsfoss í Þjórsá. Sjaldfarnar slóðir. 2— 3 klst. ganga. Fararstjóri Sveinn Tyrfingsson, bóndi. Brottför frá BSÍ kl. 8, komið við í Mörkinni 6. Verð kr. 3.700/4.000. 18. ágúst, sunnud.: Svína- skarð — Hrafnhólar, milli Skálafells og Móskarðs- hnjúka. Afmælisferð, munið stimplana. 5—6 klst ganga, hæst um 400 m y.s. Fararstjóri Sigurður Kristjánsson. Brottför frá BSÍ kl. 10:30, komið við í Mörkinni 6. Verð kr. 1.500/1.800. Laugavegur 16.—19. ágúst (hraðganga). Farangur fluttur með bíl milli skála. Tvær máltíðir innifaldar í fargjaldi. Verð kr. 19.900/22.900. Síðasta Lauga- vegsganga F.Í. 2002. Fimmvörðuháls 23.—25. ágúst. Síðasta Fimmvörðuhálsferð F.Í. í sumar. Óvissuferð 7.—8. sept. Farið út í óvissuna eina helgi. Rúta, gönguferðir og ýmislegt fleira. Sími F.Í. 568 2533, www.fi.is, textavarp RUV bls. 619. ATVINNUAUGLÝSINGAR sendist á augl@mbl.is mbl.is ÍÞRÓTTIR FÉLAG fagfólks í fjölskyldumeð- ferð (FFF) efnir til norrænnar ráð- stefnu um fjölskyldumeðferð í Há- skólabíói um helgina. Ráðstefnan ber yfirskriftina The VI Nordic Therapy Congress og er 6. ráðstefna sinnar tegundar en hinar 5 hafa ver- ið haldnar víðsvegar á Norðurlönd- um. Ráðstefnan stendur yfir frá föstudeginum 16. ágúst til sunnu- dags, 18. ágúst. Fyrirlesarar eru alls staðar af Norðurlöndunum og munu fjalla um margvísleg málefni sem tengjast fjölskyldumeðferð. Meðal umræðuefna er fjölskyldumeðferð og fjölskyldusambönd í alþjóðlegu samhengi, úrlausnir varðandi einelti í skólum, vinna við kulnun og streitu við fjölskyldumeðferð og vinna sem henni tengist, leiðbeining einstak- linga varðandi hjónameðferð, vinna með ofbeldishneigð í samböndum, fjölskyldur og fötluð börn, mæður einhverfra barna, sagnameðferð og notkun myndlíkinga. Ráðstefnan er öllum opin og er þátttökugjald 1.500 kr. fyrir daginn eða 3.000 kr. fyrir alla ráðstefnuna. Í gjaldinu er inni- falið kaffi og málsverður. Reykjavík- urborg býður ráðstefnugestum til móttöku fimmtudaginn 15. ágúst kl. 18til 19.30 á Kjarvalsstöðum. Föstu- daginn 16. ágúst verður haldinn kvöldverður með skemmtiatriðum á Broadway kl. 18 til 2. Verndari ráð- stefnunnar er forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson. Fundar- og veislustjóri verður Valgeir Guðjóns- son, félagsráðgjafi og tónlistarmað- ur. Ráðstefnan fer fram á ensku. Nánari upplýsingar er að fá í and- dyri Háskólabíós. Einnig má fá frek- ari upplýsingar á Netinu á slóðinni www.fireandice.mirrorz.com. Í stjórn Félags fagfólks í fjölskyldu- meðferð eru Lúðvík Lárusson for- maður, Helga Þórðardóttir, Toby Herman og Björg Karlsdóttir. Norræn ráð- stefna um fjöl- skyldumeðferð „FYRIRTÆKJASALA Íslands íSíðumúla hefur opnað nýja og end- urbætta heimasíðu á slóðinni fyrirta- ekjasala.is. Fyrirtækjasala Íslands hefur starfað í átta ár og lagt áherslu á að vera í forystu á sínu sviði og lið- ur í því er þessi endurbætta heima- síða. Á heimasíðunni er hægt er á mjög einfaldan og aðgengilegan hátt að skoða alla söluskrá fyrirtækisins sem telur um 100 fyrirtæki og fjölda atvinnuhúsnæðis til leigu eða sölu. Í næði við tölvuna getur áhugasamur aðili skoðað það sem hann hefur áhuga á. Tölvert ýtarlegar upplýs- ingar er að finna um hvert og eitt fyrirtæki sem er til sölu. Á síðunni er einnig að finna ýmsan fróðleik. Hægt er að skoða nýjustu auglýs- ingu Fyrirtækjasölunnar og kalla þar fram söluyfirlit. Áherslan við hönnun síðunnar var að hún væri auðveld og aðgengileg. Með þessari heimasíðu vonast fyr- irtækið til þess að geta sparað nú- verandi viðskiptavinum sínum og ekki síst væntanlegum viðskiptavin- um sporin og gert leitina að drauma- fyrirtækinu auðveldari en áður. Mik- il áhersla er lögð á að uppfæra heimasíðuna og er það gert nær dag- lega,“ segir í fréttatilkynningu. Ný og bætt heimasíða SKÓGARHLAUP Útilífsmiðstöðv- arinnar Húsafelli verður haldið í annað sinn laugardaginn 24. ágúst næstkomandi. Keppnin felst í því að keppendur þurfa að komast yfir ákveðið landssvæði á sem skemmst- um tíma og á leiðinni þurfa þeir að yfirstíga ýmsar hindranir. Keppt verður í þriggja manna liðum og til að ljúka keppni þurfa liðin að reiða sig á samstöðu hópsins í heild jafnt sem frumkvæði einstaklingsins. Keppninni er stillt upp sem áskor- endakeppni en þau lið sem skrá sig til leiks öðlast rétt til að skora á önn- ur lið að mæta sér í keppninni. Brautin verður kynnt 19. ágúst en lögð er áhersla á að hún verði fjöl- breytt og skemmtileg yfirferðar. Eftirfarandi þrautir eru meðal þess sem keppendur þurfa að takast á við; – Fjallganga (u.þ.b. 450 m) – Kafsund (synt yfir veituskurð og kafað undir hindrun) – Kláfferja yfir og ofan í vatn – Skógarhlaup – Þverun straumvatna Veitt verða vegleg verðlaun fyrir þrjú efstu sætin en í fyrra voru það lið Hreyfingar, World Class og GoPro Landsteina sem unnu til verð- launa. Frekari upplýsingar er að finna á www.strik.is/skogarhlaupid. Skógarhlaup í Húsafelli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.