Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
12 FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HVERFASAMTÖK Vatnsenda-
hverfis, „Sveit í borg“, hafa sent
Skipulags- og byggingasviði Reykja-
víkurborgar athugasemdir vegna til-
lögu að nýju deiliskipulagi Norð-
lingaholts. Gagnrýna samtökin
hversu þétt byggð er fyrirhuguð á
svæðinu.
Segir m.a. í athugasemdunum að
hin þétta og háa byggð sé engu betri
en umdeilt skipulag á Vatnsenda-
svæðinu. Þéttleikinn sé meiri en „á
verst skipulögðu og umdeildustu
byggð innan Vatnsendasvæðis-
ins...þ.e. svokallaðs F-reits.“ Er bent
á að Reykjavíkurborg hafi gagnrýnt
það skipulag á sínum tíma og lagt
áherslu á að tillit yrði tekið til lífríkis
Elliðavatns við skipulag byggðar þar.
Þá segir að þétt byggð eigi alls
ekki rétt á sér á umræddu svæði þar
sem hún rýri gildi náttúrulegs um-
hverfis og sömuleiðis er gagnrýnt að
þéttleikinn sé „langt umfram“ það
sem gert er ráð fyrir í Svæðisskipu-
lagi höfuðborgarsvæðisins. Loks er
bent á hættu af mengun grunnvatns
á svæðinu.
Sveit í borg
gagnrýnir
deiliskipulag
Norðlingaholt
FYRIR ellefu árum innritaði átta
ára snáði sig ásamt félaga sínum í
10 kílómetra hlaup í Reykjavíkur-
maraþoninu. Við marklínuna beið
fjölskylda hans spennt, að und-
anskildum pabbanum sem sjálfur
var önnum kafinn við tuttugu og
eins kílómetra hlaupið. Þetta var
upphafið að þátttöku fjölskyld-
unnar í hlaupinu. Síðan hefur hún
verið með í Reykjavíkurmaraþon-
inu ár hvert, að undanskildu einu
skipti þegar hún var erlendis.
„Við héldum að þetta væri ekkert
mál og biðum bara eftir því að hann
kæmi fyrstur í mark,“ segir mamm-
an, Hólmfríður Skarphéðinsdóttir,
hlæjandi um hlaup sonarins, Heið-
ars Inga Ólafssonar, sem í dag er 18
ára. „Svo fór ég sjálf 10 kílómetr-
ana árið á eftir og þá sagði ég við
sjálfa mig: Hvernig datt mér í hug
að leyfa barninu þetta?“
Hún lét þó ekki deigan síga og
síðan hefur hún og maður hennar
Ólafur Ingi Ólafsson iðulega hlaup-
ið 21 kílómetra en börnin, Heiðar
Ingi og systir hans, Elín Ýr, sem er
14 ára, farið styttri vegalengdir. En
hvað er svona skemmtilegt við að
taka þátt í Reykjavíkurmaraþon-
inu?
„Bara allt,“ segir Hólmfríður.
„Við höfum meira að segja einu
sinni hlaupið í grenjandi rigningu
og það var samt gaman!“ Ólafur
bætir því við að þetta sé nátt-
úrulega „uppskeruhátíð skokk-
arans“ og í ljós kemur að þau hjón-
in eru með í skokkhóp sem hleypur
reglulega allt árið um kring.
„Reykjavíkurmaraþonið er síðan
eins og bikarúrslitaleikur sem allir
verða að mæta á.“
Krakkarnir taka undir þetta þó
að Elín viðurkenni að skemmtileg-
ast sé þegar hlaupið er búið. Heiðar
segir hlaupið hafa verið aukaæf-
ingu þegar hann var að æfa fót-
bolta. Hann man vel eftir hlaupinu
þegar hann var átta ára og neitar
því að hafa verið nær dauða en lífi
þegar að marklínunni var komið.
„Nei, nei, maður var í miklu betra
formi þá en nokkru sinni núna,“
segir hann sannfærandi.
Farið á menningarnótt
eftir hlaupið
Fjölskyldan segir stemninguna í
hlaupinu sérstaklega skemmtilega
og að innan hópa sem æfa allan árs-
ins hring myndist alveg sérstemn-
ing. „Við hittumst áður og hitum
upp saman og erum að bera saman
bækur okkar, hver ætlar að hlaupa
hvað og á hvaða tíma hann ætlar að
vera. Á eftir hittumst við yfirleitt í
sundi og svo er það orðin hefð í
okkar hópi að borða saman heima
hjá einhverjum. Loks fara allir
saman niður í bæ á menningarnótt-
ina.“ Þau bæta því við að þau séu
sérstaklega ánægð með að hlaupið
hafi verið flutt fram fyrir menning-
arnótt Reykjavíkurborgar því áður
hafi þau alltaf þurft að sleppa því
að fara í bæinn það kvöld vegna
hlaupsins daginn eftir.
Þau undirstrika þó að hlaupið sé
ekki bara fyrir eitilharða skokkara
og íþróttafólk. „Það eru bara allir
sem hafa áhuga, fólk með börnin
sín og afar og ömmur með barna-
börnin,“ segir Hólmfríður og Ólaf-
ur tekur við: „Mesta stemningin í
svona hlaupi er yfirleitt í kring um
skemmtiskokkarana og þá sem fara
styttra. Það er ekki jafnmikil
stemning hjá þeim sem fara heilt
maraþon og eru að hlaupa í fjóra,
fimm klukkutíma. Enda eru ekki
nema 100 eða 200 manns sem fara
það.“
Eins og gefur að skilja stefnir
fjölskyldan á að taka þátt í hlaup-
inu á morgun og þegar hún er
spurð hvort stefnan sé að hlaupa
með næstu 40 árin hlær Hólmfríður
við og segir að líklega endi þau á að
vera með í hjólastólum þegar fæt-
urnir gefa sig. „Maður verður með
á meðan maður kemst í þetta. Það
eru svo mikil forréttindi að geta
tekið þátt og í þessu hlaupi geta
nánast allir verið með.“
Morgunblaðið/Arnaldur
Hólmfríður, Elín Ýr, Heiðar Ingi og Ólafur eru klár í hlaupið á morgun sem þau segja vera sannkallaða
„uppskeruhátíð skokkarans“. Fjölskyldan hefur aðeins misst af einu hlaupi síðustu ellefu ár.
Reykjavíkurmaraþonið er á morgun
Hafa verið
með í ellefu ár
Reykjavík
TILLAGA að deiliskipulagi annars
áfanga Sörlaskeiðs, athafnasvæðis
hestamannafélagsins Sörla í Hafnar-
firði, var auglýst í fyrradag. Með
skipulaginu er núverandi svæði fé-
lagsins stækkað og lóðum undir
hesthús fjölgað.
Í greinargerð með tillögunni kem-
ur fram að ásókn í hesthús á svæðinu
til eignar eða leigu hafi verið mikil og
fari vaxandi sökum góðrar aðstöðu
sem Sörli hefur yfir að ráða. Öllum
byggingarhæfum lóðum við Sörla-
skeið hafi verið úthlutað og til að
mæta óskum um fleiri lóðir hafi verið
ákveðið að ráðast í gerð annars
áfanga athafnasvæðisins.
Skipulagssvæðið sem um ræðir er
33 hektarar að stærð og er suðaust-
anmegin á hraunjaðrinum aftan við
núverandi hesthúsabyggð við Sörla-
skeið. Kemur fram að um sé að ræða
„tiltölulega slétt hraunsvæði með
einstaka gjótu en lítið sem ekkert er
af hraunklettum/dröngum. Hraunið
er mosa- og lyngvaxið“. Allt landið er
í eigu Hafnarfjarðarbæjar.
Aðkoma að svæðinu verður annars
vegar frá reiðhöllinni á Sörlaskeiði
og hins vegar frá Kaldárselsvegi en
gert er ráð fyrir einni götu frá reið-
höllinni og út á Kaldárselsveg.
Beggja vegna þessarar götu verða
hesthús en í nyrðri enda götunnar er
gert ráð fyrir húsum fyrir atvinnu-
rekstur tengdan hestamennsku. Í
syðri enda götunnar er svo gert ráð
fyrir húsi undir ákveðna starfsemi
tengda hestamennsku.
Á milli verða almenn hesthús og
mun hver húseign hafa sérhlaupa-
gerði, taðþró og bílastæði innan lóð-
arinnar. Alls munu 22 hús bætast við
athafnasvæðið með nýja skipulaginu
en fallið er frá sjö húsum sem átti að
reisa samkvæmt fyrra deiliskipulagi.
Hið nýja svæði mun tengjast þeim
reiðstígum sem fyrir eru á svæðinu.
Að auki er gert ráð fyrir nýrri reið-
leið austanmegin við nýju lóðirnar og
bætt er við tengingum milli nýrri og
eldri reiðleiða.
Deiliskipulagstillagan verður í
kynningu til 27. september en þá
rennur frestur til þess að skila inn
athugasemdum jafnframt út.
($
$ !
)*
%
+,-. &)
/. .#01#23#
4.#2.56#
(78.9:43#
Athafnasvæði
Sörla stækkað
Hafnarfjörður
BÆJARRÁÐ Mosfellsbæjar hefur
samþykkt að leita álits Skipulags-
stofnunar á því að bærinn taki
gamla ullarþvottahúsið í Álafoss-
kvosinni eignarnámi. Að sögn bæj-
arritara hyggst bærinn rífa húsið til
að framfylgja deiliskipulagi fyrir
svæðið sem samþykkt var árið
1997.
Á fundi bæjarráðs í gær var lagt
fram bréf Stefáns Ómars Jónssonar
bæjarritara þar sem fram kemur að
bærinn hafi átt í viðræðum við eig-
anda hússins um nokkurt skeið um
kaup á eigninni en samningar hafi
ekki náðst. Í apríl síðastliðnum hafi
eigandanum verið sent bréf þar
sem honum hafi verið greint frá því
að bærinn hygðist taka húsið eign-
arnámi og í svarbréfi hans hafi
komið fram að hann óskaði eftir því
að bærinn útvegaði sér sambæri-
legt húsnæði í stað þess sem bærinn
keypti. Kemur fram að bærinn telji
sig ekki í stakk búinn til að útvega
slíkt húsnæði og því sjái hann sér
ekki annað fært en að óska eftir um-
sögn Skipulagsstofnunar á fyrir-
huguðu eignarnámi.
Að sögn Stefáns hefur málið átt
sér nokkurn aðdraganda en það er
tilkomið vegna þess deiliskipulags
sem samþykkt var fyrir svæðið árið
1997. „Þá var gert ráð fyrir því að
ákveðin hús í Álafosskvosinni við
brúna yrðu rifin til að opna að
gamla Álafossinum. Framtíðarmús-
íkin er sú að þá geti gestir og gang-
andi komist að fossinum og Varm-
ánni frá húsaþyrpingunni í
brekkunni ofan við gamla steinhús-
ið.“
Tilheyrði Álafoss-
verksmiðjunni
Hann segir að húsið sem um ræð-
ir hafi tilheyrt Álafossverksmiðj-
unni. „Þetta er hluti af byggingun-
um þarna, gömlu ullarþvotta-
stöðinni og spunahúsunum sem
hafa verið byggð úr ýmsum efnum í
gegnum aldanna rás.“
Stefán segir næstu skref í málinu
vera þau að bíða umsagnar Skipu-
lagsstofnunar en hún sé forsenda
þess að hægt sé að leggja fram
beiðni um eignarnám hjá mats-
nefnd eignarnámsbóta.
Hyggjast taka
gamla ullarþvotta-
húsið eignarnámi
Mosfellsbær