Morgunblaðið - 16.08.2002, Side 26

Morgunblaðið - 16.08.2002, Side 26
ERLENT 26 FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Stórútsalan heldur áfram Allar vörur á útsölu 20-90% afsláttur Geisladiskar frá kr. 200 Opið til kl. 22 á Menningarnótt Skólavörðustíg 15 • Sími 511 5656 Acidophilus og Bifidus FRÍHÖFNIN H á g æ ð a fra m le ið sla Fyrir meltingu og maga með gæðaöryggi FRÁ SEM skemmtikraftur og söngvari var Elvis Presley einstakur. Sem vörumerki stenst hann einnig samanburð við risana, nefnum Nike og Coca Cola. Í dag, föstudag, verður þess minnst að 25 ár eru liðin frá því að Presley, eða „kóng- urinn“ eins og hann var jafnan nefndur, kvaddi þennan heim, 42 ára að aldri. En þrátt fyrir að aldarfjórðungur sé liðinn frá því að goðið hvarf mönnum sjónum lifir minning Presleys góðu lífi. Hundruð þúsunda manna sækja árlega heim Graceland-safnið í Memphis í Tennessee- ríki og hljómplötur með söng Presleys seljast enn í réttnefndum skipsförmum; að meðaltali um fimm milljónir eintaka á ári. Uppreisnar-ímyndin lifir Fyrirtækið Elvis Presley Enterprises skilar því stórgróða. Og ýmsir spyrja hvort svo væri hefði „kóngurinn“ ekki horfið af sjónarsviðinu svo ungur. Alltjent héldi Elvis ella upp á 67 ára afmælið í dag; sennilega væri hann kominn á eftirlaun og þau nokkuð rausnarleg. Allt að einu geta EPE enn haldið á lofti ímyndinni af Presley sem ungum mynd- arlegum manni, uppreisnargjörnum „rokk- abillí“-tónlistarmanni sem fór sem logi yfir ak- ur á síðari hluta sjötta áratugarins. Sú mynd sem þeir sem eftir muna hafa af Presley sem feitlögnum sjúklingi og lyfjaætu fer ekki hátt og fer ekki víða. Enda völdu aðdáendur hans árið 1992 að mynd af honum á frímerki sem gefið var út til að heiðra minningu hans sýndi hinn unga Presley, rokkarann uppreisn- argjarna, en ekki útblásna ofurstirnið Elvis á sviði í Las Vegas. Tekjuhæsta, horfna goðið EPE-fyrirtækið fæst ekki til að veita upp- lýsingar um fjármál en talið hefur verið að tekjur þess séu á bilinu 2.500 til 8.000 milljónir króna á ári hverju. Flestir, sem láta sig málið varða, telja að tekjurnar séu trúlega í kringum 37 milljónir dala á ári, sem svara til um 3.200 milljóna króna. Fjármálatímaritið Forbes seg- ir Elvis vera tekjuhæsta framliðna ofurstirnið. Nefna má að „kóngurinn“ skýtur snillingum á borð við J.R.R. Tolkien og John Lennon á bak við sig en verk þess síðarnefnda og annað hon- um tengt eru talin skapa um 20 milljónir dala á ári. Krúnudjásnið Eignir þær sem Elvis skildi eftir sig eru metnar á um 250 milljónir dala eða rúman 21 milljarð króna. Þar skal fyrst nefnt til sög- unnar sjálft krúnudjásnið, Graceland, en þang- að hafa að meðaltali komið um 600.000 manns á ári. Aðsóknin hefur raunar dalað því á síð- asta áratug skoðuðu um 700.000 manns heimili Presleys og safnið sem því fylgir að jafnaði á ári. Af þessum sökum hefur starfsfólki verið fækkað í Graceland. Í nóvembermánuði var 50 starfsmönnum sagt upp en þar starfa nú 350 manns. Fyrirtækið lýsti því hins vegar yfir að aðsóknin hefði minnkað sökum efnahags- samdráttar víða um heim og vísaði einnig til hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. sept- ember. Ekkert hefði dregið úr Elvis-æðinu. Bobby Davis, blaðafulltrúi EFE, segir að helmingur þeirra sem koma í „pílagrímsferð“ til Graceland sé 35 ára og yngri. „Sjáðu bara fólkið sem kemur hingað þessa dagana til að heiðra minningu Elvis heilum 25 árum eftir andlát hans. Þetta er fólk á öllum aldri, af margvíslegu þjóðerni og ólíkum kynþáttum.“ Sókn á nýjum mörkuðum EPE er í eigu dóttur Elvis, sem heitir Lisa Marie. Hún erfði eignina árið 1993, þá 25 ára að aldri. Fimm árum síðar varð hún stjórn- arformaður. Fram að þeim tíma hafði móðir hennar og fyrrum eiginkona „kóngsins“, Pris- cilla, stýrt fyrirtækinu. Hún er nú ráðgjafi stjórnar. Auk Graceland rekur fyrirtækið „Heart- break Hotel“ í Memphis en Elvis söng einmitt samnefnt lag á upphafsdögum æðisins. Uppi eru hugmyndir um að setja á stofn alþjóðlega keðju hótela með þessu nafni. Fyrirtækið á einnig veitingastaðinn Elvis Presley, sömu- leiðis í Memphis. Þrátt fyrir að fjölmiðlafulltrúinn leggi áherslu á að Elvis sé vörumerki sem höfði til allra er þó ljóst að fyrirtækið hefur á und- anliðnum árum lagt sig fram um að ná til yngra fólks. Eitt af því sem löngum hefur ein- kennt Elvis Presley Enterprises er sú hat- ramma barátta sem fyrirtækið hefur jafnan verið tilbúið til að hefja í því skyni að standa vörð um nafn og ímynd „kóngsins“. Þannig hefur fyrirtækið ítrekað höfðað mál vegna meintra brota á höfundarrétti. Á dögunum vakti því mikla athygli þegar EPE heimilaði hollenskum plötusnúð að hljóðblanda upp á nýtt lítt þekkt Presley-lag „A Little Less Con- versation“ í teknó-stíl. Þetta reyndist hin framsýnasta ákvörðun, lagið komst víða í fyrsta sæti og skilaði um fjórum milljónum dollara, 340 milljónum króna, í kassann. Fyrr í ár voru átta lög Presleys nýtt í nýrri teiknimynd Disney-fyrirtækisins sem nefnist „Lilo and Stitch“ á frummálinu. Aðalsöguhetj- an, Lilo, er mikill Presley-aðdáandi. „Þessu mun fylgja að milljónir krakka munu uppgötva Elvis og taka að spyrja foreldra sína hvort þeir hafi einhvern tíma heyrt í þessum náunga,“ sagði Jack Soden, framkvæmdastjóri EPE, þegar myndin var frumsýnd. Vera kann því að „kóngurinn“ eigi enn eftir að vinna ný lönd. „Kóngurinn“ er horfinn en veldið lifir AP „One for the money…“ Elvis í Las Vegas. Milljarðarnir streyma inn 25 árum eftir dauða Elvis Presley New York. AFP. ’ Tekjuhæsta framliðnaofurstirnið. ‘ ALEXANDER Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur hafnað til- lögu Vladímírs Pútíns, forseta Rúss- lands, um að ríkin tvö stofni með sér myntbandalag árið 2004 til að sam- ræma betur hagkerfi beggja ríkjanna áður en þau myndi enn nán- ara samband. Sagðist Lúkasjenkó, er hann kom heim til Minsk í fyrra- kvöld eftir að hafa átt fund með Pút- ín í Moskvu fyrr um daginn, aldrei geta samþykkt útfærslu Pútíns á hugmyndinni um ríkjasamband. Nánara samstarf yrði að byggjast á jafningjagrundvelli. Frumkvæði Pútíns í fyrradag hafði komið flestum í opna skjöldu, enda hefur hann fram að þessu tekið fálega í hugmyndir Lúkasjenkós um nýtt ríkjasamband. Sagði Pútín að ef myndað yrði ríkjasamband yrði það að byggjast á stjórnarskrá Rúss- lands og óhjákvæmilegt væri að rússneska rúblan yrði gjaldmiðill hins nýja ríkjasambands. Rússar eru rúmar 140 milljónir en Hvít-Rússar um 10 milljónir og ein af fátækustu þjóðum Evrópu. Lúkasjenkó hefur um árabil þrýst á um ríkjasamband milli Rússlands og Hvíta-Rússlands. Hugmyndin er vinsæl meðal Hvít-Rússa, sem sakna gömlu Sovétríkjanna og sem hafa mátt þola mikla fátækt undanfarin ár. Sagði Andrei Piontkovskí, stjórn- málaskýrandi í Rússlandi, að Pútín hefði leikið á Lúkasjenkó með óvæntu útspili sínu. Piontkovskí sagði að Lúkasjenkó, sem var kjörinn forseti Hvíta-Rúss- lands árið 1994, hefði notað hug- myndir um nánara samband við Rússland til að auka vinsældir sínar heima fyrir og tryggja hagstæð kjör í viðskiptum við Rússlandsstjórn. Pútín hefði hins vegar vitað sem væri, að Lúkasjenkó kærði sig í reynd alls ekkert um ríkjasamband milli Hvíta-Rússlands og Rússlands enda yrði hann þá ekki lengur ein- valdur í sjálfstæðu ríki heldur aðeins landstjóri yfir Hvíta-Rússlandi en flestar mikilvægar ákvarðanir yrðu teknar í Moskvu. Með því að slengja fram þessari tillögu nú hefði Pútín neytt Lúkasj- enkó til að hafna möguleikanum á samruna og málið væri þar með út af borðinu, Pútín sjálfum til mikillar ánægju. Lúkasjenkó hefur verið gagnrýndur harkalega fyrir mann- réttindabrot og ólýðræðisleg vinnu- brögð. Hvít-Rússar hafna hugmyndum Rússa um ríkjasamband Pútín lék á Lúkasjenkó Moskvu. AP, The Los Angeles Times. GERT er ráð fyrir að fjórar millj- ónir Pólverja fagni Jóhannesi Páli páfa þegar hann kemur í heim- sókn til Póllands í dag en þetta er níunda heimsókn hans til ætt- jarðar sinnar frá því að hann varð páfi árið 1978. Jóhannes er nú orðinn 82 ára gamall og sjúkur mjög og við bænahald í gær fór hann fram á að fólk bæði fyrir sér, nú þegar hann tækist þetta ferða- lag á hendur. Margir Pólverjar eru sagðir óttast að þetta verði hinsta för páfa á heimaslóðir. Reuters Páfi til Póllands

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.