Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2002 23 VICENTE Fox, forseti Mexíkó, til- kynnti í gær að hann væri hættur við fyrirhugaða ferð til Bandaríkj- anna síðar í þessum mánuði. Fox tók þessa ákvörðun til að mótmæla aftöku á mexíkóskum sakamanni í Texas í fyrrakvöld. Fox hafði, ásamt fulltrúum Evr- ópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna, farið fram á það að refs- ingu dæmds morðingja, Javier Su- arez Medina, yrði breytt í lífstíð- arfangelsi. Voru óskirnar studdar þeim rökum að Medina hefði verið meinaður aðgangur að fulltrúum sendiráðs Mexíkó í Bandaríkjunum jafnvel þó að alþjóðlegir sáttmálar kveði á um slíkt. Hafði Mary Robinson, fram- kvæmdastjóri Mannréttindastofn- unar SÞ, m.a. farið fram á að Medina yrði sýnd vægð enda væri ástæða til að ætla að skilmálum alþjóðlegra mannréttindasáttmála hefði hugsanlega ekki verið fylgt í hvívetna við réttarhöldin yfir honum. Virðir ákvörðun Fox Medina, sem var 33 ára gamall, var á sín- um tíma fundinn sekur um morðið á lögreglu- manni í Dallas í Texas árið 1988. Medina lýsti iðrun sinni áður en hann var tekinn af lífi í fyrrakvöld og sagðist hann vona að dauði sinn gæfi fjölskyldu lög- reglumannsins, sem hann myrti, þann frið sem hún þráði svo heitt. Fyrirhugað hafði verið að Fox hitti George W. Bush Bandaríkjaforseta á búgarði hans í Texas 26.–28. ágúst nk. en búgarðurinn er um 200 km norðvestur af Huntsville, þar sem Medina var tekinn af lífi á miðvikudag. Tals- maður Hvíta hússins í Washington sagði að Bush virti ákvörðun Fox og að for- setinn hlakkaði til næsta fundar þeirra, sem verður líklega í októ- ber. Afboðar heim- sókn sína til Bush Fox mótmælir aftöku á mexíkóskum sakamanni í Texas Mexíkóborg. AFP. Vicente Fox AUGUSTIN Bizimungu, fyrr- verandi yfirmaður hersins í Rú- anda, var í gær framseldur til dómstóls Sameinuðu þjóðanna vegna stríðsglæpa í Rúanda. Bizimungu er talinn hafa verið einn af höfuðpaurunum í þjóð- armorði hútúmanna á tútsum en á bilinu 500 þúsund til ein millj- ón tútsar voru myrtir á um hundrað dögum í borgarastríð- inu í Rúanda árið 1994. Bizim- ungu var handsamaður í Angóla fyrr í þessari viku. Bretar eldast hratt BRETAR eldast nú hratt, skv. nýjum rannsóknum, en talið er að árið 2040 verði 4,9 milljónir Breta 80 ára og eldri, tvöfalt fleiri en nú er. Alls voru 2,4 milljónir manna 80 ára og eldri árið 2000 og verða a.ö.l. 3,5 millj- ónir árið 2025. Bretum fjölgar einnig en áætlað er að fjöldi íbúa fari úr 59,8 milljónum árið 2000 í 64,8 milljónir árið 2025. Umdeildur sýknudómur í Indónesíu DÓMSTÓLL í Indónesíu sýkn- aði í gær Timbul Silaen, fyrrver- andi yfirmann lögreglunnar á Austur-Tím- or, og fimm samstarfs- menn hans af ákærum um alvarleg mannrétt- indabrot á Austur-Tím- or árið 1999. Sexmenn- ingarnir voru sakaðir um að hafa staðið fyrir fjölda- morði á íbúum í bænum Suai á Austur-Tímor en skálmöld ríkti þar á þessum tíma. A-Tímor hlaut sjálfstæði fyrr á þessu ári en Indónesar réðu þar áður ríkj- um. Ýmis mannréttindasamtök hafa fordæmt úrskurðinn og segja réttarhöldin engan veginn hafa verið í samræmi við al- þjóðalög og -reglur. STUTT Morðingi fram- seldur Timbul Silaen faðmar eigin- konu sína. NOMINELL snúningsstóll ýmsir litir 17.700kr. 11.900kr. Hvitt Melamin með birki köntum Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 Laugardaga kl. 10:00 - 17:00 Sunnudaga kl. 12:00 - 17:00 OPIÐ 390kr.390kr. KNUFF tímaritakassi úr krossvið FNISS blaðabakki - 3 stk. 990kr.990kr. ...og dæmið gengur upp ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I KE 18 38 1 0 8/ 20 02 MÅNEN hringlaga tölvuborð Lið-a-mót FRÁ H á g æ ð a fra m le ið sla Tvöfalt sterkara með gæðaöryggi FRÍHÖFNIN M ik lu ó d ýr a ra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.