Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.08.2002, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. LÁRÉTT: 1 geðveika, 8 kjökrar, 9 aldna, 10 mánaðar, 11 kaka, 13 gefa frá sér djúp hljóð, 15 samkomum, 18 náðhús, 21 fiskur, 22 hryssu, 23 að baki, 24 heimska. LÓÐRÉTT: 2 reiður, 3 margnugga, 4 bleytukrap, 5 losum allt úr, 6 ljós á lit, 7 vegur, 12 tala, 14 ylja, 15 klína, 16 glatar, 17 ílátin, 18 skarð, 19 hittir, 20 vitlaus. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 helft, 4 skörp, 7 rúman, 8 ólgan, 9 dýr, 11 nart, 13 ældi, 14 álfur, 15 blær, 17 arða, 20 óra, 22 kolin, 23 lík- um, 24 akrar, 25 arður. Lóðrétt: 1 hýran, 2 lemur, 3 tind, 4 stór, 5 öngul, 6 penni, 10 ýlfur, 12 tár, 13 æra, 15 baksa, 16 ætlar, 18 rokið, 19 aumur, 20 ónar, 21 alda. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a Skipin Reykjavíkurhöfn: Sava Hill og Jo Elm koma í dag. Álaborg, Kyndill og Mánafoss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Eld- borg kom í gær. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, kl. 14 bingó. Árskógar 4. Púttvöll- urinn er opinn kl. 10–16 alla daga. Myndlist byrj- ar mánudaginn 16. sept. kl. 16. Allar upplýsingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 12.30 böðun, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13–16 frjálst að spila í sal. Verslunarferð annan hvern föstudag kl. 10– 11.30. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–14 baðþjón- usta, hárgreiðslustofan opin kl. 9–17 alla daga nema mánudaga. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjá- bakka) kl. 20.30. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13. „Opið hús“, spilað á spil. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli , Flatahrauni 3. Brids og frjáls spilamennska kl. 13:30, pútt á Hrafn- istuvelli kl. 14–16. Á morgun morg- ungangan kl. 10 frá Hraunseli. Rúta frá Firðinum kl. 9:50. Or- lofsferð að Hrafnagili við Eyjafjörð 19.–23. ágúst. Rúta frá Hraunseli kl. 9 stundvíslega mánudag- inn 19. ágúst. Orlofsferð að Höfðabrekku 10.–13. sept. Skráning og upp- lýsingar í Hraunseli kl. 13–17, sími 555 0142. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan op- in virka daga frá kl. 10– 13. Kaffi, blöðin og mat- ur í hádegi. Félagið hef- ur opnað heimasíðu, www.feb.is. Hringferð um Norðausturland laugardaginn 17. ágúst. Brottför frá Glæsibæ kl. 8. Sunnudagur: Dans- leikur kl. 20 í Ásgarði, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Þjórsárdalur, Veiðivötn, Fjallabaksleið nyrðri, 27.–30. ágúst. Nokkur sæti laus. Fyr- irhugaðar eru ferðir til Portúgals 10. september í 3 vikur og til Tyrklands 30. september í 12 daga fyrir félagsmenn FEB. Skráning er hafin, tak- markaður fjöldi. Skrán- ing hafin á skrifstofunni í síma 588 2111. Silf- urlínan er opin á mánu- og miðvikudögum kl. 10– 12 í s. 588 2111. Skrif- stofa félagsins er flutt að Faxafeni 12 s. 588 2111. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upp- lýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–17 hár- greiðsla, kl. 9.30 göngu- hópur, kl. 14 brids. Gerðuberg, Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. kl. 10 boccia, frá hádegi spilasalur opinn. Veit- ingar í Kaffi Bergi. Miðvikudaginn 21. ágúst er ferðalag í Rang- árþing, leiðsögn stað- kunnugra, kaffihlaðborð í Hlíðarenda á Hvols- velli, skráning hafin. Allar upplýsingar á staðnum og í síma 575- 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 9.30–16. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið alla virka daga kl. 9–17 hádegismatur, kaffi og heimabakað meðlæti. Hraunbær 105. Kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9–12.30 bútasaumur, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13–14 pútt. Kl. 14 verður spilað bingó í tilefni af 10 ára afmæli stöðvarinnar, af- mæliskaffi og glæsilegir bingóvinningar. Allir velkomnir. Hvassaleiti 56–58. . Fótaaðgerð, hársnyrt- ing. Allir velkomnir. Norðurbrún 1. Kl. 9–12 útskurður, kl. 9 hár- greiðsla, kl. 10 ganga. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15 handa- vinna, handavinnustofan opin án leiðbeinanda fram í miðjan ágúst. , kl. 14.30 kaffi. Ferð til Vest- mannaeyja miðvikudag- inn 21. ágúst. Lagt af stað frá Vesturgötu kl. 10.30. Siglt með Herjólfi fram og til baka. Skoð- unarferð um eyjuna, þriggja rétta kvöld- máltíð og gisting ásamt morgunverði á hótel Þórshamri. Greiða þarf farmiða fyrir 19. ágúst. Upplýsingar í síma 562 7077, allir velkomn- ir. Vitatorg. Kl. 9.30 bók- band og morgunstund, kl. 13.30 bingó. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laugardögum. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum (u.þ.b. 16–25 ára) að mæta með börnin sín á laugard. kl. 15–17 á Geysi, kakóbar, Aðalstræti 2 (gengið inn Vesturgötumegin). Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Hallgrímskirkja, eldri borgarar. Vestfjarða- ferð dagana 28.–31. ágúst, farið frá Hall- grímskirkju kl. 10, gist í Flókalundi, á Hótel Ísa- firði og Reykjanesi, heimferð um Stein- grímsfjarðarheiði, í Hrútafjörð og þaðan yfir Holtavörðuheiði og heim. Uppl. og skráning hjá Dagbjörtu í s. 693 6694, 510 1034 og 561 0408, allir velkomn- ir. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga fást á eftirtöldum stöðum á Norðurlandi: Á Blönduósi: blómabúð- in Bæjarblóminu, Húna- braut 4, s. 452-4643. Á Sauðárkróki: í Blóma- og gjafabúðinni, Hólavegi 22, s. 453-5253. Á Hofs- ósi: Íslandspóstur hf., s. 453-7300, Strax, mat- vöruverslun, Suðurgötu 2–4, s. 467-1201. Á Ólafs- firði: í Blómaskúrnum, Kirkjuvegi 14b, s. 466- 2700 og hjá Hafdísi Kristjánsdóttur, Ólafs- vegi 30, s. 466-2260. Á Dalvík: í Blómabúðinni Ilex, Hafnarbraut 7, s. 466-1212 og hjá Valgerði Guðmundsdóttur, Hjarðarslóð 4e, s. 466- 1490. Á Akureyri: í Bókabúð Jónasar, Hafn- arstræti 108, s. 462-2685, í bókabúðinni Möppu- dýrinu, Sunnuhlíð 12c, s. 462-6368, Pennanum Bókvali, Hafnarstræti 91–93, s. 461-5050 og í blómabúðinni Akri, Kaupvangi, Mýrarvegi, s. 462-4800. Á Húsavík: í Blómabúðinni Tamara, Garðarsbraut 62, s. 464- 1565, í Bókaverslun Þór- arins Stefánssonar, s. 464-1234 og hjá Skúla Jónssyni, Reykjaheið- arvegi 2, s. 464-1178. Á Laugum í Reykjadal: í Bókaverslun Rann- veigar H. Ólafsd., s.464- 3191. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúk- linga fást á eftirtöldum stöðum á Austfjörðum. Á Seyðisfirði: hjá Birgi Hallvarðssyni, Botnahlíð 14, s. 472-1173. Í Nes- kaupstað: í blómabúðinni Laufskálanum, Kristín Brynjarsdóttir, Nesgötu 5, s. 477-1212. Á Egils- stöðum: í Blómabæ, Mið- vangi, s. 471-2230. Á Reyðarfirði: hjá Grétu Friðriksd., Brekkugötu 13, s. 474-1177. Á Eski- firði: hjá Aðalheiði Ingi- mundard., Bleiksárhlíð 57, s. 476-1223. Á Fá- skrúðsfirði: hjá Maríu Óskarsd., Hlíðargötu 26, s. 475-1273. Á Horna- firði: hjá Sigurgeiri Helgasyni, Hólabraut 1a, s. 478-1653. Samtök lungnasjúk- linga. Minningarkort eru afgreidd á skrifstofu félagsins í Suðurgötu 10 (bakhúsi) 2. hæð, s. 552- 2154. Skrifstofan er opin miðvikud. og föstud. kl. 16–18 en utan skrifstofu- tíma er símsvari. Einnig er hægt að hringja í síma 861-6880 og 586-1088. Gíró- og kred- itkortaþjónusta. Í dag er föstudagur 16. ágúst, 228. dagur ársins 2002. Orð dags- ins: Auga þitt er lampi líkamans. Þegar auga þitt er heilt, þá er og all- ur líkami þinn bjartur, en sé það spillt, þá er og líkami þinn dimmur. (Lúk. 11, 33.) Víkverji skrifar... ÞEGAR lagt er af stað í leit aðjafnvitlausri landbúnaðarpóli- tík og á Íslandi enda menn yfirleitt í Noregi. Í Aftenposten var í vik- unni frétt, sem rennir stoðum undir þá ályktun Víkverja að þar í landi sé hugvitinu beitt með álíka áhrifa- ríkum hætti og hér þegar kemur að landbúnaðarmálum. Fréttin gengur út á að nú sé metuppskera af alls kyns berjum í Noregi – og það leið- ir til þeirrar „rökréttu“ niðurstöðu að norsk berjasulta verður dýrari en ella! Sultuframleiðendur eru nefnilega skuldbundnir að taka við öllum berjum, sem tínd eru í Nor- egi og hæf eru til sultugerðar. Það þýðir að þeir flytja minna inn af t.d. pólskum berjum, sem kosta u.þ.b. þriðjung af því sem þeir borga fyrir norsku berin. Þannig veldur aukið framboð hærra verði, rétt eins og var hér á landi þegar útlenda grænmetið snarhækkaði um leið og það innlenda kom á markað. Markaðslögmálin og land- búnaðurinn virðast fara illa saman. x x x MIKIÐ hefur verið talað umþað hver hafi borið ábyrgð á slysinu, þar sem skyggni féll ofan á hátíðargesti á Hinsegin dögum á Ingólfstorgi sl. helgi. Menn hafa velt því fyrir sér hvort skyggnið væri „slysagildra“ og hvort einhver af þeim, sem komu nálægt upp- setningu þess og rekstri, eigi að bera ábyrgðina. Víkverja finnst þetta vera ákaflega einfalt mál. Þeir, sem í óvitaskap sínum bröltu upp á skyggnið, bera auðvitað ábyrgðina á slysinu, ef hægt er að tala um ábyrgð hjá ólögráða börn- um og unglingum, sem voru víst í meirihluta þar uppi. Ef skyggnið var slysagildra er t.d. skyggnið við anddyri Hótels Borgar – eða bara öll bílskúrsþök og snúrustaurar í bænum – líka slysagildra. Ef fólk vill komast hjá slysum, klifrar það ekki upp á hluti sem ekki er ætlazt til að klifrað sé á. Þessar lífsreglur voru Víkverja lagðar þegar hann stóð vart út úr hnefa, enda stóð hann ævinlega á öruggu svæði á jörðu niðri og tautaði varnaðarorð þegar leikfélagar hans klifruðu upp á bílskúrana í hverfinu. Víkverji var líka fáséðari gestur á „slysó“ á þeim árum en hinir klifurglöðu of- urhugar. VÍKVERJI hefur stundumreynt að leggja fram gagn- legar tillögur sem gætu orðið til þess að draga úr veggjakroti í Reykjavík. Nú les hann í Svenska Dagbladet að í Stokkhólmi á að herða mjög baráttuna gegn krotinu. Dómsmálaráðherrann mun innan tíðar leggja fram frum- varp, sem gerir m.a. ráð fyrir að lögreglan fái að leita á grunuðum veggjakroturum að úðabrúsum og öðrum búnaði. Þá mun hámarks- refsing við veggjakroti verða árs fangelsi og jafnvel tilraun til veggjakrots (t.d. að þvælast á lest- arstöð að næturlagi með fullan bakpoka af úðabrúsum) teljast sak- næmt athæfi. Hvað hyggjast yf- irvöld hér gera til að taka á veggjakrotinu og tjóni af þess völdum? x x x NÚ ER allt vitlaust annars veg-ar út af Norðlingaöldu og hins vegar út af Norðlingaholti. Víkverja leikur forvitni á að vita hverjir þessir Norðlingar eru. Hvað segja örnefnafræðingar? Styr um Stormsker Í ÞÆTTINUM Í býtið á Stöð 2, 31. júlí sl., lét Sverrir Stormsker móðan mása um eldri borgara. Hann sagði þá vera allt að því plága í umferðinni, ækju hægt, á röngum vegarhelmingi og stunduðu margt fleira óæskilegt. Dæmið gengur ekki upp með hans rökum, því mis- jafn sauður er í mörgu fé. Við skulum huga að unga fólkinu undir stýri, sem svo gjarnt er á að valsa milli ak- reina án þess að gefa stefnu- ljós eða gefa gaum að nán- ustu umferð. Því miður eru Íslendingar agalausir í um- ferðinni og hegða sér eins og Palli einn í heiminum. Þá eru jeppaökumenn margir furðu tregir að gefa stefnu- ljós þar sem það á við. Kannski finnst þeim þeir yf- ir það hafnir, – þeir sitja jú hærra. Það má kannski segja að oft og tíðum hreyki hátt heimskur sér. Stormsker ætti að varast að alhæfa um heilsu aldr- aðra. Þeir eru margir betur gefnir og skarpari en marg- ur af yngri kynslóðinni, en ekki sljóvgir eða jafnvel heilaskaddaðir eins og Stormsker vill meina. Það er okkur öllum fyrir bestu að aka varlega og fylgja umferðarreglum en umfram allt sýna tillitssemi – bæði í umferðinni og í dag- lega lífinu. Jón Magnússon, Álfheimum 34. Heill Illuga Jökulssyni MIG langar að vekja athygli á, og senda Illuga Jökuls- syni hrós vegna ummæla hans um virkjanir, þá sér- staklega Kárahnjúkavirkj- un, og útskýringar hans á því hvað er í raun að gerast þegar landið fýkur burt, og að það sé fleira en sandfok sem veldur, t.a.m. kindin okkar, skógarhögg og fleira. Þessi ummæli viðhafði hann í morgunþætti Stöðvar 2 fyrir nokkru og á hann lof skilið fyrir þessa fræðslu. Ásta Lilja Kristjánsdóttir. Skemmtun fyrir fólk á besta aldri? MIG langar að grennslast fyrir um það hvenær von er á dansstað fyrir fólk á aldr- inum 45 og uppúr. Ég kann ekki við mig á þeim knæp- um og diskó-stöðum sem eru í bænum. Mig langar að sjá huggulegan stað með al- mennilegri hljómsveit, t.a.m. hljómsveit Geir- munds Valtýssonar, sem myndi spila einu sinni til tvisvar í mánuði fyrir fólk á þessum aldri. Elísabet. Ódýr og góður matur ÉG keypti í Hagkaupum taílenskan frosinn mat sem mér þótti mjög góður. Með honum fylgja uppskriftir frá Ban Thai-veitingahúsinu. Ég mæli með því við fólk að prófa þennan mat sem er ekki aðeins bragðgóður heldur einnig ódýr. Ein ánægð. Vinsamlega geldið kettina JAFN yndisleg dýr og kett- ir eru, þykir mér leitt að sjá hve mikill straumur er af auglýsingum í Velvakanda um ketti og kettlinga sem fást gefins eða eru týndir. Mér þykir tímabært að fólk sýni meiri ábyrgð í katta- haldi og láti taka kettina sína úr sambandi meira en gert er, til að halda fjölda þeirra niðri. Það er nefni- lega svo sárt ef ekki er hægt að koma kettlingum á heim- ili og þarf að svæfa þá. Ef eftirspurnin er meiri en framboðið er líka líklegra að fólk sinni köttunum sínum betur og venji þá frekar sem inniketti en að leyfa þeim að fara út þar sem þeir týnast eða verða fyrir bílum. Kattavinur. Gætum okkar á þjófum ÉG BÝ í vesturhluta Kópa- vogs og hef útsýni yfir iðn- aðarhús heiman frá mér. Síðustu helgi veitti ég því at- hygli að húsið var galopið, og það um miðja nótt. Ég lét lögreglu vita, sem kom á staðinn og svipaðist um. Sem betur fer hafði engu verið stolið, en lögreglan tjáði mér að hefði þjófur verið þarna hefði hann get- að dundað sér lengi óáreitt- ur. Þetta kæruleysi að- standenda fyrirtækisins er vítavert, og hvet ég fólk til að passa sig að læsa vel í stað þess nánast að bjóða þjófa velkomna. Kona úr Kópavogi. Tapað/fundið Saknar svissnesks hnífs SVISSNESKUR vasahníf- ur, rauður á lit, týndist um miðjan júnímánuð. Að öllum líkindum glataðist hnífurinn við Hvammsvík í Kjós. Hníf- urinn er búinn ýmsum tækj- um og var í leðurhulstri sem innihélt áttavita og annan búnað. Hnífurinn hefur mik- ið tilfinningalegt gildi fyrir eigandann og er skilvís finn- andi vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 698 6789. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.