Morgunblaðið - 25.08.2002, Side 2

Morgunblaðið - 25.08.2002, Side 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSK orðabók, ný og endur- bætt, mun koma fyrir augu almenn- ings í lok október næstkomandi. Unnið hefur verið að gerð bókarinnar með hléum frá 1996. Undanfarin misseri hefur 4–5 manna teymi undir stjórn Marðar Árnasonar unnið kröftuglega að orðabókargerðinni. Auk þess hefur fjöldi sérfræðinga á ýmsum sviðum verið kallaður til. Bókin kemur út hjá forlaginu Eddu – miðlun og útgáfu hf. Um er að ræða þriðju útgáfu Ís- lensku orðabókarinnar sem kom fyrst út árið 1963 en síðan árið 1983. Árni Böðvarsson var ritstjóri beggja útgáfa. Trúnaður við upprunaleg markmið Nýja orðabókin verður um 2.000 blaðsíður, en síðasta útgáfan var 1.250 síður. „Helmingur viðbótarinn- ar felst í nýjum flettum, þ.e. atrið- isorðum, en þó einkum fyllri upplýs- ingum við hverja flettu,“ segir Mörður. „Hinn helmingur viðbótar- innar felst í breyttri uppsetningu bókarinnar og skýrari framsetningu efnisins.“ Þrátt fyrir þessar breytingar segir Mörður að í allri vinnu við útgáfuna hafi verið haldið trúnaði við uppruna- legu bókina. „Þó að ýmislegt hafi breyst í tungumálinu og viðhorfum okkar til þess frá því bókin kom fyrst út, þá höfum við reynt að vera holl hinum upprunalegu markmiðum sem Árni Böðvarsson og hans samverka- menn settu.“ Var safnað saman nú- tímamálfari, bæði almennu og tækni- legu, en auk þess einbeittu Mörður og samstarfsmenn hans sér að ákveðnum efnissviðum, svo sem tölv- um, viðskiptum, tónlist og náttúru- fræði. Þá hefur einnig verið unnið eft- ir einstökum orðflokkum og þar á meðal verið farið vel yfir allar sagnir í bókinni. „Við höfum einnig tekið fyrir ákveðið orðfæri sem ekki fékk jafn- mikla athygli í fyrri útgáfum, sem t.d. tengist heimilinu, matargerð og hannyrðum svo eitthvað sé nefnt.“ Haft var samstarf við Orðabók Há- skólans við gerð bókarinnar. „Það hefur mikið breyst við öflun upplýs- inga frá því sem var við fyrri útgáf- urnar, aðstæður okkar eru allt aðr- ar,“ segir Mörður. Hann segir tölvutæknina skipta mjög miklu máli við gerð orðabóka og einfalda alla vinnu til muna. Mörður segir standa til að gefa þriðju útgáfuna fullbúna út á tölvutæku formi en árið 2000 var orðabókin á þáverandi stigi fyrst gef- in út á tölvudiski. Orðabókin verði í stöðugri vinnslu Þá segir hann von Eddu – miðl- unar og útgáfu að hægt verði að gefa bókina út bæði á prenti og tölvudiski oftar en verið hefur. „Draumurinn er sá að orðabókin verði verk í stöðugri vinnslu. Útgáfa bókarinnar árið 1963 voru mikil tíðindi á sínum tíma,“ segir Mörður, en Menningarsjóður stóð að þeirri útgáfu. „Sú bók var fyrsta ís- lensk-íslenska orðabókin og mikið í hana lagt.“ Til útgáfunnar nú fengust styrkir úr Lýðveldissjóði og Málræktarsjóði. „Síðan Menningarsjóður var lagður niður hefur komið upp ákveðinn vandi í útgáfu samfélagslegra verk- efna, t.d. orðabóka,“ segir Mörður. „Það er engan fastan stuðning við slíka útgáfu að fá, heldur þurfa einka- fyrirtækin sem í þessu standa að treysta á Guð og lukkuna. Við þurfum meira öryggi í þessi mál.“ Mörður segir mörg stór orðabóka- verkefni bíða og nefnir í því sambandi Ensk-íslenska orðabók sem nú er orðin 20 ára gömul og þarfnast end- urútgáfu. Þá sé t.d. Þýsk-íslenska orðabókin frá því fyrir seinni heims- styrjöld. „Orðabókaútgáfa er mjög kostnaðarsöm, arður kemur seint og ef vel á að vera rennur hann að mestu aftur í orðabókargerðina sjálfa,“ seg- ir Mörður. „En góðum orðabókum er vel tekið. Þessi bók, Íslenska orða- bókin, byggir á mjög sterkri hefð, við vitum að vinahópur hennar er stór og erum þess fullviss að þessari nýju út- gáfu verður fagnað.“ Endurskoðuð útgáfa af Íslenskri orðabók væntanleg í lok október Orðabókin á marga vini Engan fastan stuðning við orða- bókaútgáfu að hafa frá því Menn- ingarsjóður var lagður niður RANNSÓKNIR vísindamanna á Tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum benda til þess að hætta á riðusmiti í sauðfé sé nátengd afbrigðum af því geni sem veldur riðu. Með ræktun á sauðfé með riðuverndandi arfgerð megi því væntanlega draga verulega úr hættu á riðusmiti í sauðfé bænda hér á landi. Niðurstöðurnar voru birtar í alþjóðlega tímarit- inu Archives of Virology en rannsóknarverkefnið heitir „Leit að einkennalausum smitberum riðu“ og höfundar greinarinnar eru þau Stefanía Þor- geirsdóttir, Guðmundur Georgsson, Eyjólfur Reynisson, Sigurður Sigurðarson og Ástríður Pálsdóttir. Rannsóknir sem spanna nokkur ár Stefanía segir að markmið rannsóknarinnar nú hafi m.a. verið að kanna hvort einkennalausir smitberar riðu fyndust meðal þeirra kinda sem bera verndandi arfgerð gegn riðunæmi en áður hafi þau rannsakað sýkt og ósýkt sauðfé og skil- greint arfgerðir með tilliti til áhættu á smiti. Hún segir að rannsóknir vísindamanna á Keldum á þessu sviði hafi byrjað árið 1995 undir stjórn Ástríðar Pálsdóttur þannig að niðurstöðurnar nú séu framhald af fyrri rannsóknum. „Riða í sauðfé er ekki vírus eða baktería heldur smitandi prótein. Þetta prótein, sem kallað er príon, er í okkur öllum en það sem gerist er að eitt- hvað veldur því að það umbreytist og þessi um- breyting getur bæði komið til af völdum stökk- breytinga og eins vegna smits eins og í sauðfé. Hins vegar er ákveðin ættlægni, þ.e.a.s. næmið fyrir riðu erfist og það er einmitt það sem við höf- um verið að rannsaka. Við rannsökuðum upphaf- lega heilbrigt fé og bárum það saman við sýkt fé og fundum að það var munur á sýktu og ósýktu fé hvað varðar breytileikann í geninu. Við skilgreind- um síðan áhættuarfgerð og svokallaða verndandi arfgerð út frá líkum eða hættu á smiti. Við buðum fljótlega upp á þjónustu við bændasamtökin, þ.e. að þeir prófuðu hrúta til þess að reyna að losna við áhættuarfgerðina og fjölga þeim sem væru með verndandi arfgerð.“ Ekkert smit í kindum með verndandi arfgerð Stefanía segir að menn hafi aftur á móti alltaf haft áhyggjur af að smit kynni að leynast í fé sem ekki hefði einkenni um riðu: „Það voru einmitt nið- urstöður úr þeirri rannsókn sem birtust núna. Þar tókum við fyrir heila hjörð sem hafði orðið fyrir riðu og skoðuðum inn í heilann á kindunum sem ekki höfðu einkenni til þess að athuga hvort þær væru með smit og skoðuðum svo arfgerðirnar á móti því að við vildum vita hvaða arfgerðir smit- uðust og hverjar ekki.“ Stefanía segir að flestar kindurnar sem höfðu einkenni hafi verið með áhættuarfgerð. „Um einn þriðji hluti hjarðarinnar var með smit í heila án þess að vera með einkenni og langflestar af þeim kindum voru með áhættuarfgerðina. Aftur á móti fundum við ekki riðusmit í þeim kindum sem voru með verndandi arfgerð. Niðurstöður okkar voru sem sagt þær að það er samhengi á milli arfgerðar og áhættunnar á riðusmiti. Við höfum tekið tvær hjarðir til viðbótar til rannsóknar og þær rann- sóknir styðja þessar niðurstöður.“ Stefanía segir að í Evrópu, og þá sérstaklega í Hollandi, sé í auknum mæli farið að nota niður- stöður úr slíkum rannsóknum við ræktun á sauðfé og Hollendingar stefni t.d. að því að gera allt sitt sauðfé ónæmt fyrir riðu. „Bændasamtökin hafa notað þessar niðurstöður fyrir kynbótahrútana en látið bændur um að velja hrútana og veitt þeim allar upplýsingar. Ég verð að viðurkenna að okkur hefur þótt frekar slæmt að menn hafi haldið áfram að bjóða upp á sæði úr hrútum með áhættuarfgerðina. Það er sem sagt enn verið að dreifa genum sem okkur finnst að mættu alveg missa sín.“ Rannsóknir íslenskra vísindamanna á Keldum á riðu í sauðfé Tengsl milli arfgerðar og hættu á riðusmiti HAFNARFJARÐARVEGI var lok- að við Hraunsholtshæð frá kl. níu á föstudagskvöld til kl. 5 um nóttina á meðan lögð var göngubrú yfir veg- inn. 5 starfsmenn verktakans Eld- afls í Njarðvík, ásamt kranamanni, komu brúnni á undirstöður þar sem hún var soðin saman í miðju og boltuð í endana. Að sögn Axels Pét- urssonar, framkvæmdastjóra Eld- afls, gekk verkið vel. Brúin er smíðuð í Póllandi og vegur alls 37 tonn. Að sögn Axels er áætlaður heildarkostnaður við brúna um 60 milljónir króna. Morgunblaðið/Kristinn Starfsmenn Eldafls unnu á föstudagskvöld og fram eftir nóttu við að koma brúnni á und- irstöður sínar. Þar var hún soðin föst í miðju og boltuð í endana. Morgunblaðið/Jim Smart Göngubrúin yfir Hafnarfjarðarveg var sett upp í tveimur hlutum og er nú komin á sinn stað. Opnað var fyrir umferð um veginn að nýju um fimmleytið í gærmorgun. Göngubrú yfir Hafnarfjarðar- veg á sinn stað TVEIR menn eru í haldi lögreglunn- ar í Reykjavík grunaðir um að hafa ráðist á pilt á Laugaveginum í fyrri- nótt og veitt honum alvarlega áverka með hnífi. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er pilturinn sem fyrir árásinni varð 16 ára. Hann var stunginn í síðu og handlegg, skorinn í andlitið og er al- varlega slasaður að sögn lögreglu í Reykjavík. Pilturinn mun þó ekki vera í lífshættu. Samkvæmt upplýsingum læknis á gjörgæsludeild Landspítalans í Foss- vogi átti að útskrifa piltinn þaðan í gær þar sem hann var á batavegi. Handteknir í miðbænum Tilkynning um atburðinn barst til lögreglu um hálffjögurleytið um nótt- ina og náði hún að handtaka tvo menn, sem eru grunaðir um verkn- aðinn, skömmu síðar í miðbæ Reykja- víkur. Þeir voru yfirheyrðir í gær. Þá voru tveir menn teknir höndum í austurhluta Reykjavíkur um sex- leytið í gærmorgun fyrir innbrot í bíla. Miðborgin 16 ára pilt- ur stunginn með hnífi BJÖRGUNARSVEITIR Slysa- varnafélagsins Landsbjargar hófu í gærmorgun leit að nýju að ítalska ferðamanninum Davides Paites, sem saknað hefur verið frá því 10. ágúst sl. Um 150 leitarmenn frá Eyjafirði og víðar af landinu voru á svæðinu frá Grenivík út Látraströnd, í Kefla- vík og Þorgeirsfirði. Leitað var á landi og af sjó með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Leita átti fram í myrkur en leitarstarfið hafði ekki borið árangur þegar Morgun- blaðið fór í prentun. 150 manns leituðu Ítalans

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.